Ísafold - 29.08.1920, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.08.1920, Blaðsíða 1
ISAFOLD Sirnar 499 og 500. Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. ísafbldarprentsmiðja. XLVIL árg. Reykjavik, Mánndaginn 29. ágúst 1920. 36. tölublað. JarðyFkjuYerkfepi. Það var fyrst um miðja 19- öld, að plógar 'þéktust hér á landi; fá- einir jarðyrkjutnenn fengu sér þá og plægðu með þein^. Það voTu þungir og óhentugir plógar í ísl. jörð, og voru erfiðir hestum. En samt gátu góðir plógmenn notað þá til mikilla bóta. En öftir að Ól- aísdalsskóiinn var stofnaður fjölg- aði þeim og plógmönnum. Torfi í Ólafsdai smíðaði mikið af léttari plógum en áður höfðu þökst, og hann kendi nemendum sínum að plægja og fara með plóghesta. — Urðu margir frá Ólafsdal allgóðir plógmenn. Nú í seinni tíð hafa margir lært að plægja og nú er almennur áhugi á plógnum vaknaður meðal bænda- Það er líka von. Aldrei hefir verið meiri þörf á að spara mannsaflið en nú. Ætti því hvergi að vera sléttaður blettur í túni, nema með plóg og herfi. Það gerir jarðabót- ina hér um bil einum þriðja ódýr- iari, og svo yfirleitt endingarbetra. En það vantar mikið á, að allar jarðabætur séu unnar með þessum vehkfærum. Einstökum mönnum, sem lltið geta sléttað árlega er ná- lega ókleift að kaupa sér plóg og herfi. Þá er að vera í félagi. Þrír, f jórir bændur geta hæglega verið saman og í samvinnu með plæging- ar. Það gengur misjafnlega með þau jarðyrkjutól, sem liúnaðarfé 1 ögiíní eiga. Of margir eru um þau, og þurfa því margir þeirra með á sama tíma. Er því óumflýjanlegt, að að-eins fáir bændur eigi þau í félagi, svo þau komi að fullum not- um. Nú á tímum er mikiðtaliað um það, að bændur þurfi að vinna meir með vélum en verið hefr, og véla- notkunin eigi að bæta úr vinnufólks eklunni. Jú þetta er nú gott í sjálfu sér. En sá er þó hængurinn á þessu, að þær vélar eru enn eigi til, sem verulega spara kaupafólk, eða koma að almennum notum. Flestir bændur hafa eigi ráð til þess. að kaupa margar og dýrar vélar, þótt til væru þær. Sláttuvélar og rabstravelar eru víða til. En þeir eru fæstir bænd- umir í landinu, sem geta notað þær. Að eifis lítill hluti af öllu engjalandi á íslandi er „véltækt“ eða svo að slá megi með vél. Þetta ættu allir að geta skilið- Það er nálega ekkert tún svo slétt, að slá megi það með sláttu- vél. Og þótt þau væru svo slétt, að slá mætt á þeim með sláttuvél, veit eg eigi hver hagur yrði að slættinum, því vélarnar slá svo illa, skilja svo mikið eftir af því kjambesta úr grasinu, að fáir geta sætt sig við þann slátt. Rakstrarhrífan er 'ennþá verri. Hún verður að eins notuð á flæði- engjar. Hún er of gisstent. En því er eigi reynt til þess að smíða ísl. rakstmrhrífu eftir íslenzkri jörð, sem gæti rakað sæmilega. Yélin hefir of fáar tennur til þess að hún sé notandj alment hér. Eg hygg að góðir smiðir gæti lagað þessa einf'öldu vél. Sarna er að segja um sláttuvélina. Mér sklst að breyta mætti henni svo, að hún tæki gras- ið niður við rót. En hér er ekkert reynt í þessa átt. Til hvers er að skipa verkfæra- ráðunaut, ef’sú verður niðurstaðan, að bændur getj fæstir notað þau verkfæiri, sem hann útvegar frá öðrum löndum og upplýsir þá um ? Hitt tel eg mei^i þörf á að Bún- aðarfélag íslands reyndi að fá beztu smiði í landiu til þess að end- urbæta útlendu jarðræktarvélarn- ar, svo þær gætu átt við íslenzka jörð, og til þess að reyna að fnna upp ný íslenzk jarðyrkjutól. f hverri sýslu landsins er einn eða fleiri þjóðhagasmiðir, meira eða miirna hugvitssamir. Margir þess- ara manna hafa aldrei lært smíðar hjá öðrum, en orðið frábærir snill- ingar, að rnestu upp á eigin spýt- ur. Því smíðanáttúran var þeim meðfædd. Eg þekki nökkra slíka menn, og takai þeir flestum lærð- um smiðum fram í hugviti og snild- ar handtökum. Þessa menn á Búnaðarfélag ís- lands að reyna að fá i sína þjón- ustu meira eða minna. Þeir eiga að reyna að finna upp og smíða hent- ug jarðyrkjuverkfæri. Það þarf auðvitað fé til þessa- En vona mætti að því yrði vel varið. Eitthvað þarf að gera. Útlendu jarðyrkjuvélamar eiga illa við íslenzka jörð. En vel getur verið að sumar þeirrai mætti laga svo, að nýtandi yrðu, og þær geta verið góðar tilfyrirmyndar fyrir smiði sem smíðuðu samkynja vélar er betur ættu við íslenzkan landbúnað og ísl. staðhætti. Plógurinn er góður það sem h i,m er. En við þurfum að fa vél, sem gerir tvent í senn: ristir grasrót- ina ofan af öllu smærra þýfi og eldri sléttum sem slétta þarf upp, og mylur jörðina um leið — sama sem plægja og herfa. Svona vél er möguleg. Eg sé hana í anda. Ein- hver býr hana til fyr eða síðar. En af því að eg er hvorki smiður eða hugvitsmaður, þá get eg eigi bent á höfuðþættina í svona véL En eg trúi því fastlega að mögu- legí sé að búa til slíka undra jarð- yrkjuvél. Eg hefi borið þessa hug- mynd undir hugvitssaman smið, og hann er á því, að þetta mætti tak- ast. En þennan smið vantar fé og tíma til þess að hugsa um slíkt. Það er barnamaður sem engan tíma hefir iafgangs frá atvinnustörfum sínum. íslenzka sláttuvél og hrífu ætti að takast að smíða. Það er áreiðan- lega margar leiðr sem fara mætti til þess að smíða vél, sem nær gras- inu af túni og engjum. Það er óvíst að taka þurfi gamlar sláttuvélar þar til fyrirmyndar. Þær eru ágæt- ar fyrir þau lönd sem sáðgresis- rækt hafa og grasvöxt stinnan og háan. En eru þær ómögulegar nema é flæðiengjum. — Yantar mann og fé — mann, sem má gefa sig ein'- göngu við slíkum hugleiðingum, og slíkur maður er til. Haun býr norð- ur í Þingeyjarsýslu. Því ekkj að lofa honum að reyna náttúrugáfu sína til þrautar. En s'o eru ótalin mýmörg minni- háttar búna'ðarverkfæri, sem okkur vantar sem sparað gætu fólkshald á heimilum. En út í þá sálma fer eg hér eigi. En eg lít svo á, að nú sé brýn þörf a að reyna eitthvað í þessu, reynai að láta dauðu hldt- ina vinna flest búnaðarstörfin fyr- ir bændur, því helst lýtur nú út fyrir að kaupafólk eða verkamenn fáist ekki í framtíðinni næstu svo neinu nemur til landvinnu. Sjávar- útvegurinn, iðnaðurinn og kaup- staðirnir sópa öllum vinnukrafti til sín úr sveitunum. S. Þ. Island o§ ntlendir ferðamenn. Fyrir stríðið var það orðið al- siða, að erlendir ferðamenn kæmu hingiað hópum saman til ferðalaga um landið eða dvalar við veiðiárn- ar. Einkum voru það Bretar, sem hingað komu, en seinni árin voru Þjóðverar einnig farnir að heim- sækja ísiland, og stóru skipin þýzku komu hingað á hverju surnri á ferðum þeirra norður í höf. Á stríðsárunum hvarf ferðamanna- straumurinn algerlega, nú í sumar virðist vera að færast aftur í gamla horfið, því hingað hafa komið ýmsir ferðamenn. Þó hafa það einkum verið Danir. Ekki þarf neinum blöðum um það að 'fletta, að frá landsins hálfu eru skilyrði svo góð, sem hugsast getur, til þess iað hingað ferðist f jöldi fólks á hverju einasta sumri. ísland hefir að mörgu leyti engu síðri skilyrði en Sviss til þess að draga að sér útlenda ferðamenn. Hér er einkennileg og margháttuð náttúrufegurð, sem flestir hafa heillast af er hingað hafa komið, ^og verið sæmilega veðurhepnir. ís- lánd hefir eignast vini, er hafa unn- ið því gagn út um heim, í mörgum þessum gestum. Það er ekki fyrir tilstilli þjóð arinnar, að útlendingar hafa vanið komur sínar hingað. Af íslendinga hálfu hefir ekkert verið gert til þess, að draga hingað ferðamenn. Ritlingum um landið, í líkingu við þá, sem ferðamannaskrifstofumar hafa frá öðrum löndum, hefir aldrei verið dreirt út meðal annara þjóða, og yfirleitt befir ekkert ver- ið gert til þess, að gera landið og fegurð þess kunna í útlöndum. Mendingar verða nú að fara að gera sér það ljóst, hvort þeir vilja að lan'dið verði ferðamannaland eða ekkL Það kann að vera, að sumir komi með mótbárur gegn því, að hingað komi mikið af ferðamönn- um, eða að nobkuð sé gert til þess, að laða ferðafólk að landinu, og telji það hættulegt þjóðeminu. En þegar á alt er litið, verður ekki annað séð, en að gag’nið, sem orðið gæti að ferðamaimaheimsóknum hingað, sé svo mikið, að sjálfsagt sé að styðja að þeim. Við ferðamannaheimsóknir breið- ist þekking á landinu til annara þjóða. Sjón verður ávalt sögu rík- ari, og umsögn manna, sem kom- ið hafa hingað fræðir betur en lang- ar ritgerðir. Erlendir menn skilja allmikið fé eftfr í landinu, og á það er einnig vert að líta- En til þess að Island geti orðið ferðamannaland að marki, þurfa landsmenn sjálfir að gera sitt til. Það þarf að gefa út ferðaleiðarvísi um landið, betri en þá sem fyrir eru og á fleiri málum. Það þarf að vera hægt að bjóða góð gistihús, ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur einnig úti um land. Til þurfa að vera staðir þar sem útlendingar geti dvalið um lengri tíma sér ti-1 hressingar, en slíkir staðir eru hér ekki til. Og fleira mætti telja. íslendingar þurfa einnig sjálfir að læra að meta betur land sitt og þá fegurð, sem það hefir að bjóða. Það er raun að því, hversu Mend- ingar eru ófróðir um sitt eigið land, og það þeir, sem gott tæki- færi hafa til að kynnast því. Væri full ástæða til, að efnt væri til félagsskapar í þeim tilgangi, að gera Mand aðgengilegra til ferða- laga en verið hefir. Væru næg verk- efni fyrir hendi handa þesskonar félagi. í Svíþjóð hefir ferðamanna- félagið verið starfandj um langt skeið og unnið sérlega þarft verk. Hefir það komið upp sæluhúsum víðsvegar um landið, hefir eftir- lit með ferjum og fjallvegum 0. fl. A. Vout Peters Sálarramisóknafélag íslands hef- ir gengist fyrir því, að fá þennan kunna miðil. hingað til lands- Hann ætlar að dveljast hér þriggja vikna tíma; lengúr getur hann ekki ver- ið, því að hann hefir lof&í að vera kominn til Skotlands í byrjun næsta mánaðar. Hann kemur hing- að í sumarleyfi sínu;. Mr. Peters er nú 51 árs að aldri og hefir um 25 ár gtfið sig eih- göngu við miðilsstarfinu. Margir hér gera sér rangar hugmyndir um hæfileika hans. Þeir eru með öðr- um hætti en hjá þeim íslenzkum miðlum, sem enn hafa fundist.Hann ef slcygn miðill (elairvoyant), en fer mjög sjialdan í sambandsástand, þó að það komi fyrir. Hann hefir starfað mikið fyrir félög Spíritista á Bretlandi, og er alvanur að gefa skygnilýsingar frammi fyrir fjölda manns. En sumar beztu sannianirn- ar fyrir sambandi við framliðna menn af hans hendi hafa komið á heimafundum hjá einstökum mönn- um. Reyndir fræðimenn í þessum efnum hafa gefið honum góðan vitnisburð í bókum sínum. Nefna má til dæmis enska prestinn Arthur Chambers, W. T. Stead, J. Arthur Hill og Sir Oliver Lodge (í bók sinni „Raymond"1). Hann hefir þá líka verið fenginn tii annara landa og gert meira að því en aðrir miðlar að reyna að útbreiða þekking á spiritismanum meðal erlendra þjóða, þótt hann geti ekki talað tungu þeirra. Notar hann túlk. Það eybur mjög á erfið- leikana með ýmeum hætti. Samt hefir honum oft þótt takast mjög vel. Hann hefir starfað í þessum löndum auk Bretlands: Hollandi, Belgíu, Frakklandi, ítalíu, Sviss, Þýzkalandi, Austurríki, Rússlandi, Finnlandi, Sviþjóð, Noregi, Dan- mörku, og ennfremur í þessum fjórum ríkjum í Suður-Afríku: Höfða-Nýlendu, Transvaal, Natal og Orange River Nýlendu. Til sumra þessara landa hefir hann farið mörgum sinnum. Fjórum sinnum hefir hann t. d. dvalist í Danmörku. Fregnir hafa fyrir löngu borist af honum hingað til íslands, jafn- vel igreinar um hann verið þýddar úr dönskum blöðum, og ein þeirra niðrandi, runnin undan rótum ein- hvers þeirra manna, sem vilja ekki trúa öðru en að öll miðils-starfs'emi sé bygð á svikum. Árásirnar eru óumflýjanlegar, þegar um svo mik- ið stórmál er að tefla, um aðra eins nýjung og svo erfitt viðfangsefni að ræða. En allir þeir, sem þekkja mr. Peters, vita, að hann vinnur verk sitt í einlægni 0g af hinni mestu alvöru. Vér vonum, að honum takist að vinna sínu mikla áhugamáli gagn einnig hér í Reykjavík. Stjórn Sálarrannáóknafélagsin# hefir gert sér það fyllilega ljóst, að erfitt verður æfinlega áð nota útlendan miðil. Hún vill fyrst og fremst, að vér eignumst innlenda miðla. Þeir verða oss áreiðanlega að mestu liði. En hinsvegar taldi hún rétt að gera þessa tilraun, með því að hún vissi, að það var ósk félagsmanna, og auk þess skygni- miðlar hér lítt kunnir áður. Hann Var auk þess eini kunni miðillinn, sem fáanlegur var. Eg gerði tilraun síðastliðið sumar til að fá hingað frægan amerískaií raddamiðil, frn E. Wriedt, en hún treystist ekki U Sbr. „Tvlf og dauði“ eftir, Einar H. Kvaran. . 4 M ,i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.