Ísafold - 22.03.1919, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.03.1919, Blaðsíða 3
IS AFOLD 1 — Jeg sá þig upgan, friðan,— eins og forðum, og fegri’ og sælli’ en verður iýst i orðum' — í draumi’ — er sólin sigin vai í æginn, með sama, glaða, milda röðulblæinn. Jeg veit þd lifir, — veit jeg sé þig aftur, jeg veit að sálir tengir ástarkiaftur um eilífð, eilífð, þó að annað þrotni,— á þeirri strönu hver sorgar-alda brotni! — Við kveðjum þig, er stjömur stilt- ar loga og stafa skærum Ijóma himinboga. Við kveðjum þig, en vissan þjá oss vakir: Það verður ekki uema’ um stundar- sakir. Við þökkum ástiið, sól og sumatblíðu, er sál þín okkur veitti’ í blíðu’ og striðu. — Guð hefir blessað yfir Ijiiflings leiði, — þar ljómar minning þín í röðulheiði! GuSm. Guðmundsson. Ofriður milli ítala og Jugo-Slava. Friðarfundurinn hefir viðurkent Jugo-Slava sem sérstaka þ.jóð. En ítalir skorast undan því að viður- ltenna þá, enda gera Jugo-Slavar kröfu til þess að landamærin verði hjá Izonso, en eins og kunnugt er, vildu ítalir leggja undir sig stóra sneið af hinu fyrverandi Austur- ríki. Út af þessu hefir dregið til ófriðar milli ítala og Jugo-Slava, og hafa hinir síðarnefndu þegar komið sér upp allmiklum her. Er í honum einvalalið og er fyrirkgmu- lagið alt með sama sniði og var í austurríkska liernum. Þá eru og sagðar viðsjár með Serbum og Itölum, og er talið, að margir Serbar hafi gengið í lið með Jugo-Slövum, svo að vel hyrjar nú ,,Fróðafriðurinn“, sem átti að fylgja á eftir ófriðnum mikla. Erí. símfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn, 15. marz. Enn er óleyst itr stjórnarskifta- vandanum. Hafa verið gerðar margítrekaðar tilraunir til sam- komulags. en ]>ær liafa nú alveg strandao. Fyrstn herfangamir frá Slésvík konni liingað í dag og hefir borgin mikinn viðbúnað tii fagnaðar. lilöð- in eru gagntekin af þjóðernisltend og fagna vel hinum heimkomnn herföngmn. Rúmum 2 miljónum króna, auk fatnaðar og matvæla og annara nauðsvnja, hefir verið safnað í Danmörk, til styrlctar Suðnr-Jót- um. Dönsku friðarfulltrúarnir eru farnir frá París og komnir til Lon- don. Er sagt ;ið för þeirra hafi borið góðan árangur. Linað á hafnbanninu. .... Skipiu íuimu verða notuð til þess að flytja matvæli og 370 þús- und smálestir verða sendar til Þýzlialands í hverjum niánuði. V erzlunarsamband við duglegan mann eða firma óskast til sölu á okkar viðurkendu steinolíu- og hráoliu mótorum fynr skip og oáta og notkun í landi. Einnig allskonar spil, t. d. til upphölunar á ýmsum áhöldum, akkerishölunar, upp- skipunar og námuvinnu, bæði fyrir hand- og mótorkraft og rafmagn. Nánari upplýsingar bjí Isidor Nielsens mekariiske Verksted, Trondbjem, Norge. Telegramadresse: Motordac. (NAB) tekur að sér allskonar sjóvatryggingar. Aðalumboðsmaður fyrir ísland: Eggert Glaessen yfirréttarmálaflutningsmaður. TTUhÍQr birgðir nýkomnar. Setidir gegn pósíhröfu um alt land. Smásaía. Tieiídsala. Skeyti frá I’arís og Briissel herma það, að fulltrúar Þjóðverja hafi orðalaust gengið að hiuran nýju skilvrðum. Er húist við því, að þeir taki þegar að afhenda skip sín, sem sögð eru í góðn standi. matvælin borga þeir í gulli eða verðbréfum. Fyrstu kaupin fá þeir að gera í Eugbmdi og ráðstafauir <'ru líka gcrðar til j>ess að leyfa l’jóðverjum fiskveiðar í Eystra- salti og ltaupa vörur í hlutlausum liradum, með þehn skilyrðum, sem þaj' um eru sett í vopnahléssamn- ingunum. M r. líoberts. matvælaráðherra Breta, segir að ráðstafanir liafi ver- ið gerðar til þess að Bretar sendi 100,000 smáléstir af kartöflum til Rotterdam handa Þjóðverjum, og niðursoðin mjólk mraii líka send þeim frá Bretlaudi. Af friðarráðstefnunni er það að segja. að undirbúnings- starfinu hcfir vcrið lokið að meira eða minna leyti meðan Wilson var fjarverandi, og' er búist við því, að iullnaðarákvörðrai veroi tekin mjög bráðlega og að innan hálfs mánaðar eða þriggja vikna muni bandamcnn tilbúnir að leggja tram bráðabirgða-friðarskilyrði við Þjóð- verja. Kltöfn, 10. marz. Konungur hefir aftur beðið Zahle að mynda nýtt ráðuneyti. Það er búist við því. að Zahle muni grípa til miljónanna, sem Danir fengu fyrir Vesturheims- eyjar, ef lögin um ríkislánið verða feld. London, 17. marz. Matvælakaup Þjóðverja. Þjóðvor.jar eiga að afhenda T’jóð- bankanum í Belgíu 18 miljónir Sterlingspunda í gulli, til trv'gg- ingar greiðslu á matvælum þeim, scm þeir fá hjá bandamönnum. Það er talið, að skipastóll sá, sem Þjóðverjár eigi að afhenda banda- mönnum, verði um 3y2 milj. smá- lesta að burðarmagni. Leigunni eftir þau skip, sem bandamenn uota í sínar þarfir, verður varið til greiðslu á andvirði matvæla þeirra, sem Þjóðverjar fá. Fyrsta matvæla- sendingin, 300 þús. smál.. á að inn- ást af hendi innan 20 daga. Á fóðrum hafa bandamenn nú orðið um 83 milj. og 500 þús. manna í ýmsum löndum; 7l/2 milj. í Belgíu, 20'milj. í Póllandi, 13 milj. Czeeko-Slovaka, 13 milj. í Rúmeníu, 10 milj. í Ser- bíu og 20 milj. í Finnlandi, Ar- meníu og öðrum löndum, og gerir Mr. Hoover ráð fyrir því, að til þess að fæða alt þetta fólk, þuríi 450 þús. smál. af matvælum á mán- uði, og til þess að flytja þau mat- væli, þarf 900 þús. smál. skipastól. Bonar Law í fiugvél. Bonar Law ráðherra fór í flug- vél milli Parísar og Itundúna í gær. Hann fór frá París kl. liy2 og lenti í London kl. 1.50. Kl. 101/ó í gærmorgun var hann á ráðstofnn með forsætisráðherranum í París, en kl. 2J4 var liann í skrifstofn sinni í Dolingstræti í Lundúnum. Khöfn, 19. marz. Danska stjórnin. Zahle-stjórnin tekur við aftur ó- breytt. Á föstudaginn verður fund- ur í ríkisþinginu og er búist við því, að vinstrimenn og íhaldsmenn muni enn halda áfram baráttu gegn stjórninni. Mnnch hermálaráðherra og hJeer- gaard eiga að vera sfulltrúar Dana \ í nefnd þeirri, sem á að koma íram | fyrir hönd hiutleysingja, þá er i farið verður að stofna alþjóoa-i bandalagið. Friöur um mánaðamótin, Frá London cr símað, að Þjó3 verjum muni birtir friðarskilmál- arnir um 20. þessa mánaðar. London, 20. marz. Friðarskilyrðin. Brezkir fréttaritarar í París segja. að meðal friðarskiiyrða þeirra, sem Þjóðvei jum vcrða sett, séu þau, að þýzki herinn sé lagður niður. Þjóðverjar hafi ekki leyfi til þess að hafa meira en 100,000 menn undir vopnam, og strangar gætur verði hafðar á því, að tak- markaður verði lierbúnaður þeirra og hergagnaframleiðsla. Ráðstaf- anir verða líka gerðar til þess. að Þjóðverjar geti ekki komiö sér upp æfðum hcr á laun. Þeir mega ekki eiga neina kafbáta og í flota þeirra verða að eins 6 orustuskip, 6 létt beitiskip 12 tundurspillar og 12 tundurbátar. Engin ný skip mega vcra stærri en 10,000 smálestir, og í sjóliðinu mega ekki vera fleiri menn en 15,000. Khöfn, 20. marz. Alt rólegt í Berlín. Búist er við því í Berlíti og Wien, að Bolzliewikkar í Rússlandi mnni hefja sókn til styrktar Spartakist- um í Þýzkalandi. Frá Helsingfors er símað, að floti Rússa hafi verið vígbúimt. Frá London er símað, að Lettar hafi hrakíð Bolzhewikka frá Mitau. Þjóðverjar eru ánægðir með mat- \ ælasamninginn við bandamenn, þar sem þeir hafa fengið loforð fyrir að minsta kosti % af mat- vielairaiflutningi fyrir stríðið og hafa leyfi til þess t.ð kaupa vörur hvar scm þeir vilja. Dýrtíðin í París. Stjórnin tekur í taumana. Þess hefir fyr vorið getið hér í blaðhiu, að eftir vopnahléð magn- aðist dýrtíðin í París meira en nokkru sinni áður. Kvað svo ramt að þessu, að um síðustu mánaðamót var orðið helmingi dýrara að lifa í París heldur en í London. En mi hefir stjórnin tekið í taum- ana og komið 4 fót ntsölum á helztu nauðsynjavörum, liingað og þangað um borgina, og var búist \ið því, að þctta mundi verða til ]iess að vöruverð fólli nm 40 % á fáum dögum. Brunatryggið hjá „Nederlandene" Félag þetta, sem er eitt af heims- ins stærstu og ábyggilegustu bruna- bótafélögum, hefir starfað hér á landi í fjölda mörg ár og reynst hér sem annarstaðar hið ábyggilegasti i alla staði. Aðalumboðsmaður: Halidór Eiriksson, Laufásvegi 20 — Reykjavik. Simi 175. Danskar nýtisku spuna- og vfcfn.iöar-verksmiðjur, sem framleiða seglgarn, hvitt o mislitt, vefjargarn s rma í pokr o. fl. Einnig gólftepp lituð og rósuð, óska eftir sambönd- um v:ð veizlunarrekendur hér á landi. Peter Myrés Fabriker A S. Svecdboig — Danmark. „Botnía“ fór í gær um miðjan <Iag, nieð svo marga farþega seni frekast var rúm fyrir. Meðal þeirra voru: Kaupmennirnir L. H. Mfiller, með frú <>g barn, Lúðvíg Artdersen, Sv. Juel Henningsen, Þorsl. Sigurðsson, X. B. Nielsen, P. A. Olafsson, Emil Strand, Hallgrímur Kristinsson forstjóri, Sig- iirður Runólfssott, Borgarnesi, Ouðm. Guðmundsson, Eyrarbakka, Jonsen- Bjerg, Engilbert Hafberg, Smith síma- \ erkfræðingur, Sætersmoen vatns- virkjafræðingur og Schelderup, frú Borghildur Björnsson, frú Karen Xiel- sen, frú Nielsen Eimskipafélagsfor- stjóra og barn hennar, frú Httnson, Unnérus kafteinn og frú, Gunnar Gunnarsson og frú, Jón Sigurðsscn og frú, P. Bernburg með fjölskyldu sinni (alfarinn), S. Kampmann lyfsali og frú, ungfrúrnar Jóhanna Knudsen, Ingibjörg Brands, Lisberg, Olsen, Guðr. Zoega, Engel Nielsen, G. Guð- r.umdsdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Guð- rún Þorkelsdóttir, Hrefna Þork<‘!;,dótt- ir, Guðr. Gunnlaugsdóttir, Malmberg, Biecbmann og frú, Þorlakur Björns- son stud. med., Knud Petersen <>g frú, Ásgeir Torfason, Arni Einarsson versl- unarm., Mattbías Mattbíasson, Carl Larsen, Ben. Blöndal kennari, Þor- bergur Kjartansson, Friðrik Magnús- soti heildsali, Benedikt Arnason söngv- ari, Eggert Guðmundsson pianoli ikari, Edvin Grove umboðssali, Páll Krist- jánsson kaupm. frá Húsavík, Jón Ólafs- son, Björn Gíslason, Erasmus Gísla- son, Sveinbjörn Betiediktsson, Pétur Lárusson búfræðingur, Stefán .Takobs- son, Gunnar Snorrason ó. £1. o. fl. Messað á morgun í Fríkirkjunni í lieykjavík kl. 2, síra Ol. Ol., og kl. 5, próf. Har. Níelsson. Ólafar Thors fór til Englands ó- samt frú síddí með e.s. Geysi, sömu« leiðis C Hobba og frú Borg fór f hringfetð þ. 18. þ. kring um Iand. Flngfélag atendur til að stofnað verði bér í bænum í dag. Lögreglustjóraemhwttií) á Siglu- firði. Um það sækja þes3Ír 4 lög- fræðingar: Guðm L Hanuasson, P.rll Jónsson. Sigurður Lvðsiou og.: Steindór Gunnlaugsson. SíIdarverðiiJ. Fyrir síld þá, sem veiddist aíðastliðið sumar, hefir út- flutniug8nefndin þegar greitt eftir til- tölu 75 aura og 45 aura fyrir hvert kg., samkvæmt lögum frá 30. júlí f. é., og nú er ákveðið að greiða þeim ennfremur uppbót á hærra verðflokki 15 aura og á Iægra verðflokki 35 aura fyrir hvórt kg.. og er verðið þá- orðið 80 og 90 aurar, og von er um meiri uppbót.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.