Ísafold - 22.03.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.03.1919, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 j i vlku. VerSárg. í 5 kr., erlendls 71/;, } kr. eBa 2 dollar;borg- > Ist fyrir miðjan júlí j erlendis fyrirfram. j Lausasala 10 a. elnt > XLVI. árg. ísafoldarprentsmió|a. RitstJÓrl: ÓlafUÍ BjárusSQD. Talsimi nr. 454. Reykjavlk, langardaginn 22. mars 1919. j Uppsögn (skrifl. bundin vi5 áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- ' laus við blaðiS. 12. tðlublaÖ. Danska ráðuneytið. Svo fór það, að enginn af and- stæðingum Zahle-stjórnarinnar hafði nóg fylgi í þjóðþinginu til þess að hann gæti fengið meiri hluta og myndað stjórn. Voru þó margar leiðir reyndar til þess, meðal annars að koma á fót »Forretningsministeri- nm« til bráðabirgða, en það tókst ekki. Hefir því konungur aftur snúið sér til Zahle, sem hins eina manns er meiri hluta hefir í þjóð- þinginu, og beðið hann að mynda nýtt ráðuneyti. Zahle hefir orðið við þeirri beiðni og tekið alla sina fyrri ráðherra, svo að ráðuneytið helzt óbreytt frá því sem áður var. Er þetta mikill sigur fyrir Zahle- stjóinina, en skeyti herma það, að búist sé við því, að andstæðingar hennar gefist eigi upp að heldur, en muni reyna við fyrsta tækifæri að bregða fæti fyrir stjórnÍDa. Hvað úr þvl verður mun tíminn leiða í Ijós, en ekki er það óliklegt að ZMe hafi fremur aukist fylgi við þetta stjórnarskiftabrask heldur en hitt. „Kotríki14 - „Kotþjóð“. í grein einni, sem stendur i óút- komnu hefti eins tímaritsins okkar, er menning islensku þjóðarinnar gerð að umtalsefni. Og rikið nefnt i því sambandi »kotriki«. Það er ekkert sérkennileika-merki i þessari grein, þó þannig sé tekið til orða. Það er ekki i fyrsta og verður að líkindum ekki i síðasta sinn, sem Island verður nefnd »Kot riki«. Þessi »kot«-hugsun er búin að brenna sig svo fasta í meðvitund manna, að þeir geta aldrei minst á þetta litla land öðruvísi en taka sér »kot«-nafnið i munn. Eu um leið og ísland er nefnt »kotriki« þá verður íslenska þjóðin kotþjóð. En nú spyr eg: Er nokkur ástæða til að gefa ís- lensku þjóðinni kotþjóðarnafn, þó hún sé lítil? Hefir það nokkurn tima verið ástæða? Hvað er kot- þjóð? Það er þjóð, sem hefir lok- að sig inni, byrgt hefir yfir sjálfa sig. Sem er hrædd við sól og himinn. Sem á ekki eina einustu hugsjón að berjas.t fyrir. Sem búin er að skera á 011 Hfssambönd við umheitn- inn. Sem þykir vænt um að kof- inn hennar mosavaxi sem mest — hverfi í jörðina. Höfum við nokkur þessi einkenni nú? Siður en svol Við höfum meira að segja aldrei haft þau. A meðan miðalda myrkrið grúfði sem geigvænlegast yfir okkur, þá voru altaf einhverjir vitar, sem köstuðu bjarma út yfir myrkrið, altaf ein- hverjar hendur, sem bentu upp í ljósið. Við sukkum aldrei ofan í jörðina. En núl A undan förnum árum hefir skifst svo um hagi okkar, að eng- um islenskum manni getur komið kotþjóðarnafn i hug. Þrátt fyrir alt og alt, alla vöntun, alla fátækt, alt fámenni, öll ónumin svið islenskra framtiðar möguleika, þá er enginn kotungsbragur á okkur. Litið yfir íslenskt þjóðlif nú! Skáldsögur okkur er að vinna heiminn. Verk bestu höfunda okk- ar bera nafn islensku þjóðarinnar með frægarljómann yfir sér út um veröldina. Þar er risin sú bylgjt, sem enginn veit hve hátt muni hefjast eða hve víða muni flæða. Listamenn okkar vinna sér æ stærra og stærra svið heima og erlendis. Þar er verið að nema ný lönd und- ir islenska menningu. Trúarlíf okk- ar hefir aldrei verið með meira lifs- þrótti, verið meira lifandi, meira vak andi, hefir aldrei átt öflugri þrá til þess að komast i samband við alheims veruna, finna hana. Og trúin gerir menn stóra. Vísindamenn höf- um við átt og eigum enn, sem hverri þjóð væri sómi að. Atvinnuvegir okkar hafa margfaldast, iðnaðargrein- um fjölgað ótrúlega. Og þó efna- hagur okkar sé að sögn bágborinn, þá er það ekki hann, sem gerir okkur að kotþjóð. Er nú nokkur kotungsbragur á þessu? Er nokkur ástæða til þess fyrir þjóð, sem á eins heiðan him- inn yfir sér, að nefna sig kotþjóð. Er nokkur sanngirni í því að telja kotungsbrag á þeirri þjóð, sem fram- leiðir verk, sem heimuriun dáist að? Er ekki kominn tími til, að við hættum að lita á okkur eins og mosagróna jarðhúsamenn, sem hræð ast sól og himinn? Væri ekki nær að við kæmum þeirri hugsun inn hjá okkur, að við værum engin kot- þjóð, engir kotungar, værum jafn réttbornir 'til framfara og þroska einá og aðrir, Og hefðum engin kotungs- höft á okkur? Mundi það ekki heillavænlegra til þess að fá okkur til að leggja hönd á plóginn? Hvað hamlar kotbóndanum til þess að koma ekki fram eins og stórbóndinn, til þess að draga sig i hlé, óvirða sjálfan sig? Ekkert annað en hugs- unin um kotið hans. Kotbóndatil- finningin gerir hann smáan, smærri en hann er. Hið sama er og verður um islenska þjóð, ef seint og snemma er verið að hamra það inn i hana, að hún eigi að haga sér eins og kotungur meðal þjóðanna. Þetta finst sumum stærilæti, óheil- brigt sjálfstraust, að líta á okkur ís- lendinga öðruvisi en sem kotunga. Þetta sé mont. Eða sjálfsblekking. Þetta sé að setja sig mörgum skör- um hærra en maður eigi að vera. Ofl' »hver, sem upphefji sjálfan sig, muni niðurlægjast*. Það sé ekki ráðið til þess að þroskast, að telja sjálfum sér trú um, að maður sé stærri en maður í raun og veru er, skipi stabrra rúm en maður í raun og sannleika geri. En það er ekki þa<5, sem hér er átt við, þó verið sé að benda mönn- um á, hve við litilsvirðum sjálfa okkur með því að telja okkur trú um, að við séum kotþjóð. Það er ekki verið að hvetja menn til þess að gleyma þeim göllum, sem hér eru augljósir, bæði á andlegu og I + I Guðmundur Guimundsson I , skáld. Alþýðufræðsia Stúdentafélagsins Sigurður Nordal prófessor heldur fyrirlestur um Háskólalíf í Oxford sunnudag 23. marz. kl. 5 síðdegis i Iðnaðarmannahúsinu. Aðgangseyrir 25 aurar. efnalegu lifi okkar, þó kotþjóðar- nafnið þyki ómaklegt. Við megum aldrei draga fjöður yfir öll þau djúp, sem hér eru óbrúuð, aldrei vera ánægðir með það, sem fengið er og náð á framsóknarbrautinni, því þrosk- ídd, einstaklinga og þjóða, er eilifur. En hitt er það, að við missum ekki sjónar á þvi, að »afturhald í fábygð er ei falið, og framgirnin er ekki höfðatalið« eins og djúpúðgasta skáldið okkar segir. Við erum smáþjóð. Við erum fátæk þjóð. Og við erum mis- tækaþjóð, margskift og tvístruð. En þetta á ekkert skylt við kotungshátt. Það er það, sem við megum aldrei gleyma. Kotungsskapur er innifal- inn í alt öðru. En kotungstilfinn- ingu megum við aldrei láta lama okkur. Hættum þvi við, að nefna okkur kotþjóð! Á meðan við stöndum á fornum menningargrundvelli, á meðan við vekjum athygli og aðdáun nú- timans á andlegu lifi okkar, á meðan við berum i okkur hæfileikann til þess að skapa þá framtíð, sem ljóma leggur af og eykur gildi lifsins, þá getum við afmáð kotnafnið úr sögu okkar. Sú þjóð, sem ber lifsfrjóva vaxtarmöguleika í sér, er ekki kot- þjóð. J. Björnsson. Frú Katrín Briem andaðist aðfaranótt hins 17. þessa mánaðar. ™ Snjóflóð. Símað var frá Eskifirði 16. þ. m. Snjóflóð eyðilagði í nótt íbúðar- hús Kristjáns Eyjólfssonar á Strönd í Reyðarfirði. Dóttir Kristjáns fórst, hitt fólkið bjargaðist naumlega. Á Eskifiiði tók snjóflóð hlöðu og íjós Friðgeirs Hallgiimssonar. 2 kýr, 1 kálfur og 2 kindur drápust, en hey bjargaðist að mestu. Ennfremur hljóp flóðið á ibúðarhús Vilheíms Jensen, er' skemdist nokkuð. A Svinaskála- •stekk eyðilagði snjóflóð sjóhús með ýmsum áhöldum og drap hest. Á Fáskrúðsf. urðu minniháttar skemdir. Hann lést úr brjósthimnubólgu 19. þ. m., rúmra 45 ára að aldri.— Enginn örn er fallinn i valinn með dauða Guðmundar Guðmunds- sonar. Hann var ekki einn þeirra, sem kljúfa loftið með arnsúg i flugn- um tind af tindi, svo gneistrar af fjöðrunum. Rödd hans var ekki full af hlakkandi orustugný og bar- daga gleði, þegar hann söng. Hann hóf sig ekki upp með brýpdar klær og nef til þess að leggja með þeim á fluginu. Hanu hóf sig ekki upp frá jörð í söng sinum til þess að hvessa haukfránar sjónir út yfir víðáttu allra mannheima. Söng brjóst hans var ekki þannig skapað, að það fylti loftið þrumandi gný. Fjöll og sær titruðu ekki við, þegar hann lét til sín heyra. Haun var annað. Hann var sisyngjandi þröst- ur. Hann segir á einum stað um sjálfan sig, að hann sé: •angraður þröstur í islenska lynginu*. En þessi þröstur söng stundum svo yndislega dillandi ljóð, svo draum- blíð og fögur, svo kliðmjúk og hreimsæt, að sumir urðu nauðugir viljugir að lita upp frá matarstriti og búbjástri og hlusta á þennan sam- ræma söng. Oftast hljómuðu frá greininni hans ljóð um fegurstu til breytingar islenskrar náttúru. Hann söng um geisladýrð upprennandí sólar, um litaskraut sólarlagsins, um •blámóðu tökkursins*, um hvislandi vindinn, um lognhljóð kvöldin og ótrl margt fleira. Hann gat ekki ósyngjandi verið. Lífið bár hoaum sífelt nýtt og nýtt efni til þess að láta þessa undurléttu, látlausu tóna liða út yfir Iand sitt og streyma eins og hlýjan andvara um þjóðina. Og kæmu ekki áhrifin utan frá, þá var nóg inni fyrir að ljóða um. L f hans hafði að sumu leyti verið við- burðarikt. Hann átti ótal heima, er hann gat ausið úr hyldýpis sönghaf. Og hann átti ennfremur nógar fram- tiðarvonir, til þess að spá í eyðurn- ar og syngja um ókominn tima. Oi þá varð framtiðin i l;óðum hans eius og hann kaus helst að hún yrði: full af friði, sátt og mannúð. Sumum fanst Guðmundur Guð- munflsson yrkja of mikið. Aðrir fundu það að honum, að hann væri of tilþrifalaus, of dreymandi í ljóð um sinum, ætti engan karlmensku- styrk, engin hvetjandi eggjana-óp. Ljóðin hans væru kliður, samræm- ut, sléttur kliður, og ekkert annað. En þetta voru, að minni hyggju, að eins bardagamennirnir, að eins þeir, sem aldrei höfðu gefið sér tíma tii að hlusta á annað en brýningar og frýjuorð lífsins, voru orðnir hertir og brynjaðir, svo enginu hlýr ómur komst inn fyrir herklæðin — inn að hjartanu. Hinir, sem við oa við áðu á ferð sinni gegnum lifið, sem voru ekki altaf á fleygiferð framkvæmdanna, en lögðu eyrun við söng ekki siður en heróp- nm, við Ijóðum, ekki siður en gjamm- andi ófriðarþrasi hversdagslifsins —- þeir fundu hlýindin, sólskinið, feg- urðarþrá mannsandans vaka í sum- um kvæðum Guðmundar. Og þeir gátu unað við það langar stundir að hlusta á ljóð hans eins og niðandi uppsprettulind. En á eitt voru allir sáttir um kveðskap Guðmundar: enginn hefir slikur formsnillingur ort á íslenska tungu sem hann. Hann ék sér að erfiðum háttum eins og Olafur Tryggvason að handsöxun- um. Skáldskap Guðm. Guðmundssonar má einkenna með orðum hans sjálfs. Hann var: »vorhlýr sem blær yfir laufgrænum leiðunum, léttur sem blómálfa dans«. Og margir munu kveðja hann með þessum orðum, sem lika eru hans: »Kliðmjúku ljóðanna svanurinn sið- asti syngjandi’ á blávegu fór«. /. B. Ný Ijóðmæli. »Gangi nú einhver fram ok fáist við mik, nú em ek reiðr«, sagði Þór þegar fram af honum gekk fjölkyngin hjá Útgarða-Loka. Þessi vandræða- orð Þórs koma mér í hug yfir hinni nýju ljóðasmíða kyngi ungu skáld- anna, sem fyllir borðið fyrir framau * mig. Eða hvernig ætti eg að leggja dóm á þær smíðar, sem svo óliku verr stend að vigi en hinn gamli máttugi Öku Þór? Enda sé eg ekki betur en að ný kveðskaparöld sé hafin á landi hér, sem oss hinum hverfandi Bragaviuum er ekki fært um að dæma, skal eg þó (fyrir bón) tilnefna tvö eða þrjú ljóðakver er eg sé í fyrsta sinni. Hafa öll þessi 'ýju frumsmíái það sameiginlegt, að þau vekja athygli mina, bver á sinn hátt, og veita mér bæði skemt- un og ánægju. Skal fyrst frægan telja: 1. Gest: »Undir ljútum lögum*. Þessi höfundur virðist mér vera for- vitri, bæði fjölví? og fluggáfaður, hjóllipur ljóðasmiður og þýðari, en. þó kemur mér ekki á óvart, þó nokkuð þyki spilla kostum hans, svo sem mislagðar hendur, með of- mörg járn í eldi, og enn eitt; að hmn sé varla einhama eða í jafn- vægi. Reyndar er þess lítil von að hin hringlandi efnishyggja haldi ekki hdtökunum enn lengi á öllum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.