Ísafold - 22.03.1920, Page 3

Ísafold - 22.03.1920, Page 3
Frá útlðndum. Frá Danmörku. Atkvæðagreiðslan í SuSur-Jótlandi. Danir í minni hluta í öðru umdæminu. Áður hefir ísafold skýrt frá úr- slitumatkvæðagreiðslunnar í nyrsta umdæmi Suður-Jótlands, um það hvort það umdæmi skyldi framveg. is fylgja Danmörku eða Prússlandi. Pór sú atkvæðagreiðsla á þann veg, að Danir urðu í yfirgnæfandi meiri- hluta og fellur því sá landshluti aftur til Danmerkur eftir meira en hálfrar áldar viðskilnað. í öðru umdæmi, sem ekki er eins víðáttumikið og það nyrsta og tek- ur yfir miðbikið af lönaum þeim, sem komið gat til mála að Danir fengju, fór atkvæðagreiðsla fram sunnudaginn 14. þ. m. Var kosn- ingaróður mikill af beggja hálfu, Dana og Prússa. Atkvæðagreiðslu var þannig háttað, að meiri hluti atkvæða í hverju héraði skyldi ráða úrslitum um, hvort það hvort það hérað fylgdi Danmörku eða Þýzka- landi. í landshluta þessum lifa um 150 þúsund manns, þar af um 60 þúsund í Flensborg. Var sóknin mögnuðust þar. Atkvæðagreiðslan fór svo, að 48,148 tgreiddu atkvæði með því að umdæmið fylgdi Þjóð- verjum en aðeins 13,025 atkvæði með Dönum. Þar af voru í Plens- borg 29,911 þýzk, en 8,947 dönsk. Samkvæmt ákvæðum friðarsamn- inganna verður því 'landshlutinn Prússlandi fylgjandi framvegis og Danir fá ekki nema norðurumdæm- ið. Úrsilit þessi kornu mötgum á ó- vart. Hægrimenn í Danmörku kref j ast þess, að Danir fái' Plensborg þratt fyrir hvernig atkvæðagreiðsl- an fórogteljtaDönumnauðsynmibla á að eignast borgina, vegna hinna nýju landa er þeir hafa fengið og ná suður að Plensborg. Bn frjáls- lyndi flokkurinn og jafnaðarmenn sætta sig vel við úrslitin og telja það skýlaust brot á sjálfsákvörðun- arrétti þjóðanna, að Danir fari að seilast til landa, sem bygð eru fólki er bafnað hefir með atkvæða- greiðsu að vilja sameinast þeim. / D. F. D. S. — 60% til hluthafanna. Stjórn Sameinaða gufuskipafé- lagsins hefir ákveðið að leggja til, að ársarði félagsins fyrir 1919 verði skift þannig, að 1.865.000 kr. séu lagðar í fyrningarsjóð, til skatta innan lands og utan séu áætlaðar 30 miljón kr., í varasjóð séu lagðar 16 milj. kr., til næsta árs sé flutt nál. 486.253 kr. og hluthöfum greiddur 60% arður af lilutabréf- um þeirra. Er þetta miklu hærra en hluthafar Sameinaða haf'a nokk- urntíma feugið áður. Árið 1918 var greiddur 35% arð- ur. Hafði gróði félagsins þá orð- ið 37.8 miljónir og 2.6 milj. varið til fyrningar, 11.5 milj. áætlaðar fyrir sköttnm og 10.5 milj. lagðar í varasjóð. Östasiatisk Co. -— 40% ágóði. Árshagnaður þess fyrir 1919 hef- ir orðið 53% miljón. Prá þessu dregst stjórnarkostnaður 4.609,778 kr., skattar 15.103.000 kr., fyrning 2.115.000 kr., til varasjóðs 5 milj. og til eftirlaunasjóðs 1.677.000 kr. Leggur stjórnin til, að hluthöfam verði greiddur 40% ársarður. Varasjóður félagsins er nú orð- mn 55 milj. kr. og eftirlaunasjóður- inn 9 milj. kr., en lilutaféð er 50 milj. kr. Árið 1918 var gróði félags- ins nál. 40 milj. kr. og hluthöfum greiddur 30% ársarður. Landmandsbanken. Bankaráð hans hefir ákveðið, að greiða liluthöfum 12% fyrir árið 1919, eins og þrjú undanfarin ár. Gróði bankans á árinu var 58 milj. kr., en þar með eru taldar 14 milj. sem fluttar voru til næsta árs um síðustu áramót. Yms útgjöld, sem frá þessu dragast, eru 10 milj. kr. skattar 9.5 milj., og Iireir.n ágóði því 38% miljón kr. Af þessu eru 10 milj. kr. lagðar í viðlagasjóð, sem þá er orðinn 45 miljónir, en 14 milj. færðar til næsta árs og hluthöfum greitt 12% í ársarð. Árið 1918 var hreinn ágóði bank- ans 36.3 milj. kr., en8.9 milj. voru lagðar í viðlagasjóð. Steinsteypuskip. Hjá Codan-skipasmíðastöðinni í Köge er nýlega hlaupið af stokkun- ivm fyrsta stóra steinsteypuskipið, sem hygt hefir verið í Danmörku. Er það 1300 smálestir að stærð og á að knýja það áfram með 400 hest- afla mótor. Skipið er aðeins 60 metra langt. í skrokkinn hafa farið 160 smálestir af stáli — en í stál- okip af sömu stærð mundi þurfa 500—550 smálestir. Og sementið, sem í það var notað, kostaði 25.000 kr. Skipið heitir „Triton'1 og er eign samnefnds félags. Á það annað skip af sömu gerð í smíðum hjá Codan-smíðastöðinui. Bandarlki Austurlanda. Samkvæmt nýjum fregnum haf» fulltrúar ekki færri eu 12 aust- rænna þjóða samþykt að mynda eitt allsherjar bandalag, er nefnist „Bandaríki Austurlanda". Sé fregnin sönn, þá má það heita merkilegur viðburður. Það er vitanlega ekkert nýtt, að mynduð séu ríkjasambönd og ofin séu tengsli milli einstakra þjóða bg laudshluta. Þjóðbandalagið ný- stofnaða er glöggasta og stærsta merki þess. Og það er heldur ekki neitt nýmæli, þótt þetta nýstofn- aða bandalag ætli sér að vinna að bræðralagi meðal þjóðanna. Það ætlar vestræna þjóðbandalagið sér líka. En þó sýnir það, hve friðar- þrá mannanna er nú ákafiega of- arlega á baugi og hve mörg og mik- il öfl eru í hreyfingu til þess að höndla þetta síþráða en síhverfula hnoss: friðinn. En það er annað, sem er merki- legt og mikilsvert í stefnuskrá þess- ara nýju Bandaríkja. Og það er t r úar bra.gð af r e'lsið og af- nám vopnanna, Þetta tvent er svo mikilsvert, að fyrir þessar sakir hlýtur að standa ÍSAFOLD birta af þessari stórfenglegu sam- einingu austrænu þjóðanna. Y 0 p n i n hafa alt af fengið að ráða lögum og lofum í friðarstarfi þjóðanna — þó að undarlegt sé. Vestrænu þjóðunum, sem taldar b-afa verfð nú upp á síðkastið for- gönguþjóðir og brautryðjendur sönnustu menningarinnar, hefir aldreá skilist, að meðan vopnin voru tignuð og tilbeðin, meðan her- flotar biðu stálbrynjaðir til þess að loka höfunum og þúsuudir vígbú- inna manna gátu á landi hrent og bælt heilar borgir og landshluta, var einskis friðar að vænta. Meðan til vorm verksmiðjur, sem höfðu þúsundir manna í vinnu til þess að framleiða morðvopn á mennina — jafnframt því, að verið var að reyna að gera líf þeirra friðheilagt, var óhugsandi, að nokkurn tíma tækist að steypa hernaðargnðnum af stóli. Enda hefir heimurinn aldrei til- beðið hann einlægar en síðustu ár- in og aldrei fórnað jafn mörgum mannslífum á altari hans. Þjóðabandalagið gekk heldur tkki feti framar í því en áður hafði verið gert, að leggja niður vopn og beri. Það er gert ráð fyrir í lögum þess, að styrjaldir komi fvrir, með- limir þess skyldaðir til ýmissa á- kvæða í sambandi við það, og þjóð- irnar enn aldar upp við þá hugsun, að í raun og veru séu stríðin óum- flýjanleg. Hernaðarguðinum er þar enn kropið. En þarna, í þessu nýja banda- lagi, er honum steypt — vopnin eru iir sögunni sem æðsta meðalið til þess að jafna misklíðarefni þjóð- anna. Bróðernið eitt og réttlætið á að verða mælikvarðinn, sem lagður verður á al'lar gerðir. Þetta er fremsta sporið, sem enn hefir vérið stigið til réttlátrar dæmingar á málefnum þjóðanna, og þetta er mælikvarðinn, sem einn er manninum samboðinn. Alt vopna- brak og hlóðbað ætti að hverfa úr sögu hans, því það heyrir honum að eins til á meðan hann var að vaxa lir dýri í mann. Þá er trúarbragðafrels- ið. Það er líka stórkostlegt atriði. Það sýnir, að undir þenna friðar- fána fá al'lir, hvern guð sem þeir játa, að fylkja sér, ef þeir að eins vilja vinna að bróðerni og sátt mannkynsins vopnalaust, í friði. Ovíst er, að vestrænu þjóð- irnar hefðu verið svo frjálslyndar, þó að þær hefðu átt hugmyndina og framkvæmt hana, um afnám vopnanna. Þó að menningin eigi að vera komin lengra á vesturhelm- ingi jarðar, þá sýnist svo oft, að Austurlandaþjóðirnar eru Vestur- landaþjóðum rýmri í hugsun,frjáls- ari í skoðunum og dýpri í skiln- mgi á menningarmeðulum. Og það hefir þeim auðsjáanlega skilist þarna, að engin trúartakmörk mætti setja, ef nokkuð ætti að vinn- ast. Og jafnframt að það skiftir engu máli, livort játuð er þessi eða hiu trú, ef allir eru að vinna að heill og viðreisn mannkynsins. Það er annars ekkert undarlegt, þó jafn fögur og stórkostleg hug- sjón eins og þessi, komi frá Aust- urlöndum. Þaðan hefir mannkyn- inu komið alt það dýrmætasta, sem það enn á: trúarbrögð, menningar- straumar al'lskonar, listastefnur ýmsar og fleira. Það er ekkert hjal þegar talað er um ljós úr austri. Það hefir margoft flætt björt Ijós- alda frá Austurlöndum yfir hinn vestræna heim. En — enginn spáir nú svo, að alt rætist nákvæmlega. Heimurinn er allur á hverfanda hveli. í dag hryn- ur borgin, sem hygð var í gær. Og ef til vill verður þetta fögur höll, sem bygð er til þess að hrynja aft- ur innan lítils tíma. En einhvern- tíma kemur að sumri eftir þennan vetur mannkynsins. Og þetta sýn- ist vera mikill sumarboði. Yörusýningin í Leipzig Danska blaðið „Börson“ getur þess nýlega, að þátttakan í vöru- sýningunui í Leipzig nú um síðustu mánaðarmót hafi verið óvenjulega mikil, eða að minsta kosti meiri eu búist hafði verið við. Efst á blaði er Svissland með 1300 þátttakendmr, og Holleudingar eru og jafn margir og síðast, kom ein hraðlest með 1500 gesti frá Amsterdam. Þátt- taka Danmerkur kvað vera mikil, 400 menn voru komnir til borgar- innar og var húist við öðrum 400. Svíþjóð og Noregur eiga þar og mjög marga. Og sjálfir fjandmenn- irnir, Frakkar, hafa sent fulltrúa margra stórra verzlunarhúsa, þar á meðal margir frá París. Alls var búist við að sýningin mundi verða sótt af 14,000 fulltrú- um og einstaklingum, sem allir sýndu einhverjar vörutegundir. Svissland átti að hafa þar sérstakt bús og fleiri lönd. Bannið í Ameríku, Mikill mótþrói. Préttritari enska blaðsins „Daily Telegraph“ skrifar frá New York, að daglega fari vaxandi mótþrói manna móti bannlögunum. Og æði mörg ríki hafa mi upp á síðkastið liaft það við orð, að afsegja bannið. Préttaritarinn segir, að sér muni vera óhætt að fullyrða, að eftir 1% ár muni finnast margir „rakir“ etaðir í Ameríku. New Jersey ríkið hefir þegar sam þykt lög, sem leyfa tilbúning og sölu á léttum vínum. Og fleiri munu fylgja á eftir. 1 Rliode Island er ákveðið að fara í mál vegna banns- ins og Mta það ganga til hæstarétt- ar, því þau taki fram fyrir hend- urnar á sjálfsforræði hinna ein- stöku ríkja. Og enn segir fréttaritarinn að Wisconsin ríkið hafi fyrir skömm- um tíma samþykt lög um leyfi á tilbúningi léttra öltegunda. Sézt því á þessu, að ekki er al- þjóð manna þar vestra harðánægð ineð bannlögin. Og ekki er að sjá, að þau hafi fært mönnum meiri blessuu þar en bér, eftir þeirri hylli, sem þau hafa. Gorki um Bolsiwismann. Rússneska skáldið Maxim Gorki hefir birt grein í tímaritinu „Demo. krat“, sem ber með ser mikil von- brigði hans á Sovjet-stjórninni. „Það veldur mér mestrar hrygð- 3 ar — segir liann — að stjórnar- byltingunui hefir ekki i'ylgt nein andleg endurfæðing. Það er nú þeg ar 'ljóst, að hún hefir ekki megnað að gera mennina heiðarlegri eða xuka virðingu þeirra fyrir persónu- leikanum eða fjwir gildi vinuunu- ar. Þar er að minsta kosti ekkert, sem bendir á, að stjórnarbylting- in hafi aukið eða vakið samvizku þjóðarheildarinnar. Mannslífið er nú ekki meira virði en áður. Þeir, sem nú fara með völdin, eru jafn harðbrjósta og fyrirrennarar þeirra voru. Og það eru send jafn mörg lúsund manna í fangelsi og áður var“. Gorki enáar grein sína með því að fullyrða, að stjóruarstefna Bolzhewismans sé ekkert annað en lieimskulegar tilraunir með lifandi menn: verkamennina. Stjórnarbyltingin I Þýzkalandi. Um miðja síðustu viku bárust hiug að fregnir, ærið eftirtektarverðar. Stjórnarbylting var hafin í landinu, jafnaðarmannastjórnin oltin úr sessi en afturheldnari stjórn komin lil valda. Hét sá Wolfgang von Kapp, sem gerðist foringi hinnar nýju stjórnar, og hafði hann áður verið landstjóri í AusturPrússlandi Er hann sextugur að aldri og kunn- ur fræðimaður. Ebert ríkisforseti flýði burt úr Berlín en hyltingamenn urðu öllu ráðandi í borginni. Uppreisnarhern- um stýrði Luttwitz hershöfðingi og Iiafði hann með tilstyrk sjálfboða- liðs er hann hafði safnað að sér, undirbúið byltinguna og náð í band alag við sig ýmsum setuliðssveitum og nokkru af sjóliðinu. Byltingin var hafin vegna almennrar gremju útaf ódugnaði stjórnarinnar. Enn- i'iemur út af því, að stjórnin hafði ákveðið að láta leysa upp nú þegar þingið, sem var nýkosið og að til- laga var fram komin um að láta þjóðina 'sjálfa ekki kjósa sér forseta l'ramvegis. Þá voru einnig Erz- berger-málin og friðarsamningarn- ir taildir orsök óánægjuriBar. Byltingin fór friðsamlega fram fvrst' í stað. En brátt fór að brydda á mótþróa og urðu blóðugir bardag- ar á götum Berlínar, og átti stjórn- in í vök að verjast. Ennfremur kom það á daginn, að Hindenburg, sem byltingamenn höfðu talið sér vísan fylgismann og forsetaefni, vildi ekkert hafa saman við þá að sælda, og Bretar og Frakkar neituðu að viðurkenna nýju stjórnina. Þótti henni nú horfa svo óvænlega, að liún sá þau úrræði hollust, að leggja niður völd, „til þess að afstýrt yrði horgarastyrjöld“, og sagði því af sér. Er gamla stjóruin nú sezt að völdum aftur og hefir liún tekið til 'greina kvörtunaratriði byltinga- manna, svo sem að forseti skuli kosinn af allri þjóðinni, þingkosn- iogar fari ekki fram fyr en í júní og að mannaskifti verði í stjórn- inni o. fl. Samkvæmt allra síðustu fregnum hefir stjórnin hnept Kapp í varð- hald, en Luttwitz hershöfðingi hef- ir ráðið sér bana.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.