Ísafold - 26.04.1920, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.04.1920, Blaðsíða 1
Simar 499 og soo. Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. Ísaíoldarprentsmiðja. XLVH. árg. Reykjavik, mánndaginn 26. apríl 1920 18. tölnblað. Vegna Three Point Cantilever* fjadraúibimaðarins áhinni nýju bifreið Overland 4 er það alveg eins og hún fljiigi yfir vegina, Hinn nýji „Three Point Cantilever“ fjaðra- íitbúnaðnr á Overland 4, er þannig' að hjólin geta hossast án þess að bifreiðin eða farþegar verði fyrir neinum hnykkjum. Hristings, hliðar- veltu 0g skryltkja gætir ekki í Overland 4. Það koma tæplega svo harðir hnykkir á bifreiðina að menn taki eftir þeim. Og þess vegna þreyt- ast menn ekki þótt þeir aki langar leiðir í Over- land. Á Overland 4 eru 3,3 m. milli fjaðraenda og því er hún jafn þægileg til aksturs og þær bif- reiðar, sem hafa allra lengst milli hjóla og eru þungar. Bn Overland 4 hefir alla kosti léttra og sparsamra bifreiða. „Three Point Cantilever“ fjaðrirnar hlífa vagninum við öllum hnykkjum og skrykkjum á vondum vegum. Þess vegna endist bifreiðin lengi og viðhald hennar er lítið. Allur útbvinaður Overland 4 er hinn full- komnasti, alt frá Auto Lite „Starter1 ‘ að Tillot- sons „Carburetor' ‘. Með 400,000 km. akstri hefir bifreið þessi náð hámarki í úthaldi og styrkleika. Allar upplýsingar viðvíkjandi þessum ágœtu bifrciðum gefur einkasali vor á íslandi J. Þorsteinsson, . Laugavegi 31 & Vatnsstig 3, Reykjavík. Símnefni: Möbel. Símar: 64, 464 og 864. The JOHN N. WILLYS EXPORT CORPORATION, 165 Broadway, New York, U. S. A. J gerduft Hið nafnfræga ameríkska ROYAL BAKING POWDER Hreinleiki og gæöi hafa aflað því hinn- ar miklu eftirspumar um víða veröld. Hver húsmóðir getur óhrædd treyst á það, að þær kökur, kex 0. s. frv„ sem hún bakar úr því, verða ljúffengar og heilnæmar og eins góðar og unt er, að þær geti orðið. Það dofnar aldrei vegna þess að það er aðeins selt í dósum Selt í heildverzlun GARÐARS GÍSLASONAR og í flestum matvöruverzlunum. Fjárhags- örðugleikar. íslandsbankj liefir nn nýlega hætt að selja ávísanir á útlönd, að mestu leyti. Hefir þett.v þótt vita á ilt, og spunnist út af því sögur van að fjárkreppa væri yfirvófandi og hættulegir tímar í nánd. Enn- fremur hefir það fylgt sögunni, að forvextir mundu hækka gífurlega. Undanfarin ár hafa menn verið ánægðir með viðskiftaveltu lands- ins og þótt hún bera vott um vel- megun,' enda hafa hagskýrslurn- ar oftast sýnt meiri útflutning en innflutning. Mörgum mun því koma kynlega fyrir að heyra a.) peninga- j röng sé að verða í landinu. Og það er ekki heldur rétt að svo sé. Það er aðeins um örðugleika í bili að ræða, sem öll ástæða er til að vona, að úr rakni mjög bráðlega. Þessir örðugleikar staía af því að mikill hluti framleiðslunnar frá árinu sem leið er enn óseldur. Allir vita hvernig ástatt er með síldina og kjötið. Það liggur enn óselt að mestu leyti, og þar eru bundnar margar miljónir. Ennfremur er þess að gæta að mikill hluti saltfisks- ins frá í fyrra er ennþá óseldur og má gera ráð fyrir, að þar séu iastar margar miljónir króna. Og af öðrum vörutegundum mun all- mikið óselt. Hins vegar hafa vöruflutningar verið mjög miklir til landsins síð- ustu mánuðina og vörubirgðir mikl- ar fyrirliggjandi . Og þær vörur eru borgaðar hinu háa verði, sem nú er á öllu. Afleiðingin verður sú, að bank- arnir hér, og þá einkum ísland- i banki, sem hefir skyldu til að flytja fé milli landa, hafa allmjög þurft á lánstrausti sínu að halda, þar sem ián til vörukaupa í útlöndiim hafa verið engu minni en venja gerist — og jafnvel meiri, því ýmsir hafa beðið þessa tíma til þess að hefja atvinnurebstur, og fengið fé til hans undanfarið missiri — en hins vegar hefir lítið borgast inn til bankans erlendis, vegna þess að svo mikið af afurðum er óselt. Og nú vilja bankarnir ekki nota frekar iánstraust sitt erlendis, nema um nauðsynleg vöruinnkaup sé að ræða og neita því að selja ávísanir á út- lönd nema undir sérstökum kring- umstæðum. Kemur þetta því einkum til að hafa áhrif á innflutning þeirra vöru tegunda, sem alment er álitið að hægast sé að komast af án. Og þeg- ar þess er gætt, að nú fyrir nokkr- um vikum hafa verið reistar skorð- ur við innflutningi ónauðsynlegra vörutegunda og bannaður innflutn- ingur á mörgu, þá verður eigi talið, að þessar nýju ráðstafanir bank- anna geti orðið til að baka mönn- i um nein óþægindi, sem eigi hefðu annars komið, nema þá að viðskifta nefnd gangi lengra og banni að- flutning á fleiru en ella hefði orðið, vegna örðugleika bankanna. Það kveður við hjá öllum þjóð- um, að nú ríði á að spara og auka framleiðsluna. Og meira er talað om sparnaðinn nú, en nokkurntíma meðan ófnðurinn stóð yfir. Bylt- ingar og ókyrð í f jármálum var ein- kenni ófriðaráranna, en það ein- kenni hefir orðið enn skýrara á þeim tíma, sem liðinn er síðan stríð- inu lauk. Og ekki mun íslending- um það síður óþarft en öðrum þjóð- um, að hafa sparnaéarkenninguna í hávegum. Þjóðin er ung og stend- ur enn á veikum fótum. Og sér- staklega ber þess að gæta, að það er ekki fyr en nú á síðustu árum,! sem peningar eru komnir í hring- rás manna á meðal, í líkingu við það, sem annarstaðar gerist. ís- lendingar eru því óvanari að fara með peninga en aðrir, og þeim mun meiri er ástæðan til að fara gæti- lega. Og það er skylda hvers góðs borgara, að neita sér með ljiifu geði um það, sem hægt er að vera án, ef heill þjóðarinnar krefst þess. Viðtal við Tofte bankastjóra. Vér höfum átt tal við Tofte bankastjóra til þess að heyra álit hans um málið. Kvað hann bank- ann Áafa byrjað að takmarka sölu ávísana á útlönd strax í febrúarmánuði og væri þvi ekki um aðra breytingu að ræða nú en áfram hald þeirrar stefnu. — Á jafn óviss- um tímum og nú stæðu yfir væri allur varinn góður, og því áliti bankinn ekki rétt að nota láns- traust sitt erlendis nema þar sem brýna nauðsyn bæri til, þangað til aftur raknaði úr örðugleikunum. — Hve langt búist þér við að verði þangað tilf — Jeg geri ráð fyrir að það verði tveir til þrír mánuðir. Undir eins og seldar verða íslenzkar afurðir, svo nokkru nemi, má gera ráð fyr- ir að ástandið batni. Og það er full ástæða til að ætla, að það verði bráðlega. — Hækka forvextir nú á næst- l nni ? — Við höfum fengið skeyti Um forvaxtahækkun bæði i Englandi og Danmörku og hafa þeir hækkað þar um einn af hundraði, eða úr 6% í 7%. Hér hafa þeir verið 7% und- anfarið. Bankarnir hér hafa eigi hækkað forvexti sína ennþá, en líklegt er að þeir hækki hér að sama skapi á næstunni. Búnaðarfélag Islands, Ársfundur þess var haldinn í Iðn- aðarmannahúsinu 23. f. m. Var þá sam- komubann hér í Reykjavík, vegna in- flúenzuhættunaar og því sárfáir á fundinum. Gaf forseti félagsins þar yfirlit yfir störf félagsins á umliðnu ári og fjárhag þess. Áætlað hafði verið að flytja þrjú erindi á fundi þessum, en eigi varð af því að nema eitt yrði flutt, bæði vegna þess hve fundurinn var fámennur og svo af hinu að ræðu- mennirnir tveir voru forfailaðir. Hið eina erindi sem flutt var á þeim fundi, flutti Matthías Þórðarson fommenja- vörður og var það um sýningu á bún- aðaráhöldum fornum og nýjum, og landbúnaðarsafn. . Vegna forfallanna á fyrri fundinum boðaði Búnaðarfélagið. til aukafundar 19. þ. m. og voru þar flutt erindi þau, er áformað hafði verið að halda á fyrri fundinum. Pétur Bjarnason kaupmr.ður flutti erindi um niðursuðu. Taldi hann hana geta verið arðsama atvinnu. Væri lítið dýrara að sjóða mður kjöt en salta það, og lægi f’ermunurinn í því einu að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.