Ísafold - 22.03.1919, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.03.1919, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Eg kveð þig, sem gaísf mér lífið og ljósið, sem iangt um betri maður*. Ef lýsa skai og meta svo persónu- le%an skáldskap, er áriðandi að þekkja vel persónu höf., umhverfi hans og afstöðu við umheiminn og lífið. En slíka þekking vantar mig, og fyrir þvi fer eg ekki lengra. Og þá kemur þriðja ljóðasmíðið: Kvæði eftir Bened. Þorvaldsson Gröndal (hálfbróður Arna kennara Þorvaldssonar, en dótturson Svein- bjarnar Egilssonar). , Eins og irændi hans, skáldið Hannes Biöndal, sver hann sig i ættina, sem lipur ljóðasmiður, sem býður mjólk en ekki megna fæðu, þó minni glaðværð eða gáski fylgi kveðskap hacs en Hannesar. Höf. er maður hógvær og berst lítið á, yrkir þó oftlega létt og laglega, en skortir tilþrif, skap og þann arnsiig, sem vekur eftirtekt og unað. En það sem hann virðist vanta, sem listamann, bæíir hann upp þeim, sem kynna sér kvæði hans, með efninn og meðferð þess, þvi allur þorri ljóðmælanna ber vott um mannqceði, samdð við land og líf og einkum við alt, sem þjáist, líður og stríðir. Eg gæti nefnt fjölda kveðl- inga í kveri þessu, sem eru siðbæt- andi efnis, og er það fágætt að finna i ndtimans ljóðabókum og mættu sumir kennimennimir taka sumt af þvi i stað sinna óguarmála i stóln- um. — Hitt er satt að tóm góð- menskan gildir ekki, heldur verður vaudlæti og ádeilur að fylgja, ef duga skal. Af hinu haiða, sára og sviðandi er höf. i fátækara lagi, enda timir of sjaldan að hagnýta háð og spott, sem telja má hið mest besta og beittasta vopn á heimskusyndir og hleypidómu heims þessa. Yfirleitt er þessi yngsti Gröndal einkar gott alþýðuskáld og betra skáld ef til vill en þessi tíð kann að meta., Matth. Jochumsson. Upplestur Sig. Heiðdals rómsins, frá reiðiþunga til gleði, frá gráti til hláturs, fær enginn lif í upp- lestur. Sumt af þessu skorti Heið- dal. Þó sagði röddin stundum það, sem hún átti að segja, var eins og lifandi persóna hefði átt hana. En hitt var oftar. Aftur á móti voru svipbrigðin góð. Þar tókst upples- arannm miklu betur að öllum jafn- aði. Þar gat hann fylt með lifi. Persónurar sáust eins og þær stóðu fyrir hugskotssjónum tilheyrenda. En rödd þeirra var ekki i einsgóðu samræmi við geðbrigði eins og þurft hefði. Andlitið gat glaðst, hrygst, reiðst, fagnað, en röddin gat það TEftjarðarljóð. Sungið á minningarsamkomu á Norðfirði i. des. 1918. Lag: Þann signaða dag vér sjáurn enn. Guð blessi þig, ástkær ættarjörð, og úrslitin mála þinna. Guð blessi þig, norræna bræðrahjörð við bragelda helgra minna. Guð blessi hvérn mann, sem beldur vörð um hugsjónir feðra sinna. Á leið vora ýmsu ljósi brá af landsirs og þjóðar högum. Hve útsýn var björt við Öxará á öndverðum þjóðlifsdögum! Og nafnið bans Þorgeirs muna má á meðan vér hlítum lögum. En sorglegt var böl þitt, forna Frón, á friðvana Sturlu — árum: Mörg grætileg mistök, glapin sjór, svo gifta þin fhut í tárum. Og afleiðing þess var þungbært tjón: að Þjóðveldið dó, — af sárum I Þá lækkaði hin forna frægðarsól, þá féll y.fir nóttin þunga, og frjálshuginn kvaddi fögui ból en fólkið var slegið dranga. Hið eina, sem vonir vermdi og ól — Það var okkar saga og tnnga. þorra þeirra manna, sem frá bernsku hafa tamið sér að hugsa og álykta vísindalega (sem þeir kalla) en sem eg kalla — að Iyfta kettinum hjá Loka, eða fást við fóstru hans. — En sleppum þvi, — alt jafnar sig, »Bald ruhest Du», sagði Göethe. — Vér erum all r börn gagnvart tilver- unni, og hver og eínn með sinn sykurmola i munni, sem hann kallar sannleika. En snild Gests að smíða upp brotasilfrið úr sögnum, molum og marbendlasmíði þjóðsagna og Viki- vaka, sú snild hans er indæl og aðdáunarverð! En tvent vantar: Nótur, því sárfáir kunna »hin Ijúfu lög« og svo vantar heimildir viða og tilvitnanir, svo menn viti hvað nýtt sé og hvað garnalt. Eg fer fljótt yfir sögu, en óska að hinn fjölfróði Gestur gefi sjálfur almenningi betri skýringar. Nýr ritskýrari, )ón Björnsson, hefir áður ritað all-myndarlegan dóm um bók þessa, en er heldur hvass- orður bæði í lofi og lasti í dómum sínum. En — »gef mér qóðan ella engan ritdómt, sagði Alex. Pape. 2. »Söngvar förumannsins* heitir nýr og einkennilegur ljóðabálkur eftir Steján Siqurðsson frá Hvítadal. Þessi smákvæði eru ennþá frum- legri Ijóðasmíði en Gests, og engu miður kveðin en hans bestu, og fjarri þeim firrum og öfgum að vilja fella vora fornu stuðlalist, sem skáldskapur vorrar tungu stendur og fellur með. — Höfundurinn virð- ist vera bilaður(?) og þreyttur veg- farandi og kveður sín sálar-ásta- og sólarljóð öll með sínu lagi: Þá lyrik kalla Englendingar >söngva hins innra lifs*. — Sé höf. litt eða ekki skólagenginn maður má hans >innra lífc furðu auðugt og þroskamikið heita, og þó er fult eins furðulegt að hann kveður svo slétt og svo lipurt og létt að mesti braglista- maður lands vors, Guðiu. Guðmunds- son einn ber af honum; leyfði rúmið gæti eg tilfært óíalmörg stef og er- indi úr ljóðum hans, sem svo eru smellin, að þau er unaður að lesa. En svo þarf allur lyriskur kveðskap- ur að vera hann er ljúffengur drykkur og kallast guðaveigar, en engin strembin fæða eins og sum stór- skáldin hafa skenkt oss hina síðustu áratugi, og skyldi þeim torfkveðskap hnna. En svo kveður ekki hið unga Hvítadalsckáld, og er þó yrkisefni hans alt um jafn dulrænt efni og fians eigið sálarlíf, stríð milli vonar og ótta, sorgar og gleði, lífs og dauða, en um engin efnishyggju- efni. Hér er rétt til smekks, fáeinar stökur til að sýna ljóðasmíð hans. Það er »erotiskur« söngur finni og dýpri en eg þekki síðan Bjarni kvað Sigrúnarljóð. Siðustu stökurnar hljóða þannig: »Eg hugði aðeins á kynni við konu en kyotist guði sjálfum. Það hrundu um mig sólir og lýsandi Ieiftur frá ljóssins björtu álfum. Eg hafði leitað svo lengi að guði en leitað illa vakinn í orðum, í háttum, í augum þinum var imynd drottins nakin. Þá fyrst sá eg lífið með opnum augum að alt er drottni bundið. Þeir skilja minn fund er leituðu Ijóssins og ljósið hafa fundið. Og stundirnar liðu sem dýrðlegur draumur hver dagur yndis glaður. Það er að tiðkast hér, að skáld vor gefi okkur sýnishorn af sögum sínum, áður en þær koma út á meðal almennings, með því að lesa upp úr þeim einstöku kafla. Nú í tvö undacfarin kvöld hefir Sig. Heiðdal lesið upp kafla úr ný- saminni sögu eftir sig. Er Það næsta sagan á eftir »fóni á Vatns- enda« í sagnabálkinum »Hræður«. Ýmislegt gott má segja um þenn- an upplestur. Auðvitað eru gerðar meiri kröfur á hendur skáldum, sem lesa upp úr sínum eigin bókum, en annara, vegna þess, að þeir eiga manna bezt með að lifa sig inn i efnið. Þeir eru með persónur, sem þeir hafa sjálfir skapað. Þeir eru að birta hugsanir, orð og atferli þeirra manna, sem vaxið hafa út úr þeim sjálfum, eru hold af þeirra hoidi og blóð af þeirra blóði. Eng- um ætti því að véra jafn auðvelt að gefa þessum verum persónugerfi. Engum ætti að takast jafn vel að fylla þær því lífi, sem þær hafa haít í sál höfundarins sjálfs. Heiðdal hefir ekki góða rödd til upplestrar. Hún svíkur hann oft og einatt, þegar mest ríður á. En röddin er almætti upplesarans. Án fullrar, en mjúkrar og beygjanlegrar raddar, les enginn maður upp, svo list sé. Án þess að hafa ótakmark- að vald á hverri minstu sveiflu Og lengi í myrkri land ð beið, uns lýsti af morgun skýjum. En Guði sé loí! Hann létti neyð; það lofar o-s degi hlýjum. Hið íslenska ríki leggur leið með ljósvonum björtum, — nýjum! í dag hefir Saga brotið blað og byrjað á kafla Dýjum, — og fegurstu vonir fullkomnað í fullveldis-ljóma hlýjum. í dag er sem fornöld færist að og framtíðin Ijómi í skýjum ! Guð blessi þig ástkær ættarjörð, og annist um hagi þina! Lát bygðarlag hvert um fjall og íjörð af frelsi og manndáð skína! Lát íslenska menning vera vörð við vögguna fornu sína! V. Valvesson. Bæjarstjórnin þakkar. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir á fundi sinunj 21. marz í einu hljóði gert svohljóðaodi fundarályktun: »Bæjarstjórnin vottar þakklæti sitt Láiusi prófessor Bjarnason, þeim sem störfuðu með honnm i hjúkr- unarnefnd, og öllum, sem hjálpuðu bæjarmönnum í inflúenzuveikindun- um með ráðutn og dáð«. cÆiicjlýsié i c3 cejarsRrá nn /. Eyrarbakkakjerað. í 59. tölublaði »Iaaf.« 1818 og 1. tbl. 1919 hefir risið upp deila milli 5 manDa í Eyrarbakka og Stokks- eyrarhreppum annarsvegar og Gunn- laugs Claessens hinsvegar, meðal annars út úr þörf Eyrarbakkahéraðs 6 tveim tæknum og um leið út úr því, hvort tveir læknar geti haft uæg- ar tekjur af héraðinu. Eáðir mólsaðilar vitna til mín. — FimmmenDÍngarnir segja, að eg hafí oft látið í ijós. að héraðið væri of umfangsmikið fyrir einn fækni. Claes sen segir, að eg hafí sagt, að Fraxis sé ekki næg til þess að tveir læknar geti lifað af henni. I þessum ummælum minum er engin mótsögD, því að eins og hver maður getur séð, er bér um tvær hlið- ar málsins að ræða. Héraðið getur verið og er — að mínum dómi — of umfangsmikið fyrir einn Iækni, að minsta kost til lengdar, en þar með er enganveginn sagt, að þar sé nóg að starfa eða lífvænlegt fyrir tvo lækua, einkum ef annar er launa- laus. Arið 1912 hafði.óg orð á því við landlækni, að mér þætti of mikið að gera í Eyrarbakkahéraði, svo að eg yrði að visa frá mér sjúklingum. sem langviuna umönnun þyrfti, bæði sakir annríkis og sjúkrahúsleysis. Okkur kom fyrst til hugar, að taka efri hreppa héraðsins undan Eyrarbakkahéraði, bæta við þá Skeiðahreppi og neðri hluta Gríms- ness og fá það gert að sérstöku læknishéraði. en það fórst fyrir af því að landlæknir taldi tormerki á að alþingi vildi fjölga læknishéruð- um tceðau lækna vantaði í sum héruð sem fyrir voru. Loks var eg og — mig minnir — landlæknir líka — kominn á þá skoðun, að hollast yrði að fá sjúkra- hús reist á Eyrarbakka. og með því sérstakan launaðan lækni. Eu árið 1913 veiktist eg. og féll þá málið niður af minni hálfu. Fimmmenningar halda þvi fram, að Konráð læknir hafí lifað lauualaus á Eyrarbakka með 7—8manns í heim- ili. og eg og Gísli Pétursson þó virst hafa nóg að lifa á. Við þetta er það að athuga, að fla8tir á heimili Konráðs voru vinn andi. bróðir hans t. d. góður tré smiður, sem hafði talsverða atvinnu. Heimilið ékki altaf svona fjölment. Um hagi mína og Gísla Féturssonar vita fímmmenningarnir ekkert, nema að Guðmundi Sigurðssyni má vera kuunugt um, að eg fékk dálitla at- vinnu við skriftir hjá Sparisjóði Ar- nessýslu. Auk þess verlzaði eg um tíma með efnavörur. Um Gísla Pétursson vissi eg. að hann fékst að einhverju leyti við kenslustörf og síðan við umboð fyrir brunabótafélag. f>etta bendir því ekki á, að 2—3 læknar geti lifað af læknisstörfum á Eyrarbakka. Nú er það auðsætt, að þegar skor- að 6r á lækna að setjast að og praetisera í einhverju heraði. þá er það skylda þeirra, sem á hann skora, að sjá um að hans sé sem mestleit- að. bvo að hann ha'fi hfvænlegar tekj- ur ; en það mun sönnu Dærri, að ef launalaus læknir á að geta lif»ð 1 Eyrarbakkahóraði. þá þarf bann að hafa mest-alla Praxis, en þó hefir héðaðslæknir of lítið að starfa og lifa á. Besta úrlausn þessa máls hygg eg vera, að koma upp sjúkrahúsi á Eyr- arbakka og fá sérstakan lækni ann- aðhvort til aðstoðar héraðslækui eða þá til þess að annast sjúkrahÚBÍð. en sá læknir verður að hafa föst laun að styðjaBt við, bvo hann þurfi ebki að keppa um Praxis við héraðs lækni. Eg skal þó taka fram, að öðrum kyDni að þykja hentara að skifta héraðinu þegar sjúkrahús er komið upp. Mergur málsins finst mér, að báðir læknarnir séu laun- aðir. Þétt ærið margt só atbugavert í greinum fimmmenninganna, Ieiði eg hjá mér að svara öðru en því, sem mig sjálfau varðar. Húsavík, 24. febr. 1919, As^cir Blóndal. + Hjálmtýr Sumarliðason. F. 16. febr. 1887. D, 18. név. 1918. KveBja ekkju og barna. —o---- Lag: 0, blessuð stund —. Þú kvaddir þessa köldu veröld ungurr í kærlelkshimin Ijóssins gekkstu inn. En mér er gangur lífsics þrauta-þungur, er þú ert liðinn, elsku vinnr minnl Því elskan þín var sælan sanna, djúpa, ðr sól og vori’ á ævidag minn brá, og endurminning hlýja finn eg hjúpa minn hug, er stafar bliðu þinni frá. feg dvcl hjá þjer í hug á hverjum degi og hverri nótt í sælla drauma ró, því dauðinn getur ástum slitið eigi og ástin gefur þreyttu hjarta fró, Og ástarblómin okkar skal jeg geyma o3 a þeim hlúa’, ef guð það leyflr mér. Jeg veit að ofan æðii kraftar streyma til okkar hljótt með styrk frá guði' og þér. Þin dygð og trygð og traust í öllu' og einu þér ástsæld bjó á meðan hér þú varst, því ástúð ríka’ og yndi’ í geði hreinu þú æfidaga þina fagra bartt. Við kveðjum, þökkum alt — með æviharmi, en — elskan getur brúað dauðans hðf» Nú ljómar dýrðardagsins morgun- bjarmi, er drottin blessar yfir þína gröf! Guðm. Guðmundsson. + Sira Lárns Halldörsson að BreiðbóIsstaO á Skógarströnð, F. 19. ágúst 1875. 1). 17. növ. 1918. KveSja ekkju og barna. Mig langar hvitan hlustreng að flétta á leiðið þitt, og morgungeislum rétta. er bera heim í himin kveðja mína og, hjartans vinur, kyssa á bráua þína. Jeg man þig ungan, — ó, hve þú varst fagur. þitt y firbragð sem heiðskir sumardagur, 0g sál þin björt sem brosin aftanljóma. og blíðan mild sem kveðja vorsins hljóma. Við lifðum saman sæi — í gleði’ og harmi, — 0% sami friður brosti’ á þínum hvarrai, et sólskin lék um sumarfríða dali — og sjálfan dauðannn við þú stóðst á tali. Hve lýsti’ af brá þér ljósið milda, skæra, cr lékstu þér við hppinn okkar kæral Þá lagði, um arin okkar blíðu og friðinn — sem árdagsljóma' á hlíð við lækjarnið- Þú lyftir sál til guðs í harmi hljóð- um — og hjaitins andvörp þín í fögrum ljóðum þú stiga lézt að sólarsölum glæstum„ er söngst þú löfgjörð drottni þínum hæstum. Því trúin, ástin, listin, lifsins friður sem Ijós frá guði brosti’ af himDÍ niður i sali hjartans, dreifði djúpu rökkri og drottins gleði vakti i sálu klökkri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.