Ísafold - 08.03.1919, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.03.1919, Blaðsíða 3
ISAFOLD Frystihús og Bjómabú! Notið eingöngu Frystivélar 'm i frá THOMAS THS. SABROE & Co , AARHUS. sem eru notaðar um allan heim og þykja alstaðar beztar. Hafa hlotið mikið lof og íjölda hæstu verölauna. Hér á landi eru vélar þessar notaðar hjá Sláturfélagi SuðurlandN, Reykjavfk; Sameinuðu íslenzku verzl> ununum, Akuteyú, og Isíélagi Vestmannaeyja. EimskipafélQQ íslands °g Sameinaða gufuskipaféíagið og öli stærri gufuskipafélög, nota eingöngu þe s s a r frystivélar i skipum sínum. 2700 vélar af öllum stærðam þegar seldar. Biðjið um upplýsingar og verðiista. Einkasali á íslandi G. J. Johnsen, Vestmannaeyjum. S 1 £ vS $ g Frá og meö 3. marz iækkar verð á öllum steinoliutegundum vorum um 6 krónur pr. tunnu. Hið íslenzka steinolinhlntafólag. gerast meðal bennar. O* hvergi fá einstaklu garnir annað eus ijónar- svið fyrir mannlegar tilfinnitjgar, aðra eins sýn ofan í undirdjúp mannssálarinnar, eies og í góðn leiklist. Ekkert er rangaia en þ ð. að álíta að það ié ófyrirgtfanleg eyðsla á dýrmætum tíma að sitja i leikhúsi. Það er að tpira tímann. Því þar íér maður a einni kvö d- stnnd það, sem heil kynslóð hefii þurft að lifa til þeís að koma auga á. Þar má finna á fáeinum klukku- stundum þá storma, sem ætt haf.i yfir mannkynið í mörg hundruð ái. Leiksviðið er eins og voldugt brenni gfer, sem safnar í sig lífshiæringurr mannanna, fyr og síðar. En leik endurnir eru geislarnir, sem stiá þeim lífshrætingum út yfir áhoifendur og áheytendur. Hver andlega þro'kuð þjóð, hefii fundið þetta. Þær fyrst, sem mest voru þioskaðar. Þær hafa því vanð ógrynDÍ fjár til þess að hlynna að þessum menningarmeðulum, og ekk- ert sparað til. Það hafa ekki verið metnaðarhvatir, sem hafa komið þeim til að kasta út þúsui dum og mil- jónum til þess að eiga sér listiíkt og veglegt leikhús. Heldur reynsl an fyrir þvf, að leiklistin er einn mesti uppeldisþáttur þeirra. En hvað höfum við Islendingar gert til þess að afla okkur þessa mikilsverða menningarmeðals? Hvað hefir þing og stjórn x ú og áður að hafst til þess að leggja grundvöll undir eitt musteri andlegrar starfsemi þjóðarinnar? Ekkert, mun veiða svar- að, vegna þess, að ekkert er hægt að gera. Þingið er bundið fjötrum þjóðar-fátæktarinnar. Við erum »fáir, fátækir, smáir* eigum í vök að verj- ast efnalega, þurfum að halda dauða haldi i hvern eyrir, til þess að sökkva ekki til fulls. En þstta er ekki nema hálfar saDn- leikur. Við höfum ekki verið og erum ekki sparsamir. Við höfum sóað á tvær hendur. Fjiraustur þings og stjórnar hefir gengið fjöllum hærra. Bitlingar og styikveitingar flætt eins og brimólga um landið. Þetta sýnir ekki fátækt. Það sýnir ekki, að við ættum að stauda með hendur í vös- um og kveina um peningaleysi ti! leikhúsbyggingar, þegar fé er sóað í vafasöm fyriitæki og einskis nýtar tilraunir, en hitt látið liggja í rúst- utn, .vanhirt og lemstrað, sem hundr- aðfaldan ávöxt gæfi. Og engum efa er það undiroipið, að hefði verið byrjað á öflugum framkvæmdum í þessa átt fyiir fáeinum árum þá hefði nú verið öðru leikhúsi til að dreifa en því, sem höfuðstaðurinn °n urn leið öll þjóðin verður að skammast sin fyrir. Og það án þess, að slíkt hefði orðið nokkur blaðtaka fyrir þjóðina, eða nokkur lömun. Einhver kann að segja, að ekki sé alt fengið með byggingu leikhúss- ins. Það þurfi að vera einhver skil yrði til þess, að slíkt leikhús geti starfað og borið sig. Enginn geti búist við þvf, að það hafi bolmagn til að borga föstum leikendum við- unanleg laun, auk alls annars kostn aðar. Og leikkraftir sén hér svo takmarkaðir, að engu leikhúsi væri fært að lifa á þeim. Hvað fyrsta atriðið snertir, þá er það dómur, sem bygður er á tóm- uffl staðleysum. Þessi bær er nógu stór til þess að bera það leikhús, sem hér yrði bygt. Leiklistin er béin að ná svo miklum tökum á höfuðstaðarbúum, að þeir mundu ekki láta leikhúsið standa autt, þeg- ar á boðstólnum væru þeir leikir, sem erindi ættu til manna. Og hvað laun leikenda snertir, þá mundn þeir ekki krefjast þess, sem best er borgnð með ítórþjóðunum þesskonar rr önnum. Þeir mundu sníða stakk- i m eftir vtxtmum. En um leikkraftana et ekki nema eitt að sej j . Þeir skapast með Likhúiinu. E ginn þjóð, með úrelt og einskis i ýit leikhús, getur vænst i^ætri leika'.'. Og þó er undan- teki ing á þessu emmitt hér. Leik- aiar okkar sun ir eru svo langsam- 'ega fram yfir það leiksvið, sem þeir hafa verið neyddir til að sýna list s na i, að furðu gegnir. Er meikilegt, að »leikhúsið« skuli ekki vera búið að n urka úr þeim lista- eldinn. En það sýnir einmitf, að þessi eldur er til i i íkum mæli með þjóðinni. Leikararnir eru til. Þá vartar ekki. Og þeir mundu verða enn fleiri, meiri og betri, ná listinni enn meir á vald sitt, ef þeir hefðu viðunanlegt svið fyrir hana. Vermi- reiturinn skapar blómið, en blómið ekki vermireitinn. En hvað á þá að gera til þess að þessi ljóður á ráði islenskrar leik- listar hverfi? Hvað er hægt að gera til þess, að hún njóti sln, eins og hún hefir eðli, márt og hæfileika tii? Hvað ber að gera til þess, að hún fijóvgi og auðpi islenskt þjóð- líf? Það er raunar ekki nema eitt að gera. Hefjast banda, saína öll- um saman um þelta, einbeita kröft- uru n að þessu marki: by^in^u leikhússins. Og þegar það er fengið, þá að eins eitt annað: sajtia ýé. En til þess eru margar leiðir. Fyrst og fremst að fá þingið til þess að leggja fram árlegan skerf. Það er skylda þess. Hvorki meira né minna. Ef það vili ekki rífa niður í staðinn fyrir að byggja upp þjóð- ar-þroska íslendinga. Þá er bær- inn. Hann á að gera það sama, leggja nokkurn skerf árlega. Það er að vísu æpt um það á strætum og gatnamótum, að hann sé í botn- lausum skuldum. En þá er að fleygja ekki fé hans í hyldýpis haf heimsku- legra fyrirtækja, sem fyrirsjáanlegt er að beint tap er á. Þá eru enn fleiri leiðir, svo sem »leikbús-kvöld«, skemtanir, sem haldnar væru beinlínis i því augna- miði að afla fjár í þennan sjóð. Kornið fyllir mælirinn. Og leikíé- lagið gæti stutt dálítið, með þvi að fórna tekjum einnar leiksýningar eða fleiri á altari þessa sama sjóðs. Það mundi þvi óefað Ijúft að gera. Og enn eru fleiri leiðir, þó hér sé staðar numið. Með þessu móti ætti að safuast til byggingarinnar á ekki mjög löug- um tíma. Og fyr mætti reisi svo margþráð hús en alt væri fengið. Aðalatriðið er að fá það upp, fá sýnilegt og nokkurn veginn viðunan- lega veglegt tákn þess, að landið kunni að meta þann auð, sem íelst Tgóðri leiklist, og að unga íilenska ríkið vilji gera eitthvað til þess, að ein áhrifamesta og víðtækasta list þess verði ekki að káki og einskis- nýtu fálmí fyrir ómögulegt húsnæði. Og eitt er víst: héðan af geta ís- lendingar tæplega miklast af fengnu sjáifræð', ef þeir sýna umheiminum að þeir leggja ekki œeiri iækt við leiklist sína og búa ekki betur í hag- inn fyrir henni, en hingað til. Rkki svo að skilja, að hún eigi að vera eini óskeikuli mæhkvarðinn á sjálf- stæðismætti okkar. En hitt er það, að hún á að vera og er einn þeirra geisla, sem Ijóma út frá því þjóð- lífi, sem vaknað er til fullrar með- vitundar um sjálft sig. Og það ætti islenska þjóðin að vera. Þetta, sem að framan er sagt, hafa aðeins verið sundurlausar og dreifðar hugsanir. En ef þær yrðu til þess að ýta einhverjum á stað út í baráttu fyrir þessu máli, eða leggja ný beillavænleg ráð, þá væri tilgang- inum með þeim náð. Einhverstað- ar verður si aflvaki að koma frá, sem spyrnir þessu vanrækta máli fram til sigrns. Og hel.t strax. Biðin er orðin smán. J. Björnsson. Álþýðleg erindi trúarlegs e f n i s flytur biskupinn hér í dóm- kirkjunni næstkomaudi sunnudaga kl. 5 síðdegis. Fyrsta erindið verður flutt á morgun og efni þess Höfuðdrætt- irnir í lífi Jesú. Allir velkomnir. Menn eru beðnir að hafa með sór sálmabókina sina. Síðdegisguðsþjónustur falla niður þá sunnudaga sem erindi þessi verða flutt. H ö f n i n hefir verið lögð undanfarna viku, en eigi þó svo að kættulaust hafi verið að fara um hana, enda hefir lögreglustjóri lagt bann við því. »F r e d e r i c i a« kom á mánudag síðastl. með fullfermi af steinolíu frá Ameríku. Hafði verið 20 daga á leið- inni. Lagarfoss. Botnía og Borg koma öll í miðri næstu viku. Steinolíufélagið hefir lækkað verðið á steinolíu um kr. 6.00 á tunnu. Farmgjaldið á síðasta farmi var svo miklu lægra en áður að félagið, við að jafna þeim niður á fyrirliggjandi birgðir, hefir getað lækkað verðið. Þ i 1 s k i p i n hafa verið að koma inn þessa dagana og hafa afiað svo vel, að þess munu ekki dæmi áður á jafn stuttum tíma. A þriðjudag komu Valtýr með 17 þús. (eftir 9 daga úti- vist), Milly með 11 þús., Björgvin með 12 þús. og Hákon með 13 þús. — A miðvikudag kom Seaguli með 14 þús. Eggert Claessen yfirréttar- málaflutningsmaður hefir tekið við aðal- umboði fyrir »Det kgl. octr. Söassur- ance Compagni« í Kaupmannahöfn, eftir hr. A. V. Tulinius, sem orðinn er frar.ikvæmdarstjóri »Sjóvátryggingar- fólags íslands«. M e s s a ð á morgun í Fríkirkjunni í Reykjavík: kl. 2 síra Har. Níelsson, kl. 5 BÍra 01. Olafsson. Við síðari guðsþjónustuna verða sungnir passíu- 8álmarnir. Menn taki þá með sér í kirkjuna. Erl. símfregnir Khöfn, 1. marz. Stjórnarskiftin í Danmörku. Zahle forsætisráðherra hað kon- ung um lausn fyrir sig og ráðu- neyti sitt alt í morgun. Kröfur Dana. Nefnd er farin frá Danmörku til Parísar til þess að bera fram kröf- ur Dana um Norður-Slésvík. Allsherjarverkfall yfirvofandi í Þýzkalandi. Óháðir jafnaðarmenn og Sparta- cus-flokkurinn leggja sig alla fram í öllum verksmiðjum Berlínar til þess að fá verkamenn til að bind- ast samtökum um allsherjarverk- fall. Meirihluta-jafnaðarmenn hafa á hinn bóginn sent gætna ræðumenn úr einu herbergi í annað í verk- smiðjunum til þess að hrekja kenningar þeirra bæði með eggj- unum og með því að tala til skyn- semi verkamanna. Arangurinn er sagðnr nndra- verður. Járnbrautarlestir komast nú því að eins milli Berlínar og Weimar, að þær taki stóra króka á sig, og er því haldið leyndu, um hvaða brautir þær fari. Látinn vísindamaður. Majór Graeine Gibson, úr lækna- deild brezka hersins, dó í Abbe- ville, og varð hann píslarvottur vísindanna. Hann hafði að eins ný- fundið inflúenzusóttkveikjuna með aðstoð tveggja annara lækná, en tók veikina við tilraunir sínar og varð hún honum að bana. Khöfn, 2. marz. í gær ráðgaðist konungurinn um við foringja flokkanna. — íhalds- menn leggja það til, að skipað verði „framkvæmda“-ráðuneyti. Ekki er búist við, að það takist að skipa nýju stjómina næstu daga. London, í gær. Tyrkland úr sögunni. Fréttaritari „Reuter“ í París hefir það eftir góðum heimildum, að nefndin, sem skipuð var til þess að íhuga kröfur Grikkja, hafi hald- ið langan fund um það, hvað verða eigi um Litlu-Asíu í framtíðinni. Nefndin hefir orðið sammála um það, að keisaradæmið tyrkneska eigi að hverfa úr sögunni, Mikli- garður og sundin verði alþjóða eign. Tyrkneskt ríki verði stofnað í miðri Litlu-Asíu og allir þjóð- flokkar leystir undan yflrráðum Tyrkja. Viðvíkjandi Litlu-Asíu hefir nefndin í orði kveðnu ákveðið, að ströndin milli Avali og Cos, þar með talin Smyráa og Efesus, verði afhent Grikkjum, aimaðhvort til fullrar eignar, eða umráða fyrir al- þjóða hönd. ítölsku fulltrúarnir hafa gert athugasemdir við þetta atriði. Fréttaritarinn bætir því við, að nefndin, sem fjallar um kröfur Dana, hafi samþykt, að í norður- hluta Slésvíkur skuli fara fram al- menn atkvæðagreiðsla og héraðaat- kvæðagreiðsla þar fyrir srninan, nokkru eftir að héruðin eru laus undan áhrifum embættismanna Prússa. Meðferðin á Rúmenum. A þeim tveim árum, eða tæplega það, sem Þjóðverjar höfðu Rúme- níu á sínu valdi, létu þeir greipar sópa um alt, sem þar var að hafa, og sendu heim til Þýzkalands 3,500,000 smálestir af kornvöru, auk Imsgagna, fatnaðar, véia og ýmislegs annars, sem þeir gátu náð í. Fyrir endurreisn Rúmeníu er þó emi verra, hvernig þeir ónýttu samgöngutækin. Allir hestar voru teknir úr landinu og tæplega 100 nothæfar eimveiðar voru skildar eftir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.