Ísafold - 18.10.1920, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.10.1920, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 3 verkanirnar hafa hjálpað til þess og kraftmælingar og ljósmyndanir í sambandi við þær. Menn hafa þá líka fundið vissa aðferð til að mæla atomþunga nær allra frumefna. Og þar með hefir fundist að eitt frumefni er til í fleira en einu ásigkomulagi. Það hefir t. d. komið í 1 jós, að það er til fleiri en ein tegund af blýi. Og það sem merkilegast er, er iþað, að með radíumáhifum hefir tekist að „kljúfa atomkjamann“, sem kallað er og breyta einu frum- efni í annað, t. d. köfnunarefni í vatnsefni. Það er ekki ofmælt, að hér sé iippfyndingunum opnaðir ómælan- legir möguleikar, og hver veit nema gamla kreddan um það að breyta megi ódýrum málmum í gull, verði sannaður veruleiki áður en varir. Próf. Rutherford voru sýndar hinar mestu sæmdir í Kaupmanna- höfn og háskólinn gerði hann að heiðursdoktor. — Þess má geta, að við Kaupmannahafnarháskóla hafa verið gerðar ýmsar merkar upp- götvanir viðvíkjandi ásigkomulagi -efnisins og frumeindakenningunni. Fremstur í flokki þeirra vísinda- manna, sem að þessu hafa starfað, er próf. Niels Bohr, gamall læri- sveinn og samverkamaður Sir Rut- herfords. Fót 1 Olymplnleiianna. Eftir íiþróttamótið, sem haldið var 17.—20. júní í vor sem leið, var ákveð- ið að senda ekki neina íþróttamenn héðan til að keppa á Olympíuleikunnm að þessu sinni. En af því að stjóm íþróttasambands íslands þótti samt viðeigandi að vita bvað fœri fram á ieikjunnm, þá ákvað bún að senda þá Ólaf Sveinsson og Benedikt Waage til Antwerpen til að kynna sér tilhögun leikjanna og annað, er mætti verða til leiðbeiningar, ef framvegis jrrði hngs- aÖ til þátttöku héðan. Vér hittum Ólaf Sveinsson að máli og spurðum hann frétta af förinni. — Ferðasagan öll verður nú ekki sögð í fljótn bragði, sagði Ólafur, en við munnm bráðlega gefa íþróttasam- bandinu skýrslu, einkum um það, er snertir íþróttirnar. Við fórum béðan á Sterling 5. ágúst tii Leith, béldum þaðan yfir London, Dover og Ostende til Antwerpen og komum þangað 13. ág. Daginn eftir voru hinir eigiulegu Olympíuleikar opnaðir. Áður böfðu þó verið haldnir ýmsir kappleikar i sambandi við Olympíuleikana, t. d. ís-hockeyleikur- inn í vor, þar sem Kanada-íslending- arnir sigruðu. Opnunarhátíðin fór fram með mikilli viðhöfn. í viðurvist Alberts konungs og ( annars stórmennis. Stadion er í útjaðri j borgarinnar, 40 mínútna akstur þangað á sporvagni innan úr miðbænum. Á þetta ef til vill sinn þátt í því, að að- sóknin að leikunum var heldur lítil, en hitt mun þó mestu um valda, að Belgar eru yfirleitt ekki mjög áhuga- samir um íþróttir. Þá þótti og Norð- urlandamönnum, er þar voru komnir, stjórn og tilhögun leikanna ekki eins góð eins og t. d. var í Stokkhólmi. Það er styzt af að segja, að leikarn- ir hófust á morgnana kl. 9 og hálf tíu og stóðu til 12, byrjuðu aftur kl. 2 og stóðu -til kl. 6 og stundum fram yfir 7. Við fengum aðgöngumiða að öllum leikunum, þótt seint ætlaði að ganga í fyrstu, og sátum svo lengst af þann tíma út, er leikarnir stóðu. Var það ekki gamanið tómt, því <að þreytandi getur verið að sitja þannig dag eftir dag með spenta athygli. En tilbreyt- ingin var þó mikil, og yfirleitt mátti segja, að mikið fjör væri í kappleikun- um. Þessu til sönnunar þarf ekki annað en að benda á að heimsmet voru sett i þrenskonar íþróttum, stangarstökki, grindahlaupi 400 metra og þrenskonar sundi. Olympisk met vorn sett í spjót- kasti, hástökki og grindahlaupi 200 metra. Veður var ágætt fyrstu dagana, fram að 20. ág. En upp úr því komu votviðri, sem drógu nokkuð úr ánægjunni. Þök voru yfir áhorfendasvæðunum, sem hlífðu gegu rigningum, en keppendur háðu íþróttir sínar undir beru lofti og höfðu því óþægindi af vætunni. — Hvað mikið er hæft í því, að við- urværi sé ekki sem bezt í Antwerpen? — Ekki urðum við varir við, að' skortur væri á neinu, en Danir, sem | eru vanir góðu rúgbrauði, kvörtuðu | yfir því, að þáð fékst ekki. Þóttust þeir verða þróttminni fyrir bragðið og fá óreglu á meltinguna. — Er dýrt að lifa í Belgíu? — Menn sögðu, að í Antwerpen væri selt dýrara en annarsstaðar vegna hinn J ar miklu aðsóknar ferðamanna. Við. urðum að borga 40 franka á dag fyrir j herbergi er við höfðum saman, og var. þar með morgunverður innifalinn. Fyr- J ir hverja máltíð guldum við að jafnaði 8 franka, en frankinn mun hafa kostað ; I okkur í kring um 50 aura. Að fólkinu var ekkert að finna. Við mættum yfir- ieitt alstaðar greiðvikni og gestrisni. Úr því er september byrjaði, fór að minka um gestakomu til leifeanna, en þeir fóru áð tínast burt, er fyrir voru. Kappleikar í ýmisum greinum voru háð- ir fullan fyrsta þriðjung mánaðarins, en af því að öllu því merkilegasta var ^ lokið er vika var af september, þá \ lögðum við a£ stað. Ben. Waage fór' ti; Kaupmtumahafnar yfir Þýzkaland, ■ en eg fór á skipi yfir til London, var þar nokkra daga og fór síðan yfir Es- j bjerg til Kaupmannahafnar, þar sem J við félagar höfðum mælt okkur mót til að ná í skpisferð heim. Fórnm við frá Khöfn yfir til Málmeyjar og vorum við kappleika, sem þar voru haldnir. Síðan tókum við „ísland“ í Khöfn og komum á því heim um mánaðamótin síðustu. Ollk búhygni. Bóndi nokkur, sem Páll hét, og sama má standa. á hvar bjó, hafði öll sín búskaparár um 200 f jár ár- lega á fóðrum, auk annars búpen- ings. Hann átti altaf fom hey svo mikil, að eigi mundi hamn heylaus hafa orðið, þótt komið hefðu 2 harð ir vetrar og 1—2 gresleysissumur samfleytt. Hann miðaði ásetning sinn á haustin við þetta, og altaf hafði PáH fénað sinn í góðnm hold- um. — Hann sagði oft við kunn- ingja sma, að betra gagn gerðu 2 skepnur vel fóðraðar eu 3—4 illa aldar. Þegar Páll féll fpá, kom að jörð- inni annar bóndi. Hann reyndi lað þrautsetja á jörðina og hafði því um mörg ár rúmlega 300 fjár, en annan búpening jiafnan og fyrir- rennari hans hafði haft. — Með þessn kvaðst hann hafa fult giaign jarðarinnar í góðum árum. Taldi hann það búhnykk, <að setja djarft á heyin og jörðina til hagagöngu. Bóndi þessi, sem hét Jón, hélt því fram, að það væri hagfræðis'lega j rétt, lað hafa sem flestan húpening | á jörðum í góðu árunum. Það væri gróði bóndans og hann mundi nema miklu meiru en það tap, sem menn kynnu að verða fyrir á skepnum í harðindaárum. — Heyfirniugar taldi hann dýrar, því að í þeim lægi mikið rentulaust fé. Yerulega hörð ár, svo skepnufellir yrði, taldi1 hann svo sjaldgæf, að trauðla kæmu oft- ar fyrir en einu sinni á mannsaldri hverjum, eða einu sinni í búskapar- tíð hvers bónda. — Hann vildi að eihs vera sæmilega búinn nndir hvern meðalvetur. — Þetta var nú búhygni Jóns! Um mörg ár (10—11) gekk alt vel hjá Jóni. Hann mistj þó sum vorin allmargar kindur úr ýmsum vanhöldum, rírustu kiudumar, sem þoldu eigi harðsóttan útigang. — Það vissu líka kunnugir að Jún hafði miklu minni arð af skepnum sínum en Páll hafði haft. Hann fór eigi eins vel með búpening sinn og Páll hafði gert og notaði heit of mikið. Þegar út á leið og jörð var orðin visin og kjam'laus eftir kulda og næðinga. Eitt haustið kom einn af sveit- ungum Jóns og leit á heyin. Jón sýndi honum þau, og sagði honum hve mikinn biipening hann setti é heyin. Gestimijm þótti ásetningin slæm, jafnvel í góðum meðalvetri. Þetta sagði hann Jóni og það með, að nú væri allra veðra von á næsta vetri, eftir svo mörg sæmileg ár. Gat hann þess að sér segðist þnngt um vetnrinn, því að ýms óbrigðul merki um vondan vetur hefði nú borið fyrir sig. Jón vildi vita hver þau væri, en litla trú kvaðst hann hafa á veðurspádómum manna. Gesturinn siagð honnm þá, að eins og hann vissi væri rjúpan nú í hópum niður við bæi, og hefði venju fremur verið niðri í bygð síð- astliðið sumar. En þetta sagði hann ia8 væri gamalla manna má'l að vissi á harðan, einkuin frostharðan vetur og það hefði lika sér reynst. Bn fleiri merki, sem benti á að illviðra- kafli væri í aðsigi kvaðst hann hafa tekið eftr. Jón hló að þessu, eða vetrarfars- spádómum gamla. mannsins. Hann kvaðst eigi mundi haga heyásetn- ing sinni eða búskap eftir „kelinga- hókum£ 1. Veturinn lagðist þungt að snemma í jiamiarmánuði, og voru jarðbönn fram yfir sumarmiál og að öðru leyti eigi gott vetrarfar. í 5—6 hreppum sýslunnar, sem Jón bjó í, voru vetrarharðindin mikil. Þótt víða annarstaðar væri betra. Snjó- ar og áfreðar leggjast mismnnandi að í ýmsum sveitum. Eru þess dæmi að í sömu sýslu hefir annar bónd- inn getað hrósað vetrinum, þegar hinn hefir þóst sjaldan hafa ’lifað verri vetur. — Vetrarfarið er þá ná lega eingöngu miðað við það, hve mikið hafi þurft að gefa. Síðastliðinn vetur voru óvanaleg jarðbönn alstaðar, en veðráttufarið lítið verra en í lakara meðallagi. Þegar kom fram á eiumánuð, þennan umrajdda vetur, var Jón orðinn heytæpur, eins og reyndar fleiri sveitungar hans, því margir höfðu sett illa á um haustið- Gamli anaðurinn, sem talaði við hann um haustið, kom nú taftnr til hans og ráðlagði honum að skera af heyjun- um 100 fjár, 6 hross og 2 lökustu 'kýrnar úr fjúsinu. Meið þessari förgun tald gamli maðurinn Jóni borgið með hey fram yxir kross- ™essu. Þá var eigi orðinn siður að kaupa fóðurbæti og í kaupstöðum oftast lítið til af þeirri vöru þegar fram 4 vetur kom. En Jón sat við sinn gamla keip- i inn. Hann tímdi engu af skepnun- um að farga. Hann var alt af að vonast eftir bata, að tíðin batnaði. Svona 'ieið Einmánnður. „Páskabat- inn“ kom eigi, en alt af minkuðu heyin og skepnumar megruðust, því bann dró við þær að mun. — Með sumarmálnnum gerði kulda og norðanuæðiíuga, svo sólbráð varð ekkert. Hvergi sá á dökkvan díl um sveitina. Það var fyrst í þriðju viku sumiars að jörð kom upp bjá Jóni og höfðu þá allar skepnumar staðið inni í 15 vikur. Nú var hann 'heylaus og hvergi hægt að fá hey að nokkrum mun, því þeir fán sem áttu hey meira en handa sjálfum sér, hjálpuðu fyrst og fremst fá- tækum fjölskyldubændum um hey, til þess að þeir eigi mistu bústofn- inn’. Annars lá ekkert fyrir þeim annað en sveitin. Öðm máli var að gegna nm Jón. Hann átti að eins 2 börn nppkomin og taldist efna- maður. Sjálfsagt því að 'láta aðra ganga fyrir með heýhjálpina. Það er þá skamt frá að segja um afleiðingamar af gapaskap Jóns, að hann kolfeldi búpening sinn þetta vor. Þegar batinn kom voru fl'estar skepnur hans að fram komnar. Þær veiktust og drógust npp þegar þær fóru að kroppa nýgræðingixm og vetrarlankinn. Af 320 f jár lifðu 56 kindur og 4 hross af 22. Kýmar 5 lifðu allar, en voru svo magrar, að þær gerðu lítið gagn næsta sumar. Sarna var um sauðpeninginn að segja. Þetta búskaparráðlag var lítill búhnykkur hjá Jóni. Það lakasta af öllu þessu tel eg það, tað Jón lærði ekkert af óförum sínum. Hann kom fénaði sínum aft- ur upp, en það tók þó nofckur ár fyrir honum, og setti engu betur á hey sín en áður. Mörg slæm ár dundu yfir, og alt af var hann hey- laus é vorin, og mörg kindin dó hjá honnm að vorinu, sem lifa 'hefði hjá þeim, sem vel fara með sauðfénað sinn. Hann hafði því aldrei góð not af skepnum sínum, og búnaðist miklu ver en Páli, sem átti færri skepnur, en allar vel ald- ar. — Þetta er gamla og nýja ságan í búskap margrai manna. En dæmin þessi t.vö, sem eg hefi hér valið, era sönn, þótt nöfnin séu tilbúin. Enn ;þá biia þeir Páll og Jón, hver með sínu búskaparlagi. En Jónunum fækkar en Pálunnm f jölgar. Alandsdeilan. Nefnd lögfræðinga, sem falið var að f jalla nm deilumál Finna og Svía út af Álandseyjum, komst að þeirri niðurstöðu, að Þjóðabanda- lagið væri ekki einungis ihæfur dóm stóll til að skera úr deilunni, held- ur bæri því skylda til þess. Það sem Finnland hyggir á kröfu sína til Álandseyja eru friðarsatmn- ingarnir í Fredrikshamn 1809, þar s§m Finnland var viðurkent frjálst ríki af Alexander I. En Svíar halda því fram, að með jöfnum rétti og Finnar hafi slitið böndin við’Rúss- land og lýst sjálfstæði sínu, þá geti Álandseyjabúar gert það sama. — Enda hafi barátta eyjanna fyrir því að komast í samband við Svía verið byrjuð áður en finska ríkið var endurreist. * Finnar hafa nú samþykt það, að Þjóðabandalagið hafi rétt til þess að fjalla um málið, en þó hefir ) finska stjórnin haft umyrði, er benda í þá átt, að ef dómnr Banda- lagsins gengi Svíum í vil, þá muni Finnar alls ekki vilja hlíta honum, svo ótvíræðan lagarétt þykjast þeir eiga á eyjunum. Blöðin í Helsing- fors eru hörð á þessu og segja, að Finnar muui ekki sleppa eyjunum öðmvísi en knúðir með valdi. Það er skýrt að Þjóðabandalag- ið fær hér mjög vandasamt mál til úrlausnar, og að álit þess verður mikið undir því komið, hveraig því tekst að greiða úr þessu. Vandinn liggur ekki aðallega í því að fella úrskurð og knýja málsparta til að sætta sig við haim, því að Banda- lagið er þó svo voldugt, svona ný- bakað sem það er, að slíkt er hægð- arleikur út <af fyrir sig. Nei, aðal- vandinn verður að rökstyðja úr- skurðinn í samræmi við pólitíska stefnu, sem Bandalagið síðan verð- ur að halda við framvegis. Þess er að gæta, að með úrskurði eins og þessum, á að myndast mik- ilsvert fordæmi, sem hlýtur að marka stefnu framvegis. Mun nú til dæmis verða ofan á hjá Bandalaginu valdstefnan sem markar þjóðunum sinn bás hverri, án tillits til vilja þeirra, eða verð- nr sjálfsákvöþðunarrétturinn við- urkendurT Menn halda alment, að hið síðamefnda verði ofan á og Álendingar verðilátnir greiða at- kvæði um það, hvom ríkinn þeir vilji halla sér að. En nú eru Bretar sem kunnugt er, voldugastir innan Þjóðabanda- lagsins. Og eru þeir þá reiðubúnir til &ð taka afleiðingunum af viður- kenningu sjálfsákvörðunarréttarins í deilu sinni við íra 1 Enginn efi er á því, að írum vex ásmegin, ef Álendingar fá sjálfsákvörðunar- réttinn viðurkendan- Island erlendis. Frú Marta Indriðadóttir Kalman var nýlega á ferð í Stokkhókni ásamt systur sinni, frú Láru Boga- son. Notaði sænskur blaðamaður við „Dagens Nyheter“ komu henn- ar til Stokkhólms til þess að fræð- iast af henni um leiMist og fL hér heima. Blaðamaðurinn fræðir fyrst les- endurna um, hver frú Kalman sé; hún eigi Indriða Einarsson fyrir föður, og systur hennar hafi allar leikið. Það sé leiklistarblóð í æðum frúarinnar. \ Síðan fær frúin orðið og segir frá öllu hér eins og er. Vandræði með leikhúsið, hve slæmt það er og ófullnægjandi. En íslendingar hafi miklar mætur á leiklist, einkum á leikritum Ibsens. Og síðan talar frúin um kvikmyndatökuna hér og Sögu Borgarættarinniar. Guðmundur Kamban. Leikrit hans „Vér morðingjar“ er nú leikið x Kristjaníu á þjóð- leikhúsinu þar. í því tilefni fór Khafnar fréttaritari norska dag- blaðsins „Aftenposten“ á fund Kambans. Það sem aðallega er fróð- legt í viðtalinu er, að Kamban seg- ist þar vera ánægður með meðferð konunglega Ieikkússins í Khöfn á leikriti hans hinn síðasta. Reykháfurinn af. Norska hlaðið „Arbeidet“ í Bergen segir frá því nýlega, að danska varðskipið hafi náð fleiri brotlegum erlendum botnvörpung-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.