Ísafold - 06.07.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.07.1918, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 í viku. VerSárg. 5 kr., erlendis 7x/2 ; kr. eða 2 dollarjborg- ist fyrlr tuiðjan júií erlendis fyrirfram. Lausasaia 10 a. eiun XLV. irg. ísafoldarprents.'niðja. Ritstlórl: Úlafur HjÖrnsSDn. Talsími nr. 455. Reyk|avik. laugardaginn 6. júlí 1918 Uppsögn ^skrifl. bundin vlS áramót er óglld nema kom ln só tll ótgefand* fyrlr 1. oktbr, ng só kaupaudi skull- laus vi8 biaðið. ......... 34. tölublað M i n n i s 1 i s t i. AlþýÖafóLbókíisaín Templaras. 8 kl. 7—0 í>orgar*tjórttnkrifst. opin dagl. 10*12 og 1*—8 Bæ.iarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—5 B89j«.réú}tl‘l<^*tír*im Laatásv. B ki. 10—12 og 1 B tvlandsbanki opínn 10—4. A./.U.M. Lcstrar-og sarifHtoia dárd.—10 tilöd Alm. fundir fid, og scl. f*/a siM. Landakotskirkja. fluðsþj. 9 og 8 á helgam Landakotflapítali f. sjúkravitj. 11—1. LindíbankinD 10—8. Bat;rtastj. 1C—12 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán í—B Landsbúnaöarfólagsskrifstofan opin frá 12—9 liandsfóhirbir 10—12 og 4—5. Candssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Listasafnib opió á sunnudögum kl. 12—2. Iíát'.úrugripa8afniö opib l»/a—2a/s á sunnací Póít-húsiö opiö virka d. 9—7, sunnud. 9—1, Sumábyrgö Ialands kl. 1—5. Stjórnarrábsskrifstofumar opnar 10—4 dagl Talsimi Reykjaviknr Pósth.B opinn 8—12. Vifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 l»jóbmÍQjaðafníb opib sd., þrd., fimtd. 1—3. Þjóbukiaiasafnib opiö sunnud., þriðjud. og fimtudaga ki. 12—2. Á rökstólum! Þeir sitja nú á rökstólum dag- lega fulltrúar Dana og íslend- inga, sem falið hefir verið af þingum beggja þjóðanna að freista þess, ef verða mætti, að binda úrslitaenda á sambandsmálið, svo að báðir aðiljar megi við una. Það þarf ekki orðum að því að eyða, að öll íslenzka þjóðin fylgir með lifandi og forvitnum áhuga störfum nefndanna. Og fullyrða má einnig, að danska þjóðin er ekki áhugalaus um þau störf og málalyktir. Samningatilraunirnar eru enn á því stigi, að alt er það trún aðarmál milli samningaaðilja, sem fram fer á viðtalsfundum þeirra, svo að enn er ekki hægt að seðja forvitni manna í því efni. Heyrzt hefir, að hinum dönsku sendi- mönnum sé um það hugað, að flýta samningunum svo, að langt •verði komið á hálfum mánuðí — eða um aðra helgi. Um aðstöðu vor íslendinga í sambandsdeilunni er það gleði- legt til frásagnar, að nú er loks svo komið, að segja má, að öll þjóðin standi óskift. Það er af sem áður var, að sambandsmálið var deiluefni innanlands, lá eins •og hvimleið mara á stjórnmálum vorum og stofnaði á köflúm til úlfúðar, sem logaði eins og eldur sinu um land alt, svo að »bræð- ur bárust á ba,naspjótum« og vík óvildar, ef ekki haturs, varð á milli vina. Upp úr þessu þroska- leysis-ástandi erum vér nú vaxnir og stöndum nú í órofinni fylk- ingu í þessu máli, hvernig sem stríðið annars er blandið. Sú að- staða er styrk og traust til sókn- ar eða varnar, ef til kæmi. En það er von vor, sem vér eigi teljum á sandi bygða, að til þess komi ekki, að þá aðstöðu Hafnarpistill. Vorið 1918. Seodioefnd Dana Arup. Magnús Jónsson. Hér flytur ísafold myndir af döasku sendiherrunum og skrifara nefndarinnar. Hefir þeirra allra verið nánar getið í næstsíðustu ísafo!d. nema skriíarans, Magnúsar Jónssouar. Hann er útskrifaður úr Latínuskól. anum 1898, kandídat i lögíræði og sömuleiðis i hagfræði. Hefir hann dvalið í Danmörku við ýms störf í yfirstjórn Kaupmannahafnar. En hugurinn hefir samt oft hneigst heim, því hann hetir sótt um embætti hér á landi. þurfi að nota til framhalds- og úrslita-deilu við sambandsþjóð vora Dani. Vér þorum að full- yrða, að áður fyrri hafi ekki ver- ið jafnrikur vinsemdarandi og hlýtt hugarþel í garð Dana með vorri þjóð eins og nú. En i ástæðunum til þessara breytinga í hugum fslendinga liggja í raun- inni rökin fyrir vonunum um, að nú dragi til fullnaðar samkomu- laga og endingargóðB milli þjóð- anna. Oss íslendingum hefir fund- ist, að á síðustu árum hafi Dön- um orðið svo miklu ljósara, hve eðlilegt það er, að vér hljótum að standa fast á rétti vorum um fullgilt sjálfstæði, vegna okkar sérstaka þjóðernis, sérstöku tungu, sérstöku sögu og sérstakra stað- hátta. Þeir hafa og séð það, eins og einn samlandi þeirra og frændi vor hr. Aage Meyer-Benediktsen hefir nýlega bent á í ágætum smábæklingi um ísland, að hverju því spori, er vér höfum stigið í sjálfstæðisáttina hefir jafnan fylgt stórum auknar framfarir þjóðar- innar á öllum sviðum. Viðurkenning á ofangreindum sannindum teljum vér víst, að búið hafi i hugum mikilsmegandi Dana, þeirra er með völdin hafa farið þar í landi síðustu ár, er þeir fyrir munn vors sameigin- lega konungs buðu íslendiugum til nýrra samningaumleitana um alt sambandsmálið, á rikisráðs- fundi 22. nóv. siðastliðinn. Ekk- ert hefir það komið fram siðan í afskiftum Dana af þessum mál- um — þegar frá er skilin íslend- inga-ætan Knud Berlin og lið hans —, er veiki þá skoðun, að nú muni þeir af fúsu geði vilja unna oss fullkomins sjálfstæðis meðsameiginlegumkonungi. Skip- un sendinefndar þeirra er síðast, en ekki sízt, bending í þessa átt, í henni eiga sæti tveir þeirra manna, er stóðu bak við orð kon- ungs í ríkisráði 22. nóv. sem ráð- herrar, þeir Christopher Hage verzlunarmálaráðherra og I. C. Christensen ríkisþingmaður, þá- verandi ráðherra af hálfu vihstri manna. Og hinir tveir nefndar- menn alkunnir að frjálslyndi og sízt þess maklegir, að vændir séu um, tregðu til þess að viðurkenna rétt smáþjóðanna. Af því, sem hér hefir verið sagt, þótt miklu fleira mætti til tína, þykir oss mega álykta, að aldrei hafi verið jafnvel í haginn búið til þess að ljúka öllum ágreiningi milli vor og Dana og miklar vonir megi nú gera sér um að upp úr samningaumleitun- um þeim, sem nú eru að fara fram, myndist haldgott bróður- band milli tveggja náskyldra, sjálfstæðra þjóða — báðum til sæmdar og gagns. Eimreiðin fer að koma út hér á landi frá næstu mánaðamótum. Hefii Arsæll Arnason keypt hana af dr. Valtý. Ritstjóri hennar verður síra Magnús Jónsson docent. i Danmörku siðan stríðið hófst. ZaA/e-ráðuneytið hefir setið að völd- um stríðsárin öll og auk Radikala stuðst við jafnaðarmenn.- Óánægjan með stjórnina hefir ekki legið í lág- inni þennan tima og allir vissu að hún var að berjast fyrir lífi sínu við þessar kosningar. Úrslitin eru kunn. Stjórnin situr við tveggja atkvæða meiri hluta í Fólksþinginu, en tals- verðan minnihluta í Landsþinginu. Það sem fyrir þjóðinni lá, var að dæma um hlutleysisráðstafanir stjórn- arinnar út á við og dýrtíðarráðstaf- anir hennar inn á við. »Við efumst ekki um að allir flokkar hafa einn vilja um það að vernda hlutleysi okkar«, sögðu fylgismenn hennar, »en þessi stjórn hefir sýnt að hún megnar að varna þess, að við lend- um i ófriðnum, og við viljum ekki sigla þjóðarskútunni út í neina óvissu. Okkur er tryggast að halda stjórn- inni«. Andstæðingatnir héldu því fram, að stjórnin hefði engin þrek- virki leyst af hendi, engum vandræð- um greitt úr til þess að varðveita hlutleysið, að hver stjórn önnur mundi alveg jafnt hafa komist hjá stríði. Stjórnarmenn bentu á það, að með dýrtíðarráðstöfunum sinum hefði stjórnin gert þúsundum fjöl- skyldna lifið þolanlegt á þessum örð- ugleikatímum (styrkur til vinnulausra, hámarksverð o. s. frv.), með þvi að stemma stigu fyrir ofgróða þeirra, sem hyggjast að auðgast á skortin- um og vandræðunum, og með þvi að taka af þeim, sem lítið höfðu haft fyrir stórgróða sínum. Andstæðing- arnir kíáðu margar þessara ráðstaf- ana gjörræðisfullar og ranglátar og hrópnðu hátt um »rauða bandalagið*, vinfengi Radikala við jafnaðarmenn, vaxandi áhrif hinna síðarnefndu, hættuna sem allir borgarar yrðu að sameinast gegn við þessar kosningar. Annar andstæðingaflokkanna, hægri menn, höfðu þá stefnu eina, að fella stjórnina. Vinstri menn kváðust vilja samsteypuráðuneyti undir for- ustu höfðingja sins 1. C. Christensen’s, og tóku til suma ráðherrana, t. d. Ove Rode innanríkisráðherra og Scavenius utanríkisráðherra, sem þeir vildu hafa í slíku ráðuneyti. Þeir svöruðu að þeir fengjust ekki lánaðir. Töluverður móður var Fr4anHm * flokkunum undir kosn- ingarnar. Slælegast börð- ust hægrimenn. Radikalar gengu vasklega fram og bar höfuðmálgagn þeirra »Politiken« af öllum öðrum blöðum að kappi og sannfæringar- krafti. Úti á landsbygðinni fór I. C. Christensen eins og logi yfir akur og æsti búandlýðinn gegn stjórninni. Skorti sist færi á þvi, því að auð- vitað hefir ekki hjá því farið, að hún kæmi oft og einatt við hagsmnni bænda i vöruverðsfyrirmælum sin- um. Ráðherrarnir háðu hvor af öðr- um einvigi við hann víðsvegar um

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.