Ísafold - 27.10.1919, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.10.1919, Blaðsíða 4
4 ' * D fært að segja sig úr þversum flokkn- um fyr en í lok síðasta þings. petta samband milli M. T. og „Tímans“ er erfitt að skilja, því ekkert er andstæðara hagsmunum kjósenda á Isafirði en einmitt stefna „Tímans“. En sagt er að „Tíminn hafi gert sér von um að ná meiri hluta í þinginu eftir næstu kosningar, og þá búist við að flokk- inn myndi vanta ráðherra. Og ef til vill hefir M. T. vantað ráðherra- stöðu. En nú lítur út fyrir að sókn- in ætli að bresta og veiðin verði sýnd „Tímanum“ er ekki gefin. # Fyrirlestrar Jóns biskups Helgasonar í Kaupmannahöfn. Jón biskup Helgason er nú sem stendur í Danmörku og hefir flutt fyrirlestra við háskólann í Kaup- mannahöfn um kirkjusögu íslands frá tímum siðskiftanna og fram á vora daga. Segir „Berlingske Tid- ende“ 14. þessa mánaðar, að kvöld- ið áðnr hafi biskupinn flutt f}rrsta fyrirlestur sinn um siðaskiftin og undanfara þeirra. ------o------- Ragnar Lundbarg Iíann var forstöðumaður fyrir h.f. De förenade Boktryekerierne, en lét af þeirri stöðu í sumar og gerðist framkvæmdastjóri sænks-ís- lenzka verzlunarfélagsins í Stock- hólmi er hann kom heim aftur héðan. Um hann er grein með mynd af honum í sænska tímaritinu „Hvar 8 dag“ 28. f. m. og segir það að hann muni að því er sagt sé verða fyrsti yfirkonsúll Svía á landi hér. í sarna tímaritshefti er grein eftir R. L. um ísland og íslendinga. Per hann, sem vænta mátti af honum, mjög lofsamlegum orðum um land vort og þjóð. Hann stingur og upp á ýmsu er aukið gæti þekkingu hverrar þjóðarinnar á annari, hinn- ar sænsku og íslenzku, og viðskifti þeirra innbyrðis, svo sem blaða- mannaheimsókn, listasýning og beinar eimskipasamgöngur. Greininni fylgja 6 myndir frá för lians hingað, 5 frá Reykjavík og 1 af þeim hjónunum og' föru- nautum þeirra á pingvöllum. M. p. 0 •------- Nýr höfuðsmaflur á Islands Falk. Þegar „Islands Palk“ kemur til Kaupmannahafnar næst, verða þar foringjaskifti. Heitir sá A. G. Top- söe-Jensen, er þ'á tekur við forustu varðskipsins. Liðsforingjaskifti verða einnig á skipinu. Nýju liðsforingjarnir þar heita: Nörguard, Dahl, Hempel- fförgensen, Mörch, H. J. OJsen verk- fræðingur og H. E. aðstoðar- verkfræðingur. V RejtiMmnaáll. Ný veiki Forseti Finna Bjarni Sæmundsson kennari og frú hans hafa orðið fyrir þeirri sorg, að missa yngstu dóttur sína. Islands Falk fór héðan á föstudaginn og ætlaði til Danmerkur. En skipi'ð hefir siitiið aftur af einhverjum or- sökum og kom hingaö inn í morgun. •Foringjaskifti eiga aö verða.á skip- inu, er það kemur til Hafnar. Heitir sá A. G. Topsöe Jensen, sem þá tekur við. Munu margir vona a'ð hann verði röggsamlegri í sinni stoðu heldur en núverandi yfirforingi. Kvikmyndaleikendurnir eru nú allir farnir héðan nema Sommerfeldts-hjón- in og Larsen myndasmiður. En þau fara héðan með „Gullfossi“. — Mynd- in hefir verið reynd í Kaupmannahöfn og þvkir mikið til hennar koma fyrir fegurð og hvað hún sé vel leikin. Er sérstaklega getið Guðm. Thorsteinsson- ar og sagt að hann muni geta átt mikla framtíö fyrir sér sem kvikmyndaleikari. I yfirkjörstjórn hefir bæjarst.jórn kosið þá Sighvat Bjarnason banka- stjóra og Eggert Briem yfirdómara, og til vara Agúst Jósefsson bæjarfulltrúa og Jón Asbjömsson cand. jur. „ísland“ kom hingað í gærmorgun með marga farþega. par á meðal voru Vilhj. Finsen ritstjóri (kemur frá rit- stjórafundinum í Stokkhólmi) og Her- bert M. Sigmundsson prentsmiðjustjóri. Dánarfregn. Eyþór Kjaran, stýri- maður á „Vínlandi“, andaðist á Landa- kotsspítala á laugardagsmorgun. Hann var ungur maður og hinn efnilegasti og er hverjum manni harmtlauði. Gunnlaugur Einarsson læknir kom hingað til bæjarins með Islandi. Hefir hann að undanfömu dvalið í Krist- janíu. Nú ætlar hann sér að setjast að á Eyrarbakka og fer þangað næstu daga. Skip ferst. A fimtudagsnótt strand- aöi seglskipið „Activ“ frá Marstal, fram undan Knarrarnesi á Mýrum, og fórust menn allir. Skipið var á ieið til Borgarness með trjáviðarfarm til Kaupfélags Borgfirðinga. Mikiö af farminum hefir rekið í land, svo og brot úr skipinu, en lík skipverja ófund- in. Hygg.ja menn að þeir muni hafa \erið 5 eða C. Nýtt tímarit um andleg mál fer bráö- úm að koma út hér. pað heitir „Morg- un“ og ritstjóri er Einar H. Kvaran skáld. Nýtt dagblaS ætla verkalýðsfélögin liér í bænum að fara að gefa út innan skamms. Ritsljjóri verðhr Ólafur Friðriksson. „Dagsbrún“ helduráfram að korna út vikulega eins og áður,. að minsta kosti til nýárs. Taugaveiki kvað vera að stinga sér niður í bænum núna. Sjúkling- at jafnharðan einangraðir og því vonandi að veikin breiðist ekki út. Yerkföll í New York Síðustu dönsk blöð herma það, að hafnarverkamenn í New York hafi lagt niður vinnu. Jafnframt hafa og námaverkamenn lagt niður vinnu og komið fram með nýjar kröfur. Krefjast þeir þess nú, að vinna að eins 5 daga í viku og 6 tíma á dag en fá svo 60% kaup- hækkun. Samkvæmt læknablaðinu norska, hefir á fjórum stöðum í Nöregi orð- ið vart við nýjan sjúkdóm, sem menn þekkja eigi, en er nú þó all- víða í Norðurálfunni. Veikindin byrja með hitasótt og síðan leggjast þau í heilann og hætta sumar heila- frumurnar að starfa. Augnalokin verða máttlaus og hníga niður og sjúklingurinn fellur í dvala og get- ur legið þannig milli heims og helj- ar í heilan mánuð. Sé veíkin svæsin í byrjun, fylgir heni stjarfi, höfuð- verkur, uppsala og hálsrígur. Halda læknar, að veiki þessi sé eftirköst spönsku veikinnar. Glimufélagið 9 Armann er nú að færast í aukana á ný og ætlar að hafa æfingar tvisvar í viku í vetur. Hafa félaginu bæst 14 nýir meðlimir í liaust og eru marg- ir þeirra utan af landi og hinir efni- legustu glímumenn. Veitir síst af að nýjum þrótti verði blásið í glímuna, því hún hefir verið hálf- gert alnbogabarn í íslenzku íþrótta- lífi síðustu árin. En svo má ekki vera. Glíman er okkar þjóðaríþrótt, eina íslenzka íþróttin sem við get- um verið hreyknir af og henni á því að vera æðri sess settur, en öllum öðrum íþróttum. Knattspyrnan hefir náð föstust- um tökum allra íþrótta á íslenzkum — eða að minsta kosti reykvískum— áhorfendum og er það síst að lasta, því íþróttin er holl og skemtileg. En okkur má ekki gleymast, að við höfum alveg sérstakar skyldur við giímuna. Hún er okkar eign og það er því hlutskifti okkar að halda henni yið og efla hana og þekkingu manna á henni bæði utan lands og innan. Glíman er of göfug til þess að gjalda þess að hún sé í umsjá þjóðar, sem gætir hennar illa og lætur hana hýrast í öskustónni. ís- lendingar eiga í glímunni sinni svo dýrmætt djásn, að þeir eru minni menn en áður ef þeir gæta þess ekki trúlega. „Armann“ hefir því eigi litlar skyldur. Og íslenzkir íþróttamenn ættu að hafa það hugfast, að hversu góðar og hollar sem aðrar íþróttir eru, þá mega þeir aldrei gleyma þeirri íþróttinni, sem Islendingnum ber fyrst og íremSt skylda til að gæta vel, — glímunni. Ef nokkrir menn verða sendir héðan á Olympíuleikana næsta ár, þá verða það glímumenn. Og nú verða veitt verðlaun fyrir glímuna á leikunum. En Ármannsfélagar og aðrir glímumenn verða að minn- ast þess, að kröfur verða gerðar til glímumannanna sem sendir verða, meiri en nokkru sinni fyr, og að engir verða sendir ef þeim kröfum verður ekki fullnægt. pessvegna er það eigi litlu varðandi, að íþróttin vei'ði iðkuð af kappi í vetur. pað er fyrsta skilyrðið fyrir því að glíman verði á leikskrá heimsmóts- ins. K. J. Ssáhlberq HanD var áður prófessor i lö>:nm við haskólann i Helsingfors. Er hann auk þess kunnur vlsindamaður og stjórnmálamaður og hefir notið mikils álits og vinsælda bjá finsku þjóðinni i frelsisbaráttu hennar. Hefir hann i mörg ár verið forseti finska þjóðþingsins. Hann er læddar áiið 1865. Minnlsmerki Bismarks i Knivsbjerg i Suftur-fótlandi á nú að flytja þaðan burtu. Félag það sem á Knivsbjerg, ásamt minnis- merkinu, hefir sjálft tekið ákvörðun um að flytja það burt, og senni- iega verður farið með það suður fyrir hia nýju landamæri Þýzkalands. Þykir það betur komið þar. — Myndin bér að ofau er tekin hjá minnismerkinu, er Þjóðverjar héldu þar fund með : ér, til þess að mót- mælalandamærab eytiagunni áSuður- Jótiandi. Kolischak. Kolt:chak aðmiráll er rú sá mrð- itrinn rreðal rússne kra þjóða, sem einna mest er talað urr. Hann er 45 ára sð ald1’, sonur sjó ðisfonngjr. Hmn fekk eld^kírnina i orustunni hjá Po t A'thur, í str ðinu milli Kússa og I para, og gat sér þir framúrskarandi orðstír. Eftir þann ófrið setti hann sér það markmið að er.dmbæta rússneska flotann, og gekk að því starfi með frábæmm dugnaði og ötulleik. Fyrstu ir ófriðarins mikla hafði hann ýmsar trúnaðar* stöður á hendi, en þá er Kerenski komst til valda, sagði hann af sér embætti sinu sem flotaforingi og fluttist af landi burt til Ameríku. Etgi dvaldi hann þar þó lengi. Þeg- ar Bolzhewikkar náðu völdunum uudir sig, sneri hann heim á leið aftur, í þeim tilgangi að berja Bol- zhtwikka mður og koma aftur á friði og reglu i Rússlandi. Hefir hann síðan stöðagt átt i ófriði við Bolzhewrkka og verið sá brimbrjót- ur, sem hefir varnað stefnu þeirra að breiðast austur á bóginn. James Watt Seint í septembermánuði var 10(1 ára dánarminning James Watt há- tíðleg Iialdin í Birmingham. Streymdi þangað múgur og marg- menni frá öllum héruðum Eng- lands. pað er einkennilegt með Watt, að hann hefir eigi að eins hlotið lieimsfrægð fyrir þær uppgötvanir er hann gerði, heldur einnig fyrir uppgötvanir sem aðrir gerðn. pannig halda margir því fram, að hann hafi fundið upp gufuvélina. En sannleikurinn er sá, að hann. éndurbætti gamla uppgötvun og gerði liana hagnýta. Gufuvélin var fundin upp löngu áður en Watt fæddist. Hugvitsmaðurinn hét Newcomen, og var Englendingur. En sú vél, sem hann gerði, var illa nothæf og eyddi afskaplega miklu af kolum. En svo var það að James Watt fékk vél þessa til aðgerðar. Sá hann þá fljótt, að kolaeyðslan staf- aði af því, að þrír fjórðu hlutar hitans fóru forgörðum. Tók hann sér þá þegar fyrir hendur að bæta vélina. Og honum hepnaðist að gera hana svo, að hún varð fimm sinn- um aflmeiri en áður. Hann gerði einnig þá uppgötvun, að snúa „stimplinum" við og láta hann ganga upp- og ofan og setja liann í samband við drifhjól. Og eftir 13 ára strit hafði honum orðið svo mikið ágengt, að gufuvélin mátti kallast nothæf. Og þá fóru menn þegar að kaupa hana og nota í nám- um, myllum og verksmiðjum. Með því hóf gufuvélin sigurför sína nm heiminn. Spitzbsrgan Það var á fundi æðsta ráðs Bacda- manna hmn 25. f. m. að ákveðiö var að Noregur skyldi íá sðalumriÖ- in yfir Spilzbergen. Daginn eftir geiði utan'íkisráð- herra Norðmanna giein fy rir þessari ákörðun á fundi i ráðuncytma i Kristjaníu. Sagði hann að Noregur fengi óskorað pólitiskt dioitinvald yfir landinu, en þó meðþvi skilyrði, aö aðrar þjóðir mættu reka þar atvinnu undir lögsögu Norðmanna. Jafnvel þótt enginn peningalegur stórhagnaður væri að þessnm nýja landauka fyrir Noreg nú í svip, þi bæri þó að gleðjast af viðurkenn- ingunni, þvi að Spitzbergen væri að sumn leyti framtíðarland; og ómetanlegt að geta gripið þar til kolanáms, ef kolaflutningar stovuð- ust annarstaðar frá.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.