Ísafold - 16.03.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.03.1918, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD % B ReikningssKilin i „Tímanam“. ÞaS er margt farðulegt í náttúrunn- ar ríki. En þaö, sem æ ofan í æ sætlr mestrl undrun, er barnaskapur sumra manna, er þó eiga að heita fulltíða. Barnaskapur eða biygðunarleysi. Mönnum er ekki alveg úr minni lið- ið gönuhlaup >Tímans« með reiknings- skekkjuna í Landsreikningunum, og út- reiö' sú er blaðið og iið þess hafði upp úr því krafai. Hinar ósvífnu og æru- lausu fullyrðingar þess um »óreiðuna í fjármálum landsins« í tíð fyrverandi stjórnar voru gerhraktar og heimrekn- ar, og ritstjórinn sat svo eftirminnilega í gapastokknum, að hann hvorki áræddi né fann sig mann til að svara fyrir sig eða málgagnið; hreytti að eins úr sér hinum auvirðulegustu persónulegum skömmum. Þessi frammistaða »Tímans« öll frá upphafi er sú, er menn telja lélegasta i íslenzkri blaðamensku. Að fitja á ný upp á hinum ósönnu staðhæfingum sínum þorir hann skiljanlega ekki. Og tónninn í blaðinu hefir þó það breyzt til batnaðar fyrir ofanígjöfina, að nú heilir »f jármála-óreiðan« að elns r e i k n- ingsskil. »Sástu hvað eg stóð mig,« sagði strákurinn, hann stóð upp úr byltunni! — Líklega til þess að gera einhverja tilraun til þess að láta líta svo út, að þeir hafi samt »staðið sig,« »Tímans-« menn, ef vera kynni að þeir fáráðling- ar fyndust meðal lesenda hlaðsins að tryðu því, — er Guðbrandur Magnús- son (sá, er áður hafði »ritstjórnina« á hendi) siðan gerður út til þess að skrifa um Landsreikningana og reikn- ingsskilin. Það var þá líka sérfræð- ingur! Svo sem vænta mátti, þá gengur hann sama sem alveg framhjá því höfuðatriði, er um var rætt og eg tók mér fyrir hendur að skýra 1 ísa- fold, svo að ósannindí »Tímans« yrðu ber. Hann fitlar aðeins svolítið við það, vitanlega án þess að hann hafi þar nokkrum hlut nýjum við að bæta og algerlega án þess að séð verði, að hann skilji minstu vitund í málinu. Slær nú mjög útíaðra sálmaen þá, er »Tíminn« ætlaði að syngja fyr- ir skemstu, því að Guðbr. fer nú að gera sér það til dundurs að tína upp ýmlslegt af því — sumu næsta ómerki- legu —, er blaðið flutti síðastliðið sum- ar um Landsreiknlngana í h e i 1 d og yfirskoðunarmenn höfðu fundið sér til að athuga. IJm það hefir engin deila risið, enda fyrirkomulagið á þessum ■ ■ ■ 50 stk. misl. Kven.regnkápur seljast með 15% afslaetti. Svartar Kven-regnkápur nýkomnar. III Einnig Morgunkjolatau. Tvíbr. Svuntutvistur. Fallegt svart Klæði í peysuföt. Uilartreflar, Ullarpeysur, f Ullarsokkar. Egill Jacobsen. reikningum ekkert nýtt eða sérkeuni- legt fyrir LR. 1914 og 1915, og al- þingi ætlast til, nú elns og áður, að þær athugasemdir, er það telur rétt- mætar hjá yfirskoðunarmönnunum, verði teknar til greina af landsstjórn- inni, er sýni það í verki við næstu reikningsafgreiðslu. Við skulum vona að núverandi stjórn láti það á sjást! En um viðskifti landssjóðs við lands- vörzlunina, eða »reikninsskekkjuna« þar, situr við það sama og áður, þótt Guðbrandur skrifi. Það mál var á síðasta þingi afgreitt til lands- stjórnarinnar sem hvert annað einfalt reikningsatriði, er leiðrótta þyrfti við nákæmari endurskoðun, enda þessari stjórn, hinni þríhöfðuðu, sjálfri um að kenna »skekkjuna«, ef yfirleitt á að bendla nokkura ráðherra við hana. Fylgiblað stjórnarinnar, »Tíminn«, ber þó ekki meira traust til hennar en svo, að honum virðist tvísýna t _ Arni Eiríksson —Heildsala. j TdlS. 26S Og 554. PÓStÖ. 277. I Smásala — Vefnaðarvörur, Priónavörur mjög fjölbreyttar. — •OJ3 Sautnavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð.- Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar, T ækif ærisgjafir. leika á, að hún geti framkvæmt þetta þrekvirki eða látið framkvæma það!! Eða verður þetta þvaður blaðsins skil- ið öðruvísi en á þann veg? Hið eina, sem segja mætti að herra Guðbrandur legði nýtt til málanna — það Aina »sjálfstæða« en jafnframt hlægilegasta í skrifi hans —, er það, að hann burðast fram með nokkrar »fyrirspurnir« til mín um ástand lands- reikninganna; fyrirspurnir, sem mest- megnis snerta alls ekki það atriði, er eg hefi, að gefnu tilefni frá »Tíman- um«, gert að umræðuefni, heldur virð- ast þær settar fram svona rétt út í bláinn eða til þess að »sýnast fyrir mönnum«, svo ómerkilegar eru þær, með tilliti til »deilumálsins«, og mér auðvitað gersamlega óviðkomandi. A m e ð a n hvorki ritstjóri »Tím- ans« né Guðbrandur treysta sór til þess að svara greinum mínum í Isa- fold, í því málefni, er þar lá fyrir (og það munu þeir aldrei með neinni mynd geta, svo fávíslega fóru þeir af stað), á meðan þeir »svara« í vestri, þegar spurt er í austri, á meðau yfirleitt stendur upp á þá og þeir þ e g j a, þar sem þeir ættu að tala, finn eg vissulega ekki ástæðu til þess að fara að taka upp aftur neitt af því, sem eg áður hefi skýrt til fulls frá minni hálfu, né heldur að hlaupa á óftir skynlitlum »spurnipgum« * um hitt og þetta, sem Pótur eða Páll þykjast vera að leggja fyrir! En með því að Guðbr. M. samt sem áður ófeiminn gerir sór að umræðuefni í síðasta tölubl. »Tfmans« þá »þögn« (!), er nú ríki um málið, og að enginn svari honum, þá skal honum bent á, að vllji hann fræðast eitthvað um hin einföldustu atriði Landsreikninganna (sem sízt virðist vanþörf á að hann gerl, ef hann ætlar að hafa þessar »um- ræður« að atvinnu), verður hann að snúa sér um það til hinnar ágætu landsstjórnar, er hann nú styður, en ekki til mín. Það virðist standa honum nær, enda hæg heimatökin. Eg ef- ast ekki um, þótt svo sýnist sem h a n n só dauftrúaður á það, þar sem hann leitar til mín, að stjórninni muni í versta falli takast að ú t v e g a hon- um lærimeistara »fyrir góð orð og betaling«. G. Sv. Leikhúsið. Hinn góðkunni gam- anleikur ifrænka Charley’s« var leík— inn í gærkveldi og þótti bezta skemt- un. Nánar síðar. Bannstefnan og blaðið Templar Blaðið »Templar«, sem kom út um síðustu helgi, sýnir mér þann sóma(!) að minnast á grein þá eftir próf, dr. med. Carl Lorentsen, sem eg leyfði mór að þýða, og birt var í ísafold ekki alls fyrir löngu. — Blaðið eða ritstjóri þess, gerir þetta á venjulegan hátt, með ofsafengnum gorgeir og ill- girnislegum aðdróttunum, eins og hans var von og vísa, þvi hanu er »bann- maður« í þessa orðs róttu merkingu. Eg hefi í þetta skifti, já í ö 11 þau skifti, sem eg hefi sóð blað þetta, feng- ið áreiðanlega sönnun fyrir því, að ummæli próf. C. L. um »bannmenn«, sem tekin eru fram í umræddri grein minni, eru hárrótt. Eg hefi að minnsta kosti ekki sóð nokkurt blað af »Templar«, þar sem ekki er meiri og minna af ofBtækisfullum og illgjarn- legum árásum á einstaka menn, menn sem ekkert hafa til sakar unnið annað en það, að vera andbanningar. — Skal eg þessu til sönnunar taka nokkur dæmi. Fyrir rúmu ári tóku nokkrir borg- arar þessa bæjar, sem eru andbann- ingar, ásamt konum þeirra sór far með skipi norður í land. Blaðið notar þetta til að gefa það i skyn, að menn þessir og konur hafi farið þessa ferð til þes,s að geta fengið sór í staupinu. — Ef hór er ekki að ræða um illgirni og heimsku, þá veit eg ekki hvað það er. — Þá skal eg minna á árásir blaðsins á yfirdómara landsins og fræðslumála- Btjórann og fl. Stjórnin sjálf hefir ekki farið varhluta af þessu og sízt má gleyma hr. Gunnari Egilsen, sem hvorki hefir æru eða vit fyrlr tvo aura eftir kenningu blaðsins. Og hvað hafa svo allir þessir menn til saka unnið? Jú, þeir eru andbann- ingar og hafa kannast við það. — Það er hin mikla og stóra synd sem a 1- d r e i má fyrirgefa. Það er einkennið á þ e s s u m »banja- mönnum«, að þó þeir hafi ekki smakk- að »dropa«, þá verða þeir ofstækis- fullir og illgjarnir ef þeim er and- mælt; þeir hafa vanist þvf svo lengi, að kenningum þeirra væri tekið með þögn og þolinmæði, og þessvegna ein- mitt er nauðsynlegt að fara nú að sýna almenningi, sem látið hefur blekkj- ast af ofstækis kenningum þeirra, að hór er ekki alt með feldi. Bannmálið eins og það er komið hjá okkur, h 1 ý t u r að verða til miklu meira ógagns en gagns. Fyrir öllum sem tækifæri hafa haft til þess að- kynnast náuar hvaða áhrif bannlögin hafa haft á hugsunarhátt og breitni manna, hlýtur það að standa sem óg- urleg landplága ef þau eiga að standa óbreytt í mörg ár enn. Auk þessa ætti öllum hugsandi mönnum að vera það ljóst að slík lög og þessi eru ekki samboðin nokkurrl siðaðri þjóð. Það er af þessum tveim ástæðum,. að við andbaningar viljum berjast gegn þessum lögum. — í raun og veru> berjumst við þó að nokkru leytl fyrir þvf sama, sem bandaþjóðirnar segjast berjast fyrir á vígvellinum, sem sór almennum mannróttindum, frelsi ein- staklingatma og frelsi þjóðanna til að ráða sór sjálfar. Bannlögin komust hór á á þann hátt að rúm 70% af kjósendum greiddu atkVæði um þau og urðu 60%. aff þessum 70% með þeim eu 40% á móti.. liðnum öldum og allur hinn kristni heimur tekur trúanlegt. _ „ .. Eg hélt enn áfram þessi TundTíýsT ár að hafa borðhreýf- ingafundi, sem stundum voru árangurslausir, stundum ómerki- legir, en stundum var árangurinn undraverður. Eg hefi enn skýrslur um þessa fundi, og eg set hér út- drátt af því, sem fyrir kom á einum þeirra og var mjög greinilegt. Það sem okkur var sagt, var svo ólíkt öllum þeim hugmyndum, sem eg hafði gert mér um lífið hinumegin grafarinnar, að það varð mér þá frem- ur til skemtunar en trúarlífi mínu til eflingar. Eg sé nú, að það er i nákvæmu samræmi við opinberan- irnar í »Raymond« og aðrar sams- konar frásagnir, svo að eg lít nú á það öðrum augum. Eg veit, að öll- um þessum frásögum um lífið hinu- megin ber ekki saman í smáatriðum, Eg býst við, að munur yrði í smá- atriðum á öllum okkar frásögnum um þetta líf, — en í aðalatriðunum ber þeim mjög vel saman, og í þetta sinn var það, sem okkur var sagt, mjög fjarri því að vera í samræmi við skoðanir minar, óða hoirra tvegg; - 28 — kvenna, sem á fundinum voru. Tvö vitsmunaöfl sendu skeyti. Annað þeirra stafaði nafn sitt iDorothy Pothlethwaite*, og kannaðist ekkert okkar við það. Hún sagðist hafa dáið i Melbourne fyrir fimm árum, sextán ára gömul; sér liði vel; að hún hefði verk að vinna og að hún hefði verið á sama skóJa sem önnur frúin. Eg bað þá frúna að taka hendurnar. af borðinu og nefna nokkur nöfn. Gaf þá borðið merki, er nefnt var rétt nafn forstöðukonu skólans. Þetta virtist vera í sannana-áttina. Hún hélt áfram og sagði okkur, að það svið, sem hún ætti heima á, væri umhverfis jörðina; að hún vissi, hvern- ig til hagaði á plánetunum; að Marz væri bygður af verum, sem væru lengra komnar en við, og að skuið- irnir væru mannaverk. Hún kvað engar líkámlegar þjáningar vera til á því stigi, sem hún væri á, en hug- arangur gæti verið um að ræða; þeim væri stjórnað; þeir nærðust; hún kvaðst hafa verið katólsk og væri það enn, en henni liði ekkert betur en mönnum mótmælendatrúar. — Búddatrúarmenn og Múhameðstrúar- menn væru á sama sviði og hún, og öllum liði líkt. Hún hefði aldrei _ 29 — séð Krist, og vissi ekkert meira um hann en hér á jörðinni, en tryði á áhrif hans. Hún sagði að framliðnir menn bæðust fyrir, og að þeir dæju á þessu nýja tilverustigi, áður en þeir kæmust yfir á annað. Þeir hefðu skemtanir, þar á meðal söng og hljóð- færaslátt. Það væri ljóss- og hlátra- heimur. Hún bætti því við, að þar væru engir rikir eða fátækir. Saitiband við frægan Cricket-mann. Þessi kona bauð oss góða nótt, og undir eins var borðið hrifið af miklu ákafara afli, sem slengdi því til mjög óþyrmi- lega. Eg spurði þennan að heiti, og kvaðst hann veia andi manns, sem eg ætla að nefna Dodd. Það var frægur Cricket-maður. Eg hafði átt við hann margar alvarlegar sam- ræður í Cairo, áður en hann fór upp Níl, í Dongolese-herförina, en i henni beið hann bana. Nú verð eg að geta þess, að vér erum komin að árinu 1896 í rann- sóknum minum. Hvorug konan kannaðist við Dodd. Eg tók nú að spyrja hann spjörunum úr, alveg eins og hann sæti fyrir framan mig, og hann leysti fljótt og vel úr öllu. 30 — Svörin voru oft alveg mótsett því, sem eg bjóst við, svo að eg gat ekki trúað, að eg hefði áhrif á þau. Hann sagði, að sér liði vel og lang- aði ekki aftur til jarðarinnar. Hann hefði verið fríhyggjumaður, en hefði ekki goldið þess hinumegin. Hann kvað samt sem áður vera gott að biðja, til þess að halda oss í sam- bandi við andaheiminn. Ef hann hefði beðið meira, þá væri hann nú kominn þar lengra áleiðis. Hann sagðist hafa dáið kvalalaust. Hann hefði verk að vinna. Hann vissi um fall Dongola, en hafði ekki verið viðstaddur sem andi, þegar veizlan var haldin i Cairo á eftir. Hann kvaðst vita meira en hann hefði vitað í þessu lifi. Hann mundi eftir samtali okkar í Cairo. Lifið væri styttra á næsta tilverustigi en hér á jörðinni (báðir hinir framliðnu sögðu það). Hann hefði ekki séð Gordon hershöfðingja og engan frægan mann framliðinn. Hann 'sagði að framliðnir menn byggju saman í fjölskyldum og þjóðfélögum. Það væri ekki vist, að hjón hittust aftur, en þeir sem elskuðu hver annan hittust. — 31 — Eg hefi gefið þetta skeyt- ber saman. lsá8rIP- tú pesS að syna' hvernig það var, sem við fengum —, þó er þetta eitt af þeim beztu, bæði hvað lengd og samhengi snertir. Það sýnir, að ekki er rétt að segja, eins og margir mótstöðu- menn málsins gera, að ekkert komi nema vitleysa. Hér var engin vit- leysa. En á hinn bóginn: hvaða* sönnun er fyrir því, að þessar frá- sagnir séu réttar ? Eg gat enga slíka sönnun séð, og frásagnirnar höfðu ekki önnur áhrif á mig en að eg vissi hvorki upp né niður. Nú, þeg- ar eg hefi fengið meiri reynslu og eg hefi komist að raun um, að samskonar sjálfstæð vitneskja hefir komið til fjölda manna í mörgum löndum, held eg að þetta, hve vott- unum ber vel saman, sýni-sannsögli þeirra, eins og æfinlega, þegar eitt- hvað á að sanna. Um það leytigat eg ekki komið slíkum hugmyndum um tilveruna hinu nlegin fyrir í heimspekiskerfi minu, en eg skrif- aði það aðeins hjá mér og hélt ir fram. ' _ 32 — *

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.