Ísafold - 18.10.1920, Blaðsíða 4
4
ÍSAFOLD
izm þetta árið en tmdanfarin ár.
Ségir blaðið þá sögu, að Isla.nds
Falk hafi komið að 6 brezkum skip-
um í lamdbelgi og náð þeim öllum.
Tvö þeirra hafi reynt að komast
undan, en varðskipið haii þá skot-
ið fallbyssukólum á þau, og m. a.
skotið reykháfinn af öðru þeirra-
Sfmfregnir.
Frá fréttaritara ísafoldar,
í bráðabirgða-friðarsamningum
Pólverja og Rússa er „hvít' * -rúss-
neska lýðveldið vðurkent scm
sjálfstætt ríki.
Rússar og Bretar.
Frá London er sknað, að Kraissin
hafi nú samið áætlun um afborgun
á skuldum Rússa við Breta.
írsku óeirðirnar.
Frá London er símað, að nýjar
óeirðir hafi orðið í Belfast og
Londonderry.
Lagarfoss hafði meðferðis rúm 1000
tonn af hveití frá Ameríku. Fór hann
15. þ. m. til Seyðisfarðar, Akur-
eyrar og Hólmavíkur, snýr þar við til
Sauðárkróks, Akureyrar og Húsavíkur
og tekur kjöt á þessum höfnum og fer
með það til Kristjaníu. Þaðan fer hann
•t£ Kaupmannahafnar.
Gullfoss fer í da gtil Stykkis-
hólms, ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglu-
fjarðar og Akureyrar. Tekur síldar-
farm og flytur til Gautaborgar. Fer
þaðan til Khafnar.
F. H. KREBS I
metílem af Dansk Ingeniörforening £
KONSULTERENDE INGENIÖRFIRMA
for Projektering og Udbygning af:
KBAFT8TATIONEB, Vandkraft, Damp, Diesel, Sngegas osv.
ELEKTRISKE KRAFTOVERFÖRINGS- 0G FORDELINGSANLÆG
ELEKTRiSK Varme, Lys, Drivkraft m. v.
ORGANISATION AF ELEKTRICITETSFORSYNING
KÖBENHAVN V., Ahambravej 17. Tlgr. Adr. Elektrokrebs
Khöfn 8. okt.
Landamæri Póllands.
Símfregn frá Riga segir, iað Pól-
land eigi að stækka nm helming,
samkvæmt landamerkjasamning-
nm við bolshvíkinga.
Engin blöð í Berlín
koma nú út nema blöð jafnaðar-
manna (vegna prentaraverkfalls).
r
1
Tímaritið Lloyd George
er á móti því að írar fái nýlendu-
stjóm.
»
Pjármál Dana.
Fjárlagafrumverp stjórnarianar
var lagt fram í gær. Áætlaður er
7 miljóna tekjuhalli.
(
Khöfn 9. okt.
Alvarlegt ástand í Bretlandi.
Verksmiðjum lokað. Atvinnuleysi
sverfur að alþýðu manna.
Frá London er símað, að mörg-
um verksmiðjum í Birmingham
hafi verið lokað, vegna þess að pant
anir hafa verið afturkallaðar, en
við það hafa 120 þús. manm mist
atvinnu. — Kínversk kol eru nú
ódýrari í Newcastle en ensk kol.
Lengri vinnutími — lægra kaup!! '
Formaður vinnuveitendafélags-
ins danska lýstj því yfir á aðal-
fnndi félagsins að vinnuveitendur
yrðu nú að krefjast þess, að dagleg-
ur vinnutími veíkamanna yrði
lengdur og tímakaup jafnfrainl
lækkað.
r, 1
Pólverjar ðg Litháar.
” Frá Vilna er símað, að friðar-
samningar Pólverja og Litháa Irafi
verið undirskrifaðir, en her Pól-
verja haldi þó áfram að skjóta á
vamarvirki Litháa.
Khöfn 11. okt.
Pólverjar ganga á friðarsamninga og
gefin loforð.
Frá London er símað, að Pólverj-
ar hafi á fimtudaginn nmkringt
Vilna, höfuðborg Litháa, og síðan
tekið hana herskildi, þrátt fyrir
undirritaða friðarskilmála og lof-
orð, er þeir gáfu alþjóðabandalag-
inu. — Stjóm Litháa hefir hörfað
til Kovno.
Norsk náma hættir störfum.
Frá Kristjaníu er símað, að í
Röraas-kopamámum hafi allri
vinnu verið hætt, vegna hækkandi
vinnulauna.
Svissneskir jafnaðarmenn
tjá sig andvíga stefnuskrá Moskva-
stjómarinnar.
Khöfn 12. okt.
Frá Rússlandi.
Hersveitir bænda í Ukraine hafa
umkringt höfuðborgina, Kiev, og
hafið nmsát um hana. Ýmsar aðr-
ár borgir hafa bændumir þegar tek
ið herskildi,
Khöfn 13. okt.
Bolshvíkingar bjóða friðarumleitanir.
Reuter-fréttastofa tilkynnir, að
framkvæmdastjórn bolshvíkinga í
Rússlandi hafi boðið að semja frið
við Wrangel hershöfðingja.
\
Pólverjar x Vilna.
Símað er frá París, að pólska
stjórnin háfi opinberlega lýst yfir
því, að hún telji hertöku Vilna-
borgar að vísu neyðarúrræði, en
hún geti þó ekki, úr því sem komið
er, fallist á, að Pólverjar þar í borg-
innj lúti kúgun framandi þjóðar.
Khöfn 14. okt.
Friðarsamningar Pólverja og Rússa.
Frá Kovno er símað, að bráða-
birgðafriðarsamningar Pólverja,
Rússa og Ukraininga séu uudir-
skrifaðir, en samtímis hafj bolsh-
víkingar tekið aftnr til vopna á öll-
um pólsku vígstöðvunum.
Uppreisnarmenn í Ukraine hafa
tekið Kiev og bolsíhvíkingaféndur
hafa sett nýja stjóm á laggirnar í
Nishni Novgorod.
Bandaríkin og Þjóðhandalagiij.
Reuters fréttastofa tilkynnir, að
Bandaríkin ætli ekki að senda full-
trúa á fund Þjóðbandaiagjsins í
Genf.
Rvikrr-Áliaái!.
Opinherir fyrirlestrar á háskólanum
verða þeir er hér segir: Próf. Ágúst
H. Bjarnason: Um nokkur höfuðrit er-
lendra skáldments^ á miðvikudögum
kl. 8—7. Próf. Guðm. Finnbogason:
Um áhrif veðíáttu, loftslags og lands-
lags á. sáin-rKfið, á þriðjudögum kl.
6—7. — Dr Alexander Jóhannesson:
Um raunsæisstefnuna og nokkur nú-
tíðarskáld Þjóðverja, fimtudaga kl.
6—7.
Öldur heitir bók, sem nýkomin er á
markaðinn. Eru það 7 sögur eftir Bene
dikt Þ. Gröndal. Gefur Guðm. Gamalí •
elsson bókina út.
íslenzkum krónuseðlum kvað vera
von á bráðlega til almennings nota. Er
síst orðin vanþörf á því, því mjög er
orðinn mikill bagi að smápeningaleysi
í öllum viðskiftum manna.
Ættarnafn. Sig. Jóhannesson prest-
ur í Landeyjaþingum og Jóhannes
bróðir hans hafa tekið upp ættarnafnið
Norland.
E.s. Niels kom 12. þ. m. frá New-
castle með kol til gasstöðvarinnar. Er
hún væntanlega byrg fyrst um sinn.
Hjónaband. Nýlega' voru gefin sam-
an í hjónaband Kristín Jónsdóttir,
dóttir Jóns fyrverandi alþingismanns
frá Hvanná og Guðm. Hagalín ritstjói
Fór hjónavígslan fram á heimili brúð-
urinnar.
Hauksbryggjan nýja. Hlutafélagið
Haukur hefir látið smíða hafskipa-
bryggju við höfnina vestanverða. Er
hún að sjá hið myndarlegasta mann-
virki á að giska um 100 metrar á lengd.
Fyrst stefnir bryggjan beint út frá
landi, en beygir síðan í áttina út að
hafnarmynninu. Við ytri hlutann fyr-
ir utan bugðuna er skipum ætlað að
liggja, og þurfa þau Iþá enga snúninga
að hafa annað en renna beint að, úr
því að bólvirkið hefir sömu stefnu og
innsiglingarlínan.
Fyrirlestrar Háskólans. Dr. Alex-
ander Jóhannesson er byrjaður að
flytja fyrirlestra sína um raunsæis-
stefnuna og nokkur nútíðarskáld (Tol-
stoj, Ibsen, Gerhardt Hauptmann o.fl.)
Jón Laxdal stórkaupm. og tónskáld
varð hálf sextugur 13. þ. m.
Sig. Sigurðsson ráðunautur er ný-
kominn heim úr þriggja mánaða ferða-
lagi um Vestfirði.
Lík fanst á floti í höfninni fyrir
stuttu. Var það lík mannsins sem
hvarf um daginn, og hét hann Guðjón
Jótisson og var verkamaður.
■ tr-;--*—<
Einar H. Kvaran rithöfundur var
einn meðal farþega á Gullfossi. Kom
hann frá SeySísfÍrbi og hefir dvalið
þar um hríð, og flutt fyrirlestra. Þang-
aö kom hann frá útlöndum.
Rafmagnið. Hingað og þangað um
bæinn er nú verið að grafa upp götur
til þess • að koma fyrir rafmagnsþráð-
um. Myndast við það langir skurðir,
nokkuð djúpir og holur sumstaðar. Við
þessu er auðvitað ekkert að segja.
Þetta verður' að gerast, en vór verðum
að segja, að það er alveg ófyrirgefan-
legt, að ekki skuli gerðar einhverjar
ráðstafanir til iþess að hindra að fólk
falli í þessar gryfjur eftir að dimt er
orðið á kvöldin. Nú sem stendur er
beinlínis stórbættulegt að ganga út
eítir að dimt er orðið. Kveikt á sárfá-
um ljóskerum, en engar luktir við
gryfjurnar. Fyrir nokkrum dögum féll
gömul kona ofan í eina slíka gröf á
Laufásveginum. Hún meiddist lítið, en
nóg til þess, að hún var tæplega vinnu-
fær í nokkra daga, auk þess sem hún
misti nokkra peningaseðla, sem hún
hélt á í hendinni, og eigi hafa fundist
aftur. Það verður að gera einhverjar
ráðstafanir til þess að hij^ra, að fólk
falli og meiði sig í gryfjum þessum.
Að minsta kosti ætti að kveikja á
þverju einasta götuljóskeri í þeim göt-
um, sem verið er að grafa í. Minna
verður ekki krafist.
Lagarfoss. Farþegar með honum frá
Ameríku síðast voru m. a.: St. Sig-
urvaldason, G. Jónsson, Steingr. Ara-
son, Bjarnason og frú, Sv. Hjaltalín,
Karl Þorláksson, O. Jónsson, frú Niel-
sen, frk. Lára Heilmann, frú Thor-
steinsson, Aðalbjörg Helgadóttir til
Akureyrar, frk. Þórey Benediktsson,
frk. Riis til Akureyrar, Halldór And-
résson til Blönduóss, Jóu Sigurðsson,
„IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg-
um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga.
í Englandi er „IXION“brauð aðalfæðan um borð í fiski-
skipnm.
Fæst í öllum helztn verzlunum.
Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku.
Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og
góðri fæðu.
Sole Manufacturers:
Wright & Co. (Liverpool) Ltd.
——Hga—■MMMBBaa—i' iimbíifim 'inr
Kaupmannaráð íslauds í Danmörku
hefir skrifstofu í Cort Adelersgade 9 í Kaupmatinahöfn. Skrifstofan
gefur félagsmönnum og öðrum islenzkum kaupmönnum fúslega ókeypis
upplýsingar um almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað
er að verzlun lýtur.
Þorg. Jónsson, Guðm. Reinholt, Sig-
urg. Jónsson, Jóhannes Bjarnason, Sig-
urveig Friðriksson með 4 börn.
Faust-þýðingu Bjarna Jónssonar frá
Vogi á nú að fara að prenta og verð-
ur tekið við áskrifendum til laugardags
næsta. Eftir þann tíma verður áskrif-
endalistum safnað saman, svo að þeir,
er tryggja vilja sér ódýrara verðið (20
kr. í bandi), ættu að gefa sig fram
þessa dága í bókaverzl. Sigf. Eymunds-
sonar.
Leikhúsið. Aðsókn mikil er að „Vér
morðingjar“ hér í leikhúsinu. Er efn-
ið nokkuð nýstárlegt almenningi hér og
ágætlega vel leikið víðast.
Lagarfoss fór héðan um 16. október
tii Seyðisfjarðar, Akureyrar og ísa-
fjarðar.
Aðsókn mjög mikil er nú að stýri-
mannaskólanum hér. Eru að sögn 100
nemendur í honum nú, en hafa aldrei
verið svo margir. Bendir það á blómg-
un sjómannastjettarinnar og auknar
siglingar.
Eins og gengur heitir ný bók eftir
frú Thedóru Thoroddsen, sem von er
á á bókamarkaðinn innan skamms. Eru
það smásögur. Þórarínn Þorláksson
gefur bókina út-
Ól. Proppé alþingismaður er genginn
inn í stjórn fiskiveiðihlutafélagsins
„Haukur11, í stað Sveins Björnssonar
sendiherra.
Flutningabifreið fer í Tjörnina.Fyr-
ir skömmu kom fltningabifreið Stein-
olíufélagsins austan Vonarstræti £uh
með steinolíutunnur. Kom þar önnnr
bifreið vestan götuna og beygði bifreið
steinolíufélagsins út á vegarbrúnina að
Tjöminni. En þá brast vegarbrúnin
undan, þoldi ekki þungann, svo að bif-
reiðin valt með öllu saman út í Tjörn-
ina og á hvolf. Bifreiðarstjórinn komst
með snarræði ur bifreiðinni þegar hann
sá bvað verða vildi, ómeiddur. Á all-
löngum hluta vegarins þarna við
Tjörnina sést, að vegurinn hefir verið
farinn að gefa sig. Hlaut hann því að
springa fyr eða síðar fram. Og má
þakka fyrir, að ekki varð stórslys að
því, að hafa hann þannig, jafn mikil
umferð og er nm þessa götu.
Hjónaefni. Fyrra laugardag opin_
beruðu hrúlofun sína frk. Lilja Gnð-
mundsdóttir, Njálsg. 14, og hr. verzlm.
Ástráðnr Jónsson, Bræðraborgarstig