Ísafold - 12.10.1918, Page 3

Ísafold - 12.10.1918, Page 3
IS AFÖLD 3 og mynti þá ósjálfrátt á höfaðstað ar konuna, sem kemur fram lát- laust og óþvingað gagnvart hverj- atn, sem er, en er ekki sama um það með hverjum hdn er. Hún var glaðleg og vingjarnleg í viðmóti, og hafði viðtalsgáfu með afbrigðum. Hún gat laðað að sér hverja mann- eskju sem hún talaði við. Hún gat einnig hrundið frá sér, ef henni þótti þess þurfa við. Hún hafði sterka sjálfstæðisþrá, og sjálfstæðis vild, en var m]ög mótfallin því, að konur hefðu sig frammi við kosn- ingar, eða atkvæðagreiðslu, því það væri ekki kvenlegt. Konur á»tu að stefna að efnalegu og vérklegu, en ekki pólitísku sjálfstæði að heuni fanst. Fiú Kristjana sál. Snæland var gáfukona og vel gefin. Hún hafði sterka fegurðarþrá og ágætt fegurð- arvit. Hún hafði safnað ýmsum listarrunum í stofuna sina; elzta barnið kallaði það »gullin hennar mömmuc. Það sem barnið sagði sýndi að viss helgi hvíldi yfir þess- um hlutum í eigu móður hans. Þeir sem vit hafa á sönglist hafa sagt mér að hún hafi haft gott vit á söng, enda bafði hún ekki langt að sækja það, föðurætt hennar er auð- ug af söngmönnum og söngkonum. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar tók hún fram yfir öll önnur Ijóð og hafði miklar mætur á kveðskap Þor- steins Erlingssonar. Þegar kvæðum Kristjáns Jónssonar var haldið að henni svaraði hún: »Eg þarf ekki að láta kenna mér að gráta*. Henni féll bezt heilbrigð list. Hún hafði bezta næmi. Ef hún heyrði ræðu, sem henni féll vel í geð þá kunni hún hana, ef hún las kvæði, sem henni likaði vel, þá kunni hún þuð. Svo mátti sýnast, sem hún legði flestar fallegar setningar sem hún heyrði eða las á minDÍð. Nýársnótt- ina kunni hún utan að, að því er roér fansl, og hafði oft gaman af því að vitna i setningar í henni til þess að sýna hve rithöfuudar eiga erfitt með að vera sjálfum sér sam- kvæmir. — Að svo listelsk kona, og hún, unni leiklist og leikritum þarf naumast að segja. Af islenzkum leik- ritum þótti henni bezt: Fjalla-Eyvind- ur, Nýdrsnóttin og Sverð og baqall. Galdra-Lojtur féll henni ekki í geð vegna þess hvernig tveir þættir af þremur enda í þvi leikriti. 1 fyrra sumar bjó eg enn á ný i sumarfriinu bjá þeim bjónum, og var að koma saman leikriti. Um- gjörðin var tilbúin, en myndirnar innan í umgjörðinni voru sumar að skýrast, en sumar voru langt úti í þokunni. Húsmóðir mín ’-ar for- vitin, og eg skýrði henni greinilega frá umgjörðinni. Mér þótti sem hún sæi það alt, meðan eg var að lýsa því, og likaði vel, og þegar eg var búinn, sagði hún: »Já, það þaif eitthvað fyrir augað*. Svo sagði eg henni ýmislegt úr leikrit- inu sjálfu, og hún gaf mér tvær eða þrjár ágætar bendingar. En ein af persónunum, sem eg þurfti, var stöðugt stödd úti í þokunni, svo eg sá hana ekki. Litlu siðar kom eg heim, hún varð þess vör og kemur inn í dyrnar og spyr: »Þaif ekki að vera djákni í leikritinu ?« Það var einmitt persónan, sem mig vantaði. Þegar eg svo hafði ein- hver orð um það, að það væri per- sónan, sem mig hefði vantað, þá svaraði hún: »Ef eg hefði fengið mentun, þá hefði eg skrifað leikrit*. |» Eg efast ekki um að hún hafði listagáfu til að skrifa leikrit, ef skil- yrðið, sem hún setti sjálf, hefði ver- ið fyrir hendi. En sjálfstæðisþrá hennar heíði líklega komið i bága við þessháttar ritstörf. Hún var ágæt kaupsýslukona. Hún hafði á unga aldri staðið fyrir verzlunarútibúi frá Reykjavík, og gert það vel og feng ið beztu laun. Hún var sjálf, litlu áður en hún fjell*frá, búin að koma sér upp verzlun, sem gekk ágætlega vel, Ef hún hefði átt að velja um að vera ósjálfstæður höfundur að efnum til, og vera sjálfstæð kaup sýslukona með góðum efnum, þá hefði hún að líkindum ekki verið lengi að hugsa sig um, hvoit af tvennu hún ætti að velja. Frú Kristjana sál. Snæland andað ist 29 ára gömul, Allir geta skilið hve sorglegt það er fyrir mann henn- ar og börn. Hún er fallin frá, áð- ur en æfi hennar sýndist vera hálfn- uð, og það er mikið manntjón fyrír vort fámenna félagslif, sem ekki má við því, að missa góðar og mikil* hæfar manneskjur á unga aldri. /. E. ------------------—.— Sýslumaður Árnesinga. Á fundi á Eyrarbakka 5. þ. m. var í einu hljóði samþykt svofeld ályktun: •Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir þvi, að landsstjórnin sjái um, að Guðm. Eggerz sýslumaður sé leystur frá sýslumannsembættinu, þar sem svo viiðist vera: 1. að stjórnin þurfi á kröftum hann að halda til annara staifa 2. og hann hafi störfum að gegna fyrir sjálfan sig, er ekki sam- rýmast embættinu. Hr. Guðm. Eggerz var veitt Árnes- sýsla frá 1. júlí 1917. Fékk hann annan mann til að þjóna embættinu fyrir sig til 1. ágúst sama ár. En varla verður þó sagt, að hann kæmi að sýslunni i ágúst 1917. Var hann fjarverandi þann mánuð og reyndar lengur. Afgreiðsla var nálega engin, því að bækur og skjöl sýslunnar voru geymdar i kössum og koffort- um á öðrum stað. Þegar hr. E. G. kom loksins til sýslunnar, var það fyrsta verk hans að leggja niður hið ágæta dagbókarhald, er stjórnarráðið hefir og fyrirrennari hans kom á í sýslunni. í stað þess tók hann upp hið gamla og óhentnga dag- bókaihald. Siðan þröngdi Sig. Eggerz hr. G. E. bróður sínum i Fossanefndina. Var það undir því yfirskyni gert, að sýslunefnd Árnesinga óskaði að hafa fulltrúa í nefndinni. En aldrei hafði sýslunefnin óskað þess, að hr. E. G. yrði í nefndina settur. Sýslunefndin óskaði eðlilega, að í nefndina yrði settur maður, er hún gæti borið fult traust til, en eigi hr. G. Eggerz. Sýslunefndin hefir alls eigi beiðst þess, að inn í nefndina væri þröngv- að þekkingarlitlum og óstarfbæfum eða lítt starfhæfum manni, manninni sem lítið hefir gert í nefndi að gagni, enda varið tíma sínum síðan hann kom í nefndina til kaupsýslu með hr. Birni Gislasyni o. fl. Þegar hr. G. E. var látinn í Fossa- nefndina, var hr. Bogi Brynjólfsson látinn í embættið. Vita allir, hvernig það fór. 1. okt. fór Bogi pg var hreppstjórinn þá settur til bráðabirgða, maður sem er mesti heiðursmaður og góður i stöðu sinni, en eðlilega alls óvanur sýslumannsstörfum. Að vlsu ætlaði Guðm. Eeggerz að fá Pál Jónsson settan i sinn stað, en ekkert varð þó úr þvi. Sýslunefnd Arnessýslu hélt fund 30. f. m. og skoraði á stjórnina að lagfæra þetta. Menn telja alment hneyksli, hvernig með embættið er farið. Dómsmál verða að liggja þar í salti, nema sendur sé maður úr Reykjavík til þeirra hluta, eins og nýlega var gert. . Almenningur í Árnessýslu æskir þess helzt, að losna við núverandi sýslumann sinn, hr. G. E., þegar af því að menn hafa enga ttú á því, að hann muni tolla þar til lengdar, eftir þeirri reynslu, sem menn hafa fengið af honum, og svo þykir mönnum, sem kaupsýslustörf yfir- valdsins muni iila samrýmanleg valdsmenskunni. En hvað gerir stjórnin. Kippir hún þessu ólagi í lag eða lætur hún það dankast. Arnesinqttr. Siglirigar. Skip komin frá útlöndum til Reykjavikur: 13. sept. Gunnvðr ísl. kutter, 55 tonn. Kom frá No’-egi. Farmur: trjá- viður til Timbur & Kolaverzlunin Reykjavik, 33 standardar. 20. sept. Botnia e.s. (811 lonn), kom frá Kaupmannahöfn. Farmur: um 211 tonn af sykri, um 100 af matvöru, um 52 tonn sement, og ýmsar vörur til kaupmanna (kartöfl- ur, járavara, pappir, skilvindur, leir- vara, bækur og lyfjavörur). 22. sept. Gullýoss isl. e.s. (886 tonn). Kom frá New York. Farmur: matvara til landsstjórnarinnar og ýms ar vörur til kaupmanna (t. d. vefn- aðarvörur, skófatnað, iúsínur,kartöflu- mjöl, feitmeti, niðursoðin mjólk,timb- ur, hljóðfæri, súkkulaði). S. d. Frances Hyde e.s. 383 tonn. Kom frá Englandi. Aðalfarmur: salt 25. sept. Esbjerq e.s. (255 tonn). Kom frá Kaupmannahöfn með vör- ur til ýmsra kaupmanna (kaffibætir, kartöflur, járnvörur, súkkulaði, ostur, þakpappi, mótorar, spritt). Skip farin fri Reykjavik til útlanda 2. sept. Hebe (113 tonn) sk. frá Marstal. Fór til Spánar. Farmur enginn. 13. sept. Borq e.s. ísl. (385 tonn). Fór til Englands. Farmur: þur fiskur. S. d. Rosenhjelm sk. frá Marstal. Fór til Spánar. Farmur: verkaður saltfiskur. 16. sept. Geysir e.s. frá Kaup- mannahöfn (566 ton). Fór til Eng- lands. Farmur: ull og lýsi. 18. sept. J6n Forseti Isl. botnv. Fór til Englands. Farmur ísfiskur. 22. sept. Fugkyju kutter frá Fær- eyjum. Fór til Færeyja. Farmur enginn. (Verzl.tíð.) Laust embættí. Skólastjórastaðan á Eiðum, sem mikið hefir verið um talað, er nú loks auglýst laus. Launin eru 2600 kr., auk húsnæðis, ljóss og hita. U msóknarfrestur til ársloka og staðan veitt frá 1. júní 1919. Emb æ tt aveitingar. Arnesingar hafa mist hið setta yfirvald sitt SBoqa Brynjólfsson cand. juris., en Húnvetningar hrept hnossið, því hann er skipaður sýslumaður þeirra frá 1. okt. Jón Ófeiqsson er skipaður 5 kenn- ari við Mentaskólann, i stað Böðvars Kristjánssonar, Fréttir úr Eyrarbakkalæknishéraði Soðlar, í siðasta tbl. Læknabl. ritar Gunn- augur Claessen læknir á þessa leið: Á ferð austan fjalls í sumar komst eg að raun um ýmislegt viðvikjandi framferði héraðsbúa gagnvart Gisla Péturssyni héraðslækni, sem eg hugsa að vekja kunni eftirtekt og umhugs- un allra góðra collega. Flestam mun kunnugt, að áður en G. Pj. fluttist til Eyraibakka urðu ýmsir héraðs- búar til þess að vinna honum það tjón, sem þeir máttu. Allskonar heimskulegur uppspuni var boiinn út. Það var svo sem auðvitað, að G. Pj. var einskis nýtnr sem læknir; en hann hafði ýmsa aðra ókosti, m. a. þann, að hann væri svo þungur og feitur, að enginn hestur gæti borið hannll Því miður reyndist hér, sem ætíð, að populus trúir öllu þvi illa, sem hermt er um náung- ann, en er tortrygginn á hið góða, sem honum er borið. Ymsir »málsmetandi« menn á Eyrarbakka bundust beinlinis félags skap gegn hinum nýja lækni, og haldast þau samtök enn. Astandið er nú þannig, að sérstök nefnd starfar að því að vinna á móti hér- aðslækninum og útvega nýjan lækni til Eyrarbakka, væntanlega launaðan af béraðsbúum. Að htigur fylgi máli, mega menn marka af því, að »vel- ferðarnefndin* á Eyrarbakka hefir safnað fé til að halda lausri íbúð handa peim vœntanlega nýja lakni. Rúmgóð íbúð hefir nú um nokkurn tima verið auð á Eyrarbakka og fæst ekki leigð, hvað sem í boði er. — Þann lækni, sem kynni að hafa nógu lélegan móral, til þess að setj- ast þar að, þarf ekki að vanhaga um þak yfir höfuðið, eins og stundum vill koma fyrir lækna út um land. Ástandið er þvi þetta: Héraðs- læknir, sem alt gott á skilið, verður fyrir »organiseraðri« ofsókn af hér- aðsbúum, en læknastéttin situr tóm lát hjá, og lætur sig málið engu skifta. Eg hefi verið að búast við, að stjórn Læknafélags íslands, sem stofnað var til þass að »efla sóma og hag« islenzku læknastéttarinnar, tæki rögg á sig og gengist í málið. Það sem stjórnin þarf að gera, er tvent; hún þarf að auglýsa í Lækna- blaðinu til allra collega að taka ekki aðsetur á Eyrarbakka, nema stjórn Læknafélagsins gefi samþykki sitt til þess; og til þess að slikt megi verða, þarf margt að breytast þar í héraði, frá þvi sem nú er. í öðru lagi þarf stjóm félagsins að snúa sér beint til nefndar þeirrar, sem starfandi er móti héraðslækninum á Eyrarbakka, og koma henni i skilning um, að einungis með samþykki stjórnar Læknafélagsins muni læknir setjast þar að. Eg hugsa að ekki sé svo' harður skrápur á neinum collega, að hann settist að í óþökk stéttar sinnar. Hins vegar má vel vera, að nýbakaður kandídat, öllum codex ethicus og collegial hugsunarhætti ókunnur, kynni að láta tælast af góðum tilboðum þeirra Eyrbekkinga. Þess vegna þarf að vara þá við. Eg hefi komist að raun um, að stjórninni í Læknafélagi íslands hefir til þessa verið ókunnugt um, hvern- ig málið horfir við fyrir austan fjall. í þessu efni hefði væntanlega f]órð- ungsfulltrúinn í Sunnlendingafjórð- ungi getað gefið stjórninni nauðsyn- legar bendingar, ef fulltrúi hefði verið fyrir þann fjórðung sem hina, g. ci. Hnakkar (venjul. trévirkjahnakkar),, Járnvirkjahnakkar (rósóttir), Spaða- hnakkar með ensku lagi, K iftöskur, Hnakktöskur, Handtöskur, Se^laveski. Peningabuddur, Innheimtumanna- veski, Axlabönd. Allskonar Ólar til- heyrandi söðlasmíði, Byssuólar, Byssu- hulstur, Baktöskur, Beizlisstengur, ístöð, Járnmél, Keyri, Tjöld, Fisk- ábreiður, Vagna-yfirbreiðslur o. m. fl. Aktýgi ýmsar gerðir og allir sérstakir □tir til þeirra. Gömul reiðtýgi keypt og seld. Fyrir söðlasmiði: Hnakk-og söðul- virki, Plyds, Dýnustrigi, Hringjur o,fl. Söðlasmíðabúðin Laugavegi I8B. Sími 646. E Kristjánsson. ReykjaYÍknrannftll. Sira Haraldur Níelsson prófessor flytur pródikun i Fríkirkjunnl morgun kl. 5. Um síðustu helgi fór síra H. N, austur á Eyrarbakka og Stokkseyri og flutti þar nokkur erindi og prédikun — eftir beiðni. Hjónaefni, Agúst Kvaran bók- haldari og ungfrú Soffía Guðlaugs- dóttir, sýslumauns heitins Guðmunds- sonar. Mesaað á morgun í Fríkirkjuuni Rvík. kl. 2. e. h. sira Ólafur Ólafsson. Fisksalan til Englands. Nýiega seldi Snorri goði (skipstj. Páll Matthías- son) afla sinn í Englandi fyrir 8065 sterlingspund og mun það hæst verð, er enn hefir fengist fyrir fiskfarm. Skipafregn: Borg er ætlað, að hafi farið frá Englandi um miðja vikuna. Wiliemoes er væntanlegur hingaS um miðja næstu viku. Landsími Islands 1917. Landsiminn var opnaður til afnota fyrir almenning 25. ág. 1906 og hefir því starfað i 12 ár. Hefir nýlega verið birt skýrsla um starfsemi land- símans siðastliðið ár (1917) og er þar meðal annars yfirlit yfir tima- bilið frá byrjun til ársloka 1917. Vonir manna um vöxt og viðgang landsímans hafa fyllilega ræzt. Öll árin hafa störf hans aukist, en þó langmest á siðustu fjórum árum — ófriðarárunum. Skulu hér tilgreindar nokkrar tölur er sýna þróun land- símans. Lengd símanna í drslok: Stauraröð Þráður 1906 616 km. 1241 km. 1912 1582 — 4672 — 1917 2212 — 6409 — Gjaldskyld símskeyti: Innlend. Tals. Útlend. Tals, 1907!) 3451 14065 1912 I95 31137 I917 88574 50704 Símasamtöl, talin i viðtalsbilum: 1907 22790 1912 120095 i9!7 270351 Tekjur Gjöld Tekjuafgangur kr. kr. kr. 1907 43970 42177 3793 1912 145651 73394 72257 1917 496363 208890 287473 ------------ (Verzl.tið.) x) Fyrsta heila starfsárið. á

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.