Ísafold - 06.07.1918, Side 2

Ísafold - 06.07.1918, Side 2
2 IS AFOLD land. Á kosningadagskvöldið heyrði eg P. Munch hermálaráðherra segia írá einu slíku einvígi, sem þeir háðu Christensen og hann úti á Jótlandi. Aðsóknin varð svo mikil, að fund- arhúsið, sem þeir höfðu leigt, reynd- ist alt of lítið. Þegar salurinn var orðinn troðfullur, stóð enn mestur hluti þeirra, er sækja vildu fundinn, utan dyra, og þegar þeir ætluðu að hefja ræður, var æpt úr gáttum og hamrað á glugga, og heimtað að fundurinn yrði fluttur út á viðavang. Það var gert. Þeir Christensen og Munch deildu svo undir berum himni hvíldarlaust og samfleytt í 7 stundir, — að undanteknum hálftíma, sem þeir hvildust og fundarmenn notuðu til þess að dreifast á veit- ingahúsin i nágrenninu og fá sér hressingu. Hægrimaður einn hafði sem sé kveðið sér hljóðs, en þegar hann lauk máli sínu, fyltist fundar- sviðið aftur og þeir Munch og Christ- ensen héldu áfram. Hér i Höfn var það i upphafi sögulegast i kosningabaráttunni, að Syndikalistar, Bolchevikarnir dönsku, tóku það til bragðs gegn hinum fyrri flokksbræðrum sínum, jafnaðar- mönnum, að hleypa upp fundum þeirra með óspektum og gauragangi. Þeir flyktust inn í fundarsalina fyrstir manna þegar opnað var, skipuðu sér nm ræðupallinn og á fremstu sæta- raðir og hófu svo stapp og vein þegar fundurinn var settur, hrópuðu ókvæðisorðum að foringjum jafnað- armanna, sungu og létu dólgslega. Á einum fundinum rifu þeir i skegg Borqbjcrqs, foringja jafnaðarmanna, og tróðu í munn honum, en hann er svo sem kunnugt er Jón Þorkelsson Dana að skeggprýði. Eftir að þess- um sama fundi hafði verið slitið, veittu einhverjir þorparar úr hópi Syndikalista eftirför Mariusi Kristen- sen, blaðamanni við Social-Demokra- ten«, bör.ðu hann niður á götunni og veittu honum áverka. — Það leit þvi í íyrstunni allískyggilega út fyrir kosningabaráttu jafnaðarmanna, er hver fundurinn á fætur öðrum var ónýttur fyrir þeim og foringjar þeirra ekki lengur óhultir fyrir þessum fantalýð. En Syndikalistar áttuðu sig brátt á þvi, að ekki myndi gifta að svo skriislegu og siðlausu athæfi. Þeir hættu tiltektum sínum og fóru að semja sig að siðum hvitra manna, buðu fram til. þings foringja sína og tóku að sækja fundi allra flokka og tala þar fyrir máli sínu. Þeir komu engum að. Gremja Syndikalista við jafnaðar- menn stafar meðfram af því, að þeir telja þá hafa brugðist sér i vetur þegar þeir kröfðust hærra styrks til vinnulausra, en meðal þeirra eiga Syndikalistar höfuðstyrk sinn. Þeir vildu þá að kröfur þeirra yrðu knúð- ar fram með almennu varkfalli, en það vildu jafnaðarmenn ekki. Hins- vegar greinir þá líka mjög á um hverja leið skuli fara til þess að sam- eiginlegar hugsjónir þeirra rætist. Jafnaðarmenn vilja berjast fyrir þeim á þingræðisgrundvelli, ná meiri hluta á þingi og laga svo þjóðfélagið sam- kvæmt stefnu sinni. Syndikalistum svíður ranglætið meira en svo, að þeir geti biðið þess. Þeir telja og yfirstéttirnar enga vægð eiga skilið. Þeir vilja sprengja þjóðfélagsramm- ann með byltingu. Sunnudaginn fyrir kosningar béldu jafnaðarmenn fund mikinn úti í ,Fælledparken‘. Frambjóðendur þeirra töluðu í skínandi vorveðri til mann- grúans. Jafnaðarmönnum er oft brugðið um, að þeir fari með æs- ingamál og grimmúðlegt skvaldur- en mér virtust engar þær ræður, sem eg heyrði á þessum fundi, vera með því markinu brendar. Engar þeirra mintu vitund á Dagsbrún eða Jörund Brynjólfsson. — Þegar frambjóðend- urnir höfðu talað og ljúka átti fundi, ruddist einn forkólfur Syndikahsta fram úr þrönginni, spratt upp í ræðu- steininn og bjóst til að mæla. »Niður með hann, niður með hanD«, var hrópað um al!a þröngina; háðið og skammirnar dundu yfir hann, ópin og skrækirnir. Hann stóð grafkyr og glaður að yfirbragði og beið þess að veðrinu slotaði. Hann var ung- ur maður, ljós á hár, alvarlegur og greindarlegur og er kunnur fyrir það, að hann nefir þverskallast við her- þjónustu. Loks breyttust óhljóðin í kurr og uml, málið var rætt um víða þröng. Því skyldum við ekki hlusta á hann eins og 'nina? Ur því að þeir vilja fylgja mannasiðum og berjast með orðum i stað handa, þá skulum við sýna, að við kunnum að hlusta á andstæðing okkar. Þessi skoðun varð ofan á. »Félagar mín- irl« hrópaði nú Syndikalistinn, »það getur verið gott og blessað að þið greiðið atkvæði ykkar á kosninga- daginn. En er það nóg? Verður landið og verða verksmiðjurnar ykk- ar eign fyrir það, að þið merkið á kjörseðil?* í þessum anda hélt hann áfram um stund og fekk að lokum dauft og dreift lófaklapp. Marius Kristensen, sá er fyr getur, stökk nú upp á steininn og svaraði honum í heitri ræðu og ávítti Syndikalista froðufellandi fyrir það, hve mikið ógagn þeir ynnu málefni undirstétt- anna með framkomu sinni. Dynjandi lófaklapp. Menn biðu stundarkorn en enginn sté upp á steininn. En skamt frá hófu Syndikalistar nú nýj- an fund og töluðu þar frá trépalli fyrir fáum hræðum. Maður sá flaks- andi hár, jjfljúgandi arma, sveigða ræðumannabúka, vonskuleg andlit, sem teygðust fram, — nokkur stór- yrði bárust undan vindinum. Eitt- hvað tíndist þangað af fólki, en fjöld- inn lagði af stað öt úr gafðinum. Annars voru fundir hér í bænum fremur daufir. Hver flokkur hélt fundi fyrir sig, og aldrei gafst færi á að heyra skörungunum lenda sam- an. Svo virðist og sem ekki kveði að neinum stjórnmálamanna Dana sem ræðugörpum. Einn tilkomumestur og söguleg- astur kosningafundanna hér í Höfn var þriggja-raðherra-funduvinn í Pa- ladsleikhúsinu, stærsta kvikmynda- leikhúsi Norðurlanda og einu hinna stærstu í heimi. Þar eru 2100 sæti, en á fundinnm hafa eflaust verið ein 2500. Þar töluðu þeir Zahle yfir- ráðherra, %odc innanríkisráðherra og Eavard Brandes fjármálaráðherra. Fyrstur talaði Rode, fallegur maður, ennismikill og eygur vel og andlitið i senn fínlegt og karlmanniegt, lát- laust og göfugmannlegt og festa og alvara í svipnum. Hann ver stefnu sína í langri, rólegri og skýrri ræðu og spyr: »Hverjir myndu haía borið mess úr býtum hér í landi, ef sijór'n- in hefði ekki á svo margvíslegan hátt gripið í taumana? Þeir sem höíðu mest fjár og minsta samvizku*. Langt og æst lófaklapp og svo er hrópað: • Lengi lifi Ove RodeU og því tekið með húrrahrópum. Meðan hann tal- aði hafa þeir sitið sinn á hvora hönd honum hinir ráðherrarnir, Zahle, snyrtimannlegur og prúður, hátíöleg- ur á svip og bregður augum óvenju kviklega og snarlega, en Brandes gamli hrukkar ennið, háiflokar aug- um og glottir, klórar sér öðru hvoru á kjálkunum og japlar ánægjulega, rétt eins og hann sé með andstæð- inginn á milli tannanna á sér. — Þegar Rode hefir lokið ræðu sinni hverfur hann af sviðinu. Hann fór þegar með náttlestinni út á land, til þess að tala þar á stórfundi daginn eftir. Einn fylgismanna hans í þing- inu hefir sagt um hann i ræðu, að sérkostir hans séu þeir, að hann þreytist aldrei og hafi tíma til alls. — Svo talaði Zahle og minti á hvað eftir ráðuneytið lægi, »hver gæfa hefði fylgt starfi þess, hverjum örð- ugleikum það oft og einatt hefði verið bundið, en kvað þó ráðuneytið tilbúið til þess að halda áfram ef það hefði náð trausti þjóðarinnar. (Lófaklapp og húrrahróp). Svo sté Braudes í stólinn og þá ætlaði alt að komast á loft af fögnuði. Fyndni hans er alkunn, — enginn kann slík tök á því sem hann, að gera and- stæðinginn í senn hlægilegan og svívirðilegan. Hann er jafnrólegur og hann er hlifðarlaus, jafn mjúkur í máli og hann er meinlegur. Honum liggur helsti lágt rómur til þess að tala í svo stórum sal, en þó varð hann iðulega að nema staðar í ræðu sinni og bíða uns lóíaklappið lægði. Hann einkendi stefnu stjórnarinnar með þvi að segja að hún væri »fyrir fjöldann« (for de mange). Eftirtektarvert er það, hve ólíkur er rithátturinn hér þeim sem heima tíðkast í pólitisku baráttunni. Danski rithátturinn er óliku kurteisari, hefl- aðri og stóryrðaminni en heimastíll- inn. Stafar þetta sjálfsagt ekki af því einu, að Danir eru mannaðri þjóð en við, heldur og af hinu, að þeir eru miklu geðminni en íslend- ingar. Maður varð þess lítið Kosninga , j|gfQ ag ne;tt dagurmn. . , , væn að gerast á kosn- ingadaginn. Um miðjan dag gekk eg niður að ráðhúsi, stéttin var skjöld- ótt af fregnmiðum og fortöluseðlum og innan um sneplafokið vökkuðu nokkrir spjaldberar, sinn frá hvorum flokki. Kjósið A-listann! B listinn er bezturl o. s. frv. stóð stóru letii á spjöldunum. Það var alt og sumt. Menn gengu til og frá kjörstað eins og ekkert væri um að vera. Um kvöldið fór fyrst að færast líf i bæinn. Niður á Ráðhússvæði safnaðist fólk í stórþyrpingar fram undan byggingum höfuðblaðanna tveggja, »Politiken« og »Berlinske Tidende*. Klukkan um 9 tóku kosningafregnirnar að berast og voru jafnóðum básúneraðar út til fjöldans. »Politiken« hafði látið reisa stóreflis strigabákn við byggingu síua, er sýna átti kosningaloftvogina, þar sem öðru megin stigi rautt kvikasilfur en hinu megin blátt. Rauða kvikasilfrið sté um eina gráðu fyrir hvern stjórnar- mann sem náði kosningu, hið bláa fyrir hvern stjórnarandstæðing. Þann- ig gátu menn alla nóttina séð hvern- ig taflið stóð i þann og þann svip- inn. »Berlinske Tidende« lét reisa heilmikið Danmerkurkort upp með byggingu sinni og merkja á kjör- dæmin. Jafnóðum og úrslitin bár- ust, voru tendruð rafmagnsljós við nöfn þeirra, en mismunandi litir á peðunum sýndu hvaða flokkur hefði sigrað i hverju kjördæmi um sig. Um miðnætti var manngrúinn á Ráðhússvæðinu hvað mestur. Til þess að fólki skyldi ekki leiðast bið- in milli þess að fregnirnar voru birt- ar, sýndú blöðin bæði skuggamyndir úr gluggum sínum fram eftir nóttu. Ráðherrarnir og helztu þingskörung- ar og frambjóðendur voru sýndir og þeim fagnað eða fussað. Allir flokkarnir höfðu samkomur þetta kvöld þar sem skeytin voru upplesin og horfurnar ræddar alla nóttina. Nokkuð snemma Iánaðist Arni Eiríksson Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. Tals. 265 o« 554. Posth. 277. Smásala. Siumavélar með fríhjóli og 5 ára verksm.ðjuábyrgð Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. T ækif ærisgjafir. mér að komast inn á flokksfund Radikala. Fyrstu fregnirnar voru þeirn vonbrigði, áhrif I. C. Christen- sen’s á Jótlandi virtust hafa verið geigvænleg og menn voru þegar við hinu versta búnir. Uppi í sölum Politiken komu saman ýms r vinir blaðsins og fylg ismenn. Það var gaman að sji það- an ofan af svölunum út yfir svart- dröfnótta mannþyrpinguna, — and- litin urðu að 'jósum dilum á svartri breiðunni. Það var mestmegnis hinn fátækari skrill sem stóð þar og var orðinn hás á að æpa: Upp með rauða litinn I Niður með bláa litinn I Hinu megin við Ráðhússvæðið bar upplýstan og glæsilegan skála. Það var kaffihúsið »Iudustri«. Þar var glaumur og gleði og kosningaskeyt- ín voru lesin upp eins Og á flestum öðrum veitingastöðum. Þar æpti efnaðri skrillinn, — það hlakkaði græðgislega i honum þegar fregnirn- ar hermdu ófarir stjóinarinnar og loftið fyltist af hvæsi og fussi þegar þær hermdu sigur hennar. — Það er nefnilega til tvenskonar skríll, rikisskríll og öreigaskrfil. Hi:;um síðara vorkennir maður, en má ekki fyrirlíta hann, hinn fyrri fyrirlítur maður, en getur ekki vorkent honum. ------Rauða kvikasilf ið í kosn- ingaloftvoginni náði 71 gráðu, hið bláa 69. Nýju kosningalögin dönsku munu vera fyr- irmynd, sem eg hvergi veit til að eigi sinn llka. Þegar koxn- ingar eru um garð gengnar, eru sam- anlögð öll þau atkvæði, sem fallið hafa á hvern flokk um sig og reikn að út hlutfalltð milli þess fylgis þeirra. Til þess nú að það svari nákvæmlega til atkvæða þeirra í þing- inu, er bætt við þingið eftir kosn- ingarnar og þessum viðbólaþingmönn- um skift svo á flokkana, að sama hlutfall fáist milli þjóðfylgis og þing- fylgis þeirra. Viðbótasæti hvers flokks skipa þeir fallinna frambjóðenda hans, er flest atkvæði fengu við kjördæma- kosningarnar. Með þessu móti kem- ur hinn sanni þjóðarvilji eins vel í Ijós og yfirleitt er hægt. Eftiitektarvert er það, að höfuð- staðurinn kýs að tiltölu við mann- fjölda sinn jafnmarga þingmenn og kjördæmin úti á landsbygðinni. Hann verður ekki að búa við nein rangindi í þeim efnum. Heima á íslandi er alt annað uppi á teningnum. Þing- mennirnir utan af landinu halda rétt- indum Reykvikinga fyrir þeim með hreiaum og beinum hnefarétti. Einn Seyðfirðingur t. d. hefir nú, að því er reiknað er út, sjö sinnum meira atkvæði um landsmál en einn Reyk- víkingur. Undanfarið hafa menn komist á þing með 1—200 atkvæði frá Seyðisfirði eða úr Vestmanna- eyjum, en fallið þó að 4—500 og upp i 600 Reykvíkingar kysu þá. Þessu augljósa ranglæti hefir verið Nýju kosningalögin. ■ ■ ■ Bómullarsokkar kvenna frá 0.98. Ullarsokkar kvenna og barna, c'ftcgnRapur kvenna og barna. tfíagn/ilífar. rmmmmmmmmm Saumaveíar með hraðhjóli. Verð kr. 62,00. iSgill cJacoðsen. barist fyrir að kippa í lag, en ekki verið nærri því komandi fyrir smá- sálarpólitik sveitarfulltrúanna. Það er blátt áfram óskiljanlegt hvernig sum- ir þeir, er stöðugt skrýða sig með hugsjónum frelsis og réttlætis, eins og t. d. Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson, hafa getað staðið óroðn- andi og óbognir úr sætum sínum á Alþingi, til þess að berja niðnr svo skýlausa réttindakröfu sem þá, að Reykvikingar eigi sama atkvæði um þjóðmál og aðrir borgarar landsins. Það má sanna það eins vel og að tveir og tveir eru fjórir, að Reykjavík ætti að hafa minst helmingi fleíri þing- menn en hún hefir. Þingsetningin. Þin8«*ningin fór fram hinn 28. mai í Krist- jánsborg hinni nýju, og er þetta fyrsta þingið, sem í henni situr. Gamla höllin brann svo sem kunn- ugt er 1884, þegar Estrup sat að völdum og lýsti Hörup þá bölvun sinoi yfir rústum hennar og sagði að hana skyldi aldrei endurreisa. Nú hefir hún þó verið bygð á ný og verður framvegis aðsetur konungs, hæstaréttar og þings. Sem fulltrúi »ísafoldar« naut eg þeirrar ánægju að sitja í stúku er lendu blaðamannanna við þingsetn- ingarathöfnina, sem fór fram í há- tíðasal Rikisdagsins. Þar sat einn fulltrúi frá hverju ófriðarríkjanna, en nokkru fleiri frá Noregi og Svíþjóð. í öðrum enda salsins var pallur

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.