Ísafold - 29.12.1919, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.12.1919, Blaðsíða 2
a I S A F O L D þegar dýrtíðaruppbót er við þau lögð. *, Kaupstaðaprestur, sem hefir 3000 kr. eftir nýju lögunum, fær næsta ár um 6400 krónur. Hann fjer dýr- tíðina því heldur meira en full- fcætta. A dæmum þessum, sem tekin hafa verið, sést það, að þeir, sem kallaðir voru hafa há laun fyrir stríðið, verða langharðast úti til- tölulega. Þessa menn, sem nú skulu nefndir, vantar t. d. á að fá dýr- ið jafn vel settir sem 1914 með þá- verandi laun sín, talið eftir verð- mæti krónunnar nú- Ráðherrar (hver) 18000 kr. Dómstjóri* hæstaréttar . 6300 — Dómendur* hæstaréttar 1750 — Biskup .,.............. 8000 — Póstmeistari ........... 5500 — Landsímastjóri ........ 8000 — Landlæknir ............ 5500 — Menn, sem áður höfðu um 3000 kr. árslaun, en nú ná hámarki launa og dýrtíðaruppbótar samanlagðrar, fn nokkurn veginn uppbót. Allir héraðslæknar fá fulla uppbót og flestir talsvert meira. Prestar fá hana sumir ekki fulla en aðrir tals- vert fram yfir það. Hámörkin á dýrtíðaruppbót valda þessu misrétti. Föstu launin í frumvarpinu eru yfirleitt skynsam- lega ákveðin. Þau eru miðuð við, hvað sœmileg laun hefffi mátt telja síffasta áriff fyrir stríffiff. Ef dýr- tíðaruppbótin hefði verið ákveðin með jafnmikilli sanngirni, þá hefði allir starfsmenn landsins mátt vel' við una. Og jafnvel 3000 króna há- markið, sem að vísu er brot á rétt- mætri meginstefnu, hefði þó verið viðhlítandi, ef hitt hámarkið, 9500 króna hámarkið, hefði ekki verið sett. Sá munur er á verkalaunum starfsmanna landsins og verkaláun- um annara, að þingið skamtar hin- um fyrnefndu eins og því þóknast <g hirðir hvergi þótt allar réttar reglur sé brotnar, en verkamenn al- rnent setja þáð upp, er þeir sjá að þ( ir þurfa að hafa til framfærslu sér og sínum. Þeir miða eigi við tippbót á einhverjum hluta launa eftir því sem krónan verður þeim minna virði. Menn, sem fyrir stríð- íð unnu fasta vinnu, t. d. bókbiud- arar, prentarar o. fl., og höfðu 25 krónur um vkuna, setja nú að sögn upp 100 kr. um sama tíma, eða f;,úr- falda kaup stt. Jlnda lætur það nærri, þegar miðað er við kaup- magn peninga nú og fyrir rúmnm 5 árum. Björgunarfélag Yestmannaeyja. Eins og kunnugt er, stofnuðu Vestmanneyingar björgunarfélag fyrir rúmu ári síðan; tilgangurinn sá að hafa skip á varðbergi kring- um Eyjarnar á vetrarvertíðinni til eftirlits með bátum og veiðarfærum, sem og líka til strandgæzlu. Vestmanneyingar hafa einatt orð- ið fyrir sköðum á bátum og mönn- um, sem eðlilegt er, þar sem aðal- sjósóknin er háð um hávetrartím- ann og sótt af miklu kappi. Miðað við landsyfirdómendur. Reynsla undanfarinna ára hefir hefir sýnt það, að vélbátarnir eru ónógir til að hjálpa hver öðrum í mörgum tilfellum þegar stórsjór er kominn og storinur. Til þess þarf stærra skip með ábyggilegri vél og sérstökum tækjum til björgunar. Hins vegar eru þess mörg dæmi að vélbátarnir hafa snúið aftur út í af- takaveður ti! að leita að nauðstödd- um félögum sínum og bjarga þeim, og hefir þetta oft tekist giftusam- lega, en stundum algerlega mistek- ist, og enda komið fyrir að þeir er bjarga vildu, hafa sjálfir týnst í leítinni. Þetta ástand var því ástæðan fyr- ir stofnun Björgunarfélagsins. Þá kemur gæzla veiðarfæranna og landhelginnar. Vestmanneyingar auka útveg sinn með ári hverju, en ágangur útlendra f'skiskipa fer mjög í vöxt, og núna síðustu árin hafa þeir einkum virt landhelgislögin að vettugi og vaðið yfir veiðarfæri bátanna svo að inik- ið afla- og veiðafæratjón hefir af iiiotist. Því skal þó ekki haldið fram hér að skemdir botnvörpunga á veiðar- færum séu ávalt framdar vísvitandi. pað er oft örðugt fvrir þá að vita raeð vissu hvar veiðarfæri bátanna liggja, þar eð duflin, sem menn al- ment nota, eru ekki svo fullkomin scm skyldi. En hér gæti björgunar- og eftir- lits-skipið oft leiðbeint hvorum- tveggja, bátunum og botnvörpung- unum með góðum árangri. Björgim- arskipið verður því hvorttveggja í senn, björgunar- og strandvarnar- skip, enda fer það mjög vel saman. Því mun einnig verða falið að iáta ada mögulega hjálp í té, einkum til íslenzkra fiskiskipa, sem- eru við suðurströnd landsins á vetrarver- tiðinni. Sva*ðið frá Reykjanesi til Dyr- liólaeyjar verður starfsvið þess þann tímann. Félagið er hlutafélag og er inn- borgað hlutafé þess nú um 150 þús- und krónur, þar af frá Vestmanna- eyingum eingöngu 110 þúsund, af- gangurinn héðan úr Reykjavík og Hafnarfirði. Ilafa flest allir stærri útvegs- og kaupsýslumenn hér svðra stutt að félagsskap þessum drengi- lega með fjárframlögum. Úr ríkis- sjóði hefir félaginu komið 40 þús. króna styrkur til skipakaupanna. i Fyrir milligöngu hr. E. Nielsen framkvæmdastjóra — sem stutt hef- ir félagið ineð ráðum og dáð frá bvrjun — hefir það nú keypt haf- rannsóknarskipið „Thor“ af dönsku stjórninni fyrir 150 þúsund krónur. Er nú verið að endurbæta skipið og útbúa það fyrir hið nýja starf þess, á Flydedokken í Kaupmannahöfn, og verður viðgerðinni væntanlega lokið í janúarmánuði næstkomandi, og skipið þannig tilbúið í byrjun \ertíðar. Skipstjóri er ráðinn Jóhann Jóns- son lautenant. Thor er 205 bruttoregistertonn að stærð, sterkur og vandaður að öllu leyti og er óhætt að fullyrða, að félagið hefir orðið þar fyrir góðum kaupum. Það liggur í augum uppi að jafn stórt og gott skip sem þetta getur víðar komið liði til strandgæzlu en við suðurströndina, einkum líka þegar þess er gætt að t. d. um síld- veiðitímann er þess engin þörf sunn anlands. Björgunarfélagið vantar^nn mik- ið fé og óskar eftir hluttöku allra Gerduft Hið nafnfræqra anierfska. v-Á\ iv a ! y Langbezta efni sem nútíminn þekkir til þess að geta búið til góðar kökur og kex. Með því að nota það verður heimabökun hæg og ódýr. Að- eins selt í dósum, er ætíð ferskt og heldur full- um krafti. Selt í heildverzhm Garöars Gíslasonar, og í flestum matvöruverzlunum. þeirra, sem hjálpa vilja til þess að Iryggja líf og eignir sjómannanna; r.iest af því, sem liér hefir verið lof- að til ; kipsins er þegar grcitt, og vonandi greiðist hitt iiráðlega. enda er þess mikil þörf nú, þar sem skipið (r þegar keypt. Þetta fyrirtæki,sem V --stmanney- ingar hafa nú ráðist í, o (rð fyrsta í sinni röð á þessu ] mdi; áhugi manna þar fyrir málinu sést ljósast á framlögum þeirra til þess. Góðar undirtektir Reykvíkinga áttu og á sínum tíma drjúgan þátt í fram- gangi þess. pað mun brátt sýnt að strand- \arnar- og björgunarskip Vest- mannaeyja verður fiskiveiðum lands rnanna og þeim er þær stunda til ó- metanlegs gagns og er gott til þess að vita fyrir alla þá, er stutt hafa Björgunarfélagið til að koma þessu þýðingarmikla máli í framkvæmd. p. t. Reykjavík, 12. des. 1919. Jóhann p. Jóscfsson. hægt væri að fá sæmilegan áburð a þennan hátt því að tilfinnanleg- ur skortur hefir verið á áburði, einkum nú hin síðari árin, er til- búinn álnirður hefir verið ófáan- legur. Áburður Úr mýrartotfi. son í Þingeyjarsýslu, hefir gert til- raun til þess að framleiða áburð úr mýrartorfi, og hepnaðist hún von- um fremur. Hann lét gera gryfju í fyrra skamt frá hver,þarsem jarð- hiti er 50—70 stig. í gryfjuna var svo ekið 30—40 kerruhlössum af mýrartorfi og látið vera þar fram á haust. Þá var það pjakkað í sund- ur og síðan látið eiga sig til vors. Var það þá vel grotnað sundur og iíkast mýkju. Var því þá ekið í kartöflugarða og Sást árangurinn greinilega þegar kom fram á sum- arið. Varð kartöflugrasið miklu meira og dökkgrænna í þeim beð- um, þar sem þessi áburður var, heldur en í þeim beðum þar sem enginn áburður var. í ágústmánuði skemdi frostnótt kartöflugarðana og varð uppskera því lítil en þó var mikið meiri uppskeran úr þeim beð- um, er áburðinn höfðu fengið beld- ur en úr hinum beðunum. Ætlar Baldvin að halda þessum tilraunum áfram og væri mikils um það vert fyrir garðrækt þeirra Þing eyinga þarna hjá hverunum, ef Nýju rtkin við Austursjóinn. Framh. Ukraine. Þar eð landið hefir ekki nein glögg takmörk, er hægast að lýsa legu þess með gráðum. Það liggur milli 44. og 53. breiddarstigs og 20. og 45. lengdarstigs. Ekki þarf annað en líta á landabréfin til þess að sjá, hve flatarmálið er mikið. Gengur næst Rússlandi af öllum evrópiskum löndum. En þó að landið vanti eðlilega takmarkalínu, nema að sunnan- verðu (Svartahafið), er þó annar blær yfir landi en á Rússlandi og Póllandi. Meginhlutinn er láglendi, og er það víða afar frjósamt, eink- tim við Svartahafsstrendumar. Stórir fjallgarðar eru þar einnig i,Krimfjöllin, Kákasus og Karpatha fjöllin). Árnar eru margar og stór- ar, og renna þrjár þær stærstu út í Svartahafið, Dnjepr, Dnjestr og Buy. Dnjepr er þriðja í röðinni að lengd af Evrópuánum; er hún 2100 km. og eru 1500 þeirra í Ukraine. Mikil'l hagur er fyrir Ukraine að ciga land að Svartahafi; eru þar iíka stórar hafnarborgir, svo sem Odessa, Nikolajev Kherson, Sebasto pol og Rostov. Hvað tungumál og þjóðerni snert ir, er þar ef til vill meiri hræri- grautur en í nokkru öðru landi. Landið byggja ca. 50 milj. manna (nákvæm tala hefir aldrei fengist), og af því eru 75% Ukrainingjar. Af öðrum þjóðflokkum eru Rússar fjöimennastir, 9%, eða hér um bil 4)4 milj., og eru þar taldir með allir embættismennirnir og þeir Ukrainingjar, sem fengu sér rúss- r.eskan borgararétt af hiæðslu við að missa embætti sín. Gyðingar eru þar einnig fjölmennir, 3,8 milj. (7,6%), og eru þeir á víð og dreif, en flestir í borgunum og vestan við Dnj'epr, í austurhluta Ukraine og við rússnesku landamærin er fátt af þeim, vegna þess að Rússar neit- uðu þeim þar um dvalarstað. Hvað Pólverjar eru þar margir, er ekki hægt að segja um með vissu, vegna þess, að í skýrslunum er ekkert til- iit tekið til kaþólskr-i Rufhena, held- ur báðum þjóðflokkunum blandað sam|in. Þeir eru taldir 2,200,000, en cru að líkindum ekki nema 2 milj. Þá koma Þjóðverjar næstir í röð- inni, og eru þeir 1,6%, eða hér um bii 800.000. En auk þessara þjóð- f'okka, sem taldir hafa verið, er þar einnig fjöldi annara, en þó enginn tjUmennari en 1%. Stærstar borgir þar í landi eru Diev (1,000,000, íbúar), Odessa (800.000), Lemberg (400.000), Kharkov (350.000), Ekaterinoslav (300.000) og Rostov (250.000). Aðalatvinnuvegurinn er land- búnaður og vinna að honum 80% þjóðarinnar. Landskifti eru að vísu ekki sem réttlátust( 40% eiga stór- bændur, ríkið og kirkjan), en þó engan vegin eins ósanngjörn og víða annarstaðar. Aðalframleiðslu- varan er korn. Á árunum 1911—15 var framleitt í rússneska hlutan- um af Ukraine að meðaltali á ári 80 milj. ct. hveiti, 54 milj. ct. bygg, 43 milj. ct. rúgur og. 28 bilj. ct. hafrar; ennfremur 60 milj. ct. kartöflur og 65 milj. kg. tóbak. Kvikfjárrækt er þar einnig tals- verð, sérstaklega í austurhluta landsins, þar sem flatlendið er mest. Hestar eru taldir 7,5 mil. (Galizia 0g Bukoviiia ekki taldar með), nautgripir 11,1 milj., sauð- fé og geitfé 13,5 milj. og svín 5,8 miljónir. Námurekstur er einnig talsverð- ur í Ukraine. í Donetshéraðinu,1 rétt við landamæri Rússlands voru 280.000 námuverkamenn árið 1917, og unnu þeir 19 milj. tonna af steinkolum og 4 milj. Anthracit- kol (gljákol). Þessi framleiðsla getur að vísu ekki jafnast við Bandaríkjanna, Englands né Þýzk- alands, en aftur á móti engu minni en Frakklands og Belgíu. En fróð- legt er að sjá hvað kolaframleiðsl- an hefir aukist feikilega síðasta mannisaldurinn. 1890 vöru fram- leiddar 3 milj. tonna, 1900 11 milj., 1910 17 milj. og nú 23 milj., og ekkert bendir til að kolin fari mink andi. Fyrir nokkrum árum var kos- in nefnd til þess að rannsaka kola- lögin, og komst hún að þeirri nið- urstöðu, að ef framleiðslan væri 20 milj. tonna, yrðu námurnar tæmd- ar á 2000 árum. Af málmum hefir verið framleitt á síðustu árum 5 milj. tonna á ári og af járni 3 milj. Steinolía fæst á tveim stöðum í landinu, Galiziu og Kákasus. Og verði hægt að endurbæta steinolíu- lindirnar í Galiziu, sem að nokkru eru eyðilagðar, má télja víst, að frá Ukraine geti komið 30 milj. centn. á ári. Landið er einnig mjög auðugt af nafta, sem án efa getur stuðlað mikið að því að koma fjárhag þess á réttan kjöl. Að iðnaðinum kveður yfir höf- uð lítið, vegna þess að rússneska stjórnin hefir veitt verksiniðjunum heima fyrir, einkum í Moskva. margvísleg hlunnindi, sem dregið hafa úr samkepninni í öðrum hlut- um ríkisins. í Ukraine er nú sem stendur 35.000 ■íverksmiðjur, og \inna í þeim 330.000 verkamenn. Mest kyeður að sykurgerðinni, og vinna að henni þSO.OOO verkamanna Ur málmi eru þar helzt gerðir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.