Ísafold - 26.04.1920, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.04.1920, Blaðsíða 2
2 íSAFOLD umbúðirnar yrðu dýrari við niðursuðu. Helsta gallann á kjötniðursuðu fyrir útlendan markað taldi hanti vera þarm, að það væri helst til fitum.kið. Taldi hanri óefað, að hægt væri að fá örugg- ari og víðtækari markað fyrir niðursoð- ið kjöt en saltað. — Ennfremur mint- ist hann á að það mundi geta borgað sig að sjóða niður mjólk á sveitaheim- ilum þar sem kúabú væri að marki. Umræður urðu talsverðar um þetta mál. Meöal annara talaði Matthías Þórðarson og benti á, að búast mætti við að dagar saltkjötsmarkaðsins væru þegar taldir, og þá yrði að ieita annara ráða til þess að selja kjötici. Væri vert að líta á niðursuðumálið í því sam- bandi. Matthías Þórðarson endurtók erindi það er hann hafði haldið á aðalfund- inum. Taldi liann nauðsynlegt að stof'na landbúnaðarsafn og kvað hentugt tæki- færi til þess Vö stofna það á komandi ári vegna þess að þá er ráðgert að Búnaðarfélagið efni til sýningar á land- búnaðaráhöldum hér í Reykjavík. Vildi hann að gert vrði við Bessastaðakirkju og safnið geymt þar á loftinu. Tóku í þann streng Guðmundur Finnbogason prófessor og Sigurður ráðunautur en Pétur Hjaltested andmælti því að kirkjuloftið á Bessastöðum væri tekið til verslegra afuota svo framarlega sem menn vildu halda kirkjunni við í fornri mvnd. Sigurður Sigurðsson ráðunautur flutti að Iokum erindi um ráðninga- skrifstof'ur og rakti sögu þess máls frá öndverðu. Taldi hann málið eiga örð- ugt uppdráttar, bæði vegna þess að ilt væri að fá fólk, þar sem eftirspurnin væri svo mikil og ennfremur af því, að ráðningaskrifstofurnar yrðu að renna blint í sjóinn um ougnað og mannkostu flestra er hún réð' því með- mæli fyrri húsbænda væri tiltölulega fátíð og oft ekkert á þeim f.ð byggja, þó þau væru fvrir hendi. Fundur þessi stóð í fjóra klukkutíma og var hinn f'jörugasti. Er það ný- breytni hjá hinum nýja forseta Bún- aðarfélagsins, að hafa fyrirlestra um mál sem landbúnað varða í sambandi við aðalfundi félagsins, og er það góð- ur siður. En væri það ekki gott að hafa grundvöllinn enn víðtækari og gefa Reykvíkingum öðni hvoni kost á að heyra fræðandi fyrirlestra um land- búnaðarmálefni. Þó segja megi, að það mál varði ekki allan almenning hér í Reykjavík, þar sem engir lifa á land- búnaði, þá er hitt. þó víst, að margir eru hér, sem hafa áhuga fyrir land- búnaði og vilja gjarna vita eitthvað um annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar. Og eigi mætti síður skjóta þessari spurningu til Fiskifélagsins. Víðavangshlaup. Ungmennafélögin ,.Drengur og ,,Aftnrelding“ vinna hlaupið. Þorgils Guðmundsson frá Valda- stöSum í Kjós fyrstur. Það var sumarlegt á sumardag- inn fyrsta, aS. þessu sinni og veðr- ið og víðavangshlaupið, sem nú er orðið fastur viðburður dagsins, lokkaði fjölda fólks niður að Aust- urvelli kl- 2. Þátt-takan í þessu hlaupi var meiri en verið hefir nokkurntíma áður. Það voru 23 menn, sem hlupu skeiðið, og allir þessir 23 komust í mark, þó misjafnlega væru þeir á sig komnir þegar þangað kom. Skeiðið, sem hlaupið var, var ná- kvæmlega það sama og i fyrra, en þó er ekkj hægt að bera þetta sam-1 an. úrslit þessa árs og hins, því færðin er aldrei nákvæmlega eins. Yegalengdin er nál- 4 kílómetrar og | var hlaupin í fvrra á 14 mín. 27 sek. j og hafði aldrei verið hlaupin á svo skömmum tíma áður. Nú runnu t v e i r menn skeiðið á mun styttri tíma. Og mun að öllu samanlögðu mega telja úrslit kapphlaupsins í fyrradag þau beztu er verið bafi hér. Metið sem sett var í gær er 14 mín. 15 sek. Og setti það maður sem Reykvíkingar hafa áður átt kost á að kynnast í annari íþróttagrein. Hann glímdi sem sé á íþróttamót- inu hér 17 júní í fyrra og gat sér ágætan orðstír. Nú Itefir hann hlaupið af sér 22 menn og má því telja liann óvenjn mikið íþrótta- mannsefni. — Efni, því maðurinn er kornungur. Úrslitin úrðu sem hér segir. Er tími hvers þáttakanda i mínútum og sekúndum á eftir nafninu; og einkennisstafirnir tákna: Á = Glímufélagið Ármann, DA = ung- mennafélögin „Drengur‘; og „Aft- urelding“ og 1R ,= íþróttafélag Reykjavíkur. Þorgils Guðmundsson DA .......14,15 Kouráð Kristjánsson ÍR ,...14,152 Ingimar Jónsson Á ............14,40 Magnús Jónsson DA ...........14,401 Jón B. Jónsson ÍR ............14,41 Bjarni Jónsson ÍR ............15,00 Agúst Jónsson DA .............15,15 Jón Þorsteinsson A............15,20 Þórður Hjartarson ÍR..........15,22 El. Guðbrandsson DA ..........15,23 Magnús Stefánsson A...........15,31 Einar Magnússon Á.............15,38 Ásgeir Ásgeirsson Á ..........15,41 Agúst Jóhannesson Á ..........15,42 Einar Guðbrandsson DA.........15,43 Þórarinn Árnason Á .... ......15,50 Ellert Eggertsson DA .........15,54 Gísli Sigurðsson ÍR .........15,59' Þorgeir Jónsson DA............16,05 Sveinn Björnsson Á............16,09 Valdimar Sveinbjörnsson Á ... .16,15 Þorbergur Ólafsson Á..........16,20 Sigurjón Eiríksson ÍR.........16,55 Þess skal getið um Ingimar Jóns- son að hann varð veikur á Laugavegi og gat ekki beitt sér úr því, og Einar Magnússon tafðist stórum við að fannarspöng í skurði hér innfrá brast undan honum og féll hann í skurðinn. í hlaupinu tóku þannig þátt 10 menn frá Glímufélaginu Ármann, 7 frá ung- mennafélögunum og 6 frá Iþróttafé- lagi Reykjavíkur. Áttu ur.gmennafé- lögin 1., 4., 7., 10. og 15. manninn, samtals 37 stig og unnn sigur. Iþrótta- félag Reykjavíkur átti 2., 5., 6., 9. og 18. manninn og fekk 40 stig, en Ár- mann 3., 8., 11., 12. og 13 manninn og fekk 47 stig. Aðeins 7 menn af 23 sem keptu tru heimilisfastir hér í bænum, hin- ir menn er liafa hér námsdvöl eða þessháttar, eða þá utanbæjarmenn. Verður ekki annað sagt en að Reyk- víkingar megi fara að leggja sig bet ur fram, ef þeir eiga að halda íþróttahróðri sínum. Æðarslög hlauparanna voru mæld áður en þeir fóru á stað. Hafði Konráð Kristjánsson, sem var næstfyrstur, 102 slög á mínútu, Þorgils og Einar Magnússon 100 en hinir allir minna. Virðist því móðnrinn hafa verið mestur undir í signrvegurnnnmi Sigurvegaramir fengu að launum „Víðavangshlaupa-bikarinn' ‘ gef- inn í fyrra af Einari Péturssyni kaupmanni, til verðlauna því félagi, sem bezta ætti hlauparana. En eigi varð kept um hann í fyira, vegna þess, að þá tók aðeins eitt félag þátt í víðavangshlaupinu. I Marg^r sumargestir væntanlegir Auk komu konungshjónanna hingað á sumri komanda og allra ’þeirra sem þeim fylgja bæði hirð- fólks blaðamanna og sjóliðsijor- ingja, eru öll líkindi til þess að hér verði mikið um ferðafólk í sum- ar. Og það ekki eingöngu ferða- langar, sem hingað koaia til þess að sjá landið og kynnast því og fólkinu, heldur er og von á allmörg um listamönnum. Fyrst ber að geta þess að í ráði j er að hingað komi danskur leikara- j ilokkur, líklega um 10—12 manns, sem ætlar að sýna bæjarbúum danska leiklist. Er aðalfrumkvöð- ull þeirrar farar leikkonan ung- frú Caria Múller, sem margir Reyk- ’víkingar munu kannast við þar sem hún var hér með leikflokk Fritz Boesens fyrir nokkrnm árum og þótti þá mikið til leiklistar hennar koma. Hún og leik'hússtjórirm, Paul Gregaard standa fyrir ferðinni. Bú- ast þau við að dvelja hér í mánað- artíma og ætla m. a. að leika „Oinkel Stephan“ eftir Einar Christiansen, „Hævnen“ erftir Mynster, „Förste Violin“ eftir Gustav Wied, „Moderne Löjer“ eftir Otto Benzon, „Kamelieda- men“ eftir Dumas, „Hjemmet“ eft- ir Sudermann, „Frk. Julie“ eftir Strindberg o. m. fl. Svo sem menn sjá eru leikritin eigi valin af verri endanum. Það er enn eigi ákveðið hvaða leikendur verða með í förinni og eigi heldur hvenær leikfólkið er væntanlegt, en sjálfsagt má búast við ágætri skemtun af komu þess hingað. Aðeins leitt að hér skuli eigi vera sómasamlegt leikhús með öllum nauðsynlegum útbúnaði. Væntum vér þess að geta sagt les- endum vorum nánar frá ferðalagi leikflokksins innan skams. Þá hefir og annar listam-aðuf, sem orðinn er kunnur víða um heim, ráðgert að koma hingað í sumar. Er það hinn snjalli „cello“- leikari Hermann Sandbv, talinn Inegasti „cello“-leikari Dana. — Hafði hann orð á því fyrir nokkrum árum að koma hingað, en sú ferð fórst fyrir vegna þess að honum buðust þá ágæt kjör ef hann vildi 1 oma til Vesturheims og ferðast þar um landið. Þar hefir hann og avalið undanfarin ár og gagntekið fólkið með list sinni. „Gello“ er eitthvert hljómfeg- ursta og viðkvæmasta hljóðfærið sem til er, hljóðfærið, uem fremnr nokkru öðru grípur hjartastrengi. áheyrendanna. Spáum vér því að margir muni hlakka tii þess að heyra leikið á það af alrómaðri snild, í fyrsta sinn á þessu landi. Svo komum við að ferðalöngun- nm. Bennetts ferðamannafélagið ger- ir ráð fyrir því, að senda hingað hóp manna einhverntíma í júlí- mánuði. Verða líklega í þeim hóp um 30 manns, sem væntanlega ferð- ast til Þingvalla, Gey,sis og Gullfoss og ef til vill víðar um landið. Og loks hefir borist hingað fregn 1 um það, að rithöfundurinn Chr. Fribert, sem hér var í fyrrasumar með kvikmyndaleikurunum, ætli <ið koma hér með um 40 danska terðamenn. Sýning á búsáhöidum. Nýmæli er það, að voriS 1921 ætl-; ar Búnaðarfélag íslands ,'að stofna j til sýningar 4 allskonar vorkfærum ; og, vinnutækjunx, sem hafa verið notuð og líklegt er að séu nothæf við búnaðarstörf1 ‘ hér á landi. Tilgangnrinn með sýningu þess- ari er sá. að fá á einn stað og um leið yfirlit yfir þau verkfæri, sem hægt mun að nota við bústörf og ■ jarðrækt hér á landi. Og einnig á hún að sýna þær breytingar, sem á hafa orðið starfsháttum manna í búskap og livert stefna ber í þeim efnum. Ráðgert er að sýna á þessarj sýn- ingu: jarðyrkjuáhöld, garðyrkju- áhöld, heyvinnuáhöld, flutninga- tæki, reiðskap, girðingaefni, mjólk- uráhöld, matreiðsluáhöld, áhöld við hirðingu og meðferð búfjár, raf- magnsáhöld og ýmisleg áhöld og verkfæri, svo sem vatnsleiðslu- tæki, vindmyllur o. fl. Öllum er gefinn kostur á að senda á sýningu þessa, einstak- lingum, félögum, útlendum og inn- lendnm. Heitir sýningin ríflegum verðlaunum fyrir umbætur á verk- færum. Sýning þessi ætti að geta haft mikið menningalegt giidi. Mun fróðlegt að sjá þau tæki, sem feður vorir unnu með og aimar aðalat- vinnuvegur landsins hefir notað í þjónustu sinni. Er þess að vænta, að hændur láti ekki skorta muni á sýninguna, þar sem útlend verzlun • arhús hafa búist til að senda muni á sýninguna. i Skátapróf. 1 síðustu viku var haldið skáta- próf í K. F. U. M. 6 ungir, röskir drengir gengu þá undir hið svokall- rða meira skátapróf, sem gerir þá að fullkomnum skátum. Maður sannfærðist fljótlega um það þá, að skátahreyfingin hefir í 'hæsta máta uppalandi áhrif á drengi. Þeir læra að verða eiðprúðir, eftirtektarsamir, hug- rakkir og einbeittir, læra að hjálpa sjálfum sér og öðrum. Því eitt af því sem sérstaklega er brýnt fyrir fkátum er æfinlega að hjálpa öðr- um, sem komast í einhver vand- ræði Og þá sannfærðist maður eigi síður um hitt, hversu ágætan kenn- ara skátarnir eiga þar sem Axel V. Tnlinius framkvæindastjóri er. —• Hann er frömuður skátahreyfingar- innar hér á landi og honum hefir tekist að gera úr lærisveinum sín- im skáta, sem fullnægja áður- nefndum kröfum. Drengirnir voru m. a. jirófaðir í „Hjálp í viðlögum“, í að binda um sár og stöðva blóðrás, binda um beinbrot og kippa í lið, í ráðum við krampa, eitrun, bruna, kali og mari, lífga úr dái o. s. frv. Þeir sendu og lásu úr flaggskeytum, áttuðn sig eftir úri, sól, stjörnum og lásu á áttavita. Og ennfremur voru þeir prófaðir í kunnáttu í Njálssögu eða einhverri annari íslendingasögu. Alt þetta hefir A. V. Tulinius að mestu leyti sjálfur kent drengjun- nm og mátti sjá á drengjnnnm að þeir bera áhuga fyrir þessum hlut- mn. Allir sex drengirnir stóðust próf- íð ve'l. Það var Halldór læknir Han- sen sem prófaði þá í læknavísind- vnum. Hafisinn Ekki annað en hrafl. Símað var frá Isafirði á miðviku- dag, að bátur hefði þá um nóttina liomið frá Norðurfirði. Sagði hann islaust á Húnaflóa, en íshrafl frá. cfra Straumnesi að Horni. Báturinn íiafði fengið svarta þoku á leið- inni. Frá Borðeyri var sagt sama dag, að þangað hefði komið bá'tur að vestan er var að sækja sild. Sagði bann íslaust það er sæist, nema upp við land. Hefir sá bátur líklega ekki lent í þokunni. Frá Akurejrri var líka símað þá, að þangað hefði komið selveiða- skip og segði ísinn langt nndan landi. Eitthvert hafíshrafl haí'ði komið irm á Norðurfjörð, Önnndarfjörð og aðra Vestfjörðu undanfarna daga og verið að flækjast þar. En hafi fregnirnar sem konxu um dag- inn af hafísnum, ekki verið orðum auknar, þá virðist svo sem ísinm 1 afi hrakið frá landinu aftur. t Otti Guflmundsson skipasmiður. Það sorglega slys bar við á þriðjud., að Otti skipasmiður Guð- immdsson hrapaði niður af smíða- palli, þar sem hann var að vinnu á bátasmíðastöð sinni, og beið bana af. — Var fallið ekki nema rúrn mannhæð, en Otti lieit. hefir komið niður á höfuðið og voru allmikil meiðsli að sjá á honum, einkum hja öðru gagnauganu. Var iæknis vitj- að samstundis, en hann fékk ekki við ráðið og andaðist Otti eftir 2 klukkustundir. Otti heit. var fæddur í Engey 24. jan. 1860 og ólst þar upp. Fyrir 30 árum fluttist hann hingað til hæjar- ins og liefir stundað hér nkipasmíði. Hafði hann virðing allra, er kynt- ust honum og var hinn nýtasti mað- ur- Hann var kvæntur Helgu Jóns- dóttur og lifir hún manu sinn og 6 börn þeirra hjóna: Pétur og Krist- inn skipasmiðir, Guðiún gifl Kristni Péturssyni blikksmið. Margrét, Laufey og Guðríður.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.