Ísafold - 04.05.1918, Blaðsíða 3
ISAFOLD
Stjórn Landsspita’asjóðsins telur sér
ljúft og skylt að gefa allar þærupp-
lýsingar og ráðleggingar viðvíkjandi
slíkum almennum Landsspítalasjóðs-
degi, er óskað kann að verða og
hún getur í té látið. Óskar hún að
konur og karlar vilji sýna þessari
málaleitun hennar sömu góðvild og
Landsspítalasjóðurinn jrfnan hefirnot-
ið, en konunum treystir hún til þess
að vinna að því af alhug að ip. júni
verði framvegis hátíðlega haldinn sem
minningardagur réttarbóta vorra og
fjársöfnunatdagur til Landsspítalasjóðs
Islands.
Reykjavík siðasta dag vetrar 1918.
Ingibj. H. Bjarnason, Þórunn Jónassen
form. sjóðsins gjaldkeri
Inga L. Lárusdóttir
ritari
Elin Jónatansdóttir, Guðríður Guð-
mundsdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir,
Sigurbjörg Þorláksdóttir.
Ör.nur blöð eru vinsamlegast beð-
in að birta áskorun þessa hið fyrsta.
Landar erlendis.
Jóhann Sigurjónsson. —
GeorgBrandes hefir veitt honum Otto
Benzons-styrkinn, 1000 kr. — Fyr-
ir páska hafði »M.örður Valgarðsson*
verið leikinn 9 sinnum á konung-
Jega leikhúsinu, nær altaf fyrir fullu
húsi. Annars fékk leikritið heldur
daufar viðtökur i blöðunum og með-
ferð þess þótti yfirleitt ekki góð. —
Jóhann hefir búið inni i Höfn í
vetur, en er nú fluttur aftur í sum-
arbústað sinn úti í Charlottenlund.
Goðmundur Kamban. —
Hann hefir i vetur haldið tvo fyrir-
lestra i Khöfn opinberlega. Hinn
fyrri um »Oscar Wilde<, hinn sið-
ari um »Moderne Torturkamre*, en
svo nefnir hann fangelsin. Báðir
voru fyrirlestrarnir prýðilega samdir,
að sögn, og góður rómur gerður að
þeim. Hinn fyrnefnda þeirra hefir
Kamban haldið viða um Danmörku.
Nú mun hann hafa nýtt leikrit i
smiðum.
Gunnar Gunnarsson. —
Frá honum er nú von á nýrri bók,
hinni þriðju á vetrinum. Er það
nýtt smásögusafn. Hinar fyrri eru
»Smaa SkuespiU, 2 leikir, og sagan
•Drengen*.
Falleg er lýsingin á siðustu fundum
þeirra Björnsons og Nansens:
»Skáldið veika lá á beði sinum i
viðhafnarvagninum, sem flutti hann
úr hrollk’uldanum norræna suður til
sólbæjarins París.
A pallstéttinni kvað við hark og
háreysti hins iðjandi lífs, — þar voru
dráttarkarlar með flutningávagna,
blað?salar, hótelþjónar, hlæjandi,
morgunrjóðar ungar stúlkur, önugir,
únlur farandsalar. Og skarkalinn
og annrikið bárust inn í sjúkravagn-
inn. Sendlar komu og fóru. Það
var komið með símskeyti óg bíóm.
Ýmislegt smávegis, sem hafði gleymst
i Kristjaníu, þurfti að kaupa til ferð-
arinnar. Það þurfti að sjá öllum
þeim mörgú, sem með voru, fyrir
tnorgunverði, lækni, hjúkrunarkon-
um, ættingjum.
En það var eins og Björnson
heyrði ekki neitt, yrði ekki hið
minsta var við skarkalann, vastrið.
Þarna lá hann, mestur allra, sem
Norðurlönd hafa litið, konungur
lífsins á helförinni, lá sem í himin-
sæng á hvílu þeirri, sem honum
hafði verið gerð. Við vorum hjá
Athug-asemd.
Einar H. Kvaran hefir ritað æfi-
minningu um síra Friðrik Bergmann
í ísafold, vel ritaða, eins og vænta
mátti af honum, og af miklum kunn-
ugleika. Þykir mér því mjög leitt að
hann hefir fundíð ástæðu til þess að
tilfæra þar orð annara manna, á þann
hátt, að eg hefi ástæöui il að ætla,
að hann eigi þar við orð í æfiminn-
ingu síra Friðrika, sem eg ritaði í
þjóðólf, 5. tbl., þó að þau séu rangt
höfð eftir eða misskilin. Eg segi þar:
»Hann (c: síra Fr. B.) vann starf
sitt, að minni skoðun, á mjög óheppi-
legum stað, meðal þjóðar, sem er á
hverfanda hveli, og mun starf hans
fyrir það miklu fyr firnast en ella
mundi*. |>etta leggur E. H. Kv. svo
út, að eg vantreysti Vestur-íslend
ingum til þess að halda uppi málstað
síra Friðriks, að honum látnum. Eu
eg hygg, að það megi vera ljóst af
orðunum, að eg á eingöngu við hitt,
að íslenzka þjóðin í Amerfku geti
ekki haldist til langframa, og hver
mun þá i enska hafsjónum kunna
skil á sira Friðrik Bergmann og
starfi hans, eða verða þess var?
Eg þykist vita, að vinsældir mínar
með Vestur-íslendingum séu ekki
meiri en svo, að þessi tortrygnisorð
E. H. Kvarans muni falla þar í góð-
an jarðveg, því að það er þar eins
Og víðast, ekki vinsælt að vera ber-
orður á sannleikaun. En þetta þykir
mér mjög leitt. Eins og eg er fús til
að taka á mig óvild vegna þess sem
eg veit að er satt, bvo ófús er eg á
að vera hafður fyrir rangri sök.
Um hitt gætum við kanske deilt,
hvort það sé rétt hjá mér, að vestur-
íslenzkt þjóðerni muni bráðlega Iíða
undir lok. En það kemur ekki þessu
máli við. Eg þekki fylgismenn síra
Friðriks svo vel, að eg veit, að þeir
muni aldrei af hólmi renna með sann-
færingu sina eða gefast upp. En það
er að eins ein kynslóð, og eg tel
starf síra Friðriks svo mikilsvert, að
það mundi geta horið ávexti í marga
liðu, ef þjóðin héldist. E. H. Kv.
sýnist aftur á móti að eins hafa i
huga nútimann, og halda það sama
um mig.
Magnús Jónsson.
Kveðjuskeyti,
mjög hlýlega orðað, barst Jóhann-
esi Jóbannessyni bæjarfógeta núna í
vikunni frá sýslunefnd Norður-Múla-
sýslu, sem nú situr á aðalfundi á
Seyðisfirði. þakkar nefndin honum
20 ára stjórn sýslumála, og árnar
honum allra heilla framvegis.
honum nokkrir danskir einkavin r
hans. Og svo norski sendiherrann.
Og sendiherrann, sem var stórgíf-
aður og tiginn lögfræðingur, laut
með virðingu niður að sjúklingnum
og kysti hann á ennið. Það kom
alveg af sjálfu sér, og, svo einfalt
sem það var, yfir því sami hátið-
leikinn og helgri kirkjuathöfn. Skáld-
ið aldna komst við og augun döggv-
uðust tárum, hann greip um hendur
sendiherrans, greip þær báðar, bar
þær að vörum sér og kysti þær
aftur og aftur og hvíslaði með grát-
hljóði í röddinni: Þökk, fökk.
Eg hugsaði og orðaði ósjálfrátt
hugsun mina um leið: Nú kvödd-
ust Björnson og Noregur. '
Þvf næst togaði hann hvern ein-.
stakan okkar hinna til sín. Hann
íélt fast um hendur okkar, eins og
íann vildi ekki sleppa okkur, og
íann fann þakklæti sinu blíðustu og
ástúðlegustu orð, meðan það brendi
íjörtu okkar. En við þorðum ekki
að láta það i Ijós, þvi að við viss-
um, að það var um að gera að vera
brosandi og láta sem við bærum
ivorki ótta né kviðboga fyrir neinu.
Stýrimannaskóiinn.
Prófum við hann, sem byrjuðu 18.
f. m. er nú lokið.
Hið almenna stýrimannapróf tóku
26 og hlutu þær einkunnir er hér
greinir.
Arni Arnason 75 st.
Astmann Bjarnarson 85 —
Björn Oddsson 105 —
Einar M. Einarsson 82 —
Eirikur Kristófersson 98 —
Friðrik Steinsson 108 —
Guðm. Guðjónsson 76 —
Guðm. Markússon 104 —
Hannes Friðsteinsson 94 —
Ingjaldur Jónsson 102 —
Ingólfur Helgason 94 —
Ingvar Benediktsson 93 —
Jens Stefánsson 101 —
Jón Asgeirsson 80 —
Kristbjörn Bjarnason 85 —
Kristján Schram 93 —
Magnús Bjarnason 107 —
Ólafur þorkelsson 91 —
Bafn Sigurðsson 101 —
Sigurður Jónsson 97 —
Snæbjörn Jónsson 89 —
Snæbjörn Tr. ólafsson 102 —
þórður Guðmundsson 91 —
þórður Sveinsson 66 —
þórlákur Einarsson 95 —
þorvaldur Egilsson 88 —
Fiskiskipstjóraprófið tóku 8 og
hlutu þessar einkunuir:
Baldvin Sigmundsson 74 st.
Einar Jóhannesson 50 —
Guðj. Hjörleifsson 48 —
Halldór Jónsson 79 —
Ingvar Loftsson 62 —
Siguróli Tryggvason 64 —
Vilhjálmur E. Arnason 61 —
þorst. Gíslason. 56 —
RaykiaYÍknrannáll.
Skipafrcgn: : 1
Borg kom hingað 28. f. mán.
hlaðin kolum.
B o t n i a kom til K.hafnar á
miðvikudag, eftir aðeins 5* l/2 sólar-
hrings ferð héðan.
W i 11 e m o e s lór héðan á mið-
vikudag áleiðis til New^York.
Francis Hyde er talin vera
á leið hingað frá New-York.
Hjónaefni: Árni S. Böðvarsson
útgerðarmaður og jungfrú María W.
Heilmaun (dóttir Eyv. Arnasonar).
Og þegar frú Karólina kom, kon-
an hans, sem var orðin svo föl og
lítil og þreytuleg af margra dægra
vöku, ýmist i von eða angist, —
þegar hún kom og sá að Björnson
grét, hvíslaði hún að okkur að þetta
væri ófært, því að hann þyldi ekki
að gráta, og við yrðum að gera svo
vel að segja honum eitthvað skemti-
legt og koma honum í gott skap.
Litlu siðar sat eg svo einn með
honum eins og tíu minútur. Það
var eins og öllum veikindum og
þróttleysi hefði verið feykt burtu.
Ymist hlustaði hann með áhuga eða
sagði frá með fjöri og funa, og hló
svo í miðju kati, svo innilega og
gáskalega, að rúmið tókst á loft
undir honum. Og eg hugsaði á
þessa leið: »Þessi maður er ekki
feigur. Hann sigrar enn einu sinni.
Efir mánuð gengur hann brattur og
burgeislegur i sólskininu á virkis-
strætunum (»boulevördunum«) i
Paris*.
Og þó — hann var ekki lengur
hinn sami og áður. Eitthvað nýtt
var komið — eða réttara: eitthvað,
sem áður hafði að eins verið undir-
Soðlar,
Hnakkar (venjul. trévirkjahnakkar),
Járnvirkjahnakkar (rósóttir), Spaða-
hnakkar með ensku lagi, Kliftöskur,
Hnakktöskur, Handtöskur, Seðlaveski,
Peningabuddur, Innheimtumanna-
veski, Axlabönd. Allskonar Ólar til-
heyrandi söðlasmiði, Byssuólar, Byssu-
hulstur, Baktöskur, Beizlisstengur,
ístöð, Járnmél. Keyri, T)öld, Fisk-
abreiður, Vagna-yfirbreiðslur o. m.fl.
Aktýgi ýmsir gerðir og allir sérstakir
hlutir til þeirra.
Gönul reiðtýgi keypt og seld.
Fyrir söðlasmiði: Hnakk- og söðul-
virki, Plyds, Dýnustrigi, Hringjur o.fl.
Söðlasmiðabúðin Laugavegi 18 B
Sími 646. .
E. Kristjánsson.
Jungffú Solveig Vigfúsdóttir frá
Skógum undir Eyjafjöllum og Pétur
H. Lárusson búfræðingur, sonur
Lárusar H. Bjarnason prófeBBors.
Póstur frá Euglandi kom talsverð-
ur um síðustu helgi (80 pokar) með
skipi ensku, er Gromwell heitir.
Fisk-útflutniugur, að verulega
marki, afurðir frá 1917, hefir verið
að komast í framkvæmd í þessari
viku. Hvert seglskipið á fætur öðru
látið í haf með fullfermi af fiski.
Aðkomumenn. ísfirðiugar eru hér
nokkrir á ferð m. a. Jón Auðunn
Jónsson bankastjóri með frú sinni,
Guðm. Bergsson póstmeistari og Jó-
hann þorsteinsson kaupm. Ennfr.
Jón Proppé kaupm. úr Ólafsyfk.
Sænskur konsúll er settur í stað
Tofte bankastjóra John Fenger stór
kaupmaður.
Saltlaust er nú alveg að verða
hér íibæ og víðar, þar sem útgerð
er stunduð. Er það afskaplega baga-
legt. Von kvað þó vera á saltskipum
hingað, sagt að tvö seglskip séu á
leiðinni, en dregist getur að þau komi
fram.
Messað á morgun í fríkirkjunni f
B.vfk kl, 2. síðd. síra 01. 01. í
frfkirkjunni í Hafnarfirði kl. 6 síðd.
Bíra 01. 01.
©
straumur, hafði beinst upp á yfir-
borðið, og því varð ekki haldið
niðri. Hann var orðinn viðkvæmur
sem kona. Hanu var stöðugt að
tárast og hendur hans voru eins og
börn, sem þurfa að mæta blíðu og
sjálf að Uta blíðulega að einhverju.
Og meðan eg hélt áfram að rabba
við hann, hugsnði eg: »Nei, þetta
er skilnaðarstundin. í siðasta sinn
sérðu þennan mann, sem að vísu
hafði sina galla eins og aðrir menn,
en var meiri og auðugri en jafnvel
þeir beztu annarra mikilla manna,
sem þú hefir þekt«,
— Nansen se,qir nokkuð frá sam-
tali þeirra, hvermg hann reynir að
leiða huga Björnsons frá veikindun-
um með því að brjóta upp á hinu
og öðru. Svo kemur niðurlag lýs
ingarinnar:
»Hann lá með hálfluktum augum
og kinnarnar voru orðnar fölar.
Hann lá og var að sjá eins og
grafarmark sjálfs sín, dásamlega fal-
legur í hvitu líninu og með dökk-
rauðar rósir á brjóstinu.
Þegar eg laut að honum, sá eg
að stór tár spruttu fram undan
augnalokunum, og unaðsilmur rós-
anna barst upp til mín.
»Hvað þær anga yndislega*, sagði
eg-
Hann opnaði þreytuleg augun,
t
Rögnv. Guðmundsson
stud. theol.
Hauu sótti' á brekkuna, frækinu, frjálð
til fyrstu glampanna röðulbáls
* á vizkunnar voldugu fjalli.
Með iðni, þolgæði, æskuhug,
er ægðu’ ekki klungur og hengiflug,
hann lyfti sjer stall af stalli.
þar sá hann musteri sannleikans
í sólheiði gnæfa kærleikans,
en torsótt var leið á tinda.
En viljann brast ekki, vfgslu’ að fá,
sem vormaður guðs þeim hæðum á,
við uppsprettur lífsins linda.
En orkuna þraut og brjóstið brast, —
hann braust um f herfjötrum dauðans
fast
og gaf upp á göngunni andann.
þá fjekk hann hjarta síns fyllta þrá:
að fljúga á tindinn og Iandið sjá
í heiðljóma fyrir handan.
Og vormaður guðs hann vígður er
í vfngarði æðri’ en þekkist hjer
í hverfleikans stundarheimi.
þótt dyljist veröldu verkin hans
hann vinnur að sigri kærleikans
í máttaríns mikla geimi.
Af ástúð hans Ieggúr yl og frið,
er elskenda hjörtum bæra við
og sólskin í sorg þeim flytja, —
til föðursins blinda berst hún hljóð,
sem blítt og huggandi vonar Ijóð,
er raunir í rúmið hans vitja.
Til móður og systur sálin hans
ber sumarblfðuna árroðans
frá heilögum himinsölum.
Og ósungin ljóð hans óma blíð,
er angar af blómum laut og hlfð
og blikar á dögg í dölum.
Sjá, dauðinn eilffðar dögun er!
þá dýrðlegu vissu heyrið þjer,
sem ástvininn genginn grátið.
Hún gefi’ yður friðinn, græði sár,J
af grátnum hvörmum strjúki tár, —
hún sættir við ljúflings látið.
Ouðm. Guðmundsson.
leit örvæntingarlega á mig gegnum
tárin, og hann sagði svo lágt að eg
varð að bera eyrað alveg að munni
hans til þess að heyra það:
»Það er sú lykt af þeim, sem eg
má ekki hugsa til«.
»Hvaða lykt?« rpurði eg. <
»Það er nálykt af þeim*.
Mér varð svo þungt um hjartað,
að eg gat engin orð fundið. Svo
tók Bjornson síðasta sinni hendur
minar i sinar, horfði lengi og ást-
úðlega á mig og sagði:
»Já. Nú skaltu fara. Og eg bi&
að heilsa«.
Það var blásið til brottfarar. Við
stóðum á pallstéttinni og yrtumst
gamanyrðum við samferðafólk Björn-
sons. Það var um að gera að sjúkl-
ingurinn heyrði engin þau orð, sem
hopum gæti verið hugraun eða
skapþyngir að.
Umhverfis okkur höfðu safnast
smáhópar forvitinna, sem höfðn
heyrt að þetta væri vagninn, þar
sem stórskáldið norska lægi. Þeir
hvisluðust á og tyltu sér á tá til
þess að reyna að sjá inn i vagninn.
Svo rann lestin af stað. Allir
óbreyuir borgarar tóku ofan. En í
skínandi einkennisbúningqm stóðu
stöðvarstjórinn og umsjónarmaður
rikisbrautanna og kvöddu skáldkon-
unginn veika virðingarkveðju. Kon-
ungut lifsins á helförinni*.
Kristján Albertsson.