Ísafold - 13.07.1918, Qupperneq 4

Ísafold - 13.07.1918, Qupperneq 4
ISAFOLD Laus staða. Kennarastarfið við barnaskólann á Flatey á Breiðafirði er laust tii umsóknar næstkomanái skólaár. Laun samkvæmt f æðslulögunum. Umsóknir sendist skólanefnd fyrir x. september. Flatey 22. júni 1918. Fyrir hönd nefndarinnar Jön Jónsson (frá Lundi). t Bændur athugið! Vegna si-vaxandi eftirspnrnar á smáílátum, svo sem: döllum, fötum og byt um, hefi eg nú fyrirliggjandi nægtir af þeim með sanngjörnu verði. Strokka smíða eg með nokkra daga fyrirvara. Kaupið aðeins sterk og endingargóð ilát, það mun borga sig bezt. En þau er að fá hjá: Jóni Jónssyni beyki Klapparst 7. Sími 593. Reyfeiavík. Box 1-02. Tilkynning. Háttvirtum viðskiftavinum mínum tilkynnist hér með að herra O. J. Lauth, er um mörg undanfarin ár hefir starfað við klæðaverzlun mina, er orðinn meðeigandi i verzluninni, og verður hún eftirleiðis rekin af okkur i félagi undir firmanafninu Auderseu & Lauth. Jafnframt þakka eg minum mörgu viðskiftavinum góð viðskifti og leyfi mér að vænta þess að verzlunin njóti sama trausts hér eftir sem áður. Reykjavík 1. júlí 1918. Við viljum fá stjórn, sem bindur enda á ófriðinn svo fljótt sem unt er; vér neitum jafnvel að greiða at- kvæði með fjárbeiðnum stjórnarinnar. Ledebour sagði að það væri skylda þýzka öreigalýðsins, að hvetji til stjórnarbyltingar. Forsetinn vítti þessi ummæli. Frá London er símað, að gufu- skipið Gustaf Falck og farmur þess hafi verið gert upptækt. »Neue Freie Presse« býst við því, að Czernin komist bráðlega aftur til valda. Frá Aþenu er símað, að Moha- med V. Tyikjasoldán sé dauður. ítalir hafa enn tekið 23qp faoga hjá Piave. Khöfn. 5. júlí. Bretar hafa tekið Hamel. Frakkar hafa sótt fram 5 kiló- metra hjá Autrecher og Noulin sous Touvent og handtekið 1000 Þjóðverja. Stjórnin í Hollandi hefir sagt af sér. Khöfn, s. júlí. Hinir frægu sænku flugmenn, Cederström barún og Krokstedt fóru i flugför til Finnlands og hefir siðan eigi til þeirra frézt. Eru þeir nú taldir af. í íaldsmenn og vinstrimenn í dans .a landþinginu hafa samþykt að velja ellefu manna nefnd til þess að rannsaka málið út af skeyti því, er Zahle sendi amtmanni Færeyja 15. marz. Stjórnarflokkarnir skoruðust undan að greiða atkvæði. Maximalistar hafa beðið ósigur hjá Irkutsk og stafar þeim nú hætta af Síberiu-mönnum og eins frá Murman- ströndinni. Ukrainstjórn hefir sagt af sér. Komist hefir upp um þýzk sam- tök i Suður-Afríku. Skríllinn í Róm hefir gert aðsúg að höll sendiherra Þjóðverja. í Tyrklandi hefir verið kosinn nýr keisari og heitir sá Múbamed VI. Branting er kominn til París. Khöfn, 6. júlí. Frelsisdagur Bandaríkjanna var hátiðlegur haldinn um England og Frakkland. Wilson flutti stórmerka ræðu þann dag hjá gröf Washing- tons. Siðustu rússnesk blöð halda þvi fram, að Nikulás keisari hafi \;erið myrtur, en Lenin mótmælir því. Framkoma jafnaðarmanna í þýzka þinginu er harðlega vitt (i þýzkum blöðum). 23000 Armenar hafa tekið Eri- wan. Það er nú borið til baíla aftur að Finnar flytji herlið til Karelen-hér- aðs og hafi gert alla Breta útlæga. Kaupmannahöfn, 7. júli. Sendiherra Maximalista i Ameríku hefir verið hneptur í varðháld. Astralíumenn hafa gert árás með góðum árangri hjá Villers. Frá Moskva er símað að 75000 uppreistarmenn séu á leið til Kiev. íbúar á Murman-ströndínni æskja þess að ganga i bandalag við banda- menn. Khöfn 7. júlí. Mirbach sendiherra Þjóðverja í Moskva, hefir veiið myrtur. Orðasveimur hefir borist út um það einhvérjar krókaleiðir, að Michael stórfursti hafi verið kosinn keisari als Rússaveldis. í alir sækja fram hjá Piavemynni. Vorwaerts, blað þýskra jafnaðar- manna, vítir það grimmilega, að kart- öfluskamturinn hefir enn verið mink- aður í Berlín, svo að hann er nú aðeins eitt pund á viku. Khöfn 8. júli Ritzau og Wolffs fréttastofur til- kyntu i gærkvöldi að hinir ákafari hyltingarmsnn í Rússlandi viður kendu að M rbach hafi verið drep- inn. Forkolfar hægfara byltinga- manna hafa verið hneptir í varðhald. Gagnbyltingarmenn heyja orustur á götunum í Moskva, á mörgum stöð- um í senn. Maximalistar fullyrða að þeir hafi enn yfirhöndina. Þjóðverjar halda þvi fram, að Mir- bach hafi verið drepinn fyrir undir- róður bandamanra. Frá Wíen er símað að Austurrík- ismenn hafi yfirgefið hólmana i Piave- mynni. Khöfn 8. júlí Flugvélaárás hefir verið gerð á Miklagarð. Það er talið að motð Mirbachs sé upphaf að allsherjar upprei t gegn Maximalistum. Paris býst við nýrri sókn af Þjóð- verja hálfu. Frá Berlin er símað að Astralíu- menn hafi aukið sókn hjá Somme og Lys. Khöfn 9. júlí Uppreistarástand i Moskva. Gagn- byltingarmnnn vilja semja við Maxi- malista, en krefjast þess að þeir gangi sér þá algerlega á vald. Meðllmir stjórnarinnar hafa verið hneptir í varðhald í sendiherrabú- stað.Þjððverja i Moskva. Ahlaup ítala hjá Asiago magnast. Deila er risin milli Tyrkja og Búlgara út af Dobrudja. Merkileg friðargrein er birt í þýzka blaðinu »Vossische Zeitungc og er þess þar krafist að friðarsamningun- um i Brest Litowsk verði kollvarpað, að Belgía verði endurreist og að þýski herinn verði fluttur burt úr Frakklandi en Þjóðverjar fái aftur nýlendur sinar. Það er álitið að greinin sé birt i samráði við stjórn- ina (utanríkisráðh. Kiihlmann). Khöfn 9. júlí Frakkar h3Ía gert árásir á Hony- pont og Salzburg. Samningar um bandalag Þýzka- lands og Austurrikis byrjuðu í gær. MiIjukofF er kominn til Kiew til að semja við einveldissinna. Það er opinberlega tilkynt að Kuhlmann utanrikisráðherra Þjóð- verja hafi sagt af sér embætti. Bú- ist er við að Hintze sendiherra i Kristianiu komi í hans stað. K.höfn 10. júti. Maximalistar halda því fram, að gagnbyltingin i Rússlandi hafi verið kæfð niður og fullu skipulagi komið á aftur. Bandamönnum ber á milli um það, á hvern hátt þeir eigi að skerast í ieikinn í Siberíu. Því er lýst yfir i Þýzkalandi, að embættisafsögn Kúhlmanns utanríkis- ráðherra sé ekki fprirboði neinnar stefnubreytingar, með því að ríkis- kanzlarinn sé hinn sami. Af blöð unurn er það »Tageblatt« eitt, sem heldor því fram, að fráför Kúhl- manns sé sigur fyrir »Algermana«- stefnuna. K.höfn 10. júlí. Það er búist við því, að fráför Kúhlmanns muni standa i sambandi við s ðustu ræður hans og Scheide- manns. Ítalír hafa handtekið 1300 menn í Alba iíu. Khöfn 11. júli. Frjalslyndi flokkurinn í Þýzka- landi hefir snúist gegn ríkiskanzlar anum og varakanzlaranum. Vor- waerts krefst þess að Hertling leggi niður völd. FrUarsamningar eru byrjaðir milli Rússa og Finna í Reval. Frantz, fyrverandi sendiherra i Kaupmannahöfn er orðin sendiherra Austurrikismanna i Moskva. Enska blaðið Morningpost hefir afturkallað fyrri ásakanir sínar í garð Dana. Khöfn, 11. júlí. í grein, sem sænska blaðið »Dagens Nyheter* flytur um ályktun fulltrúa- ráðs alþýðuflokksins, segir að það sé nú ljóst hve óheppilegt það hafi ver- ið, að danskir ihaldsmenn skyldu eigi hafa falltrúa i samninganefnd- inni. Danska þjóðin mundi hafa verið öruggari ef íhaldsmenn nefðu ályktað réttilega um það hver áhrif þeir hefðu getað haft á samingana í Reykjavik. Frakkar hafa gert útrás hjá Oise. Lík Mirbachs hefir verið flutt til Berlín. Fyrsta verk finska landsþingsins hefir orðið það, að samþykkja lög um það að Finnland skuli vera kon- ungsríki. í samræmi við ofanritað viljum jR dlnÓQTSQll. við geta þess, að við munum á allan hátt kosta kapps um að gera vif skiftamönnum okkar til hæfis, svo að verzlunin verði hér eftir, eigi síður en hingað til makleg þeirrar miklu velvildar er hún hefir notið. dlnéersQn <8 JSauífí. Veiðimenn! Sænska púðrið ágæta er komið aftur. Hins og flestum er kunnugt reynist þetta púðar betra en flestar aðrar tegundir sem hingað hafa fluzt. bareð birgðirnar eru ekki miklar en óvíst að meira púður fáist inn- flutt á þessn ári, er áríðandi að þér sendið mér pöntun yðar sem fyrst. Ennfremur hefi eg fengið: Skothylki nr. 12 16 20 24 og 28. Eley hvellhettur, hleösluáhöld nr. 12 & 16 fægistengur, bursta og byssuvaseliu, skóthylfejabelti, veiðimanna- töskur 0. fl. o. fl. Högl, haglabyssur og kúlubyssur (kal. 22) og fleiri vörur fæ eg frá Ameríku í næsta mánuði. Virðingarfylst, Hans Peíersen. Símnefni: »Aldan«. Hafnarstræti 4 Reykjavík. Sími: 213. Ný bók! HRÆÐUR I. eftir Sig. Heiðdal. ----fæst hjá bóksölum. - Aðalútsala í bókaverzlun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. i

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.