Ísafold - 21.07.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.07.1919, Blaðsíða 1
"Ritstjóri: Vilhjá'mor Ficsen. — Sími soo. Stofnandi: Björn Jónsson. ísafoldarprentsmiðja. XLVI irg. Reykjavík, mánudaginn 21. júli 1919 30 tölnblað. Vdunaískólitin. Skollaleito samTinnnmanaa 1. Ver/lunarskóli íslands var stofn- átður af nokkrum áhugasömum borgurum þessa bæjar fyrir hálf- Um öðrum áratug. Hefir hann jafn- . an notið lítils styrks frá hinu opin- 7bera og er það sorglegur vottur þess, hvað fulltrúar þjóðarinnar ■eru ’blindir fyrir því, hvert hlut- verk hann hefir að inna af hendi. Nú ætti augu manna þó að vera far- in að opnast fyrir því. Iieimsstyrj- öldin mikla, sem aðallega hefir ver7 ið háð út af verzlun og viðskiftum á heimsmarkaðinum, og allar af- leiðingar hennar og viðbúnaður þjóðanna til þess að verða eigi aft- ur úr.í samltepninni á komandi ár- um, ætti að minsta kosti að liafa fært okkur áþreifanlegar sannanir fyrir því, að við þurfum á víðsýn- ,um, mentuðum og hagsýnum kaup- sýslumönmim að halda. Það verzl- unarlag, sem hér var fyrir 10 ár- um, er orðið úrelt, hvað þá eldra yerzlunarlag. Á viðskiftasviðinu «eru breytingarnar stórstígari og braðskreiðari en á flestmn öðrum sviðum. Og ef við eigum ekki að verða algerlega aftur úr, verða leiksoppar í höndum erlendra kaup- manna, þá megum við til með að leg'gja alla rækt við það, að ala her upp kaupsýslumenn, er séu vaou- . anum vaxnir. Það hefir miklu meiri þýðingu fyrir framþróun þjóoar- iimar og efnalegt sjalfstsoði, lield ur en allur þorri manna getur ?< rt séi í hugarlund. Verzlunarskólinn hefir alt af átt' við þröngan kost að búa. Þó lieih hann getað starfað árlega og ao- sóknin að honum sýnir það be/.t, að hin uppvaxandi kaupmannastétt landsins kauii að meta tilgang hans. En það þarf að auka skólann og eudurbæt.a áð miklum mnn og til þess þarf fé. En hvaðan á það að koma ? Auðvitað frá hinu opinbera. Ríkið á að taka að sér rekstur skól- aps og stækka hann, auka og bæta 'kensluna. í fjárlagafrumvarpi stjórnarinn- ar fyrir 1920—21 er gert ráð fyrir •7000 kr. styi-k hvort árið til verzl- unarskólans, þó með því skilyrði, að það fari eigi fram úr % hlutum kostnaðar við skólareksturip.n. Með .-öðrum orðum: Það er búist við því, að skólinn muni ef til vill komast af með minna en 10 þús. krohur á ári. En til Eiðaskólans, sem hefir hverfandi litla þýðingu í samah- burði við verzlunarskólann, á að veita 10100 kr. fyrra árið. Og vér skulum taka fleiri skóla til saman- burðar. Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri eru ætlaðar 25200 kr. fyrra árið og 21200 kr. síðara árið. Kenn- araskólanum eru ætlaðar 21200 kr. fyrra árið og 20800 kr. síðara árið. Stýrimannaskólanum 16400 kr. fyrra árið og 15900 kr. síðara árið. Þessi samanburður nægir til þess að sýna hvert alnbogaborn verzlunar- skólinn er enn þá. En það mun sannast síðar, að þjóðin iðrast eft- ir því, að hafa ekki hlúð betur að honum. Hér sjáið þér model 90. Ein af hálfri miljón Overland bifreiða sem notaðar eru i heiminum. Falleg kraftmikil, þægileg jifnvel á veistu vegum. Fjöðrunum þannig fyrirkomið, að verstu vegir finnast sem sléttir. Óveojulega sver togleðursdekk miðað við stærð bifreiðarinnar. Rúmgóð fyrir fatþegá'. Oll stjórnartæki eru á stýriuu, svo kvenfóik getur auðveldlega stjórnað henni. Létt, þægileg, kraftmikil og eyðir litlu, Selst með öllu tilheyrandi fyrir aðeins Kr. 5200 — Fimm þúsuad og tvö hunnruð Umboðsmaður vor er Þorsteinsson, Reykjavik. Willys Overland Inc, Toledo Ohio, U. S. A. ii. En nú komum vér að öðru efni, sem er náskylt þessu, sérstaklega að því leyti, að það miðar til sundr- ar- ungar og raiðar til þess eins að draga úr starfi verzlunarskólans — og kostar þó fé. Það e.r scm sé gert ráð fyrir 4000 kr. styrk livert árið til Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, til þess „að útbreiðá þekk- ingu á samvinnufélagsskap, leið- beina í bókhaldi og starfrækslu slíkra félaga“ 0. s. frv. Eins og kunnugt er, liafa Sam- vinnufélögin haldið uppi námskeiði hér í bæ undanfarna vetur og hefir þar verið kend verzlunarfræði. Að- sókn liefir verið lítil -— hafa kenn- arar jafnvel verið fleiri en nemend- ur. En nú hugsa Samvinnufélögin sér til lireyfings. Á aðalfundi þeirra, sem haldinn var hér í bæn- um um síðustu mánaðamót, var tek- in eftirfarandi ákvörðun: „ A ð set.ja á stofn tveggja ára samvinnuskóla á næsta hausti, er standi yfir 6 mánuði árlega, a ð skólanum séu útvegaðar nauð- synlegar bækur og' kensluáhöld, a ð hver nemandi greiði 50 króna skólagjald yfir árið, a ð sam- bandsstjóruin sæki um ríflegan styrk til alþingis handa skólan- um, er verði ekki minni en styrk- ur sá, er þingið veitir Verzlunar- skólanum.1 ‘ Hvað ætlast nú sambandsmenn fyrir með þessu? Jú, fyrst og fremst vilja þeir fá til þessa skóla síns, sem þeir kalla samvinnuskóla, saina styrk og Vcrzlutuirskólanurn er veittur. Það á þá að vera verzl- nnarskóli um leið, líklega með svip- uðu fyrirkomulagi Og námskeiðín að undanförnu. En hvað á þetta að þýða? Væri ekki nær að auka frem- ur styrkinn til Verzlunarskólans 1 Því að þar á öllum verzlunarnem- endum að gefast kostur á að l®ra allar þær fræðigreinar, er við koma verzlun og viðskiftum. Og þær fræðigreinar eru öllum kaupsýslu- mönnum jafn nauðsynlegar, hvort sem þeir síðar gerast kaupmenn eða samvinnumenn og kaupfélagsstjór- Kensla í bókfaerslu, reikningi, tungumálum, bréfaskriftum (korre- spondanee), vöruþekkingu o. s. frv. lilýtur að verða með sama sniði, hvernig svo sem nemendurnir ætla að haga verzlunarstarfsemi sinni að nánii loknu. Með því að auka styrk- inn til Verzlunarskólans t. d. um helming, má auka skólann og bæta að miklum mun. Hitt, að fara að tvískiíta f járveitingu til verzlunar- keiislu, er til niðurdreps eins. En svo er annað. Þessi styrkur, sem S. í. S. fer fram á að fá til ,,samvinnukenslu“, er auðvitað alt annað en þær 4000 krónur hvort árið, sem ætlaðar eru í fjárlagafrv. til „þess að útbreiða þekkingu á samvinnufélagsskap‘ ‘. Aðalfundi S. í S. hefir að sjálfsögðu verið kunn- ugt um þá f járveitingu, þegar hann tók áður umgetna ákvörðun um kenslustyrk. En með hverju á að útbreiða þekkingu á samvinnufé- lagsskap? Auðvitað með „Tíman- um“, og væri það þá í fyrsta sinn, að alþingi færi að styrkja einhliða pólitiskt blað af opinberu fé. Það væri hreinasta gerræði, að maður segi ekki meira, ef alþingi á að fara að hlaða undir sérstakan pólitískan flokk með fjárveiting- um. Því að svo er „Tímanum" fyrir að þakka, að nú er komin pólitík í viðskiftamálin og sú pólitík stefn- ir beina leið að því að innleiða hér aftur hina sælu einokun. Væri ekki komið inn á slíka braut, mundi engum detta í hug að fara að koma hér upp nýjum verzlunarskóla. En samvinnumenn eru hræddir um það, að þeir sem ganga á Verzlunar- skóla íslands, muni sannfærast um J>að, að frjáls verzlun og frjáls sam- kepni sé þjóðunum fyrir öllu. Það má ekki. Þeir verða að fá sinn eigin skóla, þar sem þeir geta barið kenn- ingum sínum inn í nemendurnar, og það á að sitja fyrir allri annari kenslu. Og sjálf landsstjórnin er blind fyrir þessu. Verzlunarskólinn starfar eigi þágu neinnar pólitískrar stefnu. Hann hefir ekkert annað markmið en það, að gera nemendur sína að hæfum kaupsýslumönnum, á hvaða sviði sem er. Sézt það bezt á því, að þeir, sem liafa útskrifast þaðan, hafa gerst kaupmenn eða sam- vinnufélagsmenn, eftir því hvert upplag þeirra hefir verið, og eftir því hvað þeim hefir þótt lífvæn- legra. En hinn nýi samvinnuskóli á að eins að unga út samvinnufélags- mönnum, — hann er beint stofnað- ur til höfuðs íslenzkri kaupmanna- stétt og frjálsri verzlun. Hvor skól- anna skyldi eiga meiri rétt á sér? Þarf nokkur maður, sem ekki hefir hengt sig á samvinnustefnuna, að hugsa sig tvisvar um það ? Samvinnumenn ætla sér að leika skollaleik við þingið — og þingið á að vera skollinn. Með lævísi ætla þeir að komast á ríkissjóðsspenann og fá styrk handa stefnn sinni. Þeir halda að hinir þingflokkarnir sé svo heimskir, að þeir sjái þetta ekki. Hækkun úlflutningstolls á fiski og síid. Stjórnin leggur tvö frumvörp fyrir Alþingi um liækkun á út- flutningstolli síldar, fisks o. fl. Salt- fiskstollinn vill hún hækka um helming frá því sem nú er, en síld- artollinn úr 50 aurum upp í 1 kr. á þessu ári, en 3 kr. á næsta ári og framvegis. Athugasemdir þær, er frumvörp- unum fylgja, eru svo ónákvæmnar og ófullnægjandi að nærri lætur að iær verði villandi í stað þess að vera skýrandi. „Útflutningsgjald á fiski samkvæmt lögum 4. nóv. 1881 hefir ekki verið breytt,en hinsvegar fiskurinn stigið mjög í verði“, seg- ir í athugasemdum stjórnarinnar. Þetta er að eins rétt í orði kveðnu, því eftir að stríðið skall á var bætt við iitflutningsgjaldið svonefndum verðhækkunartolli, þannig að út- flytjandi greiddi í landssjóð 3% af því söluverðsins, er fram yfir var venjulegt verð fyrir stríðið. Og- þessum verðhækkunartolli er báett við útflutningsgjaldið, eins og það er sett í skýrslu athugasemdanna yfir árin 1914—1916 (199—263 þús. ári). Síðar á stríðsárunum var verðhækkunartollurinn afnuminn, en í stað hans lagt stimpilgjald á fiskinn, 1% af andvirði hans. En þegar athugasemdirnar telja út- flutningstollinn hafa numið 80 þús. 1917 og 53 þús. 1918, þá hefir hér láðst að bæta stimpilgjaldinu við upphæðirnar. Því að stimpilgjaldíð er, eins og verðhækkunartollurinn, ekkert annað en grímuklædd hækk- un á útflutningsgjaldinu. Á sama hátt má ekki gleyma stimpilgjaldinu í sambandi við síld- artollinn. Sé gert ráð fyrir að síld- arverðið verði e. 60—75 kr. á tunn- oma á þessu ári, verður tollurinn því í raun réttri ekki 50 aura held- ur 1.10—1.25 kr. á tunnuna. 1 athugasemdum stjórnarfrum- varpsins um síldartollinn er gert ráð fyrir því, að ca. 150 þús. tunnur veiðist á ári hverju, en ekkert vit er í að áætla ársaflann • minni ett ca. 300 þús. tunnur. 1915 fluttust út 388 þús., 1916 317 þús. tunnur. Með- al-aflinn 1913—1918 er í athuga- semdunum reiknaður hér um bil 225 þús. tunnur á ári, en þess ber að gæta, að tvö af þessum sex árum (nefnilega 1917 og 1918) voru sér- stök óhapiiaár fyrir síldarútveginn, veðráttan þau sumur svo stirð fyr- ir Norðurlandi, að afli brást hörmu- lega. En vilji stjórnin gera ráð fyrir aflabresti enn á ný, þá mun margur útgerðarmanna, einkum hinna smærri, þykjast fullhart leik- inn, þó að tollurinn verði ekki hækkaður nú. Æskilegt væri, að hægt væri að finna heppilega leið til þess að láta útlendinga, þá er síldveiði stunda hér við land, gjalda meira í lands- sjóð af atvinnurekstri sínum en ís- lenzka útgerðarmenn. Það væri af öllum ástæðum eðlilegt og sjálf- sagt. T. d. gæti komið til mála að hækka allan síldartollinn að mun, en endurgreiða svo innlendum út- gerðarmönnum nokkurn hluta hans aftur. En vér viljum í þessu sam- bandi minnast á annað, sem mikln meira máli skiftir, og það er nauð- synin á því, að bæta stóru mland- helgisgæzluna fyrir Norðurlandi á sumrin. Því að það er alkunnugt, að mikill hluti þeirrar síldar, sem útlendingar veiða hér við land, er f enginn innan landhelgi, og það má ekki viðgangast. Loks þykir oss réttara, að lögin um hækkun síldartollsins upp í 3 kr., verði látin ganga í gildi t. d. 1. maí 1920, en ekki 1. jan., eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Stjórnin ætlast auðvitað til þess, að þriggja krónu tollurinn byrji með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.