Ísafold - 24.11.1919, Blaðsíða 4
t a - O 1 D
4
$>arf að gera fljótt. Svo mun ein-
Iiverra samskota þurfa til þess að
taka við börnunum, og ef til vill til
að koma þeim hingað frá Dan-
mörku. Landsstjórnin mun hafa
fullan áhuga og fulla viðleitni til
að koma þessu máli í framkvæmd
sem allra fyrst.
Erl. símfregnir
Frá fréttaritara ísafoldar.
Khöfn 13. nóv.
Frá París og Róm er símað, að
D ’Amnunzio hafi farið frá Fiume
á tundurspilli einum, en aðrar
fregnir segja, að hann sé kominn
til Fiume aftur.
S'ímað er frá Berlím, að fagnaðar-
allmikium æsinguim, að Frakkar
hafa ekki enn skdað herföngum.
Stjórnin tilkynnir opinberlega, að
reynt sé af fremsta megni að halda
skilmálana, og að hvert tækifæri
sé notað til að endurtaka kröfuna
um framsal herfanganna.
Þýzk blöð herma, að ef banda-
menn krefjist bóta af Þjóðverjum,
fyrir vanefndir á vopnahléssamn-
ingunum, þá muni Þjóðverjar af
sinni hálfu saka bandamenn um
vanefndir á því að styðja að sam-
bandinu milli héraðanna fyrir aust-
an og vestan Rín, því að þeir hafi
róið undir tilraunum í þá átt, að
slitið yrði fjárhags- og stjórnmála-
sambandi miili vesturfylkjanna og
Þýzkalands. Ennfremur munu
bandamenn verða sakaðir um brott-
náim borgara, morð„ innbrot og
allskonar þjófnað, ofbeldi við kon-
ur og karla.
Lokalanzeiger segir frá því, að
vesturher Rússa hörfi fyrir Lettum
til Mitau.
Khöfn 15. nóv.
Símað er frá Berlín, að fagnaðr-
lætin uip Hindenburg haldi áfram
og þeim samfara vaxandi fjand-
skapur til stjórnarinnar. Binn með-
limur rannsóknarnefndarinnar, Da-
vid að nafni, ræðst ákaflega á fyr-
yerandi hermálastjóm.
Verðfall mikið hefir orðið í kaup-
höllinni í New-York.
Frá París er símað, að Poincaré
forseti hafi farið tid Englands.
Khöfn 16. nóv.
Símað er frá Washington, að sen-
at Bandaríkjana hafi samþykt ráð-
stöfun friðarstefnunnar á Shang-
tung með fyrirvara samkvæmt
Monroe-kenningunni. Ekkert um-
boð vill það láta Bandaríkin takast
á hendur fyrir þjóð alxandaiagiið.
Atkvæðagreiðsia um friðarsamn-
ingana á að fara fram í næstu viku.
Yfirráðið í París hefir gefið
Rúmenum vikufrest til umhugsunar
hverju þeir skuli svara síðustu kröf-
um bandamanna viðvíkjandi Ung-
verjalandi.
Khöfn, 17. nóv.
Frá Reval er símað, að gjörvall-
ur her Judenitseh sé að leysast upp.
Frá Berlín er símað, að jafnað-
armenn séu óánægðir með Noske.
Vegna kolaskorts hefir flutning-
ur með þýzkum jámbrautum verið
takmarkaður að miklum mun.
Frá Berlín er símað, að Ber-
mondt hershöfðingi hafi gengið und-
ir Eberhardt hershöfðingja hinn
þýzka. Blöðin álíta, að með því sé
lokið hinum æfintýralega hernaði í
Austurvegi.
Frá London er sírnað, að Lady
Astor hafi verið kjörin til þings og
er hún fyrsti kvenmaðurinn, sem á
sæti í brezka parlamentinu.
er nú sögð um alla Norður- og Mið-
Evrópu.
Khöfn 18. nóv.
Símað er frá London, að stjörnu-
fræði- og eðlisfræði-félagið enska
hafi fallist á kenningar þýzka pró-
fessorsins Einsteins, sem em and-
vígar kenningum Newtons og koll-
varpa jafnvel þyngdarlögmáls-
kenningunum.
Rannsóknarnefndin þýzka hefir
sektað Helferich, fyrv. ráðherra,
fyrir að svara ekki spurningum,
sem fyrir hann hafa verið lagðar.
Jafnaðarmennirnir þýzku eru að
reyna að sameina sig, og hafa ó-
háðir jafnaðarmenn birt hinum
skiimála sína.
Wilson forseti hefir lýst því yfir,
að hann muni taka friðarsamninga-
frumvarpið aftur, ef senatið haldi
fast við það, að samþykkja fyrir-
vara stjórnarandstæðinganna.
Flokkur Clemenceaus hefir unn-
ið sigur- í frönsku þingkosningun-
um.
Khöí'n 19. nóv.
Símað er frá Budapest, að
bandamenn krefjist þess, að frið-
arskilmálar Ungverjalands verði
undirritaðir af samsteypustjóm-
inni.
Búist við, að Friedrich segi af
sér.
Símað er frá Berln, að Hinden-
burg og Ludendorff hafi skýrt svo
írá fyrir rétti, að herforingjaráði
keisarans hafi verið ókunnugt um
samningatilraunir stjómarinnar
við Wilson og tvöfeldni Bethmans-
Ilollwegs.
Hindenburg heldur fast við það,
þrátt fyrir Vínar skjölin, að
Þýzkaland hafi ekki átt upptök að
ófriðnum.
Erindrekar frá Englendingum og
BolsVíkingum hafa komið saman í
Kaupmannahöfn til þess að semja
í m skifti á föngum og biðja dönsku
stjórnina um leyfi til þess að þeir
megi fara um Danmörku. Blöðin
l.refjast þess, að tryggar ráðstaf-
anir séu gerðar til að fyrirbyggja
Bolsvíkingaróstur.
Khöfn 19. nóv.
Enskir lögmenn sitja á ráðstefnu
með „yfirráðinu“ í París og ræða
um málshöfðunina gegn Vilhjálmi
keisara.
Á samkomu, sem haldin var í
kauphöllinni í Berlín, var þess
krafist, að þýzkir herfangar, sem
enn eru í Frakklandi svo hundruð-
um þúsunda skiftir, yrðu þegar
framseldir.
í Cork á frlandi hafa orðið róst-
ur miklar og orustur verið háðar
milli hers stjórnarinnar og upp-
reisnarmanna.
Jafnaðarmenn hafa unnið sigur
í þingkosningunum í rfelgíu.
Forsætisráðherrann danski hefir
lagt fram frumvarp um breytingar
á grundvallarlögum ríkisins. Þar
er meðal annars ákveðið, að sam-
þykki ríkisþingsins þurfi til að
segja öðrum ríkjum stríð á hendur.
Landsþingið verður uppleysanlegt,
kosningarréttur til þjóðþings bund-
inn við 21 árs aldur, og til lands-
þingsins við 25 ár. Þingmönnum
verður f jölgað; lögráða verða menn
21 árs.
Innanríkisráðherrann leggur
fram frv. til nýrra kosningalaga,
sem breytir kjördæinaskipuninni
og gerir hana réttlátari.
Símað er frá JVashington, að
Senatið hafi felt fyrirvara republic-
ana, sem borinn var fram í sam-
bandi við friðarsamningana.
Verzlunarsamband
þjóðanna.
Á ráðstefnu heimsverzlunarsam-
sambandsins, sem haldin var í Lon-
don síðast í október þ. á., var sam-
þykt mjög mikilsvert atriði. pað
tar ákveðið að koma á fót eins kon-
ar stofnun, sem verða á eins konar
verzlunarsamband þjóðanna. Ekk-
ert land, sem ekki er í þjóðabanda-
laginu, getur orðið meðlimur þessa
nýja bandalags. Hvert land hefir
tvo fulltrúa úr verzlunarráði sínu,
og hafi það ekki neitt þess konar
ráð, þá skal það stofnast.
pessir fulltrúar mynda allir
,.ráð“ í líkingu við stjórn þjóða-
tandalagsins, og hafa aðsetur sitt í
einhverri kaupsýsluborg, sem síðar
verði ákveðin.
Á þessu stofnmóti gáfu fulltrú-
arnir mikilsverðar upplýsingar um,
hvað hvert land þarfnaðist sérstak-
lega.
England þarfnast matvöru og
kol. Það er langt frá að framleiða
nóg fyrir sig og því síður að það
geti fullnægt eftirspurn Italíu og
Frakklands.
Frakkland óskar eftir að kaupa
matvöru, kol, olíu, stál og bómull
fyrir 600 miljónir dollara.
pá var lengi, fyrir lokuðum dyr-
um, rætt um ástandið í Rússlandi.
Og fulltrúar Evrópu komu fram
með ýmsar upplýsingar um Bolsi-
vikka-hreyfinguna í ýmsum lönd-
um. Um upptekin viðskifti við
Þýzkaland var og rætt. Og komu
engin mótmæli fram gegn því, að
byrja á verzlunarviðskiftum við
hinn fyrverandi fjandmann.
,,liálfvolgir“ íþróttamenn þarflega
brýnu, ekki sízt þeir reykjandi.
Bjarni frá Vogi flutti erindi á
fundinum um menningu Hellena og
Olympíuleiki til forna, Sagðist hon-
um mætavel, sem vænta mátti.
Þökkuðu fundarmenn erindið með
dynjandi húrrahrópum. Bjarni
hefir ætíð verið hinn bónarbezti
er íþróttamenn hafa átt í hlut og
veitt þeim margan stuðning.
Um þroskagildi íþrótta talaði
Björn Ólafsson kaupmaður,og þótti
segjast ágætlega. Voru það einkum
ldaup og göngur,er hann dvaldi við.
Ýms fleiri mál voru á dagskrá,en í
ekki vanst tími til að ræða þau. M.
u. hafði formanni sambandsins bor-
ist bréf frá skotskum stúdentum,
erindi um að koma hingað til,
Reykjavíkur og þreyta knatt-1
spymu við íslendinga með sömu
kjörum sem dfjnsku knattspvrnu-
mennirnir í sumar sem leið. Var
frestað að taka ákvörðun í málinu.
Tvö mál mintist formaður enn-
fremur á, sem nú yrði að ganga að '■
með oddi og egg. Annað það, að
koma fullkomnum íþróttagarði
(Stadion) upp hér í bænum, en hitt
að bæta leikfimiskensluna í Barna-
skólanum.
Eigi varð rætt um þátttöku ís-
lendinga í Olympíuleikjunumí sum-
ar vegna tímaskorts, og verður
bráðlega haldinn annar fundur til
þess að ræða það mál.
Fundur þessi bar vott um al-
mennan áhuga manna á íþróttum,
og geta svona fundir án efa gert
mikið til þess að halda mönnum
vakandi. Veitir sízt af þessu. Öllum
þarf að skiljast, að íþróttir eru
nauðsynlegar, einkum þeim, sem í
bæjunum lifa, Kyrseturnar gera
unga menn gamla, menn visna upp
og verða að rolum fyrir aldur fram.
Við jiessu getur enginn læknir gef-
ið nein lyf sem hrífa. En samt er ein
mótvörn til, iþróttaiðkanir. Þess
vegna verður þeim mönnum aldrei
fullþakkað, sem bezt berjast fyrir
auknum íþróttaáhuga, og menn
aldrei of oft mintir á að iðka
íþróttir.
að takast megi fljótt og vel að taka
upp ný íslenzk orð í málið, þurfa
allir að vera sammála um það. Þó
einn kaupmaður færi t. d. að nota
ísienzk lieiti á einhverri vörutegund,
rnundi það ekki stoða. Það þurfa að
vera samtök.
Þá er annað. Útlendu orðin eru
skrifuð með svo misjöfnum hætti.
Tökum t. d. orð eins og „cheviot“.
Sumir skrifa það með útlendri staf-
setningu, aðrir „sefíot* ‘, sumir
„sjeviot“, „sjeffíot“, „síviott“ o. s.
frv. Og þannig er um fjölda mörg
crð.
Eun fremur taka sumir upp ný
orð, sem eru svo óaðgengileg og
óskiljanleg, að vitanlegt er að þau
ná aldrei neinni útbreiðsslu.
En úr þessu er áreiðanlega hægt
að bæta. Og bezt að gera það sem
fyrst. Vissasti vegurinn væri sá, að
kaupmenn allir og iðnrekendur
kysu sameiginlega nefnd eða nefnd-
ir og fengju þær einhvern góðan
og smekkvísan málfræðing í lið með
sér. Þessar nefndir semdu síðan al-
menna vöruheitaskrá, og skyldu
hlutaðeigendur skiddbinda sig til
þess, að fara eftir henni. Eigi skal
farið nánar út í starfsvið þessara
nefnda að þessu sinni, en vonandi
getur orðið ástæða til þess síðar.
Með þessu móti gæti fengist sam-
ræmi í auglýsingamálið. Sama vöru-
tegund yrði ávalt nefnd sama heit-
inu og við það væri mikið unnið.
Er vonandi að réttir hlutaðeig-
endur taki mál þetta sem fvrst ti!
meðferðar. Auglj'singamálið er
orðið svo slæmt og á svo mikilli
ringulreið, að þetta er engin þarf-
leysa.
Iþróttamannafundur
Síðastliðinn sunnudag hélt íþrótta
samband Reykjavíkur fund í Iðnó
og bauð þangað íþróttamönnum öll-
um og öðrum þeim er áhuga hafa á
íþróttum. Var fundurinn ágætlega
sóttur.
Formaður sambandsins, Sigur-
jón Pétursson, setti fundinn og
Helgi Jónasson var kjörinn fundár-
stjóri. Tók Sigurjón fyrstur til
máls og mintist með nokkrum örð-
um Ólafs 'heitins Björnssonar rit-
stjóra, sem alla tíð hafði verið einn
hinn öflugasti styrktarmaður sam-
bandsins og formaður þess um eitt
skeið. Mintust fundarmenn hans
með því að standa upp.
Þá skýrði Sigurjón frá því að nú
væri íþróttavöllurinn orðinn skuld-
laus eign sambandsins. Eins og
kunnugt er, var tekið allstórt lán
til þess að gera völlinn, kostnaður
við hann orðið mikill, og hefði smá
saman verið borgað af honum unz
skuldin var greidd að fullu í sumar
og nú á völlurinn eitthvað í sjóði.
— Sigurjón talaði því næst um
íþróttaiðkanir og fengu þar allir
Auglýsingarnar
og málið
Vert er að veita því eftirtekt, að
mestur hluti útlendra orða kemst
fyrst á prent í auglýsingum. Menn
þurfa að auglýsa vörur, sem ekkert
íslenzkt lieiti hafa og nota því út-
lenda heitið, því annað skilja kaup-
endur ekki. Þær vörutegundir eru
óteljandi, sem þannig er háttað.
Þessvega er auglýsingamálið orð-
ið öðruvísi en annað ritmál. í aug-
lýsingum verzlana úir og grúir af
útlendum orðum, sem sum eru orðin
föst í málinu, en önnur ekki. Eigi
skal út í það farið hér, hvort taka
skuli upp útlendu orðin, en víst er
um það, að hægt er að finna mörg-
um vörutegundum íslenzk nöfn, sem
hljóma vel í eyra og mundu fljótt
ná festu í málinu, ef menn yrðu
samtaka um að nota þau. Sanna
mörg dæmi þetta og mörg ný orð
hafa á síðustu 10—15 árum rutt út-
lendum orðum eigi að eins úr mæltu
rnáli, heldur einnig úr ritmáli. Næg-
ir að benda á orð eins og „reið-
hjól“, „legghlífar“, „skóhlífar“ o.
fl. þessu til sönnunar. En til þess
Reújatlkarannáll.
Gjafir til Landspítalasjóðsins. Ný-
lega hafa sjóðnum bæzt tvær gjafir,
öunur frá farþegum á „Gullfossi'"1,
500 krónur, en hin 6041 kr. 67 aurar,
frá erfingjum Sigurðar sál. Sigurðs-
sonar frá Álftanestanga á Mýrum.
Sigurður andaðist 20. des. 1916 í Se-
attle í Ameríku; lét hann eftir sig
talsverðar eignir, en hafði enga erfða-
skrá gert.
Hsestiréttur. Talið er að þeir Lárus
H Bjamason prófessor og Páll Ein-
arsson bæjarfógeti á Akureyri muni
verða dómarar í hæstarétti.
Bæjarstjórnarkosning á að fara
fram hér í bænum eftir nýárið. Úr
bæjarstjórninni ganga Sighvatur
Bjarnason, Benedikt Sveinsson, Bríet
Bjarnhéðinsdóttir, Ólafur Friðriksson,
Inga L. Lárusdóttir og Jönmdur
Brynjólfsson, sem fluttur er burtu úr
bænum.
Slökkviliðið. Það er í ráði, að bær-
inn kaupi á næsta ári bifreið með
clælu og sjálfheldustiga. Er búist við
ao hún kosti um 40 þús. krónur.
Austnrvöllur. Áætlað er að breyting
og girðing Austurvallar muni kosta 30
þús krónur.
Níu manna nefnd hefir verið skipuð
til þess að ganga fram í því, að koma
hér fyrir austurríkskum bömum. Eru
í þessari nefnd Kristján Jónsson há-
yfirdómari (form.), Thor Jensen, K.
Zimsen borgarstjóri, Sighvatur Bjama-
son bankastjóri, Halldór Hansen lækn-
ir, Kristín Jacobson frú, IngibjÖrg H.
Bjarnason skólastjóri og Inga L. Lár-
usdóttir ritstjóri.