Ísafold - 16.08.1920, Blaðsíða 2
&
ÍSAFOLD
•deyf’ð til sálar og líkama. Rólyndu
ungmennm eru eins og þau séu
ihálfsofandi, tilfinningasljó og hríf-
ast eigi af neinu. (fætin eru þau og
umburðarlynd við aðra, enda virð-
ist tþeim standa nærri á sama um
alt og alla. Þau vilja aðeins vera
í næði, éta vel og sofa. Þeim bregð-
ur við fátt. Það er eins og hvorki
sorg eða gleði, von eða ótti geti
ihaft áhrif á þau, og sízt af öllu
ástartilfinningar. — Slíkir menn
eru í rauninni hvorki illir eða góð-
ir, og þeir eru til einskis nýtir.
I
IV.
Það mun sjáldgæft að nokkurt
ungmenni, eða fuiltíða maður hafi
nokkurt af þessum fjórum lundar-
einkennum óblandað eða eitt út af
fyrir sig. Þau renna rnjög saman
hvert inn í annað lundareinkennin,
að meiru eða minna leyti. En þeg-
ar eitt lundarfarið er mest ráðandi
í sálarlífinu, þá segja menn að
þessi eða hinri sé léttlyndur, stór-
lyndur o. s. frv. — Alveg óblandað
lundarfar er sjaldgæft, að minsta
kosti á fulltíða manni. Hver sá, sem
hefir eitt lundarfarið nálega ó-
blandað, hefir slæmt lundarífar eða
er illa lyntur, alveg óþolandi oig
ómögulegur maður. En þegar þessi
lunderni, eins og eg hefi aðgreint
þau hvert út af fyrir sig, til skiln-
ingsauka á skapferli manna, eru
vel samstilt eða samtvinnuð, þá má
segja að maður með þeim hafi gott
geðslag og affarasælt. Þá bæta
lundemin hvert annað.
Mest ber á einangruðum lund-
ernum eða lundarfari hjá börnum
og unglingum. Með aldrinum
breytist venjulega skaplyndið
meira eða minna- Léttlynda nátt-
úran minkar, en hverfur þó eigi
með öllu, hversu gamall sem mað-
urinn verður. Maðurinn stillist og
meira jafnvægi kemst á geðslag
hans yfirleitt. Sama er um hin
iundernin að segja, sem nefnd hafa
verið.
Það má einnig minna á það, að
allmikill munur er á geðslagi létt-
lyndra stúlkna og léttlyndra
pilta, eða þá stórlyndra, þung-
lyndra o. s. frv. — Þetta kannast
allir við-
Yfir höfuð má segja, að létt-
lynda lundarfarið 'sé aðal lyndis-
einkunn æskumanna (bamanna),
þunglyndið unglingsáranna, eða
fram yfir tvítu gsal durinn, stór-
lyndið fullorðinsáranna, en rólynd-
ið elliáranna. —
Það hefir verið rannsakað lund-
emi barna í skólum erlendis á
mörgum tugum þúsunda. barna.
Niðurstaðan varð sú, að 32 böm af
hverjum hundrað bömum, eða 32%
heifðu að miklu leyti óblandað létt-
lyndi, væru sangvinsk. Stórlyndu
börnin (kolerisku) urðu færri, að
eins 8—10%, þar næst vom þung-
lyndu bömin (melankolsk) 6—7%,
en aðeins 3—4% rólynd eða fleg-
matisk. —
Hérumbil helmingur allra barn-
anna. reyndist með blönduðum
lundemum, eða höfðu eigi svo mik-
ið af neinu lundeminu, að þau réði
mestu um skapferlið, eða svo að
börnin gætu talist léttlynd, stór-
lynd, þunglynd eða rólynd.
Eigi þarf langt að leita til þess
að hitta fullorðna raenn, isem hafa
svo mikið af léttlyndis-náttúmfar-
inu, að enginn hiki við að kalla þá
sangvinska, af því þeir hafa flest
einkenni þess lundarfars, meira
eða minna hávær. En svona má
segja um hin lundernin. Napoleon
var alt sitt líf há-koleriskur mað-
ur, svo að oftast bar mjög lítið á
hinum lundemunum í sálarlífi
hans. Það má fljótt finna það hjá
mönnum með eftirtekt, hvaða lund-
erni ræður mestu í skapferli þeirra
og sálarlífi. Þetta sést bezt á ýmsri
útvortisframkomu manna, t. d.
göngulagi, líkamshreyfingum, and-
litsútlit.i o. s. frv. En út í þessi at-
riði fer eg eigi, því það er eigi
meining mín með þessum línum, að
fara að kenna mönnum beinlínis
að þeitkja hin ýmsu lunderni
manna.
Eg býst við því, að sumum kunni
að finnast það torskilið, að sarni
maðurinn geti haft 2, 3 eða 4 lund-
erni sameinuð, eins og þeim hefir
verið lýst hverju út af fyrir sig.
En því er nú þó svo farið- Sami
maðurinn getur verið léttlyndur,
þunglyndur og stórlyndur í senn.
Af einhverju þessu lundarfari héf-
ir hann þó mest, sem leiðir hin
meira eða minna eða deyfir.
Maður, sem t. d. hefir mest af
léttlyndinu en minst af stórlynd-
inu, eða minna en af þunglyndinu,
er oftast lífhræddur mjög, hræðist
allar hættur og er því síst af öllu
hugprúð hetja venjulega. En þegar
hættan dynur yfir hann, verður
hann skyndilega hinn hugprúðasti,
og getur oft bjargað sér með því.
Það er ein.s og hann á síðustu
stiindu taki sinnaskiftum og verði
alt annað en hann áður 'hefir ver-
ið. Það er kólerisfea náttúrnfarið,
sem þá vaknar og tekur yfirráðin
í sálarlífinu í sambandi við rósemi
þunglyndisins.
Þá má einnig taka dæmi af
manni, sem hefir léttlynt, þung-
lynt sbap. Sá maður mun oftast
reynast stórlýginn náungi, en þó
svo, að aðrir menn rnunu vel trúa
orðum hans. En þunglyndir-létt-
lyndir menn ljúga sumir svo vel og
lengi, að þeir að lokum trúa sjálf-
ir sinni eigin lýgi, þekkja hiana
eiigi lengur sem sína framleiðslu og
eign. Sjaldgæfir eru að vísu þessir
rnenn; þó hefi eg hitt fyrir að
minsta kosti 2 menn þessum kost-
um gædda!
Menn þeir, sem hafa rólynda og
þunglynda náttúru sameinaða, eru
dranmóramenn. Þeir igeta hvorki
talist 'góðir eða, illir og eru venju-
leiga til lítils nýtir í mannfélaginu.
I hverri sveit landsins er einn eða
fleiri náungar með þessu skapi.
Þeir lifa oft lengi og komast á
sveitasjóðinn að lokum. Þeir eru
lettingjar hinir mestu, en mjög
matelskir og þurftarfrekir.
Öðru máli er ,að gegna um þá
men, sem allmikið er alstaðar af,
sem hafa þunglynda-stórlynda og
rólynda. skapsmuni, alla vel sam-
stilta. Þeir eru salt jarðar í mann-
félaginu. Einkenni þeirra er þetta:
Stilling, alvörugefni, gætni, starfs-
löngun, samviskusemi, áreiðanleiki
til orða og verka, hugprýði, kaldur
svipur og hart, stöðugt augnaráð.
Þið þekkið þessa menn.
Þeir sem hafa aftur á móti létt-
lyndi og rólyndi samtvinnað, en lít-
ið eða ekkert af hinum lundemun-
um, era venjulega andleg smá-
menni.
S. Þ.
Tilkynning
Eg undirritaður hefi ákveðið að
skrifa framvegis í ísafold og lítils-
háttar í Morgunblaðið, um ýms mál
efni, einkum atvinnu málefni og
fræðandi efni. Alt sem eg skrifa i
þessi blöð, verður merkt S. Þ. Geta
því allir séð hvað eg á í blöðunum.
Búast má við því, að skoðanir
mínar verði eigi alt áf í samræmi
við skoðanir sumra annara blaða
eða þeirra, sem í blöðin rita. Eg
fylgi minni eigin sannfæringu og
held þeirri póilitísku Skoðun, sem eg
hefi um mörg undanfarin ár haft,
og stöku mönnum er kunn, þótt
'hvergi hafi eg opinberlega látið
hana í ljósi.
Enginn hefir ákveðið mér neina
sérstaka landsmálastefnu t.il þess að
halda mér að. En þeir sem standa
að þessum blöðum, sem eg rita í,
ihafa borið það traust til mín, að
eg hefði um eitthvað að Skrifa, sem
lesandi væri og þÖrf væri að skrif-
að sé um.
Býst eg nú við því, að öllum geðj
ist ekki vel að sumu því, scm eg
skrifa um, og sendi mér ómildan
tón. En það hræðist eg eigi eða fæl-
ir mig frá því að fylgja sannfær-
ingu minni i hverju máli sem eg
rita um. Eg er enginn felíku- eða
flokksmaður og hefi aldrei verið.
Eg leik lausum hala, óháður öllum
og hræðist engan og ekkert.
Að fyrra bragði ætla eg mér ekki
tað ráðast á neinn mann persónu-
lega. Eg vil vel ræða málefnið en
eigi mennina og óska að hafa frið
við alla menn, þótt aðrar skoðanir
hafi eg en þeir. , Persónulegar
skammir er mér illa við. Enginn
vinnur neitt með þeim. Eg mun
leiða hjá mér, svo sem mér er unt,
allar aðdróttanir eða persónulega
áreitni, en halda mér við málefnið
og hálda velti sem föng eru á.
Ráðagerði 1. ágúst 1920.
Sigurður Þórólfsson.
„Mannasiðir".
Það var þörf á slíkri bók, sem
Jón Jacobson landsbókavörður nú
hefir gefið út. Ekkert til hér á
landi um þetta efni áður, en hins
vegar ekki hægt að neita því, að
mörgum er mjög ábótavant hvað
hegðun og góða siði snertir. Er-
lendis era slíbar bæknr mikið
keyptar, t. d. er „Takt og Tone“,
eftir Emmu Gad, komin út í mörg-
um endurprentunum í Danmörku
á síðustu missirum.
í fyrsta kafla bókarinnar spyr
höfundurinn: Hvað eru mannasið-
ir? Og hann svarar því þannig, ,áð
það sé sem hjá mentuðum þjóðnm
sé skilið kurteysi og háttprýði,
vitasknld með ýmsum hætti hjá
þjóðunum, en æfinlega ýmislegt
sameiginlegt hjá öllum prúðum
mönnum meðal allra þjóða.
— Er kurteysi og háttprýði nauð
synleg? er næBta spurningin, og
svarið er þetta: Já, því að þær eru
einkaskilyrði npptöku í samfélaig
siðaðra maínn Oig samvistar með
þeim. — Hver er lífæð knrteisinn-
ar? Það er smekkvísin, segir höf.
Smekkvisin er móðir allrar prúð-
mensku, allrar hæversku og hátt-
prýði. Hún er jafn nauðsynleg lærð
um sem leikum, rithöfundum sem
ræðumönnum, konungum sem kot-
ungum. Hún fegrar lífið, og þær
kurteisisreglur, sem brjóta bág við
heilbirilgðan smekk, eru að engu
nýtar. Hún gefur af sér lipurð í
umgengni og þýtt viðmót, sem eng-
an særir og engan vill særa, og hún
kann jafnan einhver ráð til að firra
vandræðum þegar í harðbaka slær.
í næstu köflnm bókarinnar er
sagt frá því, hvemig menn eigi að
hegða sér í einstökum tilfellum í
samkvæmum, opinberum samkom-
um og heima fyrir. Er bókin lipurt
rituð o,g skemtileg aflestrar.
Nefndin heflr lokið stört-
um sfnum.
Á •mánudaginn var hélt dansk-
íslenzka lögjafnaðamefndin síðasta
fundinn á þessn ári. Er störfum
nefndarinnar lokið í bili og munu
dönsku nefndarmennirair nú hugsa
til heimferðar.
Vér höfum hitt Borgbjerg rit-
stjóra að máli og spurt hann frétta
um þau mál, sem nefndin hefir
tfjallað um að þessu sinni.
— Alls höfum við haldið 5 fundi,
segir Rorgbjerg. Svo sem kunnugt
er, er aðalmarkmið nefndarinnar að
rannsáka þau kgafrumvörp, sem
fram koma á þingum þjóðanna, til
þess að koma í veg fyrir að í þeim
sé nokkuð, sem sé gagnstætt hags-
munum hinnar þjóðarinnar. Höfum
vér ekkert fundið athugavert við
lög þau, ér vér höfnm athugáð.
Nefndin hefir þá 'fjallað um út-
sendingu íslenzks konsúls til Genúa.
íslenzki hluti nefndarinnar ha.fði
þegar í júnímánuði látið uppi álit
sitt um þetta, eftir beiðni íslenzku
stjórnarinnar, aðallega um hið ytra
fyrirkomulag. Ákvað danski hluti
nefndarinnar að híða með ályktnn
um þetta mál unz hún hefði ráðg-
ast um það við döns'ku stjómina,
og kemur því málið til frekari um-
ræðu á næsta fundi, sem haldinn
verður í Kaupmannahö'fn næsta
sumar-
Strandgæzlan.
Þá skoðun, er fram kom frá hin-
um íslensku nefndarmönnum að
fiskiveiðaeftirlitið hafi, einkum á
síðari árum, verið ófullnægjandi,
geta dönsku nefndarmennirnir fall-
ist á. Eitt skip er ekki nægilegt, og
vaxandi braði botnvörpuskipanna
veldur því, að eftirlitsskipið þarf
einnig að verða hraðskreiðara.
Samkvæmt 8. gr. sambandslag-
anna er Danmörku að eins skylt að
leggja til eitt skip til eftirlits á
fiskimiðum íslands í tíu mánuði ár
hvert. En dönsku nefndarmennirnir
hafa — án þes þó að þeir þar með
á nokkurn bátt taki afstöðu til óska
Islendinga um endanlegt, fyrirkomu-
lag fiskiveiðaeftirlitsins — lýst yfir,
að þeir mundu leggja það til við
stjórn og ríkisþing Danmerkur, að
þau fari í þessu máli á næstu árum
alveg eftir því, hverja afstöðu al-
þingi og hin íslenska stjórn taki til
þessa máls, er alþing kemur saman
1921.
Annars hefir nefndin haft til
meðferðar framhaldandi fram-
kvæmdir á ákvæðum sambandslag-
anna, og hefir orðið ásátt um, að
beina athygli dönsku og íslensku
stjórnanna að því, að hagkvæmt
væri, að sem fyrst yrðu gerðir samn-
ingar milli íslands og Danmerkur
im:
1. Heimsending sjómanna.
2. Gagnkvæma hjálp til manna,
scm þurfandi verða í öðru landinu,
en eiga heima í hinu.
3. Frámsal sakamanna, og
4. Fullnæging dóma.
Símasambandið.
Fyrir sambandið milli landanna
framvegis mundi það verða mjög
mikils vert, að símaviðskifti yrðu
hægari og gætu aukist á þann veg,
að símagjaldið lækkaði og loft-
skeytasambandið yrði meir notað,
svo að daglegar blaðafregnir og ann-
að það, sem báðum er áríðandi til
samskifta, gæti orðið sem greiðast,
en þetta er með núverandi síma-
gjaldi og starfsafli sambandstækj-
anna mjög miklum erfiðleikum
bundið.
Þar sem nú hið Stóra norræna
símafélag hefir einkarétt á símasam-
bandinu milli Danmerkur og ís-
lands, er nauðsynlegt, ef breyting
ætti að nást á þessu sviði, að stjórn-
irnar tækju upp samninga um málið
\ið félagið, og mætti þá búast við,
að félagið, sem venjulega hefir góð-
an skilning á þeim þjóðfélagsþörf-
um, sem starfsemi þess snerta,
i undi láta að óskum, er bornar
væru fram sem áhugamál beggja
þjóðanna.
Nefndin hefir því orðið ásátt um,
ac leggja til við báðar stjórnirnar,
að samningaumleitanir um bætt
sl-maviðskifti verði byrjaðir sem
fyrst.
Sáttmálas j óSuriim.
Að lokum hafa stjórnir háskóla-
sjóða beggja landanna, sem myndað-
ir voru með sambandslögunum,
ræðst hér við og komið sér saman
um vissar grundvallarreglur til sam-
vinnu framvegis, en í stjórn þess
sjóðsins, sem danski háskólinn hefir
umráð yfir, eru allir dönsku nefnd-
armennirnir þrír og Finnur Jónsson
prófessor, sem einnig hefir verið hér
staddur nú, svo að þar vantaði að
cins einn mann af fimm.
Dönskn nefndarniennirnir og
frúr þeirra fara héðan í dag eða á
morgun með Islands Falk til Berg-
en. Var fyrst í ráði að þeir færu
með Botníu, en eitt var það. að
enn er óákveðið hvort Botnía kemst
á stað héðan í þessari viku og einn-
ig hitt, að Kragh rektor verður
nauðsynlega að vena feominn til
Kristjaníu 18. þ. m. til þess að vera
þar fulltrúi Dana á fundi. Símaði
formaður nefndarinnar, Borgbjerg
ritstjóri, 'til bermálaæáðuneytisins
danska og gaf það samþykki sitt
til þess, að Fálkinn flytti fulltrú-
ana til Bergen.
Á síðasta fundinum fluttu þeir
Bjarni frá Vogi og Borgbjerg
stuttar tölur og þökkuðu fyrir
góða samvinnu. Að því loknu var
nefndarfundum slitið.
í ýmsum foraum ritum er sagt
frá stórum og undra sterkum mönn-
um. T. d. í Fomaldarsögum Níorð-
nrlanda og íslendmgasögunum.
Hetjumar voru oftast hö’fði hærri
en aðrir menn og höfðu margra
manna afl. Risarnir — sérstök