Ísafold - 29.09.1919, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.09.1919, Blaðsíða 4
4 I S A F O I. D Halldórs Þórðarsonar, á túni þeirra við Ingólfsstræti. 37. ótalið er enn eitt stórhýsið, sem hf. Nýja Bíó er að byggja að búsabaki hjá Haraldi Amasyni. VerSnr það mesta stórhýsi á ís- lenzkan mæli'kvarða og að að verða fullgert næsta haust. 38. Listasafnshúsinu hefir skilað drjúgum áfram í sumar, eftir langa bið. Breytingar og viðaukar. Ymsir hafa breytt húsum sínum og stækkað þau. Á hús guðspek- inga hefir verið sett ris, og verða herbergi mörg uppi á lofti. Hús Bergs sútara Einarssonar á Hverf- isgötu 98 hefir verið flutt og hár kjallari bygður undir. Hús Kristín- ar Sigurðardóttur kaupkonu, við Laugaveg, er verið að lengja. Bald- ur Benediktsson trésmiður byggir viðbót við hús sitt á Hverfisgötu og kjallara undir það, og Björn Gunnlaugsson viðbót við hús sitt á Laugavegi 48.---------- Eins og menn sjá, er það ekki neitt smáræði, sem er í smíðum. En þó er þetta eins og högg á vatni og húsnæðisleysið aldrei til- finnaniegra en í haust. ReykjaYiknraniiálL Bannlagabrot. í Lagarfoss fanst all- mikið af vínföngum er hann kom hing- að síðast frá Ameríku, eitthvað um 600 flöskur samtals. Hefir próf staðið yfir málinu undanfarna daga og ber- ast böndin aðallega að strák einum á skipinu, bróðir brytans. Kvikmyndirnar. Síðustu viku hefir verið kvikmyndað hér í bænum og fólk jafnan flykst saman til að horfa á. Nú hefir verið auglýst eftir nál. 100 manns til þess að aðstoða við mynda- tökuna í kirkjunni en eigi hefir enn verið byrjað að taka myndirnar. Sumt af leikendunum taka sér fari með íslandi til Kaupmannahafnar á morg- un. í bankaráð íslandsbanka kaus sam- einað þing á lokafundi sínum Guðmund Björnsson landlækni. Suðnrland fer norður seinni part þessarar viku og flytur þingmenn heim til sín. Gjöf Jóns Sigurðssonar. í verðlauna- . nefnd endurkaus þingið þá dr. Jón Þorkeílsson,Hannes Þorsteinsson sk.rnla vörð og Jón J. Aðils háskólaker:nara. Yfirskoðunarmenn landsreinkingan na eru af þinging kosnir þeir Matth. 01- ifston, Kristinn Daníelsson og Jörund- nr Bynjólfsson. itáðgjafanefndin. Þingið endurkaus þá tiina sömu er skipaðir höfðu verið í dansk-íslenzku rá ihc rranefndina Þingsafglöp. Á lokafundi þingsins var kosinn endurskoðandi Lands- bankareikninganna og féll kosning þannig að Pétur Jónsion tékk 17 i- kvæði, Guðjón Guðlaugsson 16 og Jak- ob Möller 1. Forseti úrskurðaði að Pétur væri löglega kosinn og við það sat. En í þingsköpum segir svo, að kosning sé ekki lögleg hema viðkom- andi fái rúman helming greiddra at- kvæða. En nú verður þessu eigi haggað, þar sem þingi er slitið og verður hinn ólöglega úrskurðaði endurskoðunar- maður að taka við starfinu. Samsæti var kapteini Faber haldið í fyrrakvöld í Nýja Landi. Var veit- ingahúsið lokað fyrir almenningi alt kvöldið. Alþingi Fræðslumál. Mentamálanefnd efri deildar fer ’ svo feldum orðum um fræðslumála- j tillögu þá, er neðri dei'ld hefir sam- þykt: „Nefndin hefir orðið sammála um ; að leggja til, að tillaga þessi verði ; samþykt, og þótt hún telji, að hin j einstöku atriði hennar kalli misjafn ; ‘lega mikið að, þá leggur hún ekki ; til, að neinar breytingar séu gerðar | á búningi hennar. j Að eins vill nefndin sérstaklega • benda á, að af skjölum, sem hún hef j ir haft í höndum við athugun máls- ins, hefir hún sannfærst um, að ’ nauðsynleg sé orðin tvískifting sú ; á 3 efstu bekkjum mentaskólans, | sem liður II. 1. í tillögunni ræðir ■ um. Að öðru leyti verður um málið j farið nokkrum orðum í framsögu.“ ; Kristinn Daníelsson hefir orð fyr- ir nefndinni. St j ornarskrarmálið. | Framhaldsnefndarálit er komið ; um' stjórnarskrárfrumvarpið frá I stjómarskrámefnd neðri deildar! ! Farast nefndinni orð á þessa leið : „Ed. hefir gert þær efnisbreyt- ingar á frv., að 1. Ákvæðið um kunnáttu í ís- lenzkri tungu í 29. gr. er felt niður, og 2. Setningin: „Eigi slítur það heimilisfestu" o. s. fv. í sömu grein eru burt feld. Nefndin getur fallist á þessa breyting, en vill þó árétta og leggja sérstaka áherzlu á þá skýring efri deildar nefndarinnar, að þessi orð þurfi eigi að setja í ! stjórnarskrána sakir þess, að þetta sé áður í lögum og liggi í hlutarins eðli. Fyrri breytinguna lætur nefnd- in afskiftalausa, og eru nefndar- menu óbundnir um atkvæði sín, ef brtt. kemur fram um að kippa þessu atriði í sama far. Smávegis orðabreytingar vill ! nefndin gera á frv.‘ ‘ Beresford lávarður dauður HeiIsnfraBðingamótið í Kanpmannahöfn. 0,mm ^Eíturgas i Atianzhafi Við og við berast fregnir um, að vestur af Florida eitrist loftið á svæði, svo að allur fiskur þar drep- ist. Ekki eingöngu vatnið, heldur og loftið fyllist þessu gasi, sem er ilmlaust, en mjög óþægilegt fyrir hálsinn og lungun. Hafa menn tek- ið eftir þessu fyrirbrigði síðan 1844, alls átta sinnum, og síðast árið sem leið. Stjórn Bandaríkjanna hefir látið rannsaka stað þenna, en eigi varð neinn árangur af því; var eigi-hægt að komast fyrir upþtök eiturlofts- ins og halda menn að það standi í sambandi við neðansjávár jarð- skjálfta- Einn af nafnkendustu fiotafor- i ingjum Breta, Beresford lávarður, er nýlega látinn í Skotlandi, 73 ára að aldri. Gharles Beresford gekk í sjólið Breta 1859 -og var förunautur prinsins af Wa-les (er seinna varð Játvarður konungur VII.) á Ind- landsferð hans 1875—76 og vann j sér þá hylli prinsins og vináttu. ; Hann var jsóliðsforingi í herliðinu ; brezka í Egyptalandsstyrjöldinni j og vann sér þá frægð fyrir hug- j rekki. En jafnframt kom þá í ljós hjá honum það einræði, sem aflaði honum oft síðar óvildar. Árin 1885—89 var hann þingmaður í neðri málstofunni og 1886 gekk hann inn í ráðuneyti Salisburys sem aðstoðar flota-ráðherra. En ári síð- ar sagði hann af sér vegna sundur- lyndis þeirra Hami’ltons flotaráð- herra. Hóf Beresford þá ákafa bar- áttu fyrir því að flotinn væri auk- inn sem mest, og hafði hann sitt mál fram. Þá er hann hætti þingmensku J gekk ’hann aftur í sjóliðið og hækk- | aði smárn saman í tign þangað til j honum voru fengin hin æðstu flota- j foringja embætti í hendur, t. d. forysta Ermarsundsflotans, forysta Miðjarðarhafsflotans og síðan enn forysta Ermarsundsfl-otans (1907— 1909). Þá var það að honum lenti í j deilum við einn undirforingja sinn, Perey Scott, sem nú er nafnfrægur maður fyrir stjórn stórskotaliðs. Deilan reis út af flotamálum og vakti mikla athygli víðsvegar. Síðan átti Beresford oftar en um sinn sæti í þinginu og jafnan hélt hann óspart fram því áhugamáli sínu, að flotinn væri aukinn, sem mest. Varð honum vel ágengt, en þó þóttist hann eigi fá að ráða rniklu og varð það til þess að hann gekk úr sjóliðinu 1911. í stríðinu átti hann þó enn oft í brösum út af ýmsu flotanum viðvíkjandi. Hef- ir svo verið sagt um hann, að hjá honum hefði einni glegst komið í Ijós þjóðareinkenni Breta, óbifandi þrákelkni og að láta sér ekkert fyrir brjósti brenna. Það hófst þriðjudaginn 2. þ. m. í sal í húsi sem Teknologisk Insti- tut á. Sóttu þennan fund heilsu- fræðingar víðsvegar af Norðurlönd- um. Fyrir vora hönd var próf. Guðm. Hannesson viðstaddur. Fundinn setti dr.med. Poul Hertz 1 sem er formaður í „Selskabet for Sundhedspleje*. Var þá kvatt til hljóðs fyrir þá Guðm. Hannesson, hinn finska prófessor Lönquist, borgarlæknir Geirsvold frá Bergen og medieinalrád Block frá Stokk- hólmi er þökkuðu fyrir boðið til stefnunnar. Því næst var skoðuð sýning sem stofnað hafði verið til í sambandi við stefnuna og að því búnu sest að snæðingi. Næsta dag áttu fundir að byrja með fyrirlestrum og umræðum. Ekki lengur á undan Nýr siedihirra. Aukning kolaframleiðslu I EngUods. Síðustu fregnir frá London herma það, að kolaframleiðslan þar í landi sé að aukast alls staðar nema í Norður-Englandi. í vikunni sem lauk 23. ágúst, var kolafram- leiðslan samkvæmt skýrslu verzl- 'unarráðuneytisins 263,263 smálest- um meiri en vikuna áður. Þessi aukning er aðallega því að þakka, að þá höfðu verkfallsmenn í Yorks- hire tékið til vinnu aftur. Bandaríkin hafa nýlega sent nýj- an sendiherra til Kaupmannahfn- ar, og heitir sá Norman Hapgood. Mynd þessi er af honum. Norðm nn ih Spítzbergen, Flugvélin hefir nú verið tekin í sundur. Á að koma henni fyrir í kassa þeim sem hún var flutt í hingað, til þess að hún verði ekki fyrir skemdum. Einnig er þá og hægra til að taka j ef þar’f að selja hana. En líklega j verður styrkurinn til Flugfélagsins j settur aftur inn í f járl-ögin og þarf j þá ekki að selja vélina. Enda væri félaginu skaði í því, ef það heldur áfram, því að vélin er að dómi þeirra sem vit hafa á mjög traust og góð, og mótorinn hefir reynst gallalaus. — Meiri reynsla hefir nú fengist heldur en síðast þegar at- kvæði voru greidd um styrkinn. Síðan hafa verið þreytt ýms lang- flug sem gefa góðar vonir. Allsend- is óverjandi væri það ef löggjafar- valdið eftir svo vel hepnaðar til- raunir yrði til að bregða fæti fyrir þetta fyrirtæki. Nú á þessu stigi málsins yrði það að fella styrkinn sama sem óverðskulduð vantraust- yfirlýsing, sem hreint ekki mundi mælast vel fyrir. Það er kunnara en frá þurfa að segja, að síðastliðið ár hefir verið mikið um það rætt, hver eigi Spitz- bergen. Margar þjóðir þóttust hafa þar réttindi og fjölda mörg ensk blöð hvöttu til þess að Englending- ar slægi eign sinni á land þetta. Bn Norðmenn, sem alt af hafa talið sér Spitzbergen, héldu enn fram eignarrétti sínum Í ákafa, og svo fór, að Spitzbergen-málið komst inn á friðarfundinn í París. Virðist svo sem þær lyktir hafi á orðið, að Norðmenn hafi fengið viður- kendan fullkominn eignarrétt á Spitzbergen og eyjunum þar um- hverfis. Norðmenn höfðu mann fyrir sig suður í París, Wedel Jarlsberg ráð- herra, og hefir hann gengið ötul- lega fram í því að fá Spitzbergen undir Noreg. Segir „Tidens Tegn“ frá því í öndverðum þessum mán- uði, að hann sé þá farinn á leið heim til Noregs til þess að leggja undir samþykki stjórnarinnar á- kvarðanir þær, er teknar hafa verið um framtíð Spitzbergen. Og ein- mitt um sama leyti flytur „Ber- liner Tageblatt“ þá fregn, að Norð- menn eiga að fá landið til fullkom- innar eignar, en ekki eins og fyr var sagt, að þeir fengi þar að eins yfirráð undir eftirliti og umsjá al- þjóðasambandsins. Lxka frett flytja Bandaríkj ablöðin frá fréttaritara Associated Press í París, svo að telja má víst að fregnin sé sönn. Eru Norðmenn auðvitað glaðir mjög út af þessu og flestir munu unna þeim þess vel að £á landið. Sú var tíðin að skáld og lista- menn sáu j'msar framfarir, sem | verða áttu í heiminum, löngu á und- ; an öðrum, og fyrst tugum ára, eða jafnvel öldum seinna komu vísinda- j rnenn, iðnfræðingar og aðrir þess- j um hugmyndum í framkvæmd. Nægir þar að benda á ýmislegt sem , Jules Verne „segir fyrir“ í skáld- | sögum sínum, sem sumt þegar hefir ræst og sumt er að rætast. Nú er öldin önnur, nú eru skáldin j ekki lengur á undan, að minsta | kosti verða þau að herða sig ef þau vilja vera það. | í júní hefti tímaritsins, „Every- ; day Science“ er mynd af „fljúg- andi járnbraut“ er enskur málari héfir gert: Gerir hann ráð fyrir járnbautarvagni með stéli ogvængj um og er hann knúinn áfram með loftspöðum. Spöðunum snýr ráfmó- tor og aflið til hans leitt eftir braut arteinunum. Er þetta milliliður milli jarðbrautar og flugvélar og á að hafa öryggi járnbrautanna, en j hraða flugvélanna. Aukakostur i einn er sá, að vagn þessi er hávaða- ; iaus, því rafmótorinn hefir hægt | um sig. Þetta er að eins framtíðarhug- I mynd listamanns. Hefir hann enga vissu fyrir því, að þetta sé fram- kvæmanlegt, og getur engar sönnur ; á það fært, né gefið seina hugmynd um kostnað, eða annað. Sem sagt, . þetta er að eins liugmynd, sem þeir i geta notað, er hafa vit og getu til , þess. Um leið og blaðið, sem flytur hug : mynd þessa er að fara í prentsmiðj- una, berst sú fregn frá París, að þektur iðnfræðingur, Francois Laur, hafi tekið einkaleytfi á nýrri tegund farartækja, sem séu noklj- urskonar milliliður milli járnbraut- arlestar og flugvélar. Er sagt a.ð þessum hugmyndum svipi mjög hvorri til annarar. Hvor þessara manna hefir fyr fengið þessa „flugu“ er ekki gott að segja, en svo mikið er víst, að nú varð iðnfræðingurinn á undan listamanninum og má sá seinni því herða sig. Þjóðverjar ónýta loft-herskip. Menn muna eftir því, að þegar Þjóðverjar áttu að skila Bretum flota sínum og voru komnir með hann inn á Scapa Flow, tóku skips- hafnirnar sig til og söktu skipun- um. — NÚ áttu þeir líka að skila 16 loftherskipum. Af þeim hefir að sögn tekist að ónýta 12. Óperasöngvarar við konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn hafa löngum þóst illa launaðir í saman- burði við það sem tíðkast í öðrum löndum. Hefir leikhúsinu því hald- ist illa á beztu söngkröftum sínum. Nú segja blöðin að. líkindi séu til að Tenna Frederiksen, Helge Nis- sen og Niels Hansen fari fra leik- húsinu vegna þess að þeim bjóðist betri stöður erlendis- Rán og gripdeildir kvað vera daglegt brauð í Moskva sem er nú höfuðborg Bolsjevika. Að ríkis- bankinn er langt frá því að vera öruggur gegn árásum sést af því að 18 manna flokkur réðst inn í bankann einn daginn og rændi 2 miljón rúbla. Var það í þriðja sinni með stuttu millibili að ræningjar brutust inn í þennan banka.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.