Ísafold - 18.10.1920, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.10.1920, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD gegn um sig svo sterkan rafstraum. Á Skólavörðuholtinu verður raf- magnið tekið niður í jörðina og ieitt að spemrubreytistöðvum, sem menn sjá að verið er nú að reisa hér og þar um bæinn. Þar verður háspennunni breytt í lágspennu, 220 volt, og er straumurinn þannig leiddur inn í húsin. Eru þær leiðslur að mestu hættulausar, en þeim er þó komið fyrir í pípum, tii þess að síður sé hætta á að kvikni í út frá þeim. Verða að sjálfsögðu settar strangar reglur fyrir því hvemig innlagningu skuli hagað í húsum, svo að bænum standi ekki hætta ®f íkveikjum. En hvenær getum við nú vonast eftir að fá strauminn? Verkfærðingamir þykjast ekki geta sagt það með vissu, en vona að það geti orðið seint í vetur, ef alt gengur vel. Öllu því stærsta af verkinu er nú þegar 'lokið, en eftir er að vinna margt smátt og ekki svo gott að segja, hvað langan tíma það krefur. Nú er verið að 'leggja jarðsímana um götur bæjarins og steypa spennustöðvamar. Söumleið xs er byrjað að setja niður staurana fyrir loftleiðsluna innan frá ánum. Smíðið á vatnsleiðslunni er 'líka all- mikið verk, en þarf þó ekki að taka meira en mánuð. Þá er líka að leggja rafsímana inn í húsin.Líklegt er að ekki kunni það verk til fullnustu fleiri meim en svo, að það hlýtur að taka lang- an tíma þar til öll hús hafa fengið rafmagn. En svo er sagt að nú sé starfað af kappi að innlagningu, svo að það verða þá eigi allfá hús sem geta fengið Ijós jafnskjótt og minni vél- amar ta'ka til starfa í rafstöðinni. Þá era einnig ekki allfá hús sem hafa haft rafmagn frá mótorum. Ef innlagningin er fullnægjandi í þeim ættu þau að geta komist í samband við rafstöðina án frekari umsvifa. Að sumri mun eflaust verða lagt hið mesta kapp á að búa húsin und- ir að geta tekið við rafmagninu næsta haust. Dýrleiki gass og stein- olíu mun og fremur ýta undir. — Aftur dregur það úr mörgum, hvað innlagning er dýr og er það ékki nexna sjálfsögð krafa til bæjar- stjómar, að hún strax leiti upplýs- inga um það, hvort ekki er hægt að fá ódýrar rafsíma, lampa og fl. er ti'l þarf. Það er bænum tjón ef of dýr innlagning verður því vald- andi að f jöldi manna hættir við að taka afmagnið að svo stöddu. Og hljóðið í mörgum er á þá ieið, að hætta geti einmitt verið á þessu. H. ■ ------------ Mansalið. Niðurl. Ennþá er vcrzliað með blámenn og hvíta menn í heiminum, þótt ó- trúlegt sé. Það er ennþá þrælahald og mansál í nokkram Muta Asíu, einkum í Arabíu, og einnig víða í Afríku, t. d. Mið-Afríku. Stór svæði þar, bygð blámönnum, eru lögð í eyði, íbúami seldir mansaii ti'l Ara- bíu, svo þúsundum skiftir árlega. Einnig er rekin hin svívirðilegasta verzlun með blámenn í Marokko, Tunis og Tripolis á Afríkuströnd. Þeir, sem þennan atvinnuveg ieggja fyrir sig, era flestir af ara- bísku kyni. Livington getur þess, að stórmik- 11] hluti blámanna, sem teknir eru frá heimkynnum sínum, komist aldrei alla 'leið, þaagað sem mansal- ið fer fram. Þeir deyja á leiðinni, einkum konur og böm, svo ill er meðferðin á þeim og mikið hugar- stríð þeirra að vera sviftir frelsi, ættlandi, ástvinum og kunningjum. Af 350 þús. blámönnum, eða þar um, sem Livington telur árlega ramt og fbxtt frá heimilum sínum til sölu. teiui hann að aðoins komist um 70 þús. lifandi á sölustaðinn. Bæði Englendingar og Frakkar hafa hvað eftir annað reynt að stemma stigu fyrir þessari hörmu- legu mansölu. En svo voldugar þjóðir, sem þeir era, þá er þeim þetta ofvaxið. En svo er líka til frjálst mansal í heiminum, þannig, að menn og konur ráða sig með frjálsu móti fyrir hátt kaup til þjónustu í öðr- um heimsálfum. En þegar þessir menn eru þangað komnir, reynist alt tóm svik og blekkingar. Þá er þessum mönnum vamað þess að hverfa aftur heim til ættjarðar sinnar og ættingja. — Það er bæði til Suður-Ameríku og Ástralíu, sem ménn era á þennan hátt árlega fluttir svo þúsundum skiftir víðs- vegar að úr heiminum. Hlutskifti þeirra manna, sem eru þamnig gintir til fjarlægra landa, er litlu betra en hlutskifti venjul. þræla. — þeir verða að sætta sig við lífskjör þau, sem fantar og fúl- menni skapa þeim. — Englending- ar gera mikið til þess að komia í veg fyrir þetta svokallaða frjálsa man- sal, en geta lítið við það ráðið. Stór igróðafélög standa hér að baki, með öll sín launráð og mútur. Þá má nefna að sxðustu hið svo kalliaða „Hvíta mansal'1. Ungar stúlkur era gintar af fósturjörð sinni til útlanda. Þeim er Iofað öllu fögru, sem er „fagurt á að líta og gimilegt“, eins og eplið í Aldin- garðinum. — Það munu vera um 00 ár síðan farið var að verzla með snotrar stúlkur. Það eru í mörgum löndum leynifélög, sem reka þessa atvinnu. Eélög þessi eru í samvimnu og hafa aðalstjórn sína eða aðalstöð í Bandaríkjunum. Ein'kum veiðist vel í Rússlandi. Þar er líka illræmd leynistöð þessa alheims glæpafé- lags. — Sendir eru menn um lönd- in, og hafa þeir að launum ákveðn- ar prósentur. Þessir smalar koma á heimi'lin í dúfu líki! Þykjast vera náttúraskoðendur eða saklausir og siðprúðir ferðalangar. — Bezt veiða þeir í sveitunum á heimilum, þar sem bændur eru „vel dætraðir“. — Stúlkurnar vilja gjarnan létta sér upp og koma á ókunna stigu. Þeim eru boðnar fríar ferðir fram og til baka, ef þær um t. d. 6 mánaða tíma taki að sér létt þjónustustörf, hjá þessum eða hinum, sem veiðaramir era nákunnugir, og lofa mjög. - Venjulega ráða stúlkurnar sig til útlanda án góðs vilja foreldra sinna eða vandamanna. Og sjaldn- ast fá þær aftur að sjá vini og ætt- ingja sína- Þær eru seldar háu verðj handa saurlífum mönnum. — Saurlifnaðarhúsin í Chicago baupa 'lika árlega m'argar stúlkur frá al- þjóðaleynifélagi þessu. Um æfi þessara kvenna á eftir þarf eigi að lýsa. Þegar þær eigi lengur þykja nógu ungar og blóm- legar, þá eru þær reknar úr vist- inni. Þá eru þær orðnar heilsulaus- ar og siðferðisspiltar og eiga sér fáa úrkosti. Sagt er að margar fyr- irfari sér þá, en fæstar geti kom- ist aftur til átthaga sixma. Alheimsfélag hefir enskur mann- úðar- og auðmaður stofnað til þess að koma í veg fyrir þetta mansal og uppræta þetta hræðilega þjóða- böl. Það hefir deildir í öHum menn- ingarlöndum nema íslandi. Féliagið hefir nú starfað nálega í 40 ár og árlega hefir því tekist að handsama mjög margar stúlkur, sem hafa í þessum erindum verið á leiðinni vestur um haf. Er það einkum á Englandi, sem lögreglan hefir vel veitt, og sömuleiðis á Þýzkalandi. En samt heldur þessi verzlun áfram eða að minsta kosti hélt fram að stríðsáranum síðustu. Má búast við, að þegar samgöngur hófust aftur, hafi þetta mansal byrjað á ný- Hvíta mansalið í Reykjavík, sem margir kannast við, var í rauninni sama eðlis og þetta alþjóða-kvexma- rán. íslenzku stúlkurnar vora þó eigi séldar úr landi, og þær vissu vel um atvinnu þá, sem þær áttu í vændum, og þær höfðu hlutdeild í ágóða iðju sinnar! Þær vora skækjur og skömm bæjarins. — Þó var þeim slept og þær eigi brenni- merktar, svo að atlir siðgóðir meim gætu forðiast óhreinleik þeirra og sauraga sálarlíf. S. Þ. Hyergi fæst svar. Yfirleitt era íslenZkir bændur duglegir, vinna mikið sjálfir og á ýmsum sviðum hagsýnir og forsjál- ir. — En á sumum búskaparsviðum eru þeir langt áftur úr stéttabræðr- um sínum á Norðurlöndum, einkum þó í Danmörku. Það sem eg á hér við sérstaklega er það, hve fáir ísl- bændur halda búreikninga eða skrifa hjá Bér ýmsa töluliði, sem dugi til þess að þeir fái ljóst yfirlit yfir kostnað og hagnað af einu og öðru í búskapn- um. — Það er t. d. frágangssök, að fá upplýsingar hjá möxmum um hagnað þeirra af kartöflu eða rófna upp skera, hvort heldur er til sveita eða við sjávarsíðuna. Það hefi eg margreynt. Eg hefi viljað vita hjá ýmsum, hve margar tunnur af kartöflum menn fái af dagsláttu, en hvergi fengið vissu í þá átt. Að vísu rækta fáir svo mikið af kartöflum, að um hei'la dagsláttu akrar sé að ræða. En viti maður hvað garðurinn er stór og hve mikið upp úr honum kemur af kartöflum, þá er auðfund- ið hve mikið dagsláttugarðurinn mundi gefa af sér. Meun vita alment eigi um stærð garða sinna, og þó eiga hreppstjór- ar á hverju hausti að fá flatarmál allra garða í hverjum hreppi inn- fært í skýrslur sínai’- Mér er kunn- ugt um, að víða er stærð garða að eins ágiskun. Sama er, eða hefir verið, um stærð túnanna. Nxi hafa ÖIl tún verið mæld á landinu, sam- kvæmt lögum- Þá mætti ætla, að hreppstjóraskýrslurnar færu að lag ast úr þessu. En þrátt fyrir upp- drættina af túnum og görðum, vita bændur eigi, eða muna eigi, stærð- ina. Þetta hefi eg athugað lítið eitt. Eg hefi spurt 15 bændur úr sveit um þetta, um stærð túna, og garða sinna 1920, og 7 bændur hér á Sel- tjarnaruesi, og eigi fengið gíreið svör eða fulla vissu í þessu efni. Eg hefi mælt eitt túnið, sem fyr- ir nokkru var mælt og dregin mynd af fyrir landstjómina. En sú mæl- ing er býsna illa af hendi leyst. Túnið er rangt mælt, mælingar- s’kekkja mikil, svo það er talið nál. 2 dagsláttum minna en það er í raun og vera. — En má nú eigi bú- ast við, að víðar en á þessu eina túni finnist skekkjur ? — Þetta mun síðar sannast. Eg spyr mexm, hvernig sé sprott- ið hjá þeim í garðinum, þegar verið er að taka upp. Eg fæ máske það svar, að sprettan sé góð. Eg sé þó, að undir 'hverju grasi eru viðast 4 kartöflur allvænar, en 2—3 smá- ,ar. Þetta kalla eg illa uppskeru. En það villir margan í þessu, ef þeir sjá nokkrar vænar eða stórar kartöflur. En það er eigi stærð kartaflanna, heldur fjöldi þeirra undir hverju grasi, sem ræður því mest, hvemig upps'kera er. Eitthvað verða menn að hafa til þess að miða við, þegar þeir ákveða hvort uppskeran er góð eða lak- leg. Menn verða að athuga stærð kartöflugarðsins, hvað mikið fæst upp úr honum. Segjum að garður- sé 300 ferfaðmar, 1 þriðji úr dag- sláttu, og upp úr honum fáist 10 tunnur. Þá ættu að fást 30 tunnur af dagsláttu. En hvað er ágæt upp- skera? 80—90 tunnur iaf dagsláttu eða jafnvel meira, hafa stöku menn fengið fyr og síðar. Þetta má kall- ast hin lallra bezta uppskera hér á landi. En nú mun það víða teljast allgóð kartöflUupskera, ef fást 45— 60 tunnur af dagsláttu. Til jafnaðar efast eg um, að uppskeran sé yfir 50 tunnur af dagsláttu. Árið 1904 sáði Einar Helgason mörgumi kartöfluiafbrigðum. Af bezta afbrigðinu í gróðrarstöðinni fékk hann sem svaraði 86 tunnur af dagsláttu, en aðeins 18 tunnur af öagsláttu áf lökustu tegundinni. — Af þessu má sjá, að uppskeran fer mjög eftir því, hverjum kartöfluaf- brigðum er sáð. — En vitanlega ræður árferði, jarðvegur og hirðing á görðunum afarmiklu í þessu. Yfir höfuð er sú reynsla mánna, að tiltölulega minni uppskera sé úr stórum görðum en litlum. Vitan- lega liggur það í því, að hægra er að hirða vel lítinn garð en stóran. Og garðar, sem unnir eru með handverkfæram, gefa meiri upp- skera en hinir, sem unnir eru með hestum, eins og tíðkast í útlöndum á kartöfluökrum. En hitt er annað mál, hvort hreinn ágóðj af garðin- um verður eigi minni, sé hann með handverkfærum unninn. Einkum kemur þetta til greina nú, þegar hvert handtak manna er svo dýrt metið, og erfitt er að fá nógan mannáfla. Því miður er erfitt að segja, hver ágóði er af kartöfluræktinni hér á landi, þótt miðað sé við meðal ár- ferði. Það vianta allar skýrslur um það, hvað telja megi meðal upp- skeru. Einuig vita fæstir, hve mörg dagsverk má telja að gangi í meðal- lagi til þess, að hirða t. d. dagsláttu garð. Eg veit eigi, hve mörg dags- verk má ætla. til þesis, að stinga upp dagsláttu garð ,mylja. hann, heða, teðja, setja 'kartöflur í hann, hreinsa fyrir iarfa og svo takaupp úr honum. — Þetta þurfa meun að vits. S Þ. Sljs. Þegar Lagarfoss var á siglingu upp Lawrencefljótið, og átti eftir dagssiglingu til Montreal, bar það við, að fyrsti stýrimaður skipsins, Jón Eiríksson, féll af þilfarinu alla leið niður í lestina. Meiddist hann rnikið og var læknir kvaddur til hjálpar honum men loftskeyti. Var hann fluttur á spítála í Montreial og liggur þar enn. Hann var þó úr allri hættu þegar Lagarfoss fór frá Kanada. Prófessor Rutherford og frumeindakenningin. Grandvallaratriði efnafræðinnar era að steypast um,. Frumeinda- keuningin gamla hefir reynst ófull- nægjandi og frumefnin, sem köll- uð voru, eru nú ekki lengur hin framlegustu form efnishns. Bæði frameindir og frumefni má nú greina sundur, og þótt aðeins séu fundin nokkur fá atriði er sanna þetta, þá eru þau nægileg til þess, að nú þegar er opnað nýtt svið til rannsókna, svo yfirgripsmikið, að vér getum farið að vænta hins stærstu kraftaverka frá smiðju uppfyndinganna. Einn af beim vísindamönnum, er mest hefir stuðlað iað því, að varpa nýjn ljósj yfir frumeindakenning- xma, er hinn enski prófessor, Sir Emest Rutherford, sem árið 1908 hlaut Nóbelsverðlaunin. Hann var í síðasta mánuði á ferð í Danmörku og hélt nokkna fyrirlestra við há- skólann í Kaupmannahöfn fyrir hóp vísindamanna og stúdenta. Einn fyrirlesturinn var um það, hvað værj dýpsta eðli hlutanna og hvað efnið sjálft eiginlega væri. Sagði prófessorinn, að þegar efnið væri krafið til mergjar, þá væri það ekkert annað en rafmaign. — Frum- efnin, juiilrnar og likamir mann- anna og dýranna væru inst inm sambönd af pósitívu og negatívu rafmagni. Fumeindirnar eða atomin vora lengi aðeins tilgáta efnafræðing- anna. Enginn hafði tök á að sýna fram á, að þau væra í rauninni tii. En það hefir nú tekist, og nú vita menn, að þau era ekki einn ódeil- lanlegur hluti eins og menn áður hugsuðu sér,og gríska nafnið bend- ir til (atom = ódeili), heldur er hver frumeind eins og lítið sól- fcerfi. í miðjunni er kjami, hinn svo kallaði frumkjami eða atomkjarni; hann er blaðinn pósitívu rafmagni. jUtan um þennau kjarna era í mis- munandi fjarlægð hinar svokölluðu rafeindir eða elektrónur, sem era ekkert annað en negatívt rafmagn. Menn skyldu nú ætla, að úr því að unt hefir verið að finna ásig- komnlag atomsins, þá muni það þó vera það stórt, að það megi athuga hvert fyrir sig. En það er nú eitt- hvað annað- Stærðin er ekki meiri en það, að í einu rykkomi skifta atomin miljörðum. Og svo mörg atom eru í einum rúmsentímetra af 'lofti, að þótt allir íbúar jarðarinn- ar keptust við að telja þau hvíld- arlaust, þá gengju til þess 500 ár! En hvemig hafa menn þá farið að þyí, að telja atominf Það yrði flókin útskýring. Það er nóg að geta þess hér, að radíum-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.