Ísafold - 22.03.1920, Side 2

Ísafold - 22.03.1920, Side 2
2 íSAFOLD in á kjöt- og fiskiverSi er svo mikil, að fylsta ástæða væri fyrir opin- ber stjórnarvöld til að taka !þar í taumana og atliuga hvort jafnmikil hækkun er sanngjörn. • Mjólk hefir enn hækkað um 10 aura líterinn síðan í fyrra. Að öðru 'leyti má sjá verðhækk- unina síðan í- júlímánuði 1914 á eftirfarandi yfirliti. Hækkun % Rúgbrauð (3 kg.).............stk. 250 Fransbrauð (500 gr.) .. .. — 204 Rigtibrauð (500 gr.)............— 279 Rúgmjöl......................kg. 237 Flórmjöl (hveiti nr. 1) .. .. — 255 Hveiti (nr. 2)..................— 268 Bankabyggsmjöl..................— 228 Hrísgrjón.......................— 284 Sagógrjón (almenn)..............— 397 Remoulegrjón.................— 257 Hafragrjón (valsaöir hafrar).. — 212 Kartöflumjöl.............., . — 450 Baunir, heilar..................— 309 Baunir, hálfar..................— 321 Kartöflur.......................— 258 Gulrófur (íslenzkar) '.......— 200 Hvítkál....................... . — 238 Rauökál.........................— 191 purkaðar apríkósur...........— 181 purkuö epli .. .. ..............— 204 Ný epli.........................— 211 Rúsínur.........................— 353 Rveskjur........................— 314 Kandís..........................— 405 Melís, högginn..................— 311 Strausykur................ . — 273 Púöursykur...................— 165 Kaffi, óbrent.......................— 136 Kaffi, brent.............., . — 119 Kaffibætir..........................— 126 Te..................................— 87 Súkkulaöi (suöu)................— 194 Kakaó...............................— 88 Smjör, íslenzkt '...................— 231 Smjörlíki...........................— 205 Palmin..............................— 200 Tólg................................— 354 Nýmjólk.........-............lít. 309 Mysuostur.....................kg. 480 Mjólkurostur........................— 338 Egg..........................stk. 337 Nautakjöt, steik..............kg. 252 Nautakjöt, súpukjöt.............— 271 Kálfskjöt (af ungkálfi) .. .. — 484 Kindakjöt, nýtt.................— 505 Kindakjöt, saltaö...................— 400 Kindakjöt, reykt....................— 390 Kæfa.......................... — 389 Flesk, reykt....................— 323 Fiskur, nýr.....................— 257 Lúöa, ný........................— 278 Saltfiskur, þorskur........... . — 245 Saltfiskur, ufsi............. — 250 Trosfiskur......................— 262 Matarsalt (smjörsalt)...........— 238 Sódi............................— 383 Brún sápa (krystalsápa) .. .. — 442 Græn sápa.......................— 461 Stangasápa (almenn).............— 393 Steinolía................. lít. 272 Steinkol (ofnkol)...........skpd. 596 Menfamálanefnd Samkvæmt þingsályktun um fræðslumál, samþ. af Aiþingi 23. sept. 1919, hefir stjórnin frá 10. þ. m. ráðið sér til aðstoðar prófessor- t'.na Guðmund Finnbogason og Sig- urð P. Sívertsen, og eiga þeir að taka til endurskoðunar öll skóla- mál landsins í samvinnu við eræðslumálastjóra og forstöðumenn og fulltrúa skólanna. Er þess ósk- að, að væntanlegar breytingar á Hinum almenna mentaskóla, Kenn- araskólanum og löggjöf barna- fræðslunnar verði látnar ganga fyr- ir, svo að lagafrumvörp um þau at- riði verði lögð fyrir næsta Alþingi. Bofnvörpungur sfrandar Mannbjörg. Á Höfðabrekkufjöru — á svo- nefndum Kötlutanga, eða skaga þeim, sem Kötluflóðið myndaði fram af Mýrdalssandi vestan til — strandaði síðastl. þrið judagsnótt þýzkur botnvörpungur, „Otto Fricke“ frá Gestemunde. Allir menn, 13 talsins, komust af og eru nú í sóttkví á Höfðabrekku nokkra daga. Útlit er fyrir, að mjög litlu verði bjargað úr strandinu, a'lt að sökkva í sjó, er síðast fréttist. Sýslumaður Gísli Sveinsson, sem hér dvelur enn í bænum sakir las- leika, ráðstafar strandmálunum símleiðis héðan til Víkur. Strandmennirnir verða að líkind- um fluttir hingað sjóleiðis, með ,.Skaftfellingi“ eða öðru skipi. Hugprúður drengur 9 ára gamall drengur er einsamall í sjö sólarhringa fjarri manna- bygiðum og bjargar 30 kindum frá hungurdauða. Inn úr Breiðaflóa norðauverðum gengur fjörður nokkur, er Kerling- arfjörður heitir. Hann liggur milli Múlaness og Litlaness. Fyrir botni f jarðarins er ofurlítið kot, sem kall- að er Fjarðarsel og tilheyrir kot þetta bæ, sem er við Kerlingarfjörð utanverðan — á Múlanesinu — og Fjörður heitir. Engin bjTgð er í sjálfum Kerlingarfirði önnur en sel þetta. Er því löng leið til bygða og mjög ilt yfirferðar á vetrum, sök- um harðfennis, því hlíðar eru bratt- ar og leggur skafla að sjó fram. Roskinn maður, nokkuð einrænn, að nafni Ari Guðmundsson, tók sér þarna vetrarsetu með nokkrar kind ur er hann átti. Hafði hann aflað þarna að heyja sumrinu áður. — Og þarna settist hann að, ásamt bróðursyni sínum, 9 ára gömlum dreng, Ara Jóhannessyni að nafni, sonur fátæks fjölskyldumanns. Bjuggu þeir nafnaí þarna tveir tinir. Nú var það í janúarmánuði, að húsbóndinn skyldi víkja sér að heiman, að afla sér einhverra nauð- synja. Ætlaði hann út að Múla á Skálmarnesi. Lagði af stað snemma morguns, bjóst við að geta uáð heim að kvöldi, og fól nú frænda sínum búsumhyggju um daginn. Kvöldið kom, en ekki húsbónd- inn. Sjö sólarhringar liðu, cg ekki l;om hann. Að þeim tíma liðnum bar þar að mann frá Vattarnesi, sem er í sömu sveit. Maður þessi hitti drenginn einan heima. Dreng- urinn var hinn rólegasti. Hann hafði sint sjálfum sér og kindun- um að öllu leyti. Gefið þeim og borið til þeirra snjó, svo þær höfðu tnga nauð liðið. Hann kvað fræada sinn hafa farið að heiman fyrir sjö dögum og vera ókominn. Manninn grunar fljótt hvernig koraið muni vera, fór með kindurnar til bygða og tilkynti mönnum hvernig ástatt væri. Leitin var hafin og loks fanst Ari Guðmundsson dauður nokkra faðma frá kofanum (heimili sínu). Hann hafði ætlað að komast heim aftur sama daginn. Veðrið versnaði og hann hafði hrapað og nieitt sig allmikið og því ekki getað komist lengra. Er þetta ekki lireystiverk, þegar lekið er tillit til aldurs drengsins? Margur unglingur í hans sporum mundi hafa orðið örvinglaður. Gæti ekki komið til mála að hann íiæði í verðlaun úr „Hetjusjcði Carnegies“ ? Að minsta kosti er skylt að geta þessa opinberlega, hinum hugprúða dreng til maklegs heiðurs. Joch. M. Eggertsson. •—------o-------- Frá Stykkishólmí. Hinn 16. þ. m. bar það riðú Stykk iíhólmi, að stúlka fyrirfór sér, Guðbjörg Andrésdóttir að nafni. Varpaði hún sér í sjóinn fram af hafskipabryggjunni, en náðist eftir stutta stund, því menn höfðu heyrt til hennar er hún féll í sjóinn. Vita menn engar orsakir til þessarar að- farar stúlkuiöiar. 1 símtali við Stykkishólm í gær fréttum vér að margir bæir þama á Snæfellsnesinu væru þrotnir að heyjum og væru farnir að íella eða skera. Og mjög margir bæir væru að leita hjálpar hreppsnefndar- innar. Og einn bær á Skógarströnd- inni kvað hafa haldið lífinu nú um í'lllangan tíma í nokkrum hrossum á tómum harðfiski. Eru þetta skuggalegar fréttir og };>ó ekki verri en við var að búast. Þjngstaðurinn. Endurreisn Alþingis á Þingvelli „Tíminn“ síðasti flytur grein, sem nefnist „Á víð og dreif“. Er bún í mörgum bútum og fjallar um margt, svo sem: bankaútibú, þing á Þingvelli, tímenningana, skatta- mál, Genúalegátann og móðurmáls- ákvæðið. Tvö af þessum atriðum væri ekki úr vegi að athuga nánar, eða þær tillögur,sem Tíma-menn haiaa fram í þeim efnum. Því svo sýnist, sem þeim sé enn ekki ljóst, hvað uppi mundi verða á teningnum, ef skoð- anir þeirra næðu framgöngu. Hið fyrra er tillaga Sveins í Firði „að endurreisa Alþingi á Þing völlum'1. Mun verða minst á síðara atriðið í annari grein. Allri þjóðinni mun sjálfsagt kunnugt um, að þetta er ekki ný hugmynd. Fjölnismennirnir börð- ust fyrir henni með oddi og egg. Frelsis og fornaldaraðdáunin var þá svo mikils ráðandi í lífj ungra og framgjarnra manna, að þeir töldu endurreisn þjóðlífsins ekki geta átt sér stað eða farið fram nema á þeim klóðum eða í sambandi við þær stöðvar, sem verið höfðu íjartastaður þjóðarinnar á gullald- artíð hennar. Þaðan hugsuðu þeir sér að lífslindir nýrrar framsóknar ættu að streyma og endurnæra þjóð ina. Þeir voru svo miklir eldmóðs- menn, að þeir gættu ekki breyttra þjóðarhaga og ólíkra skilyrða. Helgi hins gamla þingstaðar var þeim svo kær, að þeir gleymdu þeim ómetanlegu göllum og örðugleik- um, sem flutningur Alþingis til Þingvallar hefði í för með sér. Jón Sigurðsson sá lengra fram og kafaði dýpra. Hann benti með óhrekjandi rökum á ókosti þá, sem nútíðarþing á Þingvðlli hefði í för með sér. Og þeir gallar hafa ekki minkað. Þeir hafa þvert á raóti auk- ist og margfaldast. Þó Fjölnis- menn risu nú upp aftur jafn fullir áðdáunar og lotningar fynr menn- ingu forfeðra vorra og enn heitari af ást til allra sögustöðva vorra, þá mundi þeim aldrei koma til hug- ar að haílda fram sínum gömlu skoðunum í þessu efni. Það hefir engin áhrif á þetta mál, þó komið hafi til mála að fegra og friða Þingvöll. Það er jafn sjálf- sagt mál eins fyrir því. Við getum látið í ljósi virðingu okkar á fræg- um stöðum þessa lands, þó við ger- um okkur ekki að þeim heimskingj- um, að ætla að flytja þangað lög- gjafarsamkomu vora. Og það hefir helduis ekki nein áhrif þó byggja þurfi þinghús eða háskóla. Reykja- vík er ekki orðin svo stór bær enn, að ekki sé rúm fyrir eina byggingu. Og í þessu sambandi mætti minna á, hve miklu þinghúsbygging yrði dýrari á Þingvelli, ef flytja þyrfti allan efnivið og áhöld til bygging- arinnar til Þingvallar í stað þess að skjóta því héðan frá höfninni eitthvað upp í bæinn. Auk þess er það skylda okkar, að ræna ekki höfuðstaðinn þeim myndarbygging- um, sem hér þarf að reisa fyr eða síðar. Bærinn er ekki of vistlegur éða fagurskipaður, þó maður fari ekki að flytja til fjalla þær bygg- ingar, sem kynnu að setja einhvern svip á hann og gera hann tilkomu- meiri. Sennilegast er, að það vaki aðal- iega fyrir Sveini í Firði með þess- ari tillögu, áð þingmenn muni fá í sig einhvern heilagann eld ef þeir stæðu þar sem Þorgeir, Njáll og Skafti þuldu lögspeki sína og dæmdu mál manna fyrir mörgum öldum. En þetta er barnalegur hugsunarháttur. Og þetta fornald- ardekur er skaðlegt. Ef við íslend- ingar getum ekki verið sanmr synir þjóðar vorrar með því að sitja Al- þingi.vort í höfuðstað landsins þá munum vér ekk] verða það við að flytja það á fornan þingstað. Nú- tíðin á að leggja okkur ættjarðar- ást og framsóknarhvöt í brjóst. Og við eigum að hætta að lifa á þúsund ara gömlum arfi. Við eigum að geyma hann, vernda hann og virða. En vér eigum aldrei áð láta hann leiða okkur til þeirrar fíflsku, að tigna hann meira en hið lifandi líf, sem við búum við og okkur er ætlað fð fegra og þroska. Þingmenn vor- ir eiga að verða nýtir þingmenn af því einu, að starfa fyrir þjóðina, tn ekki af því, að spígspora á brunnu grjóti við Öxara, þ ó þar hafi menn staðið, sem ódauðlegir eru fyrir hina íslenzku þ.jóð. Unglingasamband danskra jafn- aðarmanna, sem liefir 10 þús. með- limi, og félag vinstri jafnaðar- manna, hefir nýlega sent dönsku stjórninni mótmæli gegn því, að Danmörk gangi í þjóðabandalagið, vegna þess að þátttaka Danmerkur feli í sjer, að landið hætti að vera hlutlaust og því þann möguleika, að Danir lendi í ófriði. Konungsheímsóknin Blöðunum dönsku ber ekki sam- , an um það, livenær Kristján kon- ungur muni ætla að leggja á etað til Islands. Sum blöðin segja, að ^ ferðin verðý farin í lok júlímánað- . ar, en önnur blöð, t. d. „Köben- i havn“ flytur þá fregn, að konungs- hjónin komi hingað í lok maímánað aðar. En öllum ber saman um það, að ferðin sé ákveðin einhverntíma á sumri komanda. í fyrravetur byrjaði konungur- inn að læra íslenzku hjá Finni Jóns- , syni prófessor. Kendi Finnur hon- nm tvo tíma á viku, og var orð á | því haft í sumar í Kaupmannahöfn, ' hve vel að sér í málinu konungur væri orðinn, eftir ekki lengri náms- tíma. Nú í vetur heldur hann enu áfram að nema íslenzku og þykir því líklegt, að hann verði farinn að nema nokkuð í málinu og skilja það þegar hann kemur hingað í sumar. Lausafregn frá Kaupmaunahöfu hermir það, að nú sé og drotningin farin að læra málið. Kvað kennari hennar vera frú Björg Blöndal, en eigi vitum vér um, hvernig henni sækist námið. Haldi þessu á'fram, má búast við því, að íslenzka verði aðalmálið sem. talað verður við hirðina í Kaup- mannahöfn að nokkrum árum liðn- um. Þá má nú segja, að sambands- lögin hafi haft blessunarrík áhrif t Olafur Hilmarsson Finsen. andaðist á ríkisspítalanum í Kaup- mannahöfn 26. febrúar, 59 ára gam all. Olafur Finsen var fæddur í Sön- derborg 26. febrúar 1861, tók stú- dentspróf hér í Reykjavík árið 1879 en embættispróf í lögum við Hafnar háskóla árið 1885. Gegndi hann ýmsum embættum í Danmörku, en var nú bæjarfógeti í Nyköbing á Falstri. Þótti hann duglegur em- bættismaður, enda var hann gáfað- ur vel og réttsýnn og mentaður. íslandsvinur var Ólafur mikil’l og lagði jafnan gott orð til íslands- mála, alstaðar þar sem hann gat því við komið. Lék honum mjög hugur á að heimsækja aftur fornar stöðv- ar hér heima og hitta þar gamla skólabræður og kunningja. En úr því gat ekki orðið vegna anna. Auk embættisins hafði hann á hendí mörg trúnaðarstörf, en vinnuhest- ur var hann hinn mesti. Árið 1890 gekk hann að eiga Inge Bojesen, dóttir núverandi kammerherra Sophus Bojesen og konu hans Louise, f. Comtessa Schaffalitzky de Muckadell. Lifir hún mann sinn ásamt tveim sonum og einni dóttur. Verzlunarfloti Þjóðverja. Þjóð'- verjar byggja nú eftir megni ný skip á öllum skipastöðvum. Stærsta skipið, sem þeir hafa bygt síðan ó- friðurinn endaði liljóp nýlega af stokkunum í Hamborg. Það er 8000 smálestir og á að vera í förum milli Þyzkalands og Ásralíu.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.