Ísafold - 29.12.1919, Blaðsíða 4

Ísafold - 29.12.1919, Blaðsíða 4
4 I S A F OLD €nde“ segir, að ýmsir stjómmála- imenn, sem megi sín mikils, mnni innan skamms fara fram á það við konunginn, að hann skipi „þjóðar- ráðnneyti' ‘ (nationalministerium), sem rjófi þingið og efni tii nýrra kosninga strax. „Socialdemokraten“ fer umþetta svofeldum orðum: „Þessi ráðagerð, sem er bersýnileg áskorun til þess að brjóta grundvallarlögin, er ný- asti ósvífni þátturinn í hinum skitna andróðri gegn ráðuneytinu, út af Suður-Jótlands málunum. Frá París er símað, að yfirráðið viðurkenni, að síð'asta svar Þjóð- verja sé sáttfúslega orðað. Astandið í Austurríki er nú íhug- unarefni friðarráðstefnunnar og er rætt rækilega. Ætla bandamenn að veita Aust- urríki hjálp. Frá Reval er símað, að friðsamn- ingamir í Dorpat hafi mistekist. Bolshevikar eru ósanngjarnir í kröfum sínum. Heildsala. Smásala. Söðlasmfðabúðin Laugavðgi 18 B. Simi 646. Staerst fjölbreyttast úrval af reiðtýgjunn, aktýgjum, og öllu tilheyrandi s.s. allskonar ólum, beislum, töskum o. fl. Kiyftöskurnar oiðlögðu. Af járnvörum: Beislisstangir, úr járni og nýsilfri, munnjárn, taumalásar, istöð og allskonar hringjur, einnig svipur, keyri, hesta)trn o. m. fl. — Ennfremur stærri og smasrri tjöld úr ágastu efni, vagna yfirbreiðslur, fisk- ábreiður og hestateppi. Fyrir söðlasmiði: Hnakk og söðulvirki, plyds, dýnustrigi, hringjur, beislisstangir, ístöð, taumalásar, keyri, leður, skmn o.fl. Sérstaklega er mselt með spaðahnðkkum enskum og ÍHlenwkum. Stöðug viðskifti i öllum sýslum landsias. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. Byrjunarviðskifti verða undantekningarlítið stöðug viðskifti. SöOlasmiðabúflin Laugavegi 18 B. Siml 646. E. Kristjánsson. Heildsala. Smásala. ÍERSLUNARTIÐINDI Khöfn 19. des. Ástralska svefnsýkin (encephalitis lethargica) hefir kom ið npp í Kristjaniu, Stockhólmi og Málmey. Nákvæm sjúkdómslýsing hefir ekki fengist enn. Mánaðarblað gefið út af verslunarráði Inlands. Argangurinn kostar 4,50. Meðan upplagið hrekknr geta nýir áskrifendur fengið I. og II. árg. (1918 og 1919) fyrir 5 kr. báða. AfgrelBsla: Skrifstofa Verslunarráðs íslands Kirkjustræti 8 B. Pósthólf S14. Talsími 694. Bandaríkin neita að viðurkenna samninga Breta og Persa, nema Persar tjái sér full- nægt. Erlend mynt. 100 kr. sæmskar...... kr. 114.00 100 kr. norskar ..........— 100.50 100 mörk þýzk.............— 11.35 100 dollarar .............— 540.00 Sterlingspund.............— 20.50 Næturstrandferðum við Noreg er nú hætt um hríð, vegna tundur- dufla-reks. Kköfn 20. des. French lávarður hefir orðið fyrir morðtilrann, var skotið á hann skammbyssuskoti í Dublin, en mistókst. Sendinefnd hefir komið á fund Zahle forsætisráðherra með kröfu um nýjar kosningar. Zahle kvað stjórnina einnig vilja láta nýjar kosningar fara fram, þegar búið væri að samþykkja grundvallar- laga og kosningalagabreytingam- ar. Símað er frá Berlín að Bayem og Slesía sé andvíg því að öll ríki Þýzkalands sameinist í eitt ríki. Símað er frá Reval að Bolzhevikk- «ar hafi ráðist á Eistlendinga hjá Narva og að Eistlendingar muni verða að ganga að hinum „vægari kröfum“ Bolzhevikka ef þeir fái enga hjálp utan frá. Lloyd George hefir gert þá grein fyrir stefnn ensku stjórnarinnar í utanríkismál- um, að samninginn við Frakka verði að halda, en engin afskifti hafa af innanlandsmálum Rússa. Nauðsynlegt sé að fá aðstoð Banda- ríkjanna til að endurreisa Austur- riki. Friðrsamningana við Tyrki verði að leiða til lykta hið bráðasta og neyða þá til að láta Konstantin- opel af hendi, án tillits til þess, livað Bandaríkin vilja í því efni. Símað er frá Beriín að þýzka -stjórnin hafi fengið heimild til að ' hanna útflutning á öllum vörum. Khöfn 21. des. Kröfur bandamanna. „Chicago Tribune“ segir að bandamenn krefjist þess, að Þjóð- verjr láti af hendi 90000 tonn af ýmsum tækjum í Danzig, og verð- ur rannsóknamefnd send þangað. Símað er frá Helsingfors að stjóm Eistlendinga hafi bannað norð-vesturhernum að hafast við í Eistlandi, nema bandamenn, Kolt- schak og Denikin viðurkenni sjálf- stæði Eistlands. Ritzau-fréttastofa tilkynnir, að samningamir við Litvinov verði byrjaðir á ný í París. Islenzkar kvikmyndir. Forstjóri „Gamla Bíó“, P. Peter- sen hefir á síðastliðnu sumri tekið allmikið af kvikmyndum hér í bæn-1 um, og eru nokkrar þeirra nú komn ar fram á léreftið. Myndimar eru af ýmsum viðburðum bæjarins, svo sem komu dönsku knattspymu- Tna.nn3.nna og kvikmyndaieikar- anna hingáð, kappleikunum á Mel- unuim, burtför knattspyrnumann- anna, Pétri Jónssyni söngvara og fjölskyldu hans, Sigurði Péturs- syni skipstjóra á Gullfosi. Em þess ar myndir sýndar á hverju kvöldi þessa dagana. Ennfremnr hefir Petersen tilbúnar til sýnmgar myndir af flugi kapt. Faber í sum- ar, yfirlitsmynd (Panorama) af Reykjavík, tekið frá Hóiavelli, myndir af einstökum húsum í bæn- um, aí útskipun hrossa með „Is- land“ og burtför þess úr Reykja- vík. Á myndunum gefur að líta ýmsa borgara bæjarins, andlit sem allir þekkja, og mátti sjá merki þess fyrsta kvöldið sem myndirnar voru sýndar, að fólk hefir gaman af að sjá fólk, sem það þekkir, á kvikmyndum, því áhorfendur höfðu hina heztu skemtun af myndunum Enda hafa þær tekist ágætlega. Engar þeirra eru slæmar og sumar afbragðsgóðar, svo sem myndirnar frá Tjörninni, myndin af „Island“ þegar það er að fara, af Pétri Jóns- syni 0. fl. o. fl. Áður hafa verið teknar kvik- myndir hér í bænum, svo sem af konungskomunni 1907 og Slökkvi- liðsæfingu, og hafa þær verið sýnd- ar hér, en mikið vantar á, að þær væru eins góðar og þessar nýju ntyndir Petersens. Þess ber að gæta, að myndimar eru íslenzkar að öllu leyti, Petersen hefir eigi að eins tekið þær, heldur einng búið þær undir sýningu að öllu leyti og útvegað sér öJi tæki ti'l þessa. Verð- ur eigi annað sagt,enað þessi fyrsta tilraun hans — fyrsti vísirinn til íslenzks kvikmyndaiðnaðar — hafi tekist vel. Svo vel, að hann mun halda áfram uppteknum hætti og eigi láta neina merka viðburði fara fram hjá sér, án þess að kvikmynda þá. Og upp til sveita mun hann geta fundið næg verkefni, ef Reykjavík þrýtur. I ReykiaYÍknranDifll. Mannslát. Anton Árnason skipstjóri á Rán lézt í fyrradag í sóttvamarhús- inu. Rán kom hingað á aðfangadag meö hann fárveikan og var hann þá þegar fluttur vestur í sóttvamarhúsiS. Nýr botnvörpungur hefir bæzt íslenzka fiskiflotanum. Heitir sá Ethel og er eign hlutafélags, er nefnist Atlanta. Er Skóli Jónsson framkvæmdastjóri þess en Kristinn Brynjúlfsson frá Engey verður skipstjóri á Ethel. Báti bjargað. pegar Sterling fór héS- an síSast vildi skipinu þaö happ til að fá bjargaS róSrarbáti meS fjórnm mönnum. Var báturinn frá Keflavík og er tahS víst, aS hann mundi hafa far- ist, ef Sterling hefSi ekki boriS aS, því aS afspymuveSur var á. Sterling flutti mennina til Keflavíkur og lá þar af sér versta garSinn. Villemoes. í veSrinu mikla nm dag- inn kom Villemoes til Vestmannaeyja. Er þaS í fyrsta skifti nú í mörg ár aS skip kemur til Eyjanna beint frá út- löndum og hrósuSu eyjarskeggjar happi sem von var, aS fá nú nýjar vörur rétt fyrir jólin. Annars liafa allar vörur þeirra fariS áSur hingaS til Reykja- víkur og legiS hér tímunum saman og falliS á þær óhemju kostnaSur. En svo fór nú aS þessu sinni, aS Villemoes lá viS Eyjarnar án þess aS geta aShafst neitt og er skipinu tók aS leiSast þófiS rauk þaS á staS út í ofveSriS. Var þaS hætt komiS, því aS stýriskeSjur .slitn- uSu og skipiS rak lengi fyrir vindi og sjó og var komiS svo nærri landi þegar þaS fekk gert viS keSjurnar aS ekki var nema 15 faSma dýpi. Snorra Sturluson, botnvörpunginn hefir Kveldúlfur selt til Englands. Var skipiS fariS aS eldast og þótti ekki jafn heppilegt og hin stærri botnvörpuskip- in. Gullmál. Samkvæint beiSni íslands- banka hefir stjórnin gefiS út bráSa- birgSalög, er gera seSla bankans óinn- leysanlega um sinn og banna algerlega útflutning á gulli aö viðlögSum stór- sektuin. ÁstæSan til þess er sú, aS Jón Dúason hagfræSingur gaf út bækling er bann nefndi „Gullmál íslandsbanka“ og ræSst þar harSlega á fjármálapóli- tik bankans og sýnir fram á, aS gull sé nú í hærra verSi en nafnverSi og af- ieiöiugin hljóti aS verSa sú, aS bankinn tæmist aS gulli, enda hafi hann ekki þann gullforSa undir höndum, sem hann eigi aS hafa. Litlu síSar kom maSur í bankann og viidi fá 40 þús. krónur í gulli í staS seSla, en bankastjórinn neitaSi. Hefir Jón Dúason nú stefnt bankanum fyrir þá sök og sáttafundur veriS haldinn en engar sættir komist á. —o— Gullfoss fer héSan á morgun kl. 4 til Englands og Damnerkur. Skip sameinaða, Island og Botnia, eiga aS fara frá Kaupmannahöfn 6 og 10. janúar. ísland kemur viS í Leith en Botnia í Færeyjum. Björgunarskip. Björgunarbátsfélag Vestmanneyja hefir nýlega keypt gufu- skipið „Thor“, sem lengi var eign c.önsku stjórnarinnar og notað til rann- sóknarferSa. KaupverSiS var 150 þús. krónur og þykja Vestmanneyingar hepnir að hafa náð í þetta skip. Skipstrand. Danskt seglskip, „Val- l’.yrien* ‘ frá Korsör strandaði á Skerja firði að kvöldi hins 17. þessa mán. Það var meS saltfarni til Kol og salt. Hafa allar björgunartilraunir reynst árang- vrslausar og verður skip-flakið selt þar sem þaS er. Allur saltfarmurinn fór í sjóinn. Ástralska veikin, eða svefnsýkin, sem gert hefir vart við sig hingað og þang- að í Norðurálfunni síðasta missirið, hefir nú einnig komið upp hér í bæ og bafa fjórir eða fimm menn tekið hana. Eigi verður þó séð að hún hafi borist hingað frá útlöndum og ekki hafa held- ur fundist nein einkenni þess að nún sé smitandi. Veikin er fjarska væg, hitinn lítill og búist við að sjúklingarnir nái sér von bráðar. Saltfisksalan. Útflutningsnefnd til- kynnir að hún greiði fiskeigendum 15% uppbót' á andvirði þess fisks er hún seldi. i Loftskeytastöð ver'Snr sett í Sterl- | ing meðan það iiggur í Kaupmanna- ' höfn. Voru stöðvartækin komin hingað Til kaups ábúðaí í vor fæst hálf jörð i Ölfusbreppi, sem gefur af sér 700 hesia hey- skap, mest kúgæft, mikil og góð hús og girðingar. Fétjaður og búsáhöld geta fylgt ef óskað er. Skifti á eignÍDni og húsi í Reykja- vik geta komið til greina. Semja ber við Gfsla Björnssoti Grettisgötu 8 frá Ameríku og fór skipið með þau með sér. Otto B. Arnar kaupmaður fer utan með Gullfossi til þess að setja upp lofts'keytastöðina í’ Sterling. Merkisgripi ýmsa, úr dánarbúi fóst- vrforeldra sinna, Eiríks Magnússonar meistara í CambridK0 °V Sígríðar konu hans, hefir 4Hgfrú Sigríður Sigurðar- dóttir, Gunnarssonar gefið þjóðmenja- safninu nýlega. Þar á meðal silfurskál mikil á báum fæti, smíðuð af Asbimi Jacobsen gulísmi'S í Kaupmannahöfn 1875 og gefin Eiríki af MúLsýsluugum, kotra sem Arni biskup Helgason átti og gaf Eiríki o. m. fl. Hestasalan 1919 I ársskýrslu „De jydske Hus- mandsforeninger“ er sagt á þessa leið frá hestasölunni íslenzku síð- astliðið sumar: — Eftir ósk íslenzku stjórnarinn- ar reyndi fulltrúi hennar og nefnd frá félögunum að semja um kaup á þeim hestum, er fluttir yrðu út fi^ íslandi sumarið 1919. Þeir samning' ar fóru út um þúfur vegna þess, úð fulltrúi Islendinga krafðist þe»«- að félögin skuldbindi sig til Þess að kaupa 5000 hesta. Eu svo fór þannig, að einn mað- ur keypti alla íslenzku hestana og’ fékk einkarétt til þess að flytja út hesta frá íslandi. Nefnd félaganna, sem áður er getið, snéri sér síðan til manns þessa um kaup á hestun- um. Þeir áttu að kosta 850 krónur hver og stærðin var 48—50 þuml. Nefndin áleit, að þetta væri óhóf- legt verð, samanhorið við verð & dönskum hestum, og vildi því ekki eiga neinn hlut að útbýtingu þeirra. En svo komu svo margir hestar til landsins, að það sást fljótt, að ó- mögulegt var að fá þá selda. Nefndin hafði altaf vakandi auga •á hestasölumáiinu og í lok október- mánaðar gerði hún kaup á 1000 hestum fyrir félögin. Voru það þeir hestar, er seinast komu frá íslandi, alt saman ungar, góðar og vel með famar skepnur. Tundurduflin. Munch, hermálaráðh. Dana, gaf nýlega þær upplýsingar í þingiou að síðan ófriðurinn hófst, hefði flöti Dana tekið 8631 tundurdufl, þar af rúmlega 4000 síðan vopua' hlé var samið. Sín eigin tundui- duflasvæði hreinsuðu Danir í uo- vember í fyrra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.