Ísafold - 06.04.1918, Page 2

Ísafold - 06.04.1918, Page 2
2 ISAFOLD Svanasöngur gullsins. Nýlega birtist í danska tímaritinu »Gads danske Magasin« (Febrúarheft- inu) stórfróðleg ritgerð með fyrir- sögninni »Þjóðmegunarfræðin fyrir og eftir heimsstyrjöldina«. Höfund- urinn er prófessorHarald Westergaard, einhver merkasti hagfræðingur, sem nii er uppi. í ritgerð þessarri bendir hann á að æði margt. á ýmsum svið- um hagfræðinnar, sem styrjöldin sé búin að sanna, að endurskoðunar þurfi við. Og meðal annars drepur hann þar á gullkenningarnar. í sambandi við greinar þær, sem ritstj. ísafoldar reit hér í blaðið i fyrra um þetta mál — leyfir ísafold sér að taka upp ummæli prófessors H. W. »í öllum umbúnaði viðskiftalífsins verða rúargar spurningar, sem áríðandi er að ráða afdráttarlaust fram úr eftir stríðið. Þjóðmegunarfræðingum hefir ef til vill stundtim hætt við að líta nokk- uð miklum kreddu-augum á þau mál. Það hefir t. d. verið litið á qullið sem óhjákvæmilegan grundvöll alls viðskiftalífs. En svo hefir það orðið uppi á tetíingnum þessi styrjaldarár, sem bendir frá gullintt. Reglan er nú orðin sú, eins og á timum mer- kantilismans, að bann er lagt við út- flutningi gulls, en í raun 0% veru er frullið horfið úr viðskijtalífinu1) og svo lítur nærri út, að qildi pess vari búið að vera *), tryggingar bankanna eru úr gildi numdar eða þeim bfeytt. Þegar ró er komin á eftir stríðið munu menn mikið hafa lært á þessu sviði af heimsstyrjöldinni og hvað sem öllu liður mun það erfitt að fella við- skiftalifið undir fyrri venjur*. Prófessor Westergaard er með af- brigðum varfærinn i öllum hagfræði- legum efnum og þó kveður hann svo fast að orði um gullið sem undirstöðu. Mundi alveg óhætt að treysta betur orðum hans en manns þess, er ritstj. ísafoldar átti í deiium við í fyrra um þetta atriði. Eldur kom upp i verkémiðjunni á'Ála- fossi i fyrrakvöld um háttatima. Tókst vonbráðar að slökkva hann. Grunur leikur á, að eldurinn hafi komið upp af mannavöldum. Próf haldin í gær frá hádegi til kl. 2 í nótt. Einn maður settur i gæzlu- varðhald. J) Leturbr. vor. Ljóð eftir Schiller. Dr. Alexander Jóhannesson hefir íéð um útgáfu á allmörgum ljóðum Schillers, sem þýdd hafa verið á is- lenzku íyr og síðar. Schiller þótti eitt helzta skáld Þýzkalands og þar með heimsics, og er því þarft og gott verk, sem dr. Alexander hefir hér unnið. Pappír og prentun er hvorttveggja snoturt, prófarkalestur sæmilegur, en , myndin, eða réttara sagt ómyndin, af Schiller, líkust 10 aura mynda- bréfspjöldum. Þýðingarnar eru flestar eftir Stgr. Thorsteinsson, og er fyrir ýmsra hiuta sakir ekki úr vegi að athuga þær nánar, Stgr. Th. var orðlagður þýðari á óbundið mál (Þúsund og ein nótt, Goðafræði o. fl), einkum á yngri árum, og breiddist þessi hróður yfir ljóðaþýðingar haus lika. En því er fljótt frá að segja, að þýðingar Stgr. Th., sem hér eru prentaðar, eru flestsr lélegur kveð- skapur; einkum er orðaröðin mjög afskræmd og hortittir ganga þar ljósum logunj og oft alveg ástæðu- lausir, t. d. »og glaður svo haga réð orðum* í stað: »og glaður svo hagaði orðum«. Yfirleitt eru þýðingarnar kald- hamraðar og bera það með sér, að þær eru þýðingar. Stundum, og það ekki svo sjald- an, er leirburðurinn blátt áfram skemtilegur, t. d.: »Frá meynni sviftist sveinninii knái um svæði lífsins hróðrarfús eigrar, og heim frá eril$ stjái ókunnur snýr í föðurhús«. Það skal þe|;ar tekið fram, að innan um þýðingar Stgr. Th. í þessu kveri, úir og grúir af sams- konar hortittum og leirburði, sem hér var sýndur. Skáldinu er vorkunn; skjallið, sem útgefendur blaða, bóka og tímarita hlóðu á Stgr. Th. fyrir þýðingar, hlaut1 að leiða til þess, að skáldið misti alla dómgreind. Útgefendur hrósuðu sinni vöru þá, eins og í dag. Aldrei hefir sést eitt einasta auka- tekið orð í þá átt, að þýðingar þessa höfundar væru ekki i alla staði ágætar. Blöð og tímarit tölu,ðu um »sömu snildina«, »sama handbragðið* o.s.frv. og'gáfu höfundinum »general-patent‘« eða leyfisbréf upp á lifstið fyrir leir- burðinum. Kröfurnar voru og eru of vægar til þýðendanna. Þessar iila gerðu þýðingar eru í rauninni syndsamlegt athæfi. Hvað mundi t. d. Jónasi Hallgrímssyni verða að orði, ef Poestion gæti les- ið upp fyrir honum þýðingu sína á »lsland, farsælda frón«, sem Poestion þýðir svo: »Island, glúckliches Land«, þ. “e. a. s. hér er ekki að eins illa og vitlaust þýtt, heldur þar meðanda, »idé«,kvæðisins misþyrmt. Það var vel hugsað hjá Jónasi, að segja »farsælda« en ekki »farsæla« frón, eins og Poestion þýðir. En þrátt fyrir marga og mikla galla á þessum þýðingum Stgr. Th., væri rangt að lá»a þess ógetið, að hér og hvar sjást grænar grundir á leirunum, ljómandi erindi, sem allir vildu kveðið hafa. — Af þýðingum nýrra manna verður lesandanum starsýnast á TJiddaraljóð, þýdd af Gesti. Þýðingin er mjög vel gerð, málið eðlilegttalmál,laustvið útlendar slettur og fornyrði, orðaröðin eðlileg, og ber kvæðið í heild sinni það lítið með sér, að hér sé um þýðingu að ræða. Kvæði.þetta hefir verið gert hér að umtalsefni meðfram vegna þess, að Gestur gerir hér tilraunir með rímið, sem i sjálfu sér eru mjög eftirtektarverðar fyrir þá sem yrkja, eða yndi hafa af kveðskap. »Hann hrindir þvi burtu, sem hrjáði hann Jyr, og fœst ekki hót um« o. s. frv. Þetta kann eg vel við og flestir, sem eg hef lesið það fyrir upphátt; þeir, sem hafa amast við því, hafa lesið það í hljóði á bókina, og gegnir þetta furðu. Eg býst þvi við, að Gestur hafi þann góða sið, að lesa kvæði sín upphátt, áður en hann lætur þau frá sér fara, og þennan sið ættu allir, sem yrkja, að temja sér. En þetta vanrækja margir hörmulega, enda er hrein frágangssök að lesa kvæði sumra skáldanna upphátt. Verst af öllu illu cð þvi er upplest- ur snertir og ver^i en hortittir eru þessi samanbörðu, löngu nýyrði, sem skáldin dreifa um kvæðin í stað andrikis, til að vekja athygli á sér. Riddaraljóðin virðast stuðluð þann- ig, að skáldið notar það orðið, sem bezt er, hvaða bókstaf sem það byrjar á, en gætir þess um leið og vikið er frá gömlu rímreglunni að ívilna þá eyranu með samhreim síðasta og Jyrsta orðs tveggja visuorða. Þetta er mjög gott — til að byrja með, að minsta kosti. Endirinn verð- ur vitanlega sá, hér sem annars staðar, að stuðlakrafan fellur fyrir strangari kröfum um málið sjálft, orðaval, orðaröð, hreim og hryn- janda, enda hefir of mikið af hortitta- hnoði flotið inn á almenning á stuðlum og höfuðstöfum. Þessi breyting er þegar byrjuð, en satj að segja á þann leiðasta hátt, sem hugsast gat; unga fólkið í kaupstöðunum er hætt að »finna það* á sér« hvort rétt er kveðið, búið að missa brageyrað, sem ís- lendingurinn hefir átt í þúsund ár — en hins vegar er hitt eyrað ófengið, fína eyrað, sem á að njóta orðavals- ins og hins innri hreims, eða söngs- ins i vísunni. Það er því sennilegt, að það taki því ekki að breyta* nöfnum á stuðl- um og höfuðstöfum; þau eru mjög óeðlileg, þvi það, sem nú nefnast höfuðstafir hgfði átt að nefna stuðla (sem styðja hreiminn áfram, yfir i næsta vísuorð) en stuðlana hðjuð- stafi (sem skapa hreiminn). Þessir rímstafir, stuðlar og höfuð- stafir fylgja islenzkum kveðskap eins og negla skipi, segir Ólafur hvita- skáld og þekkjast i öllum germönsk- um kveðskap, svo langt aftur tima sem til þekkist. Fyrstu kvæðin sem ort eru, eru drápur til höfðingja og speki; skáldið tekur smátt og smátt eftir því, að bæði man hann bezt að þylja það, sem »stuðlað« er og einnig áheyrendur, því þá var ekkert ritað, en alt þulið utanbókar. Stuð- ullinn styður minnið — og siðar hreiminu. Síðan verður þetta að venju og venjan að reglu og henni að lokum svo harðri hér i landi, að sá sem er ómengaður íslendingur viðurkennir ekki þann íslenzkan kveðskap, sem sleppir stuðlum og nöfuðstöfum. Ullartreflar, Ullarpeysur, Ullarsokkar. Egill Jacobsen. Nú er að sjá hvort miðlunin hjá. Gesti vinnur sér áhangendur. Hún ætti það skilið, þvi hún er framför frá þvf, sem nú er alment og fyrsta þrepið í stiganum upp i algert stuðlaleysi. / Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Bœr brennur. Norðan frá Haganesvik er sima& að bærinn að Dæli í Fljótum hafi brunnið til kaldra kola aðfaranótt páskadags. Alt fólk j fasta svefni^ er eldurinn kom upp og fekk með naumindum lífi bjargað. í fjósi áföstu við bæjarhúsin köfnuðu 2 kýr inni. Til þess að bæta bóndanum hið mikla tjón hans voru samskot hafin í nágrenninu og söfnuðust þegar &. lyrsta degi um 500 kr. hefir þá hugsað til þessa manns og andlegi líkaminn farið með hugsun- unum. Af eitthvað 250 slíkum svipa- sýnum, sem Mr. Gurney rannsakaði nákvæmlega, hygg eg að 134 hafi i raun og veru borið við á dánar- augnablikinu, þegar búast mætti við, að hinn nýi, andlegi líkami væii ef til vill svo efniskendur, að hann væri sýnilegri velviljuðum augum en hann mundi verða seinna. Þessi atvik eru sámt sem áður mjög sjaldgæf í samanburði við það, hvað margir deyja. Eg geri ráð fyrir, að oftast sé hinn framliðni maður alt of sokkinn niður i sína eigin undursamlegu reynslu til þess að geta hugsað mikið um aðra. Og hann verður brátt var við, sér til undrunar, að þótt hann reyni að láta þá verða vara við sig, sem hann sér, þá er honum ókleift að hafa nokkur áhrif, hvort heldur sem hann beitir eterkendri rödd sinni eða eter- kendri snertingu á mannleg líffærin, sem ekki komast i hreyfingu nema sterkara sé ýtt við þeim. Það er réttmætt umhugsunarefni, hvort meiri þekking á hliðar-geisl- unum, sem við vitum að eru sitt hvoru megin við ljósbandið, eða á — 63 — tónum þeim, sem við getum sannað að til eru, þó að "þeir séu of háir fyrir mannleg eyru, með því að láta útspenta himnu komast á hreyfingu, — hvort meiri þekking á þessu getur ekki veitt okkur frekari sálarþekk- ingu. Sleppum samt því og tökum eftir, hvað fyjir manninn ber, þegar hann er að fara héðan. Endurfundir. Hann verður nú var við, að inni í hexberg- inu eru fleiri en þeir, sem hann vissi af í lifanda lífi, og meðal þeirra sumir, sem honum sýnist eins greini- legir eins og lifandi menn; hann sér andlit, sem hanú .þekkir, og finnur tekið í hendurnar á sér og varir sínar kystar af þeim, sem hann hafði elskað og mist. Því næst líður hann burt með þeim, og með hjálp og leiðsögu einhverrar dýrlegri veru, sem staðið hefir hjá og beðið eftir gest- inum, svífur, sér til undrunar, burt gegnum alla fasta tálma — og þykir það kynlegt — og út í nýja lífið. Þetta er ákveðin staðhæfing og sagan, sem sögð er af hverjum eftir annan með svo mikilli samkvæmni, að menn verða að trúa. Þér takið eftir því, að þetta er þegar mjög - 64 - ólíkt nokkurri gamalli guðfræði. And- inn er ekki dýrlegur engill eða hel- vízkur draugur, heldur er hann mað- urinn sjálfur og ekkert annað, með öllum sínum styrkleika og veikleika, vizku og heimsku, öldungis eins og hann hefir ekkert breyzt að ytri ásýndum. Vér getum vel hugsað oss, að léttúðugustu og fiflalegustu mönn- um kunni að geta fundist svo mikið um jafn stórmerkilegan viðburð eins og dauðinn er, að þeir fari að haga sér sæmilega; en áhrifin deyfast bráðlega, gamla eðlisfarið kann að ná sér aftur innan skamms í hinu nýja umhverfi, og léttúðarmennirnir halda enn áfram að vera til, eins og sambandsfundir vorir geta borið vitni um. Og nú fær framliðni maðurinn svefntímabil, áður en hann byrjar á sínu nýja lífi. Þessi svefn er mis- munandi langur, stundum er hann álls ekki teljandi, stundum er hann vikur eða mánuði. Raymond sagð- ist hafa sofið 6 daga. Jafnlengi svaf annar, sem eg hefi sjálfur fengið nokkurar sannanir frá. Að hinu leytinu sagðist Mr. Myers hafa verið mjög lengi meðvitundarlaus. Eg get - 6S - hugsað mér, að svefninn fari eftir því, hve mikið mótlætið eða andlega áreynslan hafi verið hér í lífinu, að þvi hægra sé að þurka þetta út sem hvíldin er lengri. Sennilega þarf lítið barn alls ekkert þess konar millibilsástand. Auðvitað er þetta ekkert annað en ágizkun, en tölu- vert kemur mönnum vel saman um það, að gleymskutími komi eftir að komið er inn í hið nýja líf og áður en farið er að gegna þeim skyldum, sem það leggur mönnum á herðar. Þegar framliðni maður- Hlmnariki od . . r , helvíti inn va*inar ar Þessum svefni, er hann veik- burða, eins o]j barnið er veikburða eftir jarðneska fæðingu. En bráðlega kemur styrkurinn aftur og hið nýja líf byrjar. Nú virðist þangað komið, að vér getum farið að tala um himna- ríki og helvíti. Eg get sagt það, að úr helviti verður alls ekkert, eins og ekkert hefir orðið úr því um langan tíma í hugum allra skynsamra níanna. Þessi andstygðarhugmynd, sem er svo mikið lastmæli gegn skaparanum, átti upptök sín í ýkjum austurlenzkra orðtækja, og eitthvert gagn kann að hafa verið að henni — 66 — á ruddalegri tímum, þegar menn létu hræða sig með eldum, eins og ferðamenn fæla villidýr. Helvíti er ekki til sem stöðug vistarvera. En eftir fregnunum að handan er rétt- mæt ástæða til þess að halda fast við hugmyndina um refsingu, hreins- andi refsingu, i raun og veru hreins- unareldinn. Slík refsing er ekki fólgin í hroðalegum líkamlegum kvölum — engar kvalir eru í öðrum heimi — en hún er fólgin í þvi^ að ruddalegri sálirnar eru á lægri sviðum. Þær vita, að verk sjálfra þeirra hafa komið þeim þangað, en þær hafa líka þá von, að með því að afplána þau verk og með þvi að fá hjálp frá sálum, sem fyrir ofan þær eru, öðlist þær mentun og kom- ist með tímanum jafnhátt öðrum. Þessi hjálpræðisstarfsemi er nokkur hluti af þvi verki, sem hinir tign- ari >andar hafa með höndum. Júlía Ames segir þessi merkilegu orð í hinni jndislegu bók, aem hún rit- aði eftir andlátið: »Mestur fögn- uður himnaríkis er að tæma helvíti.« Llfið l öðrum Þegar vér nú hverfum heimi. frá þessum reynslu- sviðum, er vér ættum ef til vill - 67 -

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.