Ísafold - 12.01.1920, Qupperneq 1
r
íRitstjóri: Vilhjálmor Finsen. — Sími s0o>
Stjórnmálarit.tjóri: Eiuar Arnórsson.
ísafo! darprentsmi? ja.
XLVJI. árg.
Reykjavik, mánudaginn 12. janúar 1920
X. tölublað.
Bólu-Hjálmar
Ljóðmæli eftir Hjálniar Jóns-
son í Bóiu I.—II. Jón porkels-
son hefir búið undir prentun.
Á kostnað Hjálmars Lárusson-
ar. Reykjavík 191ð—1919.
L , í
Æfikjör íslenzkra skálda eru mis-
jöfn. Sumir eru fæddir sólarmegin'
í lífinu, eru settir ungir til menta,
lauga anda sinn í lindum heimsbók-
mentanna og sitja í mestu virðinga- j
stöðum mannfélagsins meginhluta!
lífsins.Svo var um Bjarna Thorar-1
i
.ensen. Aðrir eiga raunar því láni að j
fagna að mega horfa yfir hinar j
miklu víðlendur mannlegrar hugs-j
unar og' veraldarfegurðar, en mega i
þó tæplega teljast lánsmexm á vana
legan mælikvarða, deyja á unga
aldri einir sér og yfirgefnir. Svo
var um Jónas Hallgrímsson. Enn
eru þau skáld vor, er bundin eru
við heimahagana, fæddir í örbirgð
og volæði, aumingjar mannlífsins,
en eiga þó þann innra eld, er lýsir
upp hugskotssjónir þeirra og hlýj-
ar þeim í andstreymi lífsins. Svo
var um Bólu-Hjálmar. Aðstæðurn-
ar eru harla ólíkar og því eðlilegt,
að þeirra gæti í skáldskap þeirra.
Um hugarkendir og hneigðir skálds
iáða mest ætterni og lífskjör. Því
er nauðsynlegt að rita ítarlegar æfi
sögur og skýra frá öllu því, er geti
aukíð skilning vorn í einstökum
atriðum.
H.
Af ljóðmælum Bólu-Hjálmars
voru, eins og kunnugt er, til tvær
útgáfur: Akureyrarútgáfan 1879,
er aldrei varð lokið við, og Reykja-
víkurútgáfan 1888, er Hannes Haf-
stein sá um og ritaði formála fyrir.
Var það að tilhlutun þeirra Arn-
ljóts Ólafssonarpreatsað Sauðanesi,
Árna prests Jóhannssonar í Glæsi-
hæ og Jóns Sigurðssonar frá Gaut-
löndum, að kvæðum Bólu-Hjálmars
var safnað saman og ‘þau síðan gef-
in út. Akureyrarútgáfan þótti lé-
leg mjög, en Reykjavíkurútgáfan
var aðeins úrval af kvæðum og
kviðlingum Bólu-Hjálmars, þar eð
hún var miðuð við ákveðinn arka-
fjölda. ÚTval Hannesar Hafsteins
var smekklega gert, en lýsingin á
skáldskap Bólu-Hjálmars var ein-
hliða að ýmsu leyti og gætti þar
nokkurs skoðana Verðandi-manna,
er vildu koma raunsæisstefnunni
að, líka í skýringum sínum á skáld-
ritum annara, er voru annars eðlis,
eins og t. d. Bólu-Hjálmar. Nú hefir
dóttursonurskáldsinSjHjálmarLár-
usson myndskeri, kostað 3. útgáfu
af skáldritum afa síns og hefir þjóð
skjalavörður dr. Jón Þoii'kelsson
annast um útgáfuna. Má segja að
þessi 3. útgáfa sé fyrsta útgá'fa af
öllum ljóðmælum Bólu-Hjálmars,
þeim, er vert hefir þótt að prenta.
Birtist í þessari útgáfu fjöldi af
nýjum kvæðum Bólu-Hjálmars, og
eru sum af þeim með þeim allra
beztu, er hann hefir kveðið. Þá
fylgir og ítarleg æfisaga eftir dr. j
Jón, er einkum skýrir frá ætt og j
uppvexti Bóiu-Hjálmars og er þar
tekið af skarið um mörg vafaatriði'
>g einkum rakin ættBólu-Hjálmars,!
svo að ekki þarf lengur um að vill- j
ast.
„Guð minn, eg þakka þér,
þú heyrir alt mitt kvein,
þín er meðferð á mér
miskunn og spekin ein.
Þegar mín. þörf er mest
og þrotin lífs úrræðenn,
þú veizt að velja bezt
veglynda hjálparmenn‘ ‘.
! Erfiljóð hans mörg eru mjög
III. falleg og skara langt fram úr í
Fæðingardagur Bólu-Hjálmars er skáldskap hans; nægir í því efni
nú talinn 29. sept. 1796, en dánar-
dagur 25. júlí 1875; voru foreldrar
hans Jón Benediktsson, er síðar
bjó í Krossanesi, og er föðurætt
Bólu-Hjálmars rakin til gáfaðra,
lærðra og mikilhæfra manna á 17.
öld, en móðirin, Marsibil Semings-
dóttir, fekk vitnishurðinn: „skraf-
in, ei skikkanleg, ekki margkunn-
andi‘ ‘; er ætt hennar rakin til Jóns
Þórðarsonar í Hvammi í Laxár-
dal (d. 1689), er var skáld gott.
Æfi Bólu-Hjálmars er ekki marg-
hrotin, hann lifir basl-búi á nokkr-
um jörðum (lengi í Bólstaðagerði
í Blönduhiíð, þaðan nafnið Bóla),
lendir í málaferlum út af þjófnað-
argrun, á við þröngan kost að búa
og deyr uppgefinn og slitinn, nær
áttræðu.
IV.
Yrkisefni Bólu-Hjáimars eru,
eins og við er að búast, ýmist lausa-
vísur um menn og atburði, er urðu
fyrir honum á lífsieiðinni, erfiljóð
eftir vini og vandamenn eða aðra,
er hann var beðinn að yrkja eftir,
mörg ljóðabréf, er hann orti undir
nafni annara, heimsádeilur og skop
kvæði, rímur 0. fl. Bent hefir verið
á; að Bólu-Hjálmar lýsi einkum
óblíðri náttúru landsins, sbr. er
hann lætur „Fjallkonu“ segja:
„Sjá nú, hvað ég er beinaber,
hrjóstin visin og fölar kinnar“
0. s. frv.
og yrki því ac þessu leyL andstætt
Jónasi Hallgrímssyni og öðrum
skáldum, er lýsi einkum landinr. í
skrautklæðum, silfuiúækjum, heið-
jöklunj, bláf jöllum, fífilbrekkum o.
s. frv. #!sbr. 1888 útg. bls. 35) ;
er ‘það að vonum, að fátæktarbasl
Hjálmars og andstreymi lífsins
hafi gert hann bölsýnan.
Hann kvartar víða sáran undan
fátæktinni:
..Mér fylgir fátæktin
fótmál hvert hér á jörð;
eru snart úthafin
okkar viðskifti hörð;
svo hvort sinn vandrar veg
við skilin þrotabú;
hálfníræð1) eins og eg
örbirgðin mín er nú‘ ‘.
(„Fátæktin“, kveðið 1871)
Hitt er ölln merkilegra, að
þiátt. fyrir alt andstreymi lífsins
og alla galla Bólu-Hjálmars, er ber-
sýnilegir eru þeim, er lesa kvæði
hans, er trúarstyrkleikur hans óbil-
andi. Þegar hann barmar sér mest
eins og í kvæðinu um fátæktina
kveður hann:
J) í raun og veru hálfáttræð.
að benda á erfiljóð hans eftir Þor-
vald Jónsson í Framnesi (II. bls.
43), Árna Sigurðsson frá Stokk-
hólma (II, bl. 60), Sigurð Krist-
jánsson á Silfrastöðum (II, bls. 64),
er byrjar þannig:
„Sígur enn sól
í svalan ægi,
drýpur kuldadögg;
kveðjandi kvöldröðull
kastar nábleikum
glampa guðs á ljóra.
Á mannviðar björk
meginstyrkva
dundi dauðans högg.‘“
Falleg eru og eftirmæli hans eftir
Ingibjörgu Arnórsdóttur á Eiðstöð-
um, er hef jast þannig:
„Húmar um bekki, hnígur sól
í æginn,
hrekur ljósið nóttin geigvænlig,
blómstrin þau, sem breiddust út
um daginn,
byrgja höfuð nú og fela sig,
dökkrauð ský úr djúpi hreggs
og vinda
clragast upp með veðurbrigði glögg,
kvöldröðull þá kveður fjallatinda,
kaldri grætur loptið héludögg.‘ ‘
: II, bls. 151). Þá má nefna eftir-
mæli hans eftir Gunnsteinsstaða-
börnin (einkum I., II, bls. 86),
ennfremur Andvöku (II, bls. 178)
og Harmakvein (II, bls. 189), er
hann orti hvorttveggja eftir konu
sína, er hann unni mjög hugástum.
í öllum þessum kvæðum kemur trú-
arstyrkleikur hans í ljós og mætti
rauna.r ætla, að þessi erfiljóðatrú
hans væri eingöngu vani tímans, en
kæmi lítið við Hjálmar sjálfan. Svo
er ekki. Trúin fylgdi honum alt
lífið. Þegar hann var á bezta skeiði
átti hann von á dag einn að standa
fyrir rétti og gegna 10 mótmælend-
um. Kvað hann þá Morgunsöng (I,
bls. 160), heita bæn til guðs að
hjálpa sér og styðja:
„Legg þú mér ráðin, ljúfi guð,
launsátrum öllum við,
efl mína dáð mót ófögnuð,
orð og hugrekki styð —“
Og í bréfi einu frá síðustu æfiárum
hans (1873), er prentað er í þess-
ari útgáfu, kvartar hann undan
þrem fylgikonum sínum: „Þær
þrjár fylgikonur mínar, syndin,
gigtin og ellin, ganga mjög hart að
mér, en eg vona við fáum nú bráð-
um að skilja og guð láti mig nú
ekki lifa fleiri vetur, eða þá með
vægari kjörum. En verði hans
vilji.“ (II, bls. 301).
Y.
Hefi eg drepið á trúarkvæði og
erfiljóð Iljálmars, af því að í þeim
gætir sterkastra tilfinninga hans
og innileika. Lausavísur hans og
kviðlingar ýmsir eru ekki mikils
virði, þótt víða sé vel að orði kom-
ist. Hann átti afarhægt að gera
vísu og mælti þær af munni fram
við ýms tækifæri. Hann lék sér að
orðaleikjum og þóttist hvergi þurfa
að lána:
„íslenzkan er orða frjósöm móðir,
ekki þarf að sníkja, bræður góðir,
né heilum stela hendingum
og hugmyndanna vendingum.“
(II, bls. 274)
Ýmsar af vísum hans eru mjög
grófyrtar. Um þær segir dr. Jón
í formála sínum: „Það er eins og
Hjálmar hafi stundum gaman af
að sýna snild sína í slíkum vísum,
og snildarleg staka af því tagi er
rétt metið minna guðlast heldur en
vel meint, lélega kveðið, þeflaust
og bragðlaust bænavers. Eru því
nokkrar þess háttar bögur teknar
hér upp í bókina —“ í bragbún-
ingi og hugsun fetar Hjálmar víða
í fótspor fyrirrennara sinna og
gætir viða áhrifa frá Jóni Þor-
lákssyni, Gísla Brynjúlfssyni o. fl.
Raupsaldurinn (H, bls. 172) minn-
ir á karlagrobb Bjarna Thoraren-
sen, konungsdýrkun hans í kvæð-
inu „ísland“ (H,bls. 156) var í
samræmi við skoðanir tímans. En
þróttur tilfinninganna og málsnild
hans setti hann á sínum tíma á
bekk með beztu skáldum landsins.
íslenzka þjóðsálin var fyrri hluta
19. aldar að mörgu svipuð Hjálmari
frá Ðólu og því er þakkarvert,
að nú er loks fengin fullnægjandi
útgáfa af ljóðmæliun hans. Bók-
mentasögu þjóðarinnar er. því að-
eins hægt að rita, að til séu vand-
aðar útgáfur af ritum höfimda
þeirra, er þjóðin eignast á hverj-
um tíma. Flestar hugsanir og at-
hafnir manna svelgur tímans mikli
sær, eu reynt er að bjarga þeim
fáu perlum,er glóa hingað og þang-
að. Hjálmar frá Bólu lét sjálfur
lítt af skáldskap sínum, en hann
fann þess vott, meðan hann lifði,
„að guð á margan gimstein þann,
sem glóir í mannsorpinu.“
A. J.
Vilhj Stefénsson
og hreindýraræktin
Félag hefir nú nýlega verið stofn-
rð í Kanada til þess að liagnýta ráð-
leggingar Yilhjálms Stefánssonar
um hreindýrarækt þar norður á ís
hafsströndinni. Nefnist félagið Thé
North American Reindeer Co og er
höfuðstóll þess 750 þús. dollarar.
Hefir félagið þegar leigt af stjórn
inni 75,850 fermílur af heiðarlandi
norðan við Churchill-ána og á að
borga um 192 þús. clollara Æ>ga í
leigu fyrir það.
*
Aramótin.
„Nú árið er liðið í aldanna skaut“
í dag er enn eitt ár að kveðja og
annað að rísa á rústum þess. Eilíf
og óstöðvandi rennur tímans breiða
móða fram hjá manni, en ber þó
alt með sér ýmist á yfifborði eða
niðri í hyljum sínum.
Manni verður ósjálfrátt að 'líta
til baka þegar maður sér síðustu
sólargeisla hvers árs roða fjöllin.
Þá hverfur einn þáttur í leik lífsins
Annar hefst að morgni. Maður hef-
ir elzt um eitt' ár — borist einu
öldufalli nær endadægri. Þjóð vor
hefir aukið lífsreynslu sína um eins
árs skeið. Vonir og draumar, sem
hún átti um síðustu áramót, eru ef
til vill týndar og aðrar komnar í
staðinn, eða þær eru rættar og nýj-
ar enn öflugrj og fegurri seztar að
völdum. Hún hefir ef til vill fengið
byr tuidir báða vængi þroska síns
og franifara. Hún hefir eÞ til viil
komið auga á einhvern varðeld,
sem hún ætlar að láta lýsa sér á
ókomnum árum.
Alt þetta og margt fleira flýgur
um hug manns er maður minnist.
áraskiftanna. Og þó altaf kunni að
verða komið auga á eitthvað, sem
miður fer, í þeim þætti, sem nú er
að hverfa, þá mun ekki verða liægt
að segja annað, en þetta síðasta ár
hafi verið þjóð vorri hagstætt um
flesta hluti. Engin slík pest og síð-
asta ár,hefir herjað á vort fámenna
lið. Blóðtakan sú hefir ekki eudur-
tekið sig nú. Atvinnuvegir vorir
liafa gengið þolanlega, bæði til
‘lands og sjávar, og sumar greinar
þeirra ágætlega. Landsmenn hafa
fengið óvenjulega hátt verðfyriraf-
urðir slínar, svolhátt, að dýrtíð og þeir
örðugleikar, sem henni fylgja, hafa
að mestu horfið. Afkoma manna er
engu verri nú en áður, sumstaðar
betri. Og sama má segja á öðrum
sviðum.Þjóðinni hefir aukist sjálfs-
virðing og sjálfstraust. Síðasta ár
hefir leitt það í ljós, að henni er
altaf að verða annara um sín beztu
hnoss, andleg og efnaleg. Hún vill
ekki hleypa erlendum áhrifum að
máli sínu 0 g auðlindum. Hún
vill ekki brenna sig á því soði aft-
,ur, er hún hefir verið að súpa
dreggjar af í margar aldir.
Þetta síðasta ár hefir líka leitt í
ijós skýrara en hin undanförnu, að
ný öfl og nýjar stefnur eru að
marka sér brautir hér og berjast til
þrautar fyrir tilveru sinni. Jafn-
aðarmannahreyfing og samvinnu-
hrevfing hafa aldrei látið jafnmik-
ið til sín taka, einkum hin síðari.
Af þessari auknu baráttu, sem
landsmenn- hafa orðið að standa í
vegna þessara nýju útbrotasömu
hreyfinga, hafa komið í Ijós ný öfl
og nýjar eigindir í þjóðinni, sem
sýna, að hún er ekki eins einhæf og
áður hefir verið haldið. Og þessi
öfl gefa vonir um euðugri og fyilri
framtíð þjóð vorri til handa, ef
þau lenda ekki í öfgum og óheilind-
/
1
\
\