Ísafold - 29.09.1919, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.09.1919, Blaðsíða 1
ss XLVI. árg. Reykjavík, mánndaginn 39. sept 1919. 40 tölab’af. ! Gisfihústeysið. Sumarið er að líða lijá og án þess að nokkur merki sjáist til þess, að Earið sé að hugsa um að bæta úr þeim afleitu vandræðum, sem gistihúsleysið bakar öllum þeim, er til bæjarins koma, bvort be'ldur eru innlendir menn eða erlendir. Harð- ast kemur þetta auðvitað niður á útlendingum, því þeir standa ver að vígi en innlendir menn, sem oft- ast geta snúið sér til einhverra kunningja. Tómlætið í máli þessu hefir verið ótrúlega mikið, af hálfu þeirra, sem falið befir verið að sjá sóma bæjarins og efla hag hans. Þeir að- hafast ekkert. Þeir reyna ekki að ýta undir þá sem líltlegastir eru til jiess að hafa vilja og getu til að gera eitthvað málinu til fram- kvæmda. Sennilega er það ekki orð- ið mönnum nógu ljóst enn, hve frá- munalega mikill vansi höfuðstað landsins er að gistihúsleysinu og hve bagalegt það er fólki. Hvað mundu íslendingar segja, ef þeir kæmu í ókunna bæi úti um víða veröld og gæu hvergi fengið inni? Ætli jieir hefðu ekki eitthvað út á það að setja? En ætli þá, að gest- irnir, sem hingað koma, hafi ekki eittiivað við það að athuga, að verða að hýrast um borð í skipum meðan þeir standa við í sjálfri höf- uðborginni? Ætli þeim, sem koma hingað til lengri dvalar og verða að hörfa burt aftur vegna þess að þeim var úthýst í landinu, finnist mikið til um viðtökurnar. Við skul- um stinga hendinni í eigin barm, og spyrja ok'kur sjálfa hvernig við nundum taka slíkri meðferð. M eð hverri farþegaskips'ferð, sem bingað fellur, kemur hingað fólk, -em hvergi fær inni. Margt fólk. Þetta oru engin ósannindi. Það er sannleikur, þó ljótur sé. Og við megum alls ekki lá fólkinu, sem verður fyrir þessari meðferð, þó því liggi ekki sem bezt orð til ís- lands eftir viðkynninguna. Næsta sumar er margra gesta von hingað. Og það er vottur þess, hvort sómatilfinningin er nokkur eða engin, hvort nokkuð verður gert til þess að bæta úr vandræð- unnm eða ekki fyrir þann tíma. ,Yér hiifum heyrt það, að núver- antíi eigendur ,,Hotel íslands“ mundu faaniegir tII, að laga gisti- húsið og stækka, ef þeim yrði leyft aS byggja ofan á þann hluta húss- ins, sem nú er einlyftur (bygging- arnar að Veltusundi og Vallar- stræti). Með því móti er talið að hægt væri að auka herbergjafjölda að góðum mun og auk þess að koma upp stórum veitingasal, bið- sal 0. s. frv. Það mun stríða á móti upptek- inni reglu byggingarnefndar, að bygð yrði þarna viðbót við húsin, því að sjálfsögðu yrði yiðbótin að vera úr timbri. En þegar þess er gætt, að með þessari byggingu væri ráðið til bráðabirgða fram úr bein- TJiu vandræðum, þá virðist það sjálfsagt, að stjórnarvöldin ættu að taka þessu tækifæri fegins hendi. Á. það skal einnig bent, að ef gisti- ^Úsið.yrði þannig aukið 0g endur- b®tt, mundi að sjálfsögðn verða ’^.it um nitunartæki og ijóstæki og nýju tækin verða tryggari með tilliti til eldsvoða en þau sem nú eru. Það sem gerast þarf, þarf að ger- ast fljótt. Stórhýsi er ekki hægt að byggja á skömmum tíma, og þarna er eini sjáanlegi möguleikinn til að liæg't sé að ráða fljótlega fram úr vandræðunum. Vandavetk. Frumbýlingurinn, sem reisir bú með tvær hendur tómar á oft úr vöndu að ráða. Viðfangsefnin bíða hans, en orku og reynslu vill oft vanta til þess að ráða fram úr, svo vel sé. Fyrstu árin eru mestu varð- andi og á þeim veltur það, hvernig síðar gengnr. Þess sjást oftast merk in fram að lokum hvort byrjunar- stefnan hefir verið rétt eða röng. Islendingum er líkt farið og frum býlingnum. Við erum nú að byrja að ráða okkur sjálfir að fullu og öllu og viðfangsefnin eru á bverju strái. Heiíl þjóðarinnar um fyrir- sjáanlegan tíma er undir því kom- in hvernig þeir, sem nú eru ráðandi merm þjóðarinnar, leysa verk sitt af hendi. Þeir verða að vera sér þess meðvitandi að þjóðin stendur á krossgötum og að það eru þ e i r sem eiga að marka nýjn stefnuna. Þeir eiga að byggja undirstöðuna að velferð þjóðarinnar á komandi tímurn. Þó sjálfstæðisbarátta fslendinga væri löng', þá var þjóðin engan veg- inn undir það búin að taka við sjálf- stæðinu þegar það kom.Stjórnmála- mennirnir okkar voru t. d. vanastir og kunnugastir deilumálnnum við Dani en innlendu málin sátu á hak- anum. Sambandsmálið var oftast nær aðalmálið . Nú er vonandi frið- ur fenginn í sambandsmálinu og innanríkismálin verða aðalmálin. Atvinnumál þjóðarinnar eiga að verða efst á baugi á komandi tím- um, því undir efnalegri velferð er það komið hvort þjóðin skipar sess sinn sómasamlega og hlýtur álit annara þjóða. Og á því ve'ltur einn- ig, hvort við getum rækt skyldur þær er vér höfum, við þjóðerni vort og bókmentir, og fullnægt þeim krö'fum er útheimtast til þess að menning geti þrifist og nýt kynslóð alist upp í landinu. Hór vantar tilfinnanlega menn, með þeirri þekkingu, sem þarf til að koma atvinnumálum og fjármálnm landsios í gott horf, og eru verk \ firstandandi Alþingis áþreifanleg sönnun þessarar staðhæfingar. Þing ið virðist ekki sjá nema eina leið til þess að bjarga fjárhagnum, nfl. að leggja tolla á sjávarútveginn. Áður hefir vefið rninst á það að óflangt má fara í því, og að það getur orð- ið atvinnuveginum til niðurdreps. Og ekki er það heppileg atvinnu- málapólitík. Eigi er það nema rétt, að sá at- vinnuvegur, sem mestan hefir arð- inn beri mestar hyrðar. En þá á hann um leið heimtingu á því, að byrðarnar séu lagðar réttlátlega en ékki af handahófi. Hann verður að fá viðurkenningu löggjafarvalds- ins fyrir því,að það á'líti að atvinnu- vegurinn eigi að eflast og blómgast og þingið á að sýn^ í verkinu að það vilji hlynna að atvinnuveginum. Enda er það ainnig arðvænlegast. Ef litið er á aðferð þingsins gagn- vart sjávarúveginum nú í sumar horfir öðruvísi við. Þar verður ekki sjáanlegt, að útvegurinn sé mikils virði í augum löggjafanna, því fátt er þar gert honum til eflingar, en sköttum hrúgað svo geipilega á hann, að engu er líkara en þingið sé að reyna að murka úr honum lífið. Hvað gera aðrar þjóðir? Leggja þær ekki stund á að efla sem bezt þann atvinnuvegmn sem mestan gefur arðinn, til þess að þjóðlífið hafi sem mest gagn af honum? Þær hneppa hann ekki í tollfjötra, svo hann geti ekki komist úr sporunum. Þær láta hann vaxa og gera hann öruggan gagnvart samkepni annara landa. Þetta er viðurkend regla al- staðar í heiminnm og jaifnvel stór- þjóðirnar verða að lúta henni. Bret- ar, stærsta siglingarþjóð heimsins og verzlunarþjóð standa ráðþrota vegna þess, að þeir geta ekki fram- leitt nógu ónj'r kol, út af kröfum verkamanna. Hvar stöndum vér, smáþjóðin, ef fiskurinn okkar verð- ur of dýr fyrir innlenda markaðinn. En livað er eðlilegra en svo verði, með þeiin ókjörum sem útveginum er ætlað að bera. Og þó svo verði að sjávarafurðirnar haldi áfram að ganga út á erlendum markaði, sakir þess að þær eru viðurkend góð vara, þá hlýtur kirkingur og aftur- kippur að koma í útgerðina, undir núverandi kjörum. Það má líkja henni við einyrkjabúskap þar sem alt gengur með erfiðismunum og lítið í aðra hönd. Og hvaða gagn verður landinu þá að henni? Þess eru dæmin að þjóðirnar verja stórfé til þess að efla þá at- vinnuvegi, sem menn hafa trú á. Hér er ekki veriðað beiðast fjár- styrks, því allir vita að sjávarút- vegurinn hefir borið megnið af op- iuberum gjöldum möglunarlaust, heldur að eins nærgætni, og að þær leiðir séu farnar sem landinu í heild sinni eru fyrir beztu. Þjóðverjar hafa orðið fyrir hruni. Þeir standa uppi með tvær hendur tómar en ógrynna skuldasúpu á bakinu. Samt taka þeir ekki upp þá stefnu að tolla framleiðsluna í landinu. Þvert á móti. Þeir sjá nauðsyn þess að ryðja vörum rúms á erlendum markaði, leggja alla stund á að selja ódýrt en selja mik- ið. Nú þegar eru aðrar þjóðir farn- ar að kvarta undan ódýru vörunum þýzku aftur og atvinnurekendurn- ir í sömu iðngreinnm beiðast að- stoðar hins opinbera í samkepninni við Þjóðverjana gersigruðu. En það er kunnugra en frá þurfi að segja að þessi þjóð hefir verið svo mikil uppgangsþjóð á seinni áratugum, að vert er að setja á sig aðferð hennar í viðskiptum. Islenzkir atvinnuvegir þurfa um fram alt að eignast þrótt og verða því að eins óbrigðul þjóðarstoð. Viðgangur og vöxtnr atvinnuveg- anna á að vera ahugamál allra þjóðrækinna manna, og þá ekki síst löggjafanna. Hjá þeim þarf málið að verða að vísindum, svo þeir sjái lengra en aðrir og geti rákið alla hina mörgu þætti er mynda uppi- stöðu- og ívef örlagavefs þjóðar- innar á efnalegu sviði. En í hönd- | um fákunnandi manna verður alt að ; flækju. Og þá er byrjunin ekki góð. JSanófíonnuðirnir sœnsfiu íenda i mannraun. Vér höfum áður birt skeyti frá sænsku víisindamönnunum Ygberg og Wadell, með frásögn þeirra af ferðinni yfir Yatnajökul. Ferðin sú hefir gengið mjög að óskum og Svíarnir verið sérlega heppnir með veður. Að öðrum kosti var eins lík- legt að þeir hefðu báðir orðið úti á jöklinum. En ekki létu þeir sér nægja þessa ferð. Eins og sjá má af skeyti því sem hér fer á eftir hafa þeir farið í nýja rannsóknarferð og þá skilið | tjaldið sitt og farangur eftir á. | jöklinum. Hinu 18. sept. hafa þeir ! farið á ný í jökulgöngu og orðið illa úti eins og sjá má af skeytinu- Hefir verið býsna mjótt á mnnnn- um að þeir færust ásamt fylgdar- manni sínum uppi á jökli. Skeytið hljóðar svo: Hólum í Hornafirði, 22, sept. 1919 Framhald VatnajökulsferSar. Eftir að við höfðum komist heilu og höldnu austur yfir Vatnajökul hinn 5. september með 3 hesta, flest öll áhöld, allar ljósmyndir og ferða- og mælingabækur, fórum við kandí- dat Ygberg nýja ferð til þess að kanna suðurbrún Vatnajökuls. liéldum við út á öræfi og lögðum þar á jökulinn á ný og komumst aftur austur að Heinabergi. Hinn 18. september að morgni fór eg ásamt kand. Ygberg og Dag- bjarti Eyjólifssyni frá Heinabergi, með 4 besta, til þess að sækja far- angur þann er við höfðum orðið að skilja eftir á jöklinum. Var veður gott en nokkuð hvast. Sóttist ferð- in seint yfir sprungurnar og kom- umst við ekki að sleðanum og far- angrinum fyr en kl. 7. Eftir 20 mín- útur vorum við búnir að binda far- angurinn í klyfjar og búa upp á hestana og lögðum við þá á stað. En eftir 10 mínútur kom alt í einu eins og skotið væri úr byssu hinn ægilegasti bylur. Við vorum þá í brattri íshengju og djúpar jökul- sprungur á allar hliðar. Gátum við ekki staðið en urðum að fleygja okkur niður. Sáum við ekki nema svo sem einn meter fram undan okkur.Gafst okkur ekki tími til að taka ofan af hestnnum en skárum á reipin. Með mestu erfiðismnnum gátum við vafið tjaldinu utan um okkur og lágum við þannig innan í tjaldinu en óveðrið lamdi okkur ofan í klakann. Brúsi með 4 lítrum af steinolíu fauk burt frá okkur. Veðnrhæðin óx jafnt og' þétt og skóf upp íshrönglinginn, en snjór- inn fylti hverja smugu á tjaldinn O'g fór í gegnum það og var það þó þykt. Bráðlega fenti okkur í kæf. Klukkan eitt um nóttina skriðnm við Ygberg úr hýðinu til þess að gæta að hestunum, en gátum ekkert séð. Stormurinn fleygði Ygberg um 10 metra veg og kom hann niður á jökulsprungubarmi, en eg fauk tveiin metrum skemra. Við náðnm hvor til annars og skriðum aftur upp eftir á móti vindinnm og reynd um að halda hvor í annan, og kom- umst loks að tjaldinn- Dagbjartur hafði með mestu erfiðismunum get- að haldið tjaldinu kyrru á meðan. Gátum við með mestn erfiðismun- um hamið tjaldið utan um okkur um nóttina. Næsta dag (19. sept.)var bylur- inn jafn æðisgenginn. Um kveldið skreið eg út til þess að ná í kassa með mat í, sem ekki hafði fokið. Fauk þá af mér liatturinn og kól mig á eyrum á þremur mínú'tnm. Að tjaldinu komst eg aftur og hafði þá meðferðis eina dós af fiskbollnm, haframél og tvær öskjur af eldspít- um. Átum við haframélið lirátt. Bálviðrið hélt áfram og okkur varð mjög k-alt aðallega á fótum og um síðir fundum við ekki til þeirra. 20. sept. lægði veðrið strax um morguninn og hugsuðum við þá til hreyfings. Kl. 8 um morguninn bröltum við út úr tjaldinu en áttum mjög bágt með að standa í fæturna fyrsta kastið. Allir hestarnir voru horfnir. Éinn þeirra fundum við niður í 15 faðma djúpri sprungu 0g var hann lifandi- Hinir hestarnir og liundur sem með okkur var, ó- fundnir enn þá. Komumst við við illan leik niður að Heinabergi kl. 7 um kveldið. 1 dag, (21. sept.), liggjum við í rúminu í Hólmi og ernm kalnir á fótum og eyrum. Ef við héfðum komið háiftíma seinna á jökulinn befðum við ekki fundið sleðann og tjaldið og allir orðið úti. Hákon Wadell. ------_o—------ Þingíok og oæstu kosningar Þau munii nú ákveðin 27. þ. m. Er því auðsætt, að flanstursverk mun verða á afgreiðsln einhvers málsins. Og sumum er, eins og kunnugt er, þegar stungið undir stól. Þetta þing er að mörgu leyti merkilegt og mun lengi 1 minnum haft. Þar hefir koniið fram hvert stór- málið öðru meira, sem allur þorri þingmanna hefir ekki haft snefil af viti til að dæma um. Má þar til telja vatnamálið, stjórnarskrár- málið 0. fl. Þar hefir og komið fram hið fáránlegasta bannlagabreyt- ingarfrumvarp, sem nokkru þingi mun hafa auðnast að fjalla um. Og þetta þing hefir líklega, að öllu samanlögðn, ungað út fleiri fruin- vörpum en þessa þjóð hefir nokkrn sinni dreymt um að gæti vaxið upp úr jarðvegi hennar. Enda héfir svo litið út, að þingmenn hefðu frum- varpssýki. Og síðast og ekki síst hefir á þessu þingi gerst það furðu- verk, að ekki hefir verið hægt að mynda nýja stjórn í stað þeirrar, s>em lagði niður völd. Og hefir því þingið starfað stjórnlaust nær allan tímann. Þetta eitt, að bingið hefir ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.