Ísafold - 02.03.1918, Side 1

Ísafold - 02.03.1918, Side 1
I I Kemur út 1—2 í viku. Verðárg. 5 kr., erlendis T1/^ kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala lOJa. eint XLV. árg. Reykjavik, laugardaginn 2, marz 1918. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjórí: Ólafur Björnssan. Talsimi nr, 45$. Uppsögn (skrlfl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé tll útgefanda fyrlr 1. oktbr. og só kaupandl skuld- lans vlð blaðið. 10 tölublað JTlunið að auglúsa í Bæjarskrá R.víkur. Alþyðufræðsla Stúdentafélagsins. Arni Pálsson bókavörður heldur fyrirlestur um: Alþingi hið forna. sunnudag 3. marz kl. 5 síðd. i Iðnaðarmannahúsinu. Inngangur 20 aurar. Brezku samningarnir. Þótt nú sé komið fram á þriðja mánuðinn eftir nýár hefir enn ekk- ert verið ákveðið um brezka verðið á islenzkum afurðum. Kvað stjórnin okkar hafa verið við það að fást alt iram að þessu að reyna að fá samið liér á landi, en fengið um það afsvar hjá brezku stjórninni. Mun nú sfanda til að gerðir verði út menn til Lundúna til samninga. En eigi mun enn fullráðið hverir fara skuli. Þetta brezka samningamál hefir, eins og önnur mál, er stjórnina skift- ir, verið alt of seint upp tekið — ekki fyr en i eindaga. Og ekki mun það stjórninni að þakka, ef eigi verður tilviljunar-káksbragur á framkvæmd- um þess. HJir embættismenn í Reykjavik Umsóknarfrestur um bæjarfógeta- og um lögreglustjóra- embættin hér i höfuðstaðnum var útrunnin í fyrra- 4ag. Bæði eru embættin með sömu launakjörum, byrjunarlaun 5000 kr. og hækka smátt og smátt upp i 6000 kr. Um bæjarfógeta-embættið hifa sótt þeir Jóhannes Jóhannesson bæjarfó- geti á Seyðisfirði, Guðmundur Egg- erz sýslumaður og fossanefndarmaður og Ari Arnalds sýslumaður. Um lögreglustjóraembættið hafa sótt Jón Hermannsson skrifstofu- stjóri, Guðm. Eggerz, hinn sami og áður getur, Karl Einarsson sýslum. og Vigfús Einarsson settur bæjarfó- geti. Vafalaust má ganga að því visu, að þeir Jóh. Jóhannesson og Jón Hermannsson hljóti á endanum em- Ibætti þessi, hversu mjög sem fjár- málaráðherraun kann að brölta til þess að reyna að koma að bróður sinum. Vist er hlutdrægnin mikil i embættaveitingum þessarrar stjórnar lýr og siðar, en naumast þó gerandi ráð fyrir svo berri rangsleitni, að "S^ngið verði framhjá elztu umsækj- endunum, sem þar að auki eru viður- kendir fyrirmyndar-embættismenn og annar þeirra búinn að starfa í mið- stjórn landsins nær tvo tugi ára við afarmikil störf en litla þóknun — að eins til þess að svalahlutdrægnis-löng- un og sérdrægnis pólitik einhvers ráð herranna. Radíum-lækningar. Geislalæknunum bættist mikill og góður liðsauki þegar radíum fanst og reyndist happadrjúgt til ýmsra lækninga; það telst til hinna svo- nefndu geislandi (radioactiv) eftia, sem geisla frá sé ósýnilegum geislum af sjálfsdáðum, án allra ytri áhrifa, §vo sem ljóss eða rafmagns. Til fram- leiðslu röntgengeisla þarf hálfspentan rafmagnsstraum; til þess að geta hatt um hönd ljóslækningar, ’t. d. við berklaveiki, þarf líka rafmagn og ýmsar vélar. En radíum fracnleiðir sjálft geisla; orkan sem myndar geisl- ana býr í efninu sjálfu. Tuttugu ár eru liðin síðan radi- um fanst. Tildrögin til þess að farið var að leita að því voru þau, að fundist höfðu efni (úranium), sem stöfuðu frá sér ósýnilegum geis um. Eðlisfræðingum kom þá til hugar að ýmisleg fleiri efni kynnu að hafa geislakraft (radioactivitet) þótt ekki væri það kunnugt; hófu þeir nú leit að ósýnilegum geislum og er frægust í hóp þessara vísindamanna frú Curie, pólsk kona. Hún réðst í það mikla starf, ásamt manni sín- um sem lika var eðlisfræðingur að kanna geislakraft allra þektra frum- efna og ýmsra jarðtegunda. Rann- sókmr þeirra hjóna fóru fiam i París. Ein jarðtegundin — Pech- blende frá Bæheimi — reyndist sér- staklega geislarík. Austurriska stjórn- in var svo rausnarleg að senda fiú Curie eina smálest af þessari dýr- mætu mold^ frúin komst að þeirri niðurstöðu að í Pechblende myndi vera áður óþekt, mjög geislarikt efni og tókst að finna það. Hið nýja frumefni nefndi hún radíum. Úr heilli smálest af jarðtegundinni vanst að eins ca. */4 úr grammi af radíum. Við radiumframleiðslu þarf mikið af kemiskum efnum, stór húsakynni og talsverðan mannafla; þegar þar við bætist hve örlitið er af radíum í jarðveginum er skiljanlegt að það hlýtur að vera mjög dýrt efni. Radíum er duft, sem gefur frá sér ósýnilega geisla; tilveru þeirra má sýna og sanna með áhrifum þeirra á ljósmyndaplötur og ýmis- legum rafmagnsáhrifum radíumgeisl- anna. Fundist hafa þrenskonar radi- nmgeislar og eru sumir þeirra að ýmsu leyti mjög áþekkir röntgen- geislum; svo er og um áhrif þeirra á mannlegt hold. Menn komast fljótt að raun um að radíum getur verið likamanum mjög skaðvænt, valdið sárum og drepi i holdi, hár- losi o. fl. Prófessor Curie fékk eitt sinn að kenna á þessu; hann bar á sér lítið eitt af radlum og brendi það á hann sár, sem var lengi að gróa. Það kann að virðast harla ótrú- legt, að svo skaðvænt efni megi nota til lækninga. Þó hefir radium reynst vel við lækning á krabbameini og öðrum illkynjuðum meinsemdum. Ástæðan til þess að radiumgeislarnir græða og lækna er sú, að mein- semdir eru mjög næmar fyrir geisl- um; radium getur þvi valdið drepi í meinsemdinni án þess að taka heilbrigða hoidið, sem næst henni er. Þeir húðsjúkdómar sem radíum hefir reynst vel við eru eczem og berklar i hörundi (lupus); ennfremur vörtur, fæðingarbletti, ofvöxtur i örum eftir skurði og ígerðir o. fl. Valbrár og blóðæxli eru oft til stórmikilla líkamslýta, sérstaklega i andliti; valda þar að auki sjúkling- unum ýmsra óþæginda. Radlum- lækning tekur langsamlega fram öll- um lækningaaðferðum við benna sjúkdóm og er stnndum sú eina lækning, sem framkvæmanleg er. Valbrárnar hverfa oft eins og dögg fyrir sólu; örin slétt og falleg, stund- um vart sjáanleg. í byrjun bar það stundum við, að örin spiltust eftir á af ýmsum litarbreytingum; en nú hefir radiumlæknunum tekist að bæta listina svo, að slíkt á ekki að þurfa að eiga sér stað, ef rétt er að farið. Mest er um vert að radium hefir reynst læknunum vel við krabba- mein og sarkóm, sem er álíka illkynj- að mein og krabbamein. Flestir geta gert sér í hugarlund hve óend- anlega miklum þjáningum þessi mein valda og hve marga þau leggja í gröfina, stundum á unga aldri. Þeir eru ekki allir rosknir menn, sem sýkjast af krabbameini; það er eigi fátítt að menn og konur um þrítugt taki þennan sjúkdóm og sarkóm verður oft börnum að fjörtjóni. Því miður er ekki hægt að gera sér glögga grein fyrir hve mikið er um krabbamein á íslandi; ársskýrslur um sjúkdóma og dauðamein hér á landi hafa sem sé ekki verið birtar síðustu sjö árin. Eg hygg þó að óhætt megi fullyrða, að krabbamein sé eins tiður sjúkdómur hér og á Norð- urlöndum. Skurðarlæknarnir hét i Reykjavik hafa árlega til meðferðar marga sjúklinga og á Röntgenstofn- uninni leita líka ýmsir þeirra lækn- inga. Skurðlækningum við illkynjuðum meinum er þannig varið, að oft er ókleyft að komast fyrir meinið með uppskurði; þegar svo er ástatt eiga sjúklingar sér enga bata von hér á landi. Af þeim sem skornir eru 'batnar að eins nokkrum minni hluta. Röntgengeislar geta oft bætt talsvert úr, en ýmsar ástæður eru til þess að miklu siður er hægt að koma þeim við en radiumgeislum, þegar um innvortis mein er að ræða. Radíumlækningunum hefir fleygt mikið fram siðustu 3-4 árin; lækn- arnir vita nú hve mikill geislaskamt- ur á viðsjúkhngana og þeim hefir lærst að skilja þá geisla frá, sem sjúkling- unum eru hættulegir og tefja fyrir lækningunni. Ennfremur hafa lækn- arnir nú tök á að koma radíum fyrir á viðkvæmum stöðnm likam- ans, en slíkt var í byrjun radium- lækninganna miklum erfiðleikum bundið. Með nýjustu aðferðum má t. d. kon a radium fyrir i kokinu eða við tunguna án þess að það valdi sjúklingunum verulegra óþæg- inda og getur það legið þar jafnvel heilan sólarhring og sent frá sér sina græðandi geisla. í þessu efni verða nýjar framfarir með ári hverju. Ra- díum er notað við lækning á krabba- meini ýmist undan eða eftir skurð, eða þá algerlega út af fyrir sig; mikla áheizlu leggja þó flestir geisla- læknar á að nota jöfnum höndum radíum- og röntgengeisla. Útvortis krabbamein eru auðvitað viðráðanlegust; sérstaklega hefir and- litskrabbi reynst næmur fyrir geisl- unum; fyrirtak er radíum ef krabb- inn er I námunda við augnalokin eða á þeim; það er oft ókleyft að skera nema augun biði tjón við það. En hvorki radium- né rönt- gengeislar gera augunum mein og örið eftir meinið verður slétt og mjúkt. Krabbamein i koki og á tungunni er vel fallið til radíumlækn- inga; sömuleiðis krabbamein i brjóst- inu og víðar. Mesta eftirtekt hefir vakið sá ár- angur sem fengist hefir við radíum- lækning á meinum i móðurlífi og endaþarmi. Síðastliðið sumar birti prófessor Gösta Forssell, helzti geisla- læknirinn á Norðurlöndum, skýrslu um árangurinn af þessum Iækning- um á Radiumhemmet í Stokkhólmi. Konur með krabbamein í móðurlífi eru einhverjir ógæfusömustu sjúkl- ingarnir sem læknanna leita. Sjúk- dómnum eru oftast samfara þjáning- Mikilvægasta málið í heimi. I. Sálarrannsóknirnar og trúarbrögðin.' Viötal viO Slr Arthur Conan Doyle. Hvernig litií Fyrir 30 árum var litið var á þær. svo ^ sálarrannsóknirn- ar, að þær væru ekki annað en dutl- ungar, sem ekki fengjust aðrir við en fáeinir eldmóðsmenn, en einmitt eldmóður þeirra gerði það að verk- um, að þeir létu blekkjast af skrum- urum, sem þættust hafa brúað djúpið milli lifenda og dauðra, af þvi að þá skorti með öllu visindalega tamn- ingu og vit á sönnunum. Innan fárra ára hafði hávaði þeirra manna, er með sér ólu slikar hug- myndir, komist á þá skoðun, að rannsóknir dularfullra fyrirbrigða væru orðnar að sönnum visindum, og hefðu tekið þeim framförum fyrir tilraunir og athuganir, sem vandlega ar, máttleysi og blóðlát og rensli úr meininu, á stundum svo daunilt að konurnar geta tæplega haft um- gang við fólk þótt heilsan leyfi það að öðru leyti; þær missa vinnuþol og kjark og vita oft hvert stefnir. Morfinið er oft þeirfa einasta líkn. Sjái skurðlæknarnir sér ekki fært að skera, er ekki hér á landi um neitt að gera nema biða dauðans. Sé nokkur leið að komast fyrir meinið með hnífnum, er gerður uppskurður og telst svo til að skurðlæknunum takist að lækna að fullu hérumbil fjórða hvern sjúkling, sem skorinn er upp. Hinar konurnar deyja vegna þess að meinið tekur sig upp aftur eða af afleiðingum skurðsins. Astandið er þá i stuttu máli svo vaxið, að þrátt fyrir stórkostlegar framfarir, sem orðið hafa í skurð- Iækningum er ekki lagt upp að skera nema meinið sé i byrjun og þótt skorið sé er batavonin ætíð mjög óviss. Mtkla eftirtekt hefir það þvi vakið meðal lækna, er jafn ágætur læknir sem próf. Forssell birtir þann fagnaðarboðskap, að með radíum megi lækna að fullu konurmeð krabba- mein í móðurlífi þótt komið sé á svo hátt stig, að ekki sé unt að skera. Ennfremur að bæta megi stórkost- lega þjáningar þeirra sjúklinga, sem ekki fá fullan bata. Prófessor Forssell er mjög ábyggi- legur og gætinn læknir og vísinda- maður. Hann hefir ekki árætt að taka til radiumlækninga aðra sjúkl- inga en þá, sem skurðlæknar hafa vísað frá sér eða þær konur, sem færst hafa undan uppskurði; með öðrum orðum, erfiðustu og vanda- höfðu verið framkvæmdar í hverju einstöku atriðí af leiknum rann- sónarmönnum. Síðan ófriðurinn hófst, hafa sálarranusóknirnar kom- ist á þriðja stigið i áliti manna, og hafa hlotið þá tign, að vera talin trúarbrögð, sem veita huggun og kraft fjölda manna, sem skyndilega hafa mist eiginmenn, syni, bræður, unnusta og vini. Þessarar skoðun- ar er Sir Arthur Conan Doyle orð- inn eftir þrjátíu ára rannsókn á málinu, bæði af þeim sönnunum, sem aðrir hafa lagt fram, og þeím tilraunum, sem hann sjálfur hefir gert. Það er mjög mikilsvert atriði, sem Sir Árthur hefir nýlega kannast við í opinberum fyrirlestri, að hann hafi byrjað rannsókn sina á málinu sem efnishyggjumaður. Allir, sem þekkja ritsmiðar hans, vita það, að efasemdir þær, sem fyltu huga hans, er hann hóf rannsóknir sínar, veita tryggingu fyrir þvi, að stað- reyndir þær, sem málið er reist á, hafi verið grandgæfilega athugaðar. Hann hefir sannarlega til að bera óvenjulega góð skilyrði, til að rann- saka slikt málefni. Hann hefir feng- ið langa visindalega tamning sem læknisfræðingur, og það hjá kennara, J

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.