Ísafold - 08.03.1919, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.03.1919, Blaðsíða 2
2 I S A F o L n — ef til vill er hér að birtast nýtt fyrirbrigði í menningarsögunni, — og ef til vill verður rú raunin á, að þessi tegund menningar sé furðu ■máttug, svo máttug t. d., að hún reynist hinni gömlu íslensku menn- ingu ofjarl. — Eða þá málið! Hvaða mál er talað hér í Reykjavíkr Ekki er það islenska og ekki er það neitt útlent tungumál, — það er reyk- vlkska! Ef til vill verðnr þetta yndislegt mál með tímanum, og sterkt virðist það vera og lifrænt, því að nú virðist miklu meiri von að reykvíkskan verði töluð um þvert og endilangt ísland, heldur en að islenska verði töluð í Reykjivík. Eg veit að margir muni telja þetta hinar mestu öfgar, og að Reykjavík sé íslensk borg með islenskri menn- ing og máli. En þeim mönnum vil eg vísa í eina grein bókmentanna, þar sem reykvíkskan er bókfest, en það er sú grein, sem af góðum og gild- um ástæðum er sérstaklega kunn mönnum i þessu félagi, þvi að hér sitja höfundar hennar og aðallesend jui, Eg á við auglýsingadálkana í bíöðunum. Þar erreykvíkskan hrein og ómenguð af allri ísiensku, — þar er reykvíkskan eins og hún er töluð í húsunum, í búðunum, á götunum og — i skólunum. Þar, í auglýsingunum, getur maður séð, að þessi máltegund er orðin mönn- um svo tungutöm, sem hún væri inndrukkin með móðurmjólkinni, — að hún i rann og veru er orðin að móðurmáli Reykvikinga. Ef til vill tjáir ekki að sakast um slíkt, — eg hefi heyrt suma kalla þetta »framþróun málsins* og telja þeir hinir sömu það heimskulega sérvisku, að vera að berjast á móti »straumi tims«. Það eitt mætti þó að likindum kalla óheppilegt, að slikt skuli vera málfarið í höfuðborg ís Unsks konungsrikis. En vera má að innan stundar verði reykvíkskan, fyr- ir hjálp skólanna, orðin mælt mál um iand alt, og þá leiðréttist það ósamræmi. Og þá verrður fylling timans komin til að gefa Islandi nýtt nafn. Við sem lifum á þess- um ættarnafna tímum, vitum öll hvað óþægilegt og jafnvel skaðlegt það getur verið að heita islensku nafni. Og þess • vegna hefir verið skorin npp herör á móti islenskum mannanöfnum. Það sætir furðu, að menn skuii ekki fyrst og fremst haía ráðist á nafnið á landiqu. Þvi að ekkert islenskt orð eða heiti hef- ir reynst okkur jafnskaðlegt. Hrafna- Flóki gerði það ekki af góðvilja að nefna landið ísland, — hann gerði það i ilsku út af vondri veðráttu, og hefir það nafn að öllum líkind- um reynst háskalegra, en öli þau niðirit, sem um landið hafa verið skrifuð. Eg þarf ekki að kenna þessari orðfimu ættarnafnakynslóð ráð um nýnefni. En gæti ekki nafn- ið Blandonia fundið náð í eyrum manna? Eða Visvasia? Eða Patferia? Eg sé fullveldið og fánann skína yfir Patferiu! Þrátt fyrir fána og fullveldi, er eg hræddur um að islenskt þjóðerni sé nú í meiri hættu en nokkru sinni áður. Bylgjur útlendrar menningar og útlendrar ómenningar skella eins og holskeflur yfir landið, og er það bein og óhjákvæmileg afleiðing af hröðum og stórstigum framförum viðskiftalífsins hér á landi á síðari árum. Þær bylgjur hlutu hingað að berast, og er sist að harma það, því þvi að þær ættu að geta flutt með sér óumræðilega mikið gott og gagn legt. En alt er undir þvi komið hvernig þeim er veitt viðnám hér. Ög þar hefir Reykjavik staðið hörmu- !ega illa í stöðusinni. Hér er nú táp og framtakssemi meiri, en nokkru sinni áður, fjörugt viðskiftalíf og blómlegir, sivaxandi aivinnuvegir. En það eina sem hefir staðið í stað, eða jafnvel hrakað frá því sem aður var, er mentalif bæjarins. Og þó mun óhætt mega fullyrða, að aldrei hafi verið fjölbreyttari þekking i bænum heldur en nú, því að nú eru hér sérfræðingar í ýmsum greinum, sem enginn bar skyn á áður. Og hvernig stendur þá á því, að t. d. hefir blaðamenskan tæpast nokkru sinni verið fjörlausari og rýrari heldur en nú, og bókmentirnar að minsta kosti ekki þyngri á metunum eða efms- meiri, þó að þær kuuni að vera meiri að vöxtunum heldur en áður? Rótin að því meini er áþreifanleg og auðsæ. Mentun og þekking hafa áður haft furðu mikið gengi hér á Iandi. Peningalaunin fyrir andleg störf hafa að vísu aldrei verið há, en þjóðin bar virðing fyrir slíkri starfsemi, og baráttan fyrir tilver unni var þá ekki nándarnærri svo hörð sem hún nú er orðin. Síðan bændur komust að pólitísk um völdum hér á landi hefir það verið eitt höfuðatriðið á stefnuskrá þeirra, að kreppa sem fastast að mentamönnum, og hygg eg að tæp ast verði lengra gengið í því efni. Og afleiðingin hefir orðið sú, að fjöldamargir hámentaðir menn í ýmsum greinum hafa horfið eins og mýs undir fjalakött daglegs strits, svo að tæpast eitt tist hefir heyrst til þeirra. Og við það hefir þjóð- félagið skaðast meira, en eg kunni frá að segja. Maðurinn lifir ekki á einusaman brauði og ekki heldur á einum saman anda. Mér virðist það eitt höfuðeinkenni þessara tima og þessa bæjar, að hér er furðu margt um stórefnamenn, sem hafa aflað fjár með dugnaði og viti, en skortir helst mentun til þess að njóta þess og nota sem skyldi, og furðumargt um mentamenn, sem hafa aflað sér mikillar þekkingar, en skortir helst fé til þess að gera hana þjóðfélag- inu svo arðberandi sem vera bæri. Eg hefi að likindum talað helst til mikið á við og dreif. Eg hafði ætlað mérað minnast á ýmis önnur atriði, sem eg tel nokkurs varðandi fyrir bæjarlífið, en sé að mér muni ekki vinnast tími til þess. Eg vil því enda mál mitt með því að kasta fram nokkrum spurningum: Getum við unað því að ekki sé neitt veitingahús i bænum, sem veitinga- hús má heita? Nú sem stendur er það undir hælinn lagt, hvort maður fær hér málsverð keyptan um há- bjartan daginn. Getum við unað því að ekki séu til aðrir skemtistaðir i bænum en leyniknæpur og kvik- myndahús ? Getum við unað þvi, að götur bæjarics séu oft og tiðum í sliku ástandi, að lífsháski sé að fara um þær ? Getum við unað því að ekki sé til eitt einasta opinbert salerni í þessari konungiegu höfuð- borg? Gctum við unað því að eiga heima í bæ, sem að sögn fróðra manna og víðförulla, er einn óhreinlegasti og um leið einn fjárdrægasti bær álfunnar ? Getnm við — nei, eg hætti að spyr- ja, eg gæti annzrs eí til vill haldið því áfram í alt kvöld. Og þess vegna vil eg að síðustu aðeins bera fram þessa spurningu: Hvað lengi getum við þolað það, að Reykjavík sé að orðtaki höfð bæði innanlands og utan fyrir þá ómensku og ómenning, sem ein- kennir alt bæjarlifið? Arni Pálsson. Afengísbann í BandaríkjunurD. Mjög merkilegar fregnir hafa ný- lega borist veítin um hif. Eins og mörgum mun kunnugt, samþykti s m bandsþing B.mdaríkj anna árið 1917 breytmgu á stjórnar- skrá sinní í þá átr, að einu ári eftir að 36 af 48 ik|um Bandníkjanna hefðu samþykt að tilbúmngur, sala og flutningur áfengra vökva til drykkjar skyldi bannaður innm Bandaríkjanna og inn í Bandaríkin og út úr þeim, skyldi það vera lög fyiir öll Bmdaríkin og nýlendur þeirra; með öðrum orðum: þá skyldu leidd í lög þar i landi áfengis- bmnlög, samskonar og nú eru i gildi hér á lándi. Fregnirnar að vestan herma nú, að í byrjun þessa árs höfðu ekki aðeins 36 heldur 38 af Bandaríkjunum samþykt þetta, og bú'st við að fleiri mundu bætast i hópinn. Af þessu leiðir, að um næstu áramót er algert áfengisbann orðið lögfest i einu voldugasta riki heimsins, nieð stjórnskipunarlöqum. Auk þess sem fregn þessi hlýtur að vera gleðiefni bannvinum, þá er hún þess verð að hún sé íhuguð einnig af öðruro. Ein af aðalmótbiium andbann- inga hefir verið sú, að í þvi fælust höft á persónufrelsi, frekari höft en áður hefðu þekst og ósamboðin lýð- frjálsu landi. Vér bannvinir höfum haldið því fram, að ástæða þessi væri bygð á misskilningi á því, hvað væri persónufrelsi. Um þetta efni hefir báðum reynst erfitt að sann- færa hinn. Nú kemur ein af öndvegisþjóðum heimsins og lögleiðir hjá sér með stjórnarskrárbreytingu algjöit áfengis- bann. Það er ekki flanað að þvl. Fyrst samþykkir sambandsþingið bannið með miklum atkvæðamun. Svo eru greidd atkvæði um það í hverju ein- stöku ríki, og sú atkvæðagreiðsla fer fram á löngum tíma, 13 —14 mánuðum, og byrjar ekki fyr en hálfu ári eftir að senatið samþykti lögin. Menn hafa við atkvæða- greiðsluna fyrir framan sig reynslu, bæði i Bandaríkjunum og hjá öðtum þjóðum, sem fyrirskipað hafa bann meðan ófriðurinn stóð; málið er rætt með ölium gögnum með og móti. Og niðurstaðan er svo mikill meiri hluti. Og þetta gerist með þeirri þjóð, þar sem fram á þenna dag hefir verið talin standa vaqga persónufrels- isins. Þar, sem þeir hafa talið sig eiga griðastað, sem ffúið hafa ætt- jarðir sínar vegna kúgutiar og per- sónulegra freisishafta. Sem lýðfrelsið hefir lyft til öndvegis meðal þjóð- anna. Þessi sama þjóð heör verið sú ófriðarþjóðanna, sem allur heimur- inn hefir talið minstan vafa á að Ugt hafi út i ófriðinn vegna hug- sjöna. Sem hefir viljað fórna svo miklu, sem með hefir þurft á altari hugsjónanna. Sem sendir forseta sinn til Evrópu til þess að bprjast fyrir hugsjónum gegn hagsmuna- pólitik. Þann mann, sem nú er talinn mesti stjórnmálamaður heims- ins, og einn af þeim fáu stjórn- málamönnum, sem metið hafa hug- sjónir sínar meir en alt annað. Og Wilson er nú eindreginn fylgismað- ur bannsins. Þetta hlýtur að vera hinn mesti stuðningur skoðun bannvina. Að vísu gelur öllum skjátlast. En skoð anir slíkrar þjóðar, sem auk þess hefir að bski sér meira en heillar aldar uppeldi undir stjórnskipunar- lögum, sem virða persónufrelsið meira en flest stjórnskipunarlög heimsins, — þær skoðanir, sem verða þar ofan á, að svo vel yfir- veguðu ráði sem hér er um að tæða, hljóta ávait að verða mjög þungar á metunum. Andbanningar hafa einnig lagt mikla áherslu á það, að vér værum eina þjóðin sem hefði árætt þessa vafasömu tilraun, sem þeir hafa nefnt bannlögin. Nú bætist önnur þjóðin við, og það engin smáþjóð, eins og vér erum. Hér eftir getur tæplega komið til mála afnám bann- laganna á íffandi, fyr en að minsta kosti er fengin reynsla fyrir þ í hvernig tilraunin blessast i Banda- ríkjunum. Sveinn Björnssou. Islenska þjóðin er á þioskaleið. Víðast sjást þess merki, að hún er að vaxa. Nýjar brautir eru lagðar. Þær gömlu eru brotnar lengra áleiðis og kynslóðinni opnaður veg- ur með fleiri framfara skilyrðum og möguleikum. Ný lönd eru numin á fleiru en einu sviðí. Nýjar iðnaðar- greinar settar á stofn. Nýjum hog- sjónum með vaxandi ljóma orpið yfir íslenskt þjóðlif. En á’einu sviði stendur íslenska þjóðin í stað. Meðan flestar greinar íslenskrar listar blaka vængjum til flugs móti víðari framtið og fyllri þroska, stendur leiklist íslendinga i sömu sporum, og á eifitt með að verjast afturkipp (Reaktion). Það skal strax tekið fiam, að hér er ekki verið að veifa neinu vopni yfir höfði þeirra manna, sem nú til margra ára hafa haldið saman leik- félagi hér í höfuðstaðnum, og fórn- að leiklistinni tima og kröftum. Það væri ómakleg árás. Þeim ber miklu fremur að þakka, að þeir bafa enst ttl að berjast við alla þá óhemju örðugleika, sem fylgja húsleysi, pen- ingaskorti, takmörkuðum leik-kröft- um og þröngsýnu alœenningsiliti. Og sennilega er það þeirra ósér- plægni að þakka, að enn er hér vak- andi áhugi fyrir leiklist og löngun til að fylla það gapandi tóm, sem er i þjóðlífinu, meðan ekkert viðunan legt leikhús er til. Þetta er ekki neinum einstökum að kenna; þar er sökin á einum og öllum. Á alþjóð. Þó eiga höfuð- strðarbúar sinn þunga skerf af þeirri söV. Því þeir geta mest í þessu máli og mnndu ltka njóta leikhúss mest. Auk þess þing og stjórn. Engtnn sleppir þeim uudan þeirri byrði, sem liggur á samvisku þjóðarinnar vegna leikhúss síns. Þvi svo laugt ættu ís- lendingar að vera komnir, að þeir vissc og viðurkendu, að sjálfstæð og þroskuð leiklist er einn af megin þittum þess uppeldis, sem hver þjóð verður að tileinka sér, ef hún vill þekkja sjálfa sig og lifa sinu andlega óháða lífi. Allir þjóðarleiðtogar hafa séð þetta fyr og síðar. Tökum t. d. Norð- menn á miðri 19. öldinni, Kon- ungarnir í andans ríki þeirra, Björn- son og íbsen, ásamt fleirum, settu báðir sitt breiða bak undir þá hug- sjón, að skapa sjálfstæða þjóðar-leik- list, og vörðu miklu af sínum vold- ngu kröftum til þess að bera þá hugsjón fram til sigurs. Þeim tókst það á fáum árum, Og þó áttu þeir við miklu meira ofurefli að etja i þeirri baráttu, en. við nú. Þeir voru þá engu auðugri en nú erum við. Þjóðarheildin lá í biotum. Fáir komu auga á uppeidismeðalið, sem felst í leiklistinni. En þetta var ekki það versta. Þeir þu’ftu að ryðja af stokki dönskum leikendum, sem búnir voru að hremma leik- sviðin, og vinna sér nokkurskonar helgi. Þá voru Noiðmenn danskari i siðum og í hugsunaihætti, en við höfum nokkurn tíma verið:il. Þeir þurftu því bókstaflega að rífa upp lótgróin tré, og gróðursetja önnur ný, vaxin úr innlecdri mold, Engin svipuð barátta bíður okkar I starfinu fyrir leiklistinni. Við þuifum ekki að gera áhlaup á ieik- sviðið til þess að reka þaðan út- lenda leikendur — sem betur fer, Við þurfum ekki að verja tíma í það, að snúa almenningsálitinu að þvi innlenda á þvi sviði. En við þurfum annað. Við þurfum áhuga — vilja. Hingað til hefir verið sagt að peninga skorti. En pening- arnir skapa ekki vilja. Viljinn skap- ar þá. Þess vegna þurfum við ekkert anpað en viljamagn.* Ef við hefðum átt nú um nokkurt skeið jafnoka þeirra norsku skáldanna, þá væri nú risið af grunni leikhús, sem samsvaraði kröfum okkar, og stuðl- aði að því að eyða kinnroða þeimr sem ídendingar eiga að bera fyrir leikhús sitt. Ekki fyrir leikíistinar Hún er meiri en nokkur getur vænst í þeim hýbýlum, sem hún verður að starfa i. En hún nær aldrei neinni hæð eða dýpt, megnar aldrei að sýna okkur nema á hverf«- anda hveli ofan í djúp þjóðlífsics eða bera okkur upp undir himinn ágætustu hugsjóna mannsandans, á meðan hún á að búa við þær höml- ur, sem ómögulegt hús skaprr. Húsið vantar, en ekki það, sem á að starfa í húsinu. Það er, vil eg segja, eina skömmin á andlegu lífi okkar nú. Við erum að vísu hvergi stórir. En við erum alstaðar að vakna — aistaðar að líta upp og í kringum okkur — rumska. En þarna erum við minci en við þurf- um að vera og eigum að vera. Þarna erum við komnir í þá kyr- stöðu, sem við verðum að komast úr, ef aðrar þjóðir eiga ekki að benda á okkur sem gaufara og dáð- leysingja í þeirri lisr, sem þær vita af eigin reynslu, að ber í sér ævar- andi endurnýjunarmátt og lífsauð. Einhver kann nú að efast um þann mátt og fegurð, sem þroskuð leiklist beri þeirri þjóð, sem nýtur hennar. Til eru þeir menn, sem skilji svo bókstaflega orðið »sjón- leikur*, að þeir séu ekki til annars en að gleðja sig við, hlæji að, eyða tómstundum sínum við. Leikhús- bygging væri »Kulminationc allr- ar sóunar og féeyðslu hér. Sem betur fer eru þeir menn fáliðaðir og fækka óðum Nú skilst öllum þorra manna, að sjónleikir eru spegil- myndir manniifsins, sýnishorn þess„ sem hefir gersr, er, eða á að gerast, í þeim eru dregnir saman óteljandi þræðir utan úr hinum mikla lifsvef mannanna, og ofnir þar og knýttir á ntargvislegan hátt. Hvergi fær nokkur þjóð betra tækifæri til þess að sjá sjálfa sig, en í leikritum góöra skálda sinna. — sjá ástríður sínar, langanir, drauma, þroska sinn og þróun, og allar þær hreyfingar, sem *) Smbr. G. Gran: Norsk aands- liv i hundrede aar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.