Ísafold - 06.07.1918, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.07.1918, Blaðsíða 3
IS AFOLD 3 og á honum aftur lágur pillur. Frá 2. gr. Síldin skal keypt því honum flutti konunpur hásætisræðu ákvæðisverði, er hér greinir: sína, sem eg ^eri ráð fyrir að sé nú kunn heima. Umhverfis hann skip- aði hirðin sér og sendiherrar erlendra ríkja. Seodiherrar bandamanna á aðra hönd og Miðveldanna á hina. Var það allglæsilegur hópur, sem á pallinum stóð, og skein þar hver orðan við aðra. Gepnt pallinum sátu þingmenn út eftir gólfinu og á báðar hliðar þeim blaðamenn og aðrir gestir. Konungur las ræðuna kalt og ró- lega, — það tók svo sem 2 mínút- ur, svo var athöfninni lokið. Á eftir hafði »Chefeu for Uden- rigsministeriets Pressebureau* boðið okkur erlendu blaðafulltrúunum til morgunverðar i einu af hliðarber- bergjunum við veitingasal þingsins, — »Snapstinget« er hann venjulega nefndur. Þar lenti eg við hlið Andreas Windinq’s, eins ágætasta blaðamanns á Norðuriöndum, sem er nýkominn frá París eftir 5 ára dvöl þar sem stríðsfréttaritari danskra og norskra þlaða. Hann spurði mig eftir ýmsum löndum minum, er hann hafði þekt, Einari Jónssyni mynd- höggvara og heimspekingnum Guð- mundi Finnbo^asyni, »sem þótti svo gaman að rökræða*, sagði hann. Hann bað mig að bera þeim kveðju sína, ef eg ætti kost á, og geri eg það hérmeð, i þeirri von að þetta blað komi fyrir augu þeirra. Eftir að við stóðúm upp frá borð- um, var okkur sýndur sá bygginig- ararmurinn, sem Ríkisdagurinn hefir aðsetur sitt í, — hinir eru ekki full- gerðir. Þingsalirnir eru hvorugir mikið stærri en neðri deildar salur Alþingis, en þéttara borðum settir og hærri undir loft. Neindarher- bergin eru hinsvegar töluvert rúm- betri ög skemtilegri en á Alþingi, flest stærðarsalir, smekklega húsgögn- um búnir og dýrindis ábreiður á gólfi. Þá standa þingmönnum til notkunar fjöldi af skrifstofum, hver handa einum manni, þar sem þeir geta unnið í næði að ræðum sínum, netndarálitum og öðrum störfum. Loks eru stórar lestrarstofur, þar sem öll blöð liggja frammi, herbergi til að hvíla sig í og rabba saman, fögur og glæsileg eins og rikis- mannasalir. Yfirleitt virðist geta farið mjög vel um danska þingið í hinum nýja bústað þess. Kristján Albertsson. Frá Alþingi. Þar gerist í sannleika fátt og litið. Þingið situr og bíður og biður samninga-úrslitanna, en önnur »störfc þess teljandi. Þó hefir eitt merkt nýmæli komið fram núna í vikunni, sem vert er að gera að umtalsefni, þvi það snertir mjög annan aðal- atvinnuveg vorn, sjávarútveginn. Það er frumvarp, sem bjarqráðanejndir standa bak við og fjallar um kaup landsstjórnarinuar á síld. Fer hér á eftir Jrumvarpið og qreinarqerðin fyrir því: 1. gr. Af sild þeirri, er innlendir menn veiða hér við land á tímabil- inu frá 15. júli til 15. september 1918, heimilast landsstjórninni að kaupa 100 þús. áfyltar tunnur á til- teknum höfnum jmeð ákvæðis verði og þeim skilmálum, er lög þessi að öðru leyti ákveða. Fyrri 50000 tunnurnar á 75 aura hv. kg. og síðari 50000 tunnurnar á 45 kg. hvert kg. Skilyrðin fyrir kaupunum eru þessi: a. að seljandi hafi fulla ábyrgð á síldinni þangað til hún er tekin á viðkomandi höfn, haldi henni við með pæklun og hafi fulla umajón með henni, alt án eudurgjalds, til árslvka 1918. Eftir þann tíma er síldin á ábyrgð kaupanda, en seijendur eru skyldir til að hafa á höndum umsjón og viðhald sld arinnar, gegn borgun eftir reikn ingi, er stjórnin samþykkir, en geymslupláss leggur seljandi til ókeypis. b. að seljendur annist á eigin kostn- að útskipun á síldinni og greiði útflutningsgjaid af henni með lög- um. c. að síldin sé metin og vegin, svo sem lög standa til, á kostnað selj- anda, 3. gr. Sildin sé^keypt á þessum stöðum: Seyðisfirði, Eyjafirði, Siglu- firð', Reykjarfirði, Öuundarfirði og ísafjarðarkaupstað. Ennfremur getur landsstjórnin gert kaupin á fleiri höfnum, ef það veldur eigi sérstök- um erfiðieikum eða aukakostnaði, t. d. Eskífirði, Alftafirði og Ingólfs- firði. 4. gr. Síldin skal keypt af hin- um ýmsu frambjóðendum, i réttum hlutföilum við tunnueign þeirra, eins og hún var hér á landi 1. júní þessa árs. Þegar ákveðin er hlutdeild fratn- bjóðenda í sölunni, koma — auk frambjóðenda — þeir einir sildar- kaupendur til greina, sem hafa greitt minst 20 krónur fyrir máltunnu nýrrar sidar. 5. gr. Fyrir 15. júlí 1918 skulu menn hafa sagt um það, hvort þeir óski að nota þann rétt til síldarsölu, sem þeim er veittur með iögum þessum, og hve miklar tunnbirgðir þeir hafa átt hér á landi 1. júni þ. á. Fyrir sama tíma setur landsstjórn- in og auglýsir nánari reglur um farmkvæmd laga þessara og skilyrði gagnvart seljendum, svo sem henni þykir nauðsyn til. 6. gr. Verð síidarinnar greiðist seljendum hlutfallslega eftir tunnu- tali þvi, sem kaup eru gerð á, jafn- ótt og iandsstjórnin hefir fengið verð fyrir sild, er hún selur út. Nú hefir hún eigi fengið inn í lok októ- bermánaðar svo mikið, að nemi helmingi af innkaupsverðinu, og skal hún þó eigi að síður greiða selj endum fyrri helming verðsins að fullu og siðari helminginn fyrir árs- lok. 7. gr. Nú verður að lokum, þá er landsstjórnin hefir komið í verð allri þeirri sild, er hún hefir keypt samkv. 1. gr., hagnaður af sildar- kaupunum, eftir að dreginn er frá kostnaður og vaxtatap, og skiftist sá hagnaður þannig: 8/4 hagnaðar- ins greiðast til seljandanna, en af- gangurinn rennur í landssjóð. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað. Greinargerð. Efni frnmvarps þessa er að mestu tekið úr álitskjali, er sildveiðaút- gerðarmenn hér úr Reykjavik og Hafnarfirði, ásamt fulltrúum sildveiða- útgerðamanna á Norður- og Vestur- landi, Hafa samið og sent stjórninni og bjargráðanefndum þingsins lil athugunar og eftirbreytni. Nefndunum dylst það alls ekki, að hér sé um allþýðingarmikinn at- vinnnveg að ræða, atvinnuveg, sem kominn er á þann rekspöl, að telja má mjög verulegt tjón fyrir þjóð- ina, ef hann b:ði svo stórkostlegt skipbrot nú þegar, eins og útlit er fyrir, ef ekki er eitthvað gert til þess að koma í veg fyrir það, og reyrit sé að halda honnm á floti, þangað til be;r timar koma aftur, sem síidveiðarnar ueta án opmberrar tilhlutunar borið sig sjálfar og gefið síldveiðamönnunum og þjóðiuni i heíid verulegan arð. Það dylst heldur engum, að út- flutningsleyfi það. er vér höfum fengið, — að eins á 50000 tuun- um — er allsendis ófullnægjandi ti! þess að bjmga síldveiðamönnum yf- irleitt, ef ekki finnast fleiri leiðir tii útflutnings og notkunar á síld en þessi eina, sem svo mjög er tak- mö'kuð. Það eitt út af fyrir sig getur að eirs stutt þá til áframhalds á síldveiðunum, sem sízt þutfa stuðniogs með — þá sem sterkastir eru —, en hinir, sem efnalitlir verða að teljast, geta alis ekki reist rönd við, því að liggja með tugi eða hundruð þúsunda kr. í tunnum, salti, skipum, veiðarfærum, húsum, bryggj- um og síldarpöllum, ónotað árum saman, og afleiðing þess hruns, sem af þvi gæti stafað, hlyti að koma þungt niður á fleirum en sildveiða- útgerðarmönnum sjálfum, svo sem bönkunum, vinnulýð þeim, sem síldarvÍDnuna stunda, þjóðarbúinu i heild og landssjóðnum sjáifum, bæði nú þegar og einkum fyrstu árin eftir að heimstyrjöldinni linnir. En hér eru góð ráð dýr, og vér geturn ekki ætlað landssjóði að bæta úr þessu að fullu, eða að eins miklu leyti og þyrfti, ef vel ætti að vera. I áminstu álitsskjali síldveiðafuli- trúanna er farið fram á það, að lands- sjóður kaupi 150000 tunnur siidar á 100 kg. og borgi þannig: Fyrstu 50000 tunnurnar með 75 aurum pr. kg., aðrar 50000 tunnurnar með 50 aurum pr. kg., þriðju 50000 tunn- urnar með 40 aurum pr. kg. eða að meðaltali 55 kr. tunnuna, og hugsa sér, að landssjóður losni við þá síld þannig: Selji Svíum 50000 tunnur, selji til Ameríku 25000 tunnur og noti til manneldis, skcpnufóðurs og ef til vill til bræðslu 7 5000 tunnur. En nú er það mjög svo athuga- vert, að salan til Svíþjóðar er það eina, sem talist getur nokkurn veg- in ábyggilegt, og þó er sá stóri hængur á, að vér vitum ekki enn, hve hátt boð er hægt að fá hjá Svi- um í síldina, eða hvort ekki geta orðið annmarkar á því tilboði, að því er snertir borgunarskilmála og flutning á sildinni til Svíþjóðar, sem gæti valdið eins mikilli eða meiri áhættu, en óvissan um verðupphæð- ina gerir nú. Það mætti þvi teljast sjálfsagt, að þingið biði með ályktanir í þessu máli, þangað til full vissa væri feng in um þetta atriði, ef ekki væri kom íð í eindaga með málið; síldveið- arnar ættu að fara að byrja innan fárra daga, og sildveiðamenn þuifa því að vita tafarlaust, á hverju þeir megi byggja. Bjargráðanefndirnar hafa því viljað gera sitt til að hraða málinu, 'enda ekki óhugsandi, að meiri vissa fáist áður en málinu verður ráðið til lykta i þinginu. Hvað viðvíkur síldsölunni til Ame- ríku, þá gera nefndirnar sér vonir um, að hún verði möguleg án veru- legs halia fyrir laodssjóðinn. £n þegar kemur til afgaDgsins, sem sild- veiðafulltrúarnir áætla 75000 tunnur, þá dylst oss ekki, að á svona mikl- um aígangi mætti teija vísan skaða, og hann mikinn. Nefndin veít til, að i sumum héruðum er mikið af síldarmjöli þegar keypt og heim- flutt, og síld Englendinga hér á landi fæst likiega til skepnufóðurs með lágu verði, en um verksmiðju- iðnað á síldinni vitum vér ekki vel, en erum hræddir um, að á sild til hans sé ekki byggjandi hátt verð, ekki getur heitið viðunandi boð hjá Bretum i sildarlýsi, eða þó síður i síldarmjöl. Það er þvi bersýniiegt, að lands- sjóður þyrfti að græða veruiega upp- íæð á sænsku síldinni tii þess að vænta mætti, að hann slyppi án mtkils skaða á öllum kaupunum, ef rau ræ'mu 150000 tuunum og hver tunna væri keypt fyrir 55 krónur. Af þessum ástæðum sjium vér oss ekki fært að leggja til, að iandssjóð- ur kaupi meira en 100000 tunnur og borgi þær þannig: Fyrri 50000 tunnurnar með 75 aurum hvert kg. og síðari 50000 tunnnrnar með 45 aurum hvert kg., eða að meðaltali 60 aura hvert kg., sem gerir 6000000 króna i staðinn fyrir 8250000 eftir upphaflegri uppástungu sildveiðafull- fulltrúanna. í byrjun höfðu nefnd- iruar hugsað sér að taka 120000 tunnur fyrir 50 kr. tunnuna að með- altali, sem einnig gerir 6000000 kr., en svo varð það að samkomulagi við síidveiðafulltrúana að fækka tunn- unum niður í 100000, en hækka verðið upp i 60 kr. á tunnu. En þar sem upphæðin er sú sama, en áhættan . að voru áliti fyrir landssjóð- inn engu meiri, þá vildum vér ganga inn á þennan miðlunarveg, þar sem hann mun hagfeldari fyrir sildarút- gerðina, því það mun betra fyrir haua að fá sæmilegt verð fyrir það, sem veitt vetður, þótt veiðin sé nokkuð takmörkuð, en of lágt verð i hlutfalli við framleiðslukostnaðinn, þótt takmörkin á veiðinni væru minni. Lengra treystum vér oss ekki að ganga í þessu efni, en vonum hins vegar, að þetta geti orðtð til þess að fleyta síldarútveginum yfir grunnboða fjártjónsins jtetta árið. Þess má líka geta, að ef svo færi, að landssjóður græddi eitthvað á þessum kaupum, þá er nefndunum ekki sárt um þann gróða, og leggja þvi til, að ®/4 hlut- ar hans gangi beint til seljendanna. Nefndirnar hafa leytast við að gera sér grein fyrir líkleðri sölu lands- sjóðs á síldinni. Eirs og sjá má hér að framan, fer frumvarpið fram á 100000 tunn- ur á 60 kr., sem verða 6000000 kr. Gætum vér selt Svíum 50000 tunnur á 85 kr. verða það..............kr. 4250000 Til Ameríku 25000 ttmnur á 50 kr...........— 1250000 Og innanlands 25000 tunnur á 20..............— 500000 Þá fengi landssjóður kr. 6000000 fyrir sildina, og verðum vér að telja mjög sennilegt, að þetta geti fengist, og ef til vili nokkru meira. Einstakar greinar frumvarpsins þarf ekki að útlista frekar, en þó skal það tekið fram viðvikjandi 3. gr., að sem sjálfsagða staði til sildarút- skipunar teljum vér að eins Seyðts- ,fjörð, Eyjafjörð, Siglufjörð, Reykjar- fjörð, Onundarfjörð og ísafjarðar- kaupstað. En á hinn bóginn telja nefndirnar réttlátt og mjög sann- gjarnt, að hafnir eins og Eskifjörður, Ingólfsfjörður og Alftafjörður, njóti sömu hlunninda, ef það veldur ekki landssjóði verulegum aukakostnaði eða erfiðleikum við að fá skip þang- að. Annars verða seljendurnir að bera þann aukakostnað, er kann að leiða af því að ná sildinni frá þess- -..— ■ ■ ..--------sr-;- Tapast hefir hestur, jarpskjóttur og hvítur á öllum fótum. Mark: heilhamrað vinstra, óafrakaður. Keyptur austan tndan fjöllnm. Sá sem kynni að hitta hest þenna er vinsamlega beðinn að gera aðvart eða senda hann Magnúsi Benjamíns- syni Hvaleyri við Hafnarfjörð. um eða öðrum aukahöfnum. Þess má geta, að á öllum þessum höfn- um eru hafskipabryggjur, sem gera útskipun siidarinnar auðvelda. Fulltrúar sildarútgerðarpianna hafa komist að þeirri niðurstöðu, að rétt- asta leiðin mundi vera að jafna sild- arkaupunum á einstaka sildarfram- leiðendur, eftir tunnueign hvers eins. Nefndin verður að fallast á þetta, með þeirri viðbót, að þeir, sem eiga tunnur fram yfir eigin þarfir, geti keypt nýja síld af þeim, sem of fá- ar tunnur eiga, en verða þó að reka. sildveiðar vegna annars síldveiða- undirbúnings, og er þar til trygg- ingar sett lágmarksverð, er vér álít- um hæfilegt. Greiðslutimi landssjóðs á andvirði sildarinnar til framleiðenda hefir oss virzt hæfilegt að væru lok október- mánaðar og lok desembermánaðar. En komi sildarverðið að verulegum mun fyr inn, þykir oss eðlilegt, að seijendum sé greitt verðið að sama skapi fyr. Annað, sem kann að vera málinu til skýringar, verður tekið fram í framsögunni. Iþróttamötið við þjórsárbrú hófst kl. 2, 29. júni. Gengu menn þá til leikvangs. Byrjað var á kapp- leiknum um verðlaunaskjöld »Iþrótta- bandalagsins Skarphéðinnc. Þátttak- endur voru 8. Hlutskarpastur varð Magnús Gunnarsson frá Hemlu i Landeyjum. Þá sýDdu fimm menu úr íþróttafélagi Rvíkur fimleika, og þótti vel takast að vanda. Þá hélt Guðm. Friðjónsson ræðu, heima við Þjórsárbrú, og heillaði áheyrendur með málsnild sinni. Þá var haldið út á leikvang aftur og byrjað var á 100 stikna hlaupi. .4 þátttakendur. Fyrstur varð Bjarni Eggertsson frá Laugardælum. Tím- inn var 13V5 sek. Einnig vann hann hæðarstökkið á 1,45 stikur og langstökkið á 5,48 st. 800 stika hlaupið rann Guðm. Ágústsson frá Birtingaholti á 2 mínútum og 3S St.k. Er hann mjög efnilegur hlaup- ari. Fegurðarglima fyrstu verðlaun Sigurður Greipsson, önnur verðlaun Stefán Diðriksson. Þá var nokkurt hlé — en siðan hófst danzinn, og annar gleðskapur. Liklega hafa verið þarna á annað þúsund manna, og var svo að sjá, að allir skemtu sér vel, og ekkt sizt Reykvikingarnir, er þar voru staidir. Rigningarsuddi var fyrri hluta dagsins, en batnaði er á daginn leið, og var orðið ágætt veður um kvöldið. Látin er nýlega frú Guðrún Ólafsdóttir kona síra Björns Stefánssonar prest á Bergstöðum, en dóttir Ólafs pró- fasts Ólafssonar í Hjarðarholti, að eins 27 ára að aldri, frá 4 börnum. ---- oegi ' 1

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.