Ísafold - 16.08.1920, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.08.1920, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD hlé til að ræða um friðarskilmála, en tillögur þess efnis símaði Kame- neff Lenin-stjóminni á föstudag- inn, að boði brezku stjórnarinnar. Báðstefna bandamanna í Hythe hefir vísað öllu málinu til um- sagnar sérfræðinga í her- og flota- málum. Bretar og Frakkar hafa beðið Bandaríkin hjálpar, og skiftast stjómirnar í London, París og Washington nú sem óðast á skeyt- um um málið. Verkamenn mótmæla afskiftum bandamanna. Frá London er símað, að verka- ime.nn haldi f jölmenna fundi um alt England til að mótmæla því, að Póllandi verði hjálpað- Frá París er símað, að blöð franskra jafnaðarmanna séu mót- fallin því, að Frakkar hjálpi Pól- verjum. Frá Berlín er símað, að meiri hluta-jafnaðarmenn, óháðir jafnað- armenn og „kommunistar“ hafi sameiginlega skorað á verkamenn að koma í veg fyrir það, að her eða hergögn verði flutt um Þýzka- iand til Póllands- Rúmenar hlutlausir. Frá Búkarest er símað, að Rú- menar ætli að verða hlutlausir í ófriðnum milli bolshvíkinga og Pólverja. Friðarsamningar Tyrkja. Frá London er símað, að undir- skrift friðarsamninganna við Tyrki hafi enn verið frestað- Ráðstefna Eystrasaltslanda. Fréttastofa Letta tilkynnir, að ráðstefna Eystrasaltslandanna hafi verið sett í Riga á föstudaginn. Khöfn 12. ágúst. Vopnahlé í aðsigi. Símað er frá London, að Pól- verjar séu reiðubúnir til ag gera vopnahlé og semja um frið í Minsk. Bandamenm sitja hjá og bíða undir tekta Rússa. í Tilboð bolshvíkinga. Leninstjómin er fús til að við- urkenna skuldir þær, sem Rúss- land komst í á dögum zar-stjóm- arinnar. BolsShvíkingar ihafa -lagt fyrir brezku stjórnina skilyrði fyr- ir vopmáhléi; þeir vilja viðurkenna ejálfstæði Póllands; pólski herinn á ekki að verða nema 50 þúsundir og allur heriðnaður að leggjast nið- ur í landinu. - \ Rússar við Varsjá. Símað er frá Berlín, að bqjsh- víkingar eigi eina tvo kílómetra ófarna til Varsjá. . ■ | FriðarsMImálar Tyrkja. hafa verið undirskrifaðir. Khöfn 13. águst. Pólverjum býðst hjálp. Símað er frá London, að Ung- verjaland hafi boðið Póllandi 140 þúsundir hermanna til að hjálpa þeim gegn Rússum. Verkamenn hóta verkfalli. Enskir verkamenn hafa ákveðið iað hefja allsherjarverkfall til að mótmæla því, að Bretland fari her- ferð gegn bolshvíkingum. Stjóm Wrangels viðurkend. Símað er frá París, að Frakka- F. H. KREBS I medlem af Dansk Iogeniörforening KONSULTERENDE INGENIÖRFIRMA for Projektering og Udbygning af: KRAFT8TATIONER, Vandkraft, Damp, Diesei, Sugegas osv. ELEKTRISKE KRAFTOVERFÖRINGS- 0G FORDELINGSANLÆG ELEKTRiSK Varme, Lys, Drivkraft m. v. 0RGAN1SATI0N AF ELEKTRIC1TETSF0RSYNING KÖBENHAVN V., Aihambravej 17. Tlgr. Adr. Elektrokrebs stjórn hafi ákveðið að viðurkenna stjórn Wrangels í framkvæmdinni. Með og móti Pólverjum. Símað er frá Washington, að Bandaríkin vilji styðja Pólverja til þess að vernda óskert sjálfstæði sitt. Stjórn ítaKu hefir hafnað til- lögu Frakka um að veita Pólverj- um hernaðarhjálp. Friður með Rússum og Lettum. Símað er frá Majorenhof, að friðarsamningar milli Rússa og Letta hafi verið undirritaðir í gær. Khöfu 14. ágúst. Bretar og Frakkar ósáttir. Frá London er símað, að Bret- ar muni ekkj fást til að viðurkenna stjóm Wrangels á Krím, nema bolshvíkingar setji Pólverjum með öllu óviðunandi friðarkosti. Það hefir vakið kurr nokkum í Eng- landi, að Frakkar hafa viðurk’ent stjórn Wrangels, án þess að ráð- færa sig um það við Lloyd George- Frá París er símað, að það hafi vakið kurr í Frakklandi, að Lloyd George hafi ráðið Pólverjnm til að taka friðarkostum bolshvíkinga, án þess að ráðfæra sig um það við Millerand. Bandaríkin og Rússland. Frá Washington er símað, að Bandaríkin vilji vinna að því, að Stóra-Rússland verði endurreist og útjaðraríkin sameinnð því, að und- lanskildu Finnlandi og Póllandi. Bandalag Frakka og Belga. Frá Rotterdam er síimað, að hemaðarbandalag Frakklands og Belgín sé nú endanlega umsamið. •v Vopnahlé með Finnum og Rússum. Frá Helsingfors er símað, að vopnabléssamningar séu fullgerðir með Finnum og Rússum. Rvíkur-annáll. Sex sönglög eftir Loft Guðmunds- son eru nýkomin á markaðinn í snot- urri útgáfu. Hefir stærsta nótnafor- lag Danmerkur, Wilhelm Hansen, í Kaupmannahöfn, gefið lögin út. Þau eru falleg. Loftskeytastöð á að reisa. í Vest- mannaeyjum. Er mjög mikils vert fyr- ir siglingar Vorar og fiskveiði að stöð verði reist í eyjunum. Varðskipið og margir botnvörpunganna eru nú útbúin loftskeytatækjum og getur það haft mikla þýðingu að skip þessi séu í stöð- ugu sambandi við eyjarnar. Höfðingleg gjöf. Fyrir nokkru voru liðin 10 ár frá því að Sigvaldi Kalda- lóns tónskáld varð læknir í Nauteyrar- héraði. Færðu héraðsbúar honum í því tilefni vandað flygel að gjöf. Benzínlaus er flugvélin, eða nær því. Hefir aðeins nóg í 100 mínútna flug. Aage Berléme áætlar tapið við 6- seldu síldina nema 7—9 miljón króna. Gerir hann það í grein, er birtist eft- ir hann í Finanstidende 28. júlí. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína jþau lEiríknr Leifsson heildsali og ungfrú Alma Andersen, og Sigurður Guðlaugsson málarameist- ari og ungfrú Bengta Andersen. Lagarfoss mun eiga að fara fyrstu ferð sína eftir að hann kemur hingað frá Danmörku næst til Montreal í Canada. Hafa íslenzku skipin aldrei farið þangað áður. Nýtt tímarit fyrir iðnfræðileg mál- ' efni ætlar Iðnfræðafélag íslands að fara að gefa út og kemur fyrsta hefti þess út seint í næsta mánuði. Er ráð- gert, að ritið komi út fjórum sinnum á ári. Ritstjóri þess verður Otto B. Arnar kaupmaður. Rottustríðið. Hernaðurinn gegn rott- unni er hafinn fyrir nokkru og hefir rottan beðið ósigur á öllum vígstöðv- um, bæði á hafnarbakkanum og annar- staðar og deyr nú í brönnum. Gísli Guðmundsson gerlafræðingur hefir eftirlit með hergögnunum. Dýrtíðin. 12 teiknistifti eru nú seld á eina krónu hér í bænum! Þrjá botnvörpunga eiga íslendingar rd í smíðum í pýzkalandi. Miðilinn frægi, Vout Peters, er væntanlegur hingað einhvern næstu daga. Hann fór frá Bretlandi 7. þ. m. óvíst með hvaða skipi. Nýr botnvörpungur er nýkominn hingað. Heitir sá Kári Sölmund- arson og er eign hlutafélagsins „Kári“, framkvæmdastjóri Þorst. Jónsson. Skipið er hið vandaðasta. Skipstjóri er Aðalsteinn Pálsson. Til Rússlands fóru nýlega frá Kaup- mannahöfn stúdentarnir Hendrik Otto- son Siemsen og Brynjólfur Bjarnason frá Eyði-Sandvík í Ámessýslu. Gullfoss tók 400 hesta til Danmerkur í síðustu ferð þangað. Ætlaði skipið að koma við í Vejle og skipa hestun- um upp þar. Baðið í Barnaskólanum. Stjórn íþróttasambands Islands liefir sent bæjarstjórninni bréflega áskorun um, að sjá til þess, að baði verði komið upp í Bamaskólanum fyrir haustið. Er íþróttavinum og öðram, sem um málið hugsa, mikið áhugamál, að þessu sé hrint í framkvæmd strax. Hefir drátt- urinn á framkvæmdum orðið óhæfilega langur, en fyrir löngu hefir bæjar- stjórnin veitt fé til þessa, svo það stendur ekki á öðru en að framkvæma verkið. Smjörlíkisverðið. Vér höfum spurt Gísla Guðmundsson, framkvæmda- í stjóra SmjörlíkLsgerðarinnar, um verðhorfur á íslenzka smjörlíkinu á næstunni. Segir Gísli pau gleðitíð- indi, að allar horfur séu á því, að verð- ið fari að lækka úr þessu. Hefir hann fest kaup á allmiklu af hráefnum er- lendis og er verð þeirra lægra en áður var. Ef verksmiðjunni tekst að fá þessi efni hingað og vinna bug á innflutn- ingstáknunum, sem á því em, segir Gfsli að smjörlíkið muni lækka í haust, iþegar nýja efnið er komið. Beskytteren hefir annast strand- gæzlu nyrðra um síldveiðitímann. Hafa engin eða mjög lítil brÖgð verið að ólöglegri veiði. Islands Falk er farinn áleiðis til Bergen með dönsku nefndarmennina. ---------O---------- Norðurfijr Svmín/ps. Söguleg ferð um íshafið. Eftirfarandi grtin um ferð skips- ins „Svíatogur“ til Kara-hafsins, er rituð af foringja fararinnar Otto Sverdrup sjálfum, og bitist hún í „Times‘ ‘ snemma í síðasta mánuði: „Eg verð að byrja sögu björgun- arferðarinnar með því að segja ferðasögu ísbrjótsins „Svíatogur“, sem við fórum ferðina á- Það var í síðastliðnum aprílmán- uði, að mér var trú'að fyrir iað stýra ferð 'þessari, til þess að reyna að finna og bjarga skipshöfninni og farþegunnm af skipinu Solovei Boudimirovitch, sem hafði innilok- ast í ísnum skamt fyrir norðan Hvítahaf og síoan rekið inu í Kara- haf, síðast í janúar. Hafði skipið að eins haft vistir til tveggja mán- aða og kolaforði þess var af mjög skomum skamti. Stór og sterkur ísbrjótur „Svía- togur“ var valinn til fararinnar, og léði brezka stjórain bann og sendi til Bergen. Tók hann þar alla áhöfn og búinn vistum og öllum öðrum nauðsynjum til 6 mánaða. Þar láum við til 7- júní og voru það leiðinlegir biðdagar fyrir okk- ur, en þó hafa þeir verið enn verri fyrir fólkið norður í íshafi, sem beið þar í sárustu neyð. Hafði þeim verið tilkynt með 'loftskeyti, að við værum farnir af stað. Yið héldum gegnum Karasundið o.g urðum ekki íss varir fyr en morg unrnn 16. júní. Þá varð íýrir okkur þéttur ís- Það var sýnilega árang- urslaust að reyna að leggja í ísinn; við urðum að leggjia frá og leita betri leiðar. Við snerum því til norð vesturs, en ekki varð okkur betur ágengt þar og tókum við því mót- setta stefnu. Vildi okkur það þá til, að stormur kom af norðvestri og greiddist ísinn í sundur svo við kcmumst áfram. 18. júní var heiðskírt veður, og er við höfðum gert nauðsynlegar athuganir um morguninn, héldum við áfram. Um sama leyti fengum við loftskeyti frá So'lovei, sem þá var komin miklu norðar eu verið hafðj áður. Skömmu seinna komum við auga á rússneska ísbrjótinn „Kanada“, sem kom á eftir okkur. Hafði hann byr af vindinum, sem hafði rofið ísinn fyrir okkur og hiann hafði taf- ist skemur við ísinn en við. 17. júní höfðum við komist yfir loftskeyti frá Kanada til Solovei, sem stað- festi orðróm þann *er við höfðum heyrt í Bergen, að Bolshevikkar væru að gera út aðra hjálparför. Skömmu síðar kom skeyti frá Kan- ada, og við beðnir um, að segja til hvar við værum staddir, og svör- uðum við því. Bað þá Kanada okk- ur að bíða sín til skrafs og ráða- gerða, og í viðtalinu við foringj- ann á skipinu kom það fram, að stjórnin hefði sent þá til aðstoðar okkur, ef þörf gerðist. Einnig kom það fram, að þeir höfðu skipun um að fara með skipið beint til Arch- angelsk. Því var það, að undireins og sam- ræðunni var lokið, hófst hin ákaf- asta kappsigling milli skipanna; Voru nú kyntir allir 10 katlarn- ir á Kanada, eins og frekast var unt og siglt með fullum krafti á ísinn. Varð skipið stundum að gera marg- ar atrennur, því ísinn var sumstað- ar 20 feta þykkur. Við vorum á undan og nálguð- umst smám sannan Solovei, en ísinn var þéttur og okkur miðaði hægt áfram. Um miðnætti komum við í nánd við skipið, en það tók okkur meira en klxíkkustund að síhyrða við skipið, svo 'þéttur var ísinn. A Solovei voru alls 87 manrns og fögnuðu þeir okfcur mjög er við komum. Er ekki unt að lýsa gleði þeirra. Enda var hún ekki undar- leg, því þessir menn höfðn í marg- ar vi'kur velkst um í ísnum, liðið hungur, kulda og illa aðbúð og oft haft litla von um að komast lífs af- Kl. 4 um morguninn kom Kan- ada; hafði það farið í kjölfar okk- ar og orðið fljótari fyrir þá sök. Skipnðum við nú fcolum og vistum i Solovei og sigldum síðan af stað. Var „Svíatogur“ fyrstur, þá Solo- vei, en Kanada rak lestina. Þetta var 26. júní. 29. júní skildum við við skipin tvö og fóru þau til Arbangelsk. ■o

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.