Ísafold


Ísafold - 29.11.1920, Qupperneq 4

Ísafold - 29.11.1920, Qupperneq 4
4 ÍSAFOLD Að-ví.su gera sumir jafnaðarmeim ráð fyrir því, að hver maður vinni það verk, sem hann helst vill vinna og best á við hann. Hver maður, seg.ja þeir, á að fá þá stöðu í mann- félaginu sem hann óskar og er við hans liæfi og skapferli. Hætt er við því, að margir vildu komast í fínu'stu stijðuroar, sem 'kallaðar eru, eða vinna þau störf, scm iéttust eru.Fæstir mundu hjóða sig fram í þær stöður, sem bæði eru erfiðar og hættusamar, til dæmis sjómaimastöðu og námuvinnu.Hver fær ]>á mentun lianda harni sínu, sem hann óska r. Afleiðingin af því j rði sú, að flestir eða allir foreldrar mundu láta hörn síu húa sig undir embættj eða fínni .viöður. Bnginn vildi vinna óhreinu störfin, til dæm is hirða svíu, moka fjós, hirða fénað úti og inni, alla daga ársins jafnt o. s. frv. Þess ber Ijka að gæta að mjög niargir menn eru eigi hueigðir fremur fvrir eitt starf en annað, eða eina stöðu fremur en aðra. Þeir sem eru jafntækir á flest, mundu vilja fá léttasta starfið, sem ríkið þyrfti að láta vinna. Flestir vildu vej’a yfirmenji eða í tignarstöðu. Samkvæmt jafnaðarstefnunni hafa allir rétt til þess, sem hafa vilja til þess og getu. Og fáir vildu þá ieggja á sig líkamlegt erfiði. — Þetta kæmi stjórninnj í vandræði, og yrði hún þá að taka til sömu ráða og Lenin, sem sé, að þrýsta mönnum til vinnu með hervaldi. En hvaða gagn er að þeim her til k-ngdar. sem þætti skipanir stjórn- arinnar óréttmætar? Þetta eitt, hvaða stöðu hver ætti að fá, yrði ærið óánægjuefni, sem engin stjórn gæti hætt úr til lengdar. I III. Eigi eru jafnaðarmenn hræddir við neina galla á mönnum, þegar þeirra þjóðfélagsskipun er komin á. Þá búast þeir við því, að menn- irnir verði ósköp góðir, sáttfúsir, mannúðlegir, kærleiksríkir, og ó- eigingjarnir ættjgirðarvmir. Það er líka víst, að jafnaðarmannaríkið þrífst eigi nema því að eins, að all- ir einstaklingar þess verði nálega eins góðir og fullkomnir eins og englar á himnum. — Og ef einhver engillirm félli, eins og í gamla daga, og hanji væri jafnoki Napoleons hins mikla, þá gæti eitthvað nýtt skeð, sem engan jafnaðarmann hef- ir dreymt nm. Eða hitt, sem senni- legra er að við hæri, að einhver Napóleon kæmist til æðstu valda í jafnaðarmaimaríkinu. Efialtes end urborinn gæti verið hans ráðgjafi eða aðrir hans líkar. IV. Jafnaðamnenn hafa nokkrum sinnum fengið tækifæri til þess að reyna þjóðfélags hugmynd sína, en það hefir alt af farið út um þúfur fjnrir þeim. 1848 vildi verkalýðiir- inn í París hafa verkamannastjórn og að allur auður skyldi vera sam- eign allra. Það fengu þeir ekki. En þá gat þó Louis Blane jafnaðarm. fengið því framgengt að hin :al- kunnu þjóðverkstæði voru stofnuð. Þar áttu allir atvinnulausir meim, sem skiftu tugum þúsunda, að fá atviimu, hver við þau störf, sem honum hest hentaði. Það kom brátt í ljós, að ofmargir vildu vinna viss störf, en engir sum önnur, sem erfið ust og ófínust þóttu. Þess vegna varð að loka verksmiðjunum. Þær báru sig heldur ekki fjárhagslega. Tapið á hverjum degi hátt á annað hundrað þúsimd krónur. „Saint-Siinonistai"‘ gerðu, 1830, tilraun til þess að koma stefnuskrá sinni í framkyæmd- Þeir stofnuðu nýiendu. Þar lifðu allir í frjálsri sarnbúð- En þó blessaðist eigi sá búskapur lengi. „Saint-Simonista- nýlendan“ gafst upp. Á Frakk- landi, Alzir, Texas og víða í Ame- ríku hafa jafnaðarmenn (kommún- istar) komið á fót nýlendum, þar sein nokkur þúsund manna hafa lif- að eftir fyrirmælum kommúnista í félagsskap, sem þeir kalla fylking- ar. Eu hvergi hafa þessi kommún- ista félög þrifist; öll liðið undir lok. — Sú þjóðfélagsskipun, sem leggur hömlur á meðfædda sjálfbjargar- hvöt og hindrar alla frjálsa sam- kepni milli einstaklinganna, veldur kyrstöðu eða jafnvel afturför. — Hún er því eigi heilbiúgð eða eftir- sóknarverð. S. Þ. Símfregnir. Frá fréttaritara Isafoldar. Eíkisstjóraskiftin í Grikklandi. Reuters fréttastofa tilkynnir, að Konduriotis hafi lagt niður ríkis- sfjórn í Grikklandi, en Olga drotn- ing orðið við tilmælum ráðuneytis- ins, um að taka að sér forstöðu rík- isins, þaugað til Konstantin kon- ungur komi. Khöfn 20. nóv. Bandamenn og Grikkir. Frá London er símað, að búist sé við því, að stjórnir Breta og Frakka Iýsí því yfir, að þær séu því mótfallnir, að Konst'antin kon- ungur t-aki aftur við völdum í Grikklandi, og ef að svo fari, þá verði öllu sambandi slitið við Grikk land, en aftur á móti mundi Georg prins hljóta viðurkenningu þeirra. Forsætisr'áðherrar Breta og Frakka ætla að koma saman á ráðstefnu bráðlega og taka sameiginlega og endanlega ákvörðun um þetta mál. Kolaútflutningur frá Bretlandi. Námaráðuneytið brezka hefir leyft (ótakmarkaðan) kolaútflutn- ing frá Bretlandi frá 1. des. Her Wrangels. Frá Konstantinopel er símað, að 100 þús. flóttamenn af her Wran- gels séu þangað komnir. Khöfn 22. nó\. Manndrápin í írlandi. Frá London er síniað, að óald arflokkar Sinn-Feina hafi myrt fjölda sofandi, enskra herforingja í gærmorgun í Dublin, og hafa þar orðið blóðugir bardagar á götun- um. Búist er við, að lögreglan grípi til hræðilegra hefndarverka. Atkvæðagreiðslan um konungdóm Konstantins í Grikklandi. Reuters fréttastofa tilkynnir. að atkvæðagreiðslunni um heimkomu Konstantins Grikkjakonungs muni verða frestað (átti að fara fram 28. þ. m.), vegna mótmæla Eng- lendinga og uppreistaranda í gríska setuliðinu í Smyrna. Konnngleg hjónaefni. Elsta dóttir Konstantins ’konungs Helena, er trúlofuð Carol, ríkiserf- ingja í Rúmeníu. Khöfn 23. nóv. Iianska stjórnin og viðskiftanefndin. Danska stjórnin hefir hafnað öll- um tillögum viðskiftanefjidarinnar (valutakommission), sein skipuð var í Danmörku í liaust, og lýsir stjórnin jafnframt yfir þeirri skoð- un sinni, að engra nýrra ráðstaf- ana, svo sem innflutningsbanns á (jinstökum vörutegundum eða skömtunar sé þörf, til að ha.fa hem- ii á gjaldeyrisgenginu, því að hið almenna verðfall á heimsmarkaðin- um muni gera það að vei'kum, að ástandið lagist af sjálfu sér smátt og smátt. Alþjóðafundur verkamanna. Fi'á Loiidon er símað, að alþjóða- fulltrúafuiidur verkamannafélaga sé liafinn þar. Khöfn 25. nóv. Frá Grikklandi. Havas-fréttastofa itilkynnir, að gríska stjórnin sé fús til að veit.a stjórnum bandamanna ti'yggingar (fyrir vináttu sinni), en haldi fast við heimkvaðning Konstantíns kon- ungs. Á Keisaradrotningin dauðvona.. Símað er frá Amsterdam, að keis- aradrotningin þýzka, kona Vil- hjálms keisara, liggi dauðvona. Frá írlandi. Brezka stjórnin hefir látið setja Dublin í herkví. Khófn 25. nóv. Enska þingið og írlandsmálin. Frá London er símað, að neðri málstofa breska þingsins hafj með 303 atkv. gegn 83 lýst velþóknun sinni yfir framkomu her- og lög- regluliðsins í írlandi, sem stefnu stjórnarinnar í Irlandsmálum. —- Sinn Feinar eru nú teknir höndum hópum saman í Dublin, og sagt er, að komist hafi upp um eitthvert samsæri af þeirra hálfu gegn helstu andstæðingum þeirra í London. Konstantin og Grikkir. Frá Aþenu er símað, að fjöl- skylda Konstantins konungs sé komin þangað, og hafði henni ver- ið tekið með kostum og kynjum. Gert er ráð fyrir því, að Rhallis forsætisráðherra farj bráðlega á fund bandamannastjórnanna, til þess að tala máli Konstantins kon- ungs við þtér. Bvikfir-amiál]. Lagning rafmagnsþráðanna í götur bæjarins hefir gengið töluvert betur ei. búist var við. Gerir það hin góða tíð, er verið hefir hingað til, frostleys- ið. En þegar frost koma að mun, verð- ur hætt vinnunni og hún eigi byrjuð aftur fyr en að vori. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Fanney Jóhannesdóttir (frá ísafirði) og Jón Sveinsson borgarstjóri á Akureyri. E.s. Enigheden hleður hér fisk til Spánar. Verðlækkun mikla auglýsti verzlun Björns Rristjánssonar á ýmislegri vefnaðarvöru í síðustu viku. Og áður hafði önnur verzlun auglýst. á l'íkan hátt. Er þetta í sumra augum fyrir- boði almennrar verðlækunar. Væri vel, ef svo reyndist. Kaupmaniwáð Islacds í Danmðrku hefir skrifstoíu í Co t Adelersgade 9 i Kaepmannahöfn. Skriístofan gefur féiagsmönnum og öðrum íslenzkum krupmönnum fú-.lega ókeypis upp’ýsingsr um almenn verzlunar- iðnaðar og sanigöngumál og annað er að verzlun lýtur. „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið tií af mörg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrír í Jendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan um boið i fiski- skipum. Fæst í öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. 8ole Manufacturers: Wright & Co. (Liverpool) Ltd. Kirkjugarðinum lokað. Umsjóna.r- maður kirkjugarðsins hefir auglýst, að frtunvegis verði kirkjugarðinum lokað um leið og fer að skyggja. Tvö hlið verða opin meðan bjart er, að norðvest an og norðaustan. Mönnum er strang- lega liannað að klifra yfir múrinn eða fara á annan hátt inn í garðinn en um opin hlið. þrotabú. Geir Pálsson trésmiður hef- ir selt eignir sínar fram sem þrotabú. Verður skiftafundur í þVí á laugar- daginn kemur. Kvöldskemtun ásamt hlutaveltu hélt Dýravemdunarfélag íslands um síðustu helgi til ágóða fyrir félag- ið. Er gott og mannúðarríkt starf sem félagið berst fvrir, og er ástæða til að menn sýni því vinsemd með því að styrkja það með gjöfum. ..Gullfoss kom hingað síðastliðinn föstud. Meðal farþega voru: Ma^iús Guðmundsson ráðh. og frú, J. Böggild og frú, H. Tofte bankastjóri, Guðmund ur Thorsteinsson listmálari, ungfrú Jófríður Zoega, frú Valgerður Bene- diktsson, frú Kristín Jaeobson, Hjört- ur porsteinsson verkfr., B. Bjamason (frá Siglufirði), Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn, Jón Sigurðsson skipstj., H. S. Hanson kaupm., Jón Ólafsson, o. fl., Frá Vestmannaeyjum komu Porst. Johnsen, Árni Sighvatsson, Jóh Jós- efsson 0. fl. Botnvörpungarnir Ari, Belgaum og Walpole komu af veiðum nýlega. Bel- gaum og Walpole með 1500 kassa hver, en Ari með 1200. Fóra þeir allir með aflann til Englands í gærkveldi. ísland. Ferð þess verður frestað þannig, að skipið fer ekki fyr en 10. desember frá Khöfn, er jþað gert a£ því að desemherferð Botníu verður slept. Sigurður Sigfússon kaupfélagsstjóri á Húsavík hefir fengið staðfestingu á ættarnafninu „Bjarklind“ handa sér og fjölskyldu sinni. Zenitha, dauska seglskipið sem strandaði um daginn, en Geir náði aft- ur út, hefir verið dregið á land í Slippnum. — Björgunarskipið Geir fer fram á helming verðs skipsins,. eftir mati við björgunina, í björgunar- laun. Hefir það við fyrstu virðingu verið metið 100.000 króna virði, en að líkindum mun fram fara yfirmat nú þegar skipið er komið á land og unt er að rannsaka botninn grandgæfilegu. Valdemar Steffensen læknir á Akur- eyri liggur mjög veikur um þessar mundir, eftirköst eftir inflúenzu. Mun hann verða fluttur hingað til bæjar- ins með fyrstu ferð að norðan. Bifreiðarslys. í fyrri viku varð bifreiðarslys neðan til á Laugavegin- um, er atvikaðist þannig: Gamall verkamaður, að nafni Eiríkur Eiríksson, var á ferð upp Laugaveg. Hitti hann þar vöraflutningabifreið, fulla af grjóti, og fékk leyfi bílstjór- ans til að standa á brettinu meðfram hlið bílsins, pegar þangáð kom, er hann (þurfti að fara af, stökk hann ofan. a£ brettinu, en rann til um leið og datt undir bílinn. Varð hann með mjöðmina undir afturhjólinu. Maðurinn var flutt ur á sjúkrahús. Færeysk málverkasýning hefir verið opin jindanfarið í K. F. V- M. Eru þar nokkur málverk til sýnis eftir fær- eyska málara. Myndirnar Iþykja lag- legar, en þó nokkur viðvaningsbragur á þeim.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.