Ísafold - 15.12.1917, Page 3
IS A FOI. D
3
leDzka ráðuneytið sem hafi kveðið
svo á, að það væri misrétt að leyfa
útflutning þeirra vörntegunda til ís-
lands, sem skortur er á í Danmörku,
og hægt er að fá til íslands frá
Ameiíku — t. d. hveiti.
Hve mjög Danmörk hefir miðlrð
íslandi af vöruforða sínum sést bezt
á því, hve mikið hefir verið flutt
héðan til íslands af innlendum (dönsk-
um) vörum, síðan ófriðurinn hófst,
borið saman við utflutning næstu ára
á undan.
Meðal útflutningur af innlendum
vörum héðan til Islands var á ár-
unum 19 ii—1913 árlega hér um
bil 9676 tonn
Útfluln. þessi var 1914 10620 —
— — — 1915 15269 —
— — — 1916 20650 —
og er þetta mestmegnis kornvara og
annar matur.
Skýrslur vantar enn um hve mik-
ið hefir verið flutt út á árinu 1917,
en Danir hafa verið jafn greiðugir
á vörur sínar nú sem fyr, þótt sam-
gönguvandræðin hafi ef til vill dreg-
ið úr útflutningum þetta árið.
Þá hafa Danir og gert mikið til
þess að bæta úr siglingaleysinu.
Var það t. d. mikill hagnaður fyr-
ir ísland, að utanríkisráðuneytinu í
vor sem leið tókst að koma þeim
samningum á við Breta, að skip
mættu sigla héðan frá Danmörku
rakleitt til íslands.
Víst er um það, að ilt er það fyr-
ir báðar þjóðirnar, að ekki hafa feng-
ist vöruflutningar Jrá íslandi til Dan-
merkur, en þar eð á þessum árum
þykir meira um vert að ná vörum
heim, en að flytja vö.rur út, mun
það mest koma Dönum í óhag.
Eigi vil eg á nokkurn hátt gera
lítið úr hinu mikilvæga starfi þeirra
sendimannanna íslenzku í Lundún-
um — bæði verzlunarerindrekans og
sendimanns þess, er 1916 komst að
haganlegum og hygnum samning-
um um útflutning íslands. En það
ber að telja Dönum til heiðurs, að
þeir hafa ávalt verið fúsir á að leggja
fram liðsinni sitt í ófriðarvandræð-
unum samtímis sem þeir hafa látið
islenzku stjórnina um þau mál, er
íslendingar hafa álitið heuni farast
betur úr hendi en þeim — og það
með glöðu geði án nokkurs tillits
til fyrri siðveuju eða lagabókstafa.
Þórarinn Tulinius.
Frá stjórnmálalifi Breta.
Er Lloyd George að missa völdin?
Þegar Lloyd George í desember-
mánuði í fyrra tók við völdum i
Bretlandi, gerðu menn sér alment
miklar vonir um stjórn hans. As-
quith hafði verið sakaður um, að
haun skorti hug og þrek til fram-
kvæœda, og að hann væri hvergi
nógu fljótur að ráða fram úr og
ákvarða. Lloyd Georg var aftur
kunnur að því, að hafa þessa eigin-
leika til að bera á háu stigi. Hans
skarpí, fljóti hugur og hans kraftur
til þess að fylgja eftir fyrirætlunum
sínum, áttu að flýta öllum hernaðar-
framkvæmdum. Og svo var skift
um þá tvo.
En nú er farið að bóla á óánægju
með Lloyd Gecrge í Bretlandi. Það
er að visu aljátað, að hann hafi sýnt
óvenju mikinn kraft i stjórn sinni,
og mikla hæfileika til þess að koma
skipulagi á alla hluti í hernaðarbákni
rikisins, að öll framkoma hans sé
sterk og hiklaus og stjórnara sam-
boðin o. s. frv. En, spyrja menn,
hvað hefir svo unnist á ? Hvað
stöndum vér betur að vigi nú en
á dögum Acquith-stjórnarinnar? —
Þjóðin hefir með ánægju fengið
L'oyd George og herráði hans öll
vöid i hendur, en hún þykist svo
eigi heimttngu á að eitthvað fari að
sjá fram úr þessum hörmunguin, að
hinn þráði friður þokist einhverju
nær.
Jafnframt þessu hafa augu manna
opnast betur fyrir ágæti Asquith’s
síðan hann fór frá, fyrir hyggindum
hans og gætni og fyrir hans rólegu
og karlmannlegu framkomu.
Óánægjan með L'oyd George
kom mjög glögt i ljós eftir að hann
hélt Patisarræðu síua um samvinnu
bandamanna hinn 12. nóv.
Þegar ófatir Itala voru í byrjun,
brugðu þeir sér til Róm Lloyd
George og Painlevé, yfirráðherra
Frakka, til fundar við stjórnmála-
menn Itala. Arangurinn af þeirri
för var sá, að bandaþjóðirnar þrjár
komu sér saman um að stofna sam-
eiginlegt yfirherráð í Versailles, sem
ættu sæti i einn yfirhershöfð-
ingi frá hverri þeirra og var svo
gert ráð fyrir, að einnig tækju sæti
i þvi fulltrúar Bandaríkjanna og
Rússa, og væri það þá skipað 5
mönnum. Þetta átti að stuðla að
meiri samvinnu og samræmi um
alla herctjórn bandamanna. Lloyd
George hélt nú á heimleiðinni ræðu
við morgunverð hjá Painlevé í París
um þessa nýung og skýrði með
mörgum fögrum orðum tilgang þessa
ráðs og hve miklu væri kipt i lag
með þvi. Hann nefndi við þetta
tækiíæri ýms dæmi þess, hve margt
hefði farið aflaga stríðsárin þrjú,
vegna þess að skort hefði samræmi
í herstjórnir bandamanna.
Við þetta urðu Asquith og hans
fylgismenn óðir og uppvægir og
þóttust skilja hvert miðað væri í
ræðunni. Asquith reis sjálfur upp i
þinginu, og krafðist skýringa Lloyd
George á ræðunni. Og jafnframt
bólaði á óánægju með yfirheiráð
það, sem Lloyd George hafði kom-
ið á fót, frá þeim stjórnmálamönn-
um og herforingjum, sem telja að
alla áheizlu beri að leggja á það, að
vera sem sterkastir fyrir á vestur-
vígstöðvunum, þvi að viðureignin
þar muni úrslitum ráða. Þeir óttuð-
ust að yfirherráðið mundi verða til
þess að dréifa kröftum og athygli
herstjórnarinnar.
Svo kom dagurinn, sem Lloyd
George hafði kosið til svara. As-
quith talaði nú rólega og varlega,
sýndi fram á, að engar af misfell-
um þeim, er Lloyd George hefði
minst á, mundi hafa verið hægt að
forðast, þó að til hefði verið sam-
eiginlegt herráð. Að öðrn leyti
mintist hann að eins á árásaratriði
blaðanna út af ræðu Lloyd George,
til þess að gefá honum færi á að
svara þeim. Ræða Asquith’s mun
hafa verið vonbrigði fyrir andstæð-
inga Lloyd George, sem bjuggust
við að hann mundi grípa færið að
ráðast á hann. En Asquith hefir
heldur kosið að hlífa honum sem
yfiriáðherra landsins á þessum hættu-
tímum við óþægindum innan að og
hvorki viljað veikja ótta óvinanna
við Lloyd George né traust þjóðar-
innar á honum.
Nú reis Lloyd George úr sæti
og því er við brugðið, hve mikil
áhrif ræða hans hafi haft á neðri-
málstofuna. Hann talaði djarft og
hreinskilið, og ræðan var full hita
og krafts. Allir fundu að þar stóð
kjarkmenni, þrekmenni og glæsi-
menni, maður sem vissi hvað hann
sagði og gerði, og sem hélt fast og
örugt um stjóinartaumana og hafði
óbilandi traust á að úr öllum örð-
ugleikum rættist á bezta veg. Hann
sagði alla sögu hins nýja herráðs,
hve vendilega það hefði verið undir-
búið, hve mikiis væri vænst af því.
Um Parísarræðu sina fór hann þess-
um orðnm: »Eg hefði getað hald
ið hólræðu um herina, hershöfðingj-
ana, stjórnirnar og þjóðirnar, Og
það hefði ekki haft hin allra minstu
áhrif. I stað þess réð eg við mig
að halda óþægilega ræðu (fögnuðui).
Eg vildi knýja alla til þess að tala
um þessa ráðagerð, og það var tal-
að um hana á tveim eða þrem meg
inlöndum. Arangurinn er sá, að
Amerika, Ítalía, Frakkland og Stóra-
bretland eru heima í því sem gerst
hefii, og alm nnahugur er með því.
Þetta er afskaplega mikilsvert (ákaf-
ur fögnuður)«.
Þess er getið sem merkis um
enska »gentilmensku«, að sjilf-
ur Asquith sat með glöðu yfirbragði
undir ræðu andstæðings síns og tók
þátt í fagnaðarhrópunum, þegar hon-
um mæltist bezt.
Það varð auðvitað ekkert af þvi,
að andstæðingar Lloyd George gripu
þetta færi til þess að ráðast á hann.
Ræða hans var fullkominn sigur
þegar í upphafi viðureignar. En tfl-
ið er víst, að hann sé þó hvergi
nærri fastur i sessi, og að búast
megi við tilraunum til þess að
steypa honum þá og þegar.
Northcliffs blöðin, sem bezt studdu
Lloyd George til valda, eru nú að
smásnúast gegn honum. Sjálfur
hefir Northcliff lávarður nýlega af-
þakkað boð Lloyd George um að gera
hann að loftvarnarráðheira. í svari
sínu getur hann þeirrar ástæðu fyrir
því að hann afþakki boðið, að hann
sé ekki framar ánægður með stjórn
L'oyd George. Hann er nú í Ame-
ríku og þykir honum ólíkt annar
gangur á ófriðarframkvæmdnm þar
en á Englandi.
Samsöngur „17. júní“
Fimtudaginn var skemti hinn á-
gæri söngflokkur aftur fólki með
aamsöng. Hefir hann verið nokkuð
stækkaður, söngmönDum fjölgað upp
í 22 manns. £r hann þó auðvitað
helzt fámennur til þess að leysa
hlutverk af hendi eins og »Landkjend-
ing« eftir Grieg, sem er stórt kórverk
með orkestnrsundirspili. þó tekst
flokknum þetta lag vel, það er svo
að raddirnar eru bæði góðar og sterk
ar, en þegar veikt var sungið. heyrð-
ist það, að þær vóru ekki nógu marg-
ar. |>að á að vera muldur úr heil
um skipaher. Einsöngurinn þótti mér
nokkuð daufur, ekki nógu hrífandi.
Frú Valborg Binarsson lék undir
á pianó og leysti hlutverk sitt vel af
hendi, en auðvitað getur pianó ekki
fullnægt kröfum þessa lags. Einn
lúður hefð i verið góður til fyll-
ingar, og í lok fjórða erindis hefði
organ átt vel við. í útlöndum er
altaf leikið á organ, jafnvel þó að
orkestur leiki undir. Síðasta lagið á
söngskránni var einng stórt kórverk
•Viborg Domkirke* eftir Niels W Gade.
Er það bæði hljómfagurt og mikil-
fenglegt Iag á sínum stöðum, einkum
i öðru erindi, þó nokkuð langdregið.
Var það vel sungið og skörnlega,
enda söknuðu menn kér ekki eins
mikið orkesturins og við »Landkjend-
ingt. Á meðal þessara stóru laga
voru sungin 4 lög undirspilslaus:
•Fredmann epistel nr. 38« »Sláttuvísa»
eftir Jón Norðmann pianóleikarB við
texta eftir Stgr. Th., finBkt Iag
»Svanuriun« eftir Armas Jarnefelt
(með ágætri íslenzkri þýðingu eftir
Gcst) og franskt lag »Le cor« (skóg
arlúðurinn) eftir A Flégier. Sláttu-
vísan er laglegt lag alleinkennlegt og
var vel sungið, enda var gerður góð-
ur rómur að því; sama er að segja
um finska lagið, sem er ágætt, bæði
hugnæmt og lipurt. Franska lagið
er mjög fallegt, og var raddsetning
söngstjórans mjög einkennileg. Herra
Viggó Björnsson söng hér einsöginn
og tókst honum ágætlega. jþað var
aðeins lítið ósamræmi milli hans og
og söngflokksins í lok 3 er., en alt
féll í Ijúfa löð, þegar lagið var end-
urtekið. Hefði íslenzk þýðing átti að
fylgja; það er varla við því að bú-
ast, að áheyrendur skilji allir svo
mikið í fröusku. J>að var húsfyllir
og ánægja áheyrenda mikil, enda á
bæði söngstjóri og söngmenn skilið
mikla viðurkenning á starfi sínu.
Samsöngurinn var endurtekinn í
gær og verður endurtekinn aftur á
morgun.
H. W.
Bisp strandaður.
Stjórnarráðinu barst i gær sim-
skeyti frá Englandi þess efnis, að
leiguskip landssjóðs, Bisp, hafi siglt
á gruun skamt frá Fleetwood og
skemst eitthvað. M. a. hafi skipið
mist skrúfuna, öxuilinn skemst o. fl.
Vörurnar er verið að taka úr skip-
inu og það verður sett í þurkví til
viðgerðar. Það verður þá sennilega
ekki fyr en einhvertíma á næsta ári,
sem Bisp kemur hingað.
Mossað á morgun í fríkirkjunni í
Rvík kl. 2 síðd., síra Ól, Ól.
Messað á morgun i dómkirkjunni
Rvík kl. 11 árd. síra Bj. J., kl. 5
BÍðd. síra Jóh. þ>ork.
Verzlunarskólinn í Reykjavík.
Skóli þessi var á síðastl. kominn í
mikla fjárþröng vegna dýrtíðar og
ónógs styrk frá landsjóði. Kaup-
mannafélag Reykjavfkur brást þá
mjög vel við og safnaði með frjálsum
samskotum innan verzlunarstéttarinn
ar hátt á fjórða þúsund króna gjöfum,
auk þess sem kaupmannafélagið sjálft
veitti skólanum 500 króna styrk úr
eigin sjóði fyrir árin 1916 og 1917.
Skólinn er rekinn í þágu alls lands-
ins og ætti þetta rausnarlega fjár-
framlag frá verzlunarstéttinni í
Reykjavík að verða öðrum til fyrir-
myndar.
Heiðursmerki. f>or8L Júl. Sveins
son skipstjóri hefir nýlega verið
sæmdur heiðursmerksi dannebrogs-
manna. Flutti skipstjórinn á Valnum
jþorsteini krossinn.
Nýja Bíó sýnir um þessar mundir
sérlega fallega ítalska mynd, sem
heitir »Voðastökk«. Texti myndarinnar
er á íslenzku og er það ánægjuleg
nýlunda.
Slys ör ? Skipstjórinn á vólskipinu
Hans frá Stykkishólmi. Pétur Sig-
urðseon hvarf fyrra miðvikudagkvöld
um miðnætti og hefir eigi til hans
spurst síðan. Eru menn hræddir um,
að hann hafi hrapað niður af hafnar-
uppfyllingunni, en við hann lá skip
hans. i
Frá Vesturheimi komu G u 11 f o s s
og í s 1 a n d um síðustu helgi, bæði
hlaðin allskonar nauðsynjavörum,
Ennfremur er Willemoes nýkominn
frá New.York með steinolíu.
Af Lagarfossi hefir ekki frézt síðan
hann kom til Halifax.
Passíusálmar
Hallgr, Péturssonar,
44. útgáfa
er komin úr.
Kostar kr. 2,00.
Fæst hjá bóksölum.
Isafold — Ólafur Björnsson.
Göðar bækur.
I»egar syrti aö, saga af stór-
kostlegu samsæri, eftir Guy Thorne.
Fræg bók og eftirtektarverð. Seldust
af henni 200 þúsund eintök fyrst
eftir að hún kom út á frummálinu
(ensku).
I föðurleit, saga eftir Else
Róbertsen. Agæt saga, einkum handa
börnum og unglingum.
Baruagaman, smásögnr
handa börnum, með mörgum n.ynd-
um.
Barnagull, smásögur handa
börnum, með fjöldamörgum mynd-
um, þýddar úr ensku.
Ofantaldar bækur fást hjá bóksölum.
Útgefandi og aðal-útsölumaður
SigurjónJónsson, Laugav. 19, Rylk.
Valurinn íór áleiðis til Khafnar á
þriðjudagskvöldið. Farþegar voru 36
alls. þar á meðal: Hannes Hafstein
bankastjóri, dóttir hans pórunn, Jón
Aðils docent, Matthías þóirðarson
fornmenjavörður, Kapt. Trolle, Kirk
verkfræðingur, Debell forstjóri, bræð-
urnir Arni og Richard Riis. Rich.
Thors framkvstjóri. Stefán Jónasson
framkv.Btjóri, Jón Norðmann piano-
leikari, Guðjón Samúlesson bygginga-
meistari, Hjörtur þorsteinsson verk-
fræðingur og frú hans, Gunnlaugur
Blöndal, skipstjóri, og vélameistari
á »Borg«, Rostgaard kolanámumaður,
útlendir menn úr hafnarvinnunni,
stúdentarnir: Emil Thoroddsen,
Óskar Borgþórsson, Lúðvíg Guð-
mundsson og Björn Sigurbjarnason,
frú Krisín Thunwald (f. Petersen),
frú Nielsen frá Baldurshaga með 5
börn, ungfrú Sigríður Sighvatsdóttir
og ungfrú Tvede hjúkrunarkona.
Farþegar á Gullfossi voru John
FeDger stórkaupm., Jón Bergsveins-
son síldarmatsmuður, Friðrik Gunnars-
son stórkaupm., Eiuar Hjaltested
söngvari, Aðalsteinn Kristinsson
kaupm , Friðrik þorsteinsson og hjón
með dóttur frá Kanada.
Erl. simfregnir
Frá fréttaritara isafoidar og Morgunbl.
Kaupmhöfn, 7. des.
Bráðabirgða-vopnahlé á austur-
vígstöðvunum í 10 daga.
Miðríkjaherinn hefir hafið sókn
hjá Asiago, sótt fram um 10 kíló-
metra og hatidtekið ixooo menn.
Þjóðverjar hafa sótt fram um 4
kílómetra hjá Cambrai og handtekið
9000 menn.
Junkaraflokkurinn í Prússlandi er
andvígur endurbótum á kosninga-
rétti.
Khöfn 8. des.
Maximalistar hafa orðið í minni
hluta við kosningarnar i Rúss-
landi.