Ísafold - 30.11.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.11.1918, Blaðsíða 1
(íamur út 1—2 í viku. VerftaTg. B kr., erlendis 7x/a kr. eða 2 dollar;borg- tat fyrir mlðjau júlí erlandla fyrirfram. Lausasala 10 a. eint SAFOLD ísafoldarprentsmiðja. Ritstjórl: Úlafur Björnsson. Talsími nr. 4sS. Uppsögn (skrlfl. bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandi skuld- laus við blaðlð. XLV. árg. Reykjavik, langardaginn 30. nóvember 1918. 57. tölublað. Mikilvæg tlnaaét. ----- Hið fullvalda íslenzka ríki. Haraldur Nielsson fimtugur. Dagurinn á morgun, h. 1. desem- ber 1918, mun geymast í annálum Islands, sem einhver mesti merkis- dagur í sögu landsins. Því við hann verða með konungsundirskrift tengd sambandslög þau, er í sér fela viður- kenning á fullkomnu sjálfstæði ís- lands. < Á morgun verður Island loks, eftir langa baráttu og stranga, viðurkent að lögum fullvalda ríki. Það er visast svo, að þjóðin sé enn ekki biiin algerlega að átta sig á því stórfelda framkvæmdastigi til sjálfstæðis, sem nú er verið að stíga. í einstaklingslífinu verður oft sú reyndin, ef lengi er búið að keppa að einhverju marki, að þegar þrautin er unnÍD, verður fögnuðurinn yfir sigrinum kyrlátari en maður bjóst við. Eitthvað likt hyggjum vér að þjóð vorri muni nú farið, er hún stendur á þessum úrslitamiklu tímamótum. Baráttan að settu marki hefir ver- ið strið og ströng, erfiðleikarnir svo margir og miklir, að naumast virtist jfir þá kleift. Fögnuðurinn ætti því sjálfsagt að vera óumræðilega mikill; að markið skuli nú unnið. Og hann er það lika inst i hug- skoti þjóðarinnar, þótt eigi beri mik- ið á honum i hávaðasömum fagn- aðarlátum. Til þeirra er nú eigi tilvalinn tími i sjálfu sér, er höfuðstaður landsins <og nokkur önnur héruð liggja í flakandi sárumr undir fargi dauða og drepsóttar. En þótt eigi væri svo ástatt mundi þjóðin þó ekki láta mikið. Svo er hennar skap. Og þar til kemur, eins og áður segir, að nokkurn tíma þarf hún til að átta sig til fullnustu á þvi, að hún er orðin sjálfstætt og fnllvalda ríki. Sú breyting lifir sig smátt og smátt betur inn i vitund þjóðarinnar. Og með þeim vexti i þroska, með þeirri efling i and- legum og fjárhagslegum efnum, með þeirri auknu ábyrgðartilfinning, sem vér trúum og treystum að leiði af sjálfstæðisspori því, sem á morgun ▼erður markað — fylgir sívaxandi fögnuður yfir því að standa á eigin fótum. En á þessum tímamótum má þjóðinni ekki heldur gleymast, að vandi fylgir vegsemd hverri. Hún verður nú að stiga á stokk og strengja þess heit, að sýna það öll- nm heimi, að ráðlag hennar, er hún krafðist fulls sjálfstæðis, hafi verið annað og meira en fordild og barna- skapur. Hún verður að sýna það með háttalagi sinu, að kröfur þær, sem á morgnn verður fullnægt, hafi verið eðlilegar og nauðsynlegar til þess að fá það hreyfinga svigrúm sem óhjákvæmilegt er fyrir hverja þjóð, sem vitandi vits hugsar til þess að sækja með dugnaði fram á braut menningar og framtakssemi. Hingað til hefir reynslan verið sú, að hverju spori voru áfram í sjálf- stæðisáttina hafa fylgt ótrúlega mikið auknar framfarir á flestum sviðum. Nú, þegar úrslitasporið verður stígið, má það eigi henda, að i ann- að horf sæki. Þjóð vor verður á þessum tímamótum að sækja í sig veðrið betur en nokkuru sinni áður um að tjalda til því, sem hún bezt á til, til að sækja fram, svo að sjilf- stæðisnafnið og fullveldisviðurkeun- ingin verði ekki aðeins skrautlegt fat, en innanundir skininn og ónýt- ur skrokkur á valdi sér veiri sálar. Út um heim logar nú alt í bylt- ingum og róti. Veröldin er þvi sem næst að hafa endaskifti á sjálfri sér. Gömul riki líða undir lok, ný rísa upp með nýjum stjórnarfars- háttum. í þeim efnum virðist alt á hverfanda hveli. Það ástand ætti að kenna oss að stig^ vor fyrstu spor sem sjálfstætt ríki með varúð og gætni. Viðtæk eða kannske öfgakend byltingaspor í stjórnmálaefnum, meðan vér erum að komast i fastar skorður hinna nýju stjórnarfarshaga væru alls óráð- leg og gætu gert mikið tjón. Því los og æsingar mundu óhjákvæmi- lega verða í þvíföruneyi, og greini- leg óþurft af standa, því nú ríður á að safna kröftum, en sundra ekki að þarflausu. Tilburðir hafa verið sýndir síðustu ár í þá átt, að reyna að staðfesta djúp milli kaupstaða og bæja, að efla sléttaríg og að setja með ofstæki og undirróðri á öfgaodd gagngerðar stefnubreytingar, einkum i atvinnu- og verzlunarmálum. Það væri lítið þjóðhollustustarf að halda áfram þeirri iðju nú, hvað þá heldur að hleypa nýrri og meiri kergju i þær deilur. Slíkar raddir verður að þagga niður, ef þeir, sem að þeim kolum hafa blásið, sjá ekki svo sóma sinn og gagn þjóðarinnar, að sitja á strák sínum um sinn. Að reisa styrkar stoðir undir hið unga, islenzka riki í fjárhagslegum efnutn út á við, að efla það inn á við með því að hlynna, hver sem betur getur, að heilbrigðum fyrir- tækjum í búnaði, sjávarútvegi, verzlun- og iðnaði o. s. frv. — það er er sú stefnuskrá, sem allir góðir menn og nýtir borgarar hins islenzka ríkis verða að fylkja sér um. Þá mun oss vel farnast. Sjálfstæðismálin hafa fram að þessu gert flokkaskil. En nú hljóta öll þau flokkabönd að gliðna. Annað væri hreint þroskaleysis-merki. En þá er fyrir mestu, að ný flokkaskifting verði á eðlilegum og heilbrigðum grundvelli, en ekki með þeim hætti, sem stefnt hefir verið að siðustu árin af örfáum forkólfa-leikurum, sem verið hafa að reyna að ná tangarhaldi á verkmönnum og sömu- leiðis reynt að hrinda samvinnu- félagshreyfingunni út í fáránlegar öfgar. Frá því á morgun blaktir Islands- fáni á öllum skipum vorum, hvar sem þau fara um höfin, sem sýni- legt tákn hins islenzka, fuldvalda ríkis. Hið sjálfstœða ísland getur ekki eignast betri vöggugjöf en þá, að hvert og eitt landsins barna hafi það ætíð hugfast, að halda vcrð um það helga tákn, og haga sér svo, að litið verði jafnan á fána vorn, hvar sem hann sést, með virðingu. Fagnaó fullveldi og fána. Á morgun stendur til, að fram fari fagnaðarathöfn upp við stjórnar- ráðshúsið — i minningu fána og fullveldis. Athöfnin fer • fram um hádegið. Stuttar ræður flytja Sig. Eggerz ráð- herra og forseti sam. þings, Jóh. Jóhannesson. Út um land alt verður fullveldis- ins minst í kirkjunum og hefir Isafold fengið um það þessa vitneskju hjá herra biskupinum: Með þeim sjálfsögðum fyrirvara að ekki verðl neitt til að hefta fram- gang sambandslaganna úr þessu, svo að þau geti gengið í gildi næstkomandi 1. des., eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, hefir biskupinn með bréfi dags. 2. þ. m. lagt fyrir presta lands ins, að þeir minnist þeirra mikilvægu tímamóta sem hin nýju sambandslög marka í sögu þjóðar vorrar, á þann hátt sem þeim þykir bezt við eiga í pródikunum sínum, næstkomandi 1. sunnud. í aðventu, sem að þessu sinni einmitt ber upp á 1. desember. Fáni við hún á hverri stöng — pann vott fagnaðar ætti ekki að skorta á morgun hér á landi, þótt ella hamli árstið og drepsóttar-áfallið, að sýna svo, sem verðugt væri, að þjóðin kann að meta fengið frelsi. í dag er síra Haraldur Níelsson prófessor fimtugnr. Um það verður naumast deilt, að hanu sé einn af merkilegustu mönnum þessa lands, að fornu og nýju. Með þýðing sinni á gamla testa- raentinu hefir hann unnið meira lærdómsverk en flestir aðrir ís- lendingar. Yið, sem höfum ekki íengist við þær bækur á frummál- inu, sem nefndar eru gamla testa- menti, vitum minst um það, hve mikill vandi er að leggja þær nt með vísindalegri nákvæmni; en það vitum við samt, sumir, að ekki er að því hlaupið. Anðvitað lögðu þar fleiri lærðir vitmenn hönd á plóginn en hann. En aðalverkið féll í hans skant, enda á einskis manns færi annars en hans að inna það af hendi. Hans verk þar kefir í öðrum löndum verið falið mörg- um lærdómsmönnum, og’ f járfram- lögin hafa verið gífurleg, að því er oss íslendingum mundi finnast. Honum var svo lítið borgað, að það vakti hneyksli í öðrnm löndum, þegar það komst upp. En þessi þýðing hefir orðið íslandi til stór- sæmdar í öðrum löndum í augum þeirra manna, sem bezt skyn bera á þau efni, hæði fyrir nákvæmn- iua, sem þar kemur fram, og þann göfuga búning, sem gamla testa- mentið hefir fengið á vorri tungu. Mikla undrun hefir það vakið lijá sumum mönnum, að sá háskóli, sem átti því láni að fagna að eiga hann að lærisveini, skuli ekki hafa séð svo sóma sinn að gera hann að doktor í guðfræði, eftir að hann hafði nnnið það lærdóms-þrekvirki, sem þýðing gamla testam. er' Þó furðar menn enn meira á hinu, að íslenzkir guðfræðingar sknli ekki, svo kunnugt sé, hafa gert neina gangskör að því að fá því sjálfsagða réttlætisverki fram- gengt. Síra Haraldur Níelsson er kenn- arl með afbrigðum. Sennilega hef- ir enginn sá kennari verið hér á landi, sem nemendur hafi haft m.eiri mætur á. Það á jafnt við lærisveina hans í háskólanum eins og aðra. Til þess að sjá sér ein- hvern’ veginn farhorða, varð hann. um margra ára skeið að sæta hér um bil allri þeirri tímakenslu, sem hann gat fengið. Og hvarvetna gerðist sama sagan: hann varð nemendunum ógleymanlegur.Hana hefir svo lijartanlega unun af því að fræða aðra, hvort sem er um guðfræðileg efni, íslenzka tmigu eða eitthvað annað, og hann hefir svo mikið lag á því að veita ljós- inu og hitanum úr sál sinni inn í tilsögnina, að kenslustundirnar verða hjá honum að yndislegri skemtun — eftir því sem öllum nemendum hans virðist bera sam- an um. Um lærisveina hans í guð- fræðideildinni kemnr vafalaust annað til greina jafnframt: Þeir finna, að hans óbifanlega sannfær- ingarvissa rnn annan heim og fram- hald mannlífsins eftir andlátið er fjársjóðir, sem ekki verða metnir. Og þeim er það ljóst, að geti þeir ekki eignast þá fjársjóði hjá hon- um, þá er ekki til annara Kennara að leita. Þá er prédikarinn Haraldur Ní- elsson. Eg hygg, að engum sé gert rangt til með því, að fullyrt sé, að íiann sé mestur prédikari þessa lands. Um það munu í raun og veru flestir vera sammála, andstæðing- ar hans og fylgismenn. Mér er kunnugt um það, að sumir menn þora alls ekki að koma í -kirkju til hans, af því að þeir ganga að því vísu, að hlusti þeir á hann, ruuni þeir ekki fá haldið þeim skoðunum, sem þeir vilja fyrir hvern mun halda í. Þegar hamj kom hingað heim frá háskólannm, sem ungur, „rétttrúaður' ‘ guð- fræðingur, fundu menn til þess, að meiri ánægja var að hlusta á hann í stólnnm en aðra menn. Síðan hef- ir hann mikið breyzt. Margar kenn- itrgar, sem lionum virtust þá óbrot- gjarnir, óbifanlegir veggir, hafá hrunið og orðið að einskisverðum rústum í hug hans. Þau umbrot hafa ekki verið þjáningalaus. Sannleiksleitin er sumum mönnum alt annað en gamanleikur. Oft mun

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.