Ísafold - 03.05.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 03.05.1919, Blaðsíða 1
 Xemur út 1—2 í i viku. VerSárg. I 5 kr., erlendis 7*/^ i kr, e5a 2 dollarjborg- > fet fyrir miðjan júlí 5 erlendis fyrirfram. j Lausanala 10 a. eint ) XLVl. árg. Reykjavík, laugardaginn 3. maí 1919. Ritstjéri: DSafas Qjörnssoo. ísafoldarprentsmiðja. Taistmi nr. 454. Uppsögn (skrifi. bundin við áramót, er ógild nema kom- in só tll útgefanda fyrir 1. oktbr. og só kaupandl skuld laus vlS biaSiS. 18, tölablað. Hér sjáið þér model 90. Ein af hálfri miljón Overland bifreiða sem notaðar eru í heiminum. Falleg, kraftmikil, þægileg jafnvel á verstu vegum. Fjöðrunum þannig fyrirkomið, að verstu vegir finnast sem sléttir. Óvenjulega sver togleðursdekk miðað við stærð bifreiðarinnar. Rúmgóð fyrir farþega. Oll stjórnartæki eru á stýrinu, svo kvenfólk getur auðveldlega stjórnað henni. Létt, þægileg, kraftmikil og eyðir litlu. Selst með öllu tilheyrandi fyrir aðeins kr. 5000 — Fimm þúsund Umboðsmaður vor er ). Þorsteinsson, Reykjavik. Willys Overlnd Inc. Toledo Ohio, U. S. A. Frá ágætri verksmiðju á Bretlandi, er býr til gaív. bárujárrt, hefi eg fengið talsverðar birgðir, er seljast fyrir lágt verð, mcðan endast- Pðróur TlygetiritiQ, Hafnarfirði. „Þý3ingar“. (Grein próf. Sig. Nordals i síQasta hefti »Skírnis«). I. Eg lét þess minst, þegar eg skrif- aði um »Skírni«, að einnar greinar- ínnar þar muudi verða nánar getið hér í blaðinu, en kostur væri á í stuttum ritdómi. Þó ber það ekki að skilja á þann veg, að hér komi fram betri og ýtarlegri skýring á henni en hún hefir sjálf í sér. Heldnr hitt, að það sem maður finnur einhvern lífsmátt i, einhverjar nýjar leiðir, það vill maður öðrn fremur tala am og benda á. — 'Enginn, sem les þessa grein, og þekkir islenzka alþýðu og menn- ingarlíf okkar, mnn efast um, að hún ræðir það mál, sem varðar hvern einasta íslending. Það, sem hefir komið höf. »Þýð- inga« til þess að skrifa greinina, er sannfæring hans, eftir margra ára umhugsun og athugun, að aiþýða vbr sé svo frjór andlegur akur, að það sé þjóðarhneysa að sýna henni ekki meira sóma en gert er. Og því sé skynsamleg og heilbrigð ræktnn þessa akurs eitt mesta lifs- og þroskaskilyrðí þjóðarinnar. Höf. sýnir með Ijósum rökum, hvílikur andlegur máttur lifir í þjóð- tnni, og hvílikur lifsteinn sá máttur hefir verið og er henni. Á alþýða vorri hafi menning okkar hvílt og hvíli altaf (»Ef hún yrði skrill, væri ðll þjóðin orðin skríll«). En nú standi alþýðan á tímamótum. Vel geti verið, að hún sé búin að þur- ausa þá brunna, sem húu hefir svalað sér á að þessu, og eru henni að- gengilegir. En nú hafi hún aldrei verið þyrstari í fróðleik, nýjar hugs- anir. Þessvegna sé lífsskilyrði að opna henni nýja strauma, benda henni á sistreymandi og sílifandi haf heimshngsana og skoðana. Og sina ráðið til þess sé að þýða á ís- lensku úrvalsrit og bækur erlendar. Það eigi að vera sá skóli þjóðar- innar, er allir geti gengið á, æsku- maðurinn i afdalnum, sjómaðurinn í verino. Og þetta eiga að vera aækur heimilanna. Þangað ,nn á að veita straurnnnm, þv} þar skap- ist framtíð lands og lýðs við þau áhrif, sem heimilin veiti og þá krafta og hæfileika sem þau leysi úr læð- ing. — Ekki skil eg i öðru en þetta veki óblandinn fögnuð út um sveitir landsins. íslensk alþýða hefir svo oft fundið til þess, , að hún hefir verið því Hkt sem höfð út undan við andlegt matborð heimsins. Henni hefir fundist hún Iiggja í öskustó einangrunar og niðurlægingar. En {afnframt vitað, að aðall andans lifði í brjósti hennar. Þessvegna hefir hún teygt hendurna í hvern geisla andlegrar birtu; opnað stóna sina fyrir hverjum þeim bjarma, sem sló yfir þjóðlífið. Hún hefir tileiqkað sér allan þann andlega lífsauð, sem fundist hefir meðal hennar, og rækt- að f kyrþey og hljóði alla sfna óþrjót- andi og marghittuðu möguleika. Og þvi er það alþýðan, sem komið hefir á Iegg flestam okkar afburða- mönnum. Að meira eða minna leyti, era þeir runnir af rótum hennar. Margir hverir hafa þeir alist upp »á kolabing hjá öskustónni«, en sumir hafa náð að baða sig í laugum þess besta, sem mannsandinn hefir fram- leitt. Kynþroskinn hefir sprungið út í þeim í fullum krafti. — — Væri nú einskisvert að gera eitt- hvað til þess að vernda þennan aðal, efla hann, víkka sjónhring hans, gefa honum nýrri og þroskaðri ávexti «f trjám hins andlega lífs? Er það ekki eitt af skyldum landsstjórnar og löggjafar að sjá íslenskri alþýðu fyrir einhverjum lifandi menningarauði, sem allir geta veitt sér og notið? Skólarmr eru — eins og próf. tekur fram — ekki allra. Þeir, sem þangað fara standa vitanlega betur að vigi. En þó er ekki himinn höndum tek- inn innan skólaveggja. Þetta nær þvf, eða á að ná, til allra. En sér- staklega til þeirra, sem heima sitja, og aldrei hafa haft tækifæri til þess að fara út fyrir takmörk sveitar eða sýslu sinnar, en eiga þó löngun til að sjá um alla heima og geima. Þeim verður því þetta ný frjódögg, nýtt vorregn með þúsundum Hfs- sambanda í sér. Þeim er ekki inn- lend bókaframleiðsla nægileg. Og húu verður einhæf og einhliða til lengdar. Við flytjum inn erlendar fæðutegundir, vegna þess að við höfum ekki nægilegt heima fyrir. Hið sama verðam við að gera við hina andlegu fæðu: flytja hana inn, og gera hana að ódýru og aðgengi- legu vaxtarefni í framtiðaiþroska vorum. Sú framkvæmd á þessu, sem höf- undur bendir á og telur réttasta, er að sjálfsögðu sú heillavænlegasta, sem fundin verður. Rikið á og verður að kosta fyrirtækið án allra milliliða og umboðsmanna. Höf. tekur það skýrt fram í greininni, að þarna megi ekki snefill af hagsmuna- hugsunum komast að. Aðalatriðið — og eina atriðið — sé að koma framúrskarandi góðum erlendum bókum í íslenskti þýðingu i hendur alþýðcnnar, svo ódýrum, að allir hafi ráð á að kaupa. Landið verður að sjá af nokkrum þúsundum árlega til þess að viðhalda einu dýrmæt- asta og mikilvægasta þjóðareinkenni íslendinga. Ekki eiuasta halda þvi við, heldar auka það, fylla það nýju lífi, opna því víðari veraldir eu það á nú við að búa. Sjálfsagt koma fram mótmæli gegn þessu. Alt nýtt, hversu gott og mikilsvert sem er, á sér altaf visa mótstöðumenn og örðugleika. En, ef við höfum ekki ráð á að leggja fram 10—15 eða jafnvel 20 þús. árlega til andlegra þjóðþrifa, þá höfum við ekki ráð á að borga þremur ráðhenum, mörgum sendi- herrum (sem fylgja fullveldinu), tug um nefnda, sem litið gera, o. s. frv. Með öðrum orðum: Þá höfum við ekki ráð á að vera sjálfstæð þjóð með sjálfstæðu lífi og meuningu. Öll sjálfstjórn heimtar sjálfsfórn. Því ber okkur skylda til að leggja eitthvdð í sölurnar til þess að vera sjálfstæðinu vaxnir. II. Það er annar undirstraumur i grein prófessorsins, sem óvanalegt er að sjá, en sem mig langar til að benda á. Pað er krafan sem hann geiir til þjóðarinnar sem heildar: að við hættum að líta á okkur sem spor- göngumenn annara þjóða eingöngu, en brjótum heldur nýjar brautir, sem hæfa okkur og samsvara vexti okkar. »Við verðam að heimta að vera eitthvað sjálfirt, (bls. 40). Þetta ætti að Ietrast yfir dyrum á hverju einasta heimili Iandsins. Við erum nógu lengi búnir að stara á okkar eigin smæð og stækka hana i augum vorum. Við erum altof lengi búnir að berja þá skoðun inn í sjálfa okkur, að við séum ekki færir um að skapa sjálfir okkar lif og framsókn. Við höfum altof lengi andað að okkur þeirri trú, að við séum hvergi hlut- gengir meðal annara þjóða, að pcer verði að opaa þá brunna, sem við drekkum úr; að p<er eigi að kveikja þau Ijós, sem lýsa okkur á þroska- brautinni. En þarna er kveðið við annan tón. I.esið þið byrjunina á 5 kafla greinarinnar, (bls. 47) þá munuð þið finna, að við eigum ekki að lifa til þess eins að halda f öllu í skott annara þjóða. Við eigum lika að gangá fyrir. Og þarna er eitt meðalið, sem höf. »Þýðinga« bendir á, til þess að vekja upp metnað þjóðarinnar, þann metoað, sem er sér sinna eigin krafta með- vitandi. Meistarinn sagði við mann- inn: »Stattu uppoggakkU Greinin segir það sama til gervallar islensku þjóðarinnar. III. Hvernig þetta mál færi að stöfn- um, er mest undir forstjóranum komið, þeim manni, sem veldi bæk- urnar, skýrði þær fyrir lesendum og sæi um þýðingarnar. Heyrt hefi eg menn örvænta um, að sá maður væri við hendina, sem gæti eða vildi taka slikt að sér. Þeir sem væru því vandaverki vaxnir sætu í em- bættum, sem þeir mundu ógjarna láta af hendi. En um þetta er óþarfi að kvarta. Maðurinn er til, ef verkið þarfnast hans, maður, sem óefað er flestum mönnum hér víð- förulli í bókmentum annara þjóða. Á þvi stendur ekki, ef þeir, sem ráða hér meðal okkar, sæju sóma sinn í þvi að nota þessa hugmynd og sýndu með því, að þeir þektu vitjunartíma þjóðarinnar. Vonandi kemst þetta mál inn á þing nú strax í sumar. Við höfum ekki ráð að láta heillavænleg nýmælt liggja óreynd og ónotuð, þegar um mikilsvert andlegt þroskaskilyrði okk- ar er að ræða. Þó margir efist um mátt þing vors til að bera góð mál fram til sigurs, þá væri óréttlátt að efast um glöggskygni þingmanna á nytsemi þessa málefnis. Þeim ber að lita á það, að islenzk alþýða á heimting á því, að fulltrúar hennar stifli ekki þær elfur, sem hún gæti teygað úr endurnýjunarlyndir og vaxtarstrauma ár eftir ár. Fólk út um sveitir þessa lands, í strjálbygð- um og afskektum héruðum á rétt á að krefjast þess af þingmönnum sin- um, að þeir rétti heimilunum, þegar kostur er á, þá vængi sem eiga að bera þau á stórhríðarkvöldum langra ömurlegra vetra, út um himna og heima mannsandans, sem hann bef- ir verið, er og mun altaf byggja. Kjósendur ættu að minna þingmenn sína á það, áður en þeir ganga að »hinum heilaga dómi«, í sumar. /. B. Ummæli Anders Hovdert um ísland. (Hér fer á eftir þýðing á grein, er nýlega stóð í norska blaðinu »Gule Tidende*, eftir prestinn og skáldið Anders Hovden. Hann er íslandsvinur mikill. Kannast menn óefað við hann hér, meðal annars af ljóðmælum þeim, er Matth. focti- umsson hefir þýtt eftir hann: »Bónd- inn«. í þessari grein er ýmislegt, sem við hefðum gott af að leggja ofekur á hjarta, þó þar sé aftur á móti sumt, sem við getum ekki fallist á, t. d. ummæíi hans um fæðingarréttinn). . ísland hefir hlotið nafnið: sjdlf- sUett ríki. Mér finst, að það hafi keypt það nafn of dýru verði raeð því að heimila Dönum rétt innbor- inna manna. Það er bæði andleg og efnaleg hætta fyrir íslendinga. ---------Islendingar eru fátækir af fjármunum, en auðugir af anda og hugsjónum. Sögueyjan hefir enn ekki þyrlast inn í hvirfilbyl peninga-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.