Ísafold - 18.04.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 18.04.1921, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD heldur aldrei haft neinn sérstukan áhuga á sálfræðilegum fyrirbrigðum. En það, sem eg nú ætla að segja frá, eýnir greinilega,' að það eru til merki- Ieg öfl af fleiri tegundum en þeim, g(M við höfum þekt að þessu. — í Dresden bjuggu ágætis listahjón. Það var erfitt að segja um, hvort væri snjallari málari, M. eða kona hans. Ýmsir héldu því fram, að frúin væri sérkennilegri. En bæði voru þau framúrskarandi listhneigð í bestu merkingu, hugsjónarík og settu markið hátt, og bæði dýrkuðu þá list, sem gæti sýnt dýpstu hugsun og næmastar tilfinningar. Og í myndum þeirra bjó dirfska Klingers og hugarflug Böck- lins. En þó voru þau fáliðuð og óháð, og sælduðu lítið saman við aðra listamenn. pegar þeim lánaðist að eelja mynd, fengu þau oftast ágætt verð fyrir hana, og erlendis vakti list þeirra athygli. Bæði þessi hjón höfðu ágætis lynd- iseinkunnir, hötuðu alla ósannsögli. Hún var ráðsnjöll húsmóðir og hélt öllu á fátæklegu heimili þeirra í nærri því leiðinlegri reglu. Bæði voru fram- úrskarandi vinnusöm, og háðu oft harða baráttu við ýmsa örðugleika með ódrepandi hugrekki. Þessi stutta lýsing nægir til þess að sýna, hve draumórar og heilaspuni allur var fjarri þeim. Svo dó frúin skyndilega. Hún hafði, þrátt fyrir slæmt- kvef, setið úti og málað, kaldan og rakan vordag einn. pau áttu eina dóttur barna, 15 ára að aldri, mesta gáfubarn; hafði hún sýnt mikla hæfileika til teiknunar á barnaskólaárunum. Hún hafði alist upp að mestu leyti í Austurríki hjá ömmu sinni, því foreldrarnir höfðu ferðast oft, og ekki getað sint upp- eldi bamsins nægilega. Bæði faðir og dóttir voru óvenjulega sorgbitin eftir dauða frúarinnar. — Honum hafði hún bæði verið kona og móðir, og jafnframt ómetanlegur leiðtogi i listastarfinu. Hann varð lamaður, mannfælinn og hugsjúkur, og sat löngum stundum yfir eftirlátnum verkum konu sinnar. Eftir dauða frúarinnar fór að bera á þeim fyrirbrigðum, sem eg vil segja frá. Áður hafði maður hennar ekk- ert fengist við spiritismann, en kynt- ist honum nú, og tileinkaði sér kenn- ingu hans um ódauðleika sálarinnar og endanlega fullkomnun. Kom þá í ljós, að bæði hann og dóttir hans voru ágætis miðlar. Með „psykograf" kom- ust þau strax í samband við konu og móður, sem stjórnaði listakenslu dóttur sinnar úr öðrum heimi. Eftir hálft ár fekk barnið þá fregn, að nú gæti móðir hennar ekki kent henni lengur, því að nú færi hún í annan æðri heim, lengra burtu frá jörðinni. En annar látinn listamaður, Hollend- ingur að ætt, mundi halda áfram kenslunni. Meðan Gertrud — svo hét dóttirin — naut áhrifa móður sinnar, teiknaði hún og málaði fjölda litmynda af líf- inu eftir dauðann, á öðrum hnött- um. Eg hefi sjálfur séð þessar dá- samlegu myndir. Litirnir voru óvenju- lega fagrir en mjög frábrugðnir þeim, sem maður þekti hér. Vatnið í hinum rólegu ám eða vötnum var stundum blóðrautt eða rósrautt, en fjöllin voru dökkblá, fjólublá eða grænleit. En lit- skrúðið var framúrskarandi. Flestar voru myndirnar landslagsmyndir. Ein- stöku voru þó af mannabústöðum, musterum eða gosbrunnum, er svipaði til fomrar listar. Á einstöku mynd- um sáust ógreinilega manneskjur. En hið undarlegasta af öllu var það, að allar þessar myndir báru vott um hina einkennilegu „teknik“ frúarinn- | ar og voru allar merktar með Emilie ; M. með hönd frúarinnar, sem var œjög frábrugðin dótturinnar. Hún hafði eins og áður er drepið á, lifað í fjarlægð við foreldra sína og hafði ekki séð nema fáar af mynd- um þeirra og uldrei notið keuslu þeirra. En svo fór það að koma fyrir, að M. Sjálfur fór að teikna ýmsar and- litsmyndir. Fyrst sjálfan Karl mikla, svo Friðrik Barbarossa. Og norskur vikingur komst þar á blaðið. Málar- inn áleit, að hann yrði fyrir áhrifum ýmissa anda og að hann teiknaði þessar myndir í cinskonar „trance". Hann settist með svartkrítina í hend- inni, án þess að vita hvað mundi koma á blaðið. Og alt í einu byrjaði höndin að hreyfast og myndirnar komu fram. Stundum vanmegnaðist hann og varð að hætta, og hélt þá dóttir hans áfram. Hún varð t. d. oft að teikna augun. Það var eins og máttur hans væri of lítill til þess ao ná andlegu útliti myndarinnar. Eg hefi sjálfur séð, þegar faðir og dóttir settu sig fyrir framan teikni- spjaldið og biðu innblástursins. í það sinni var einkum Gertrud vel fyrir kölluð. Fyrst dró hún á blaðið nakinn kvenlíkama, sem smátt og smátt huldist í þuunri slæðu, festri saman með spennum og öll stráð | skartgripum, svo að hún varð líkust í austurlaud dansmey. pað var eins og j þessi 16 ára stúlka sem málaði hefði ; undraverða þekkingu á öllum stílteg- j undum. Það var því líkast sem hún væri þaulæfður sagnfræðingur. | Og svo bar enn eitt við. Gertrud | teiknaði og málaði ekki aðeins að tilblutun anda, eftir því sem hún j trúði sjálf, heldur fór hún að dansa. j Ekki neinn almennan dans, heldur var j það undursamleg líkamleg skýring á músikinni, alt frá hinum dýrlegu adagoium Beethovéns til valsa Chopins i Gertrud líktist ekki vanalegum miðl- I um. Hún var stálhraust, og var að : eðlisfari hraustbygð og heilbrygð. Hún j hafði aldrei lært að dansa. prátt j fyrir það, var dans hennar dásamlega j fagur og mikilfenglegur. Að eðlisfari I var hún blátt áfram, kát og ekki j j fögur, hún var líkust bóndastúlku, en þegar innblásturinn koin varð hún eins og opinberun um samræmi og yndis- leik. Það voru eins og töfrar. Sjálf áleit hún að hún yrði fyrir áhrifum margra dansmeyja. Ef faðir hennar hefði viljað nota sér þennan dularfulla hæfileika dóttur sinnar hefði hann áreiðanlega getað orðið stórríkur maður. En honum fanst þetta alt heilagt, einskonar opin- berun um æðri öfl. pað voru ekki nema fáeinir vildarvinir, sem fengu að skoða og dást að þessari miklu list. En þessi innblástur stóð ekki nema í tvö ár. Gertrud glataði hæfileik- anum, gat ekki dansað og kenslu hinna dauðu snillinga lauk. Þegar styrjöldin skall á fluttust þau til Sviss og síðan hefi eg ekki neitt af þeim heyrt. pað er ekki mér fært að skýra þessi merkilegu fyrirbrigði. En eg ábyrgist að það sem hér er sagt, er s att. Það er sálfræðinganna að rannsaka þessi undur. Orð eins og „undirvit- urd’’ og „sjálfs-dáleiðsla” gagna lítið. pað eru enn margar gátur óráðnar milli himins og jarðar. Reykjavikm* annáll. Ráðsmannsstaðan við stöð Dýra- verndunarfélagsins í Tungu hefir ver- ið auglýst laus frá næstu fardögum. Hafa laun ráðsmannsins verið færð niður frá næstu fardögum, meira en honum þykir hæfa. Er þó vonandi að samningar takist við ráðsmanninn sem nú er, að hann gegni starfinu áfram, j því öllum ber saman um að hann hafi ; j staðið svo vel í stöðu sinni, að vand- j j fundinn sé maður í hans stað. Háskólasjóðurinn. Auglýsing um út- j j hlutun úr honum á þessu ári hefir 1 verið fest upp á auglýsingaspjaldi Há- : j skólans í Alþingishúsinu. Tekjur sjóðs j : ins hafa verið 51.600 kr. á umliðnu j I ári. Til vísindastarfsemi eru auglýst- I ar 16.000 kr. styrkur, til utanfara j kandídata 8.000 kr. og til utanfara I háskólakennara 4.000 kr. Umsóknar- ! frestur um styrk úr sjóðnum er til 1. ! maí næstkomandi. Gistihúsið Valhöll á pingvöllum hef .i A. Rosenberg veitingamaður tekið á leigu yfir næstkomandi sumor. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær áleiðis hingað. Skipið kemur ekki við í Leith eða Færeyjum, en 1 fer hins vegar kring um land og kem- ur við á nokkrum höfnum. Tímarit þjóðræknisfélagsins í Vest- urheimi, II. árg., er nú komið út vest- ur þar, en hefir ekki enn borist hing- að. Rita í það margir nafnkunnir menp meðal Vestur-íslendinga og flyt- ur ritið bæði bundið mál og óbundið. Kemur það væntanlega hingað til lands bráðlega. Laust prestakall. Sauðlauksdals- jirestakall í Barðastrandarprófasts- j dæmi er auglýst laust til umsóknar. j Umsóknarfrestur er til 15 n. m. Framkvæmdastjórastarfið við Bruna I bótafélag íslánds er auglýst lriust. Launin eru 3500 kr. á ári og dýrtíðar- uppbót eins og fyrir embættismenn ríkisins. Á að sækja um stöðuna til atvinnu- og samgöngumáladeildar sljórnarráðsins. Björgun. í bréfi frá Vestmannaeyj-1 um dags. 6. þ. m., er Karli Einars- j syni alþm. m. a. skrifað urn björgun- ar og eftirlitsskipið Þór á þessa leið: I „Eins og yður hefir verið símað, j tókst svo vel til, að pór gat hjálpað í gær vélbátnum „Óskari“ með 6 mönnum. Báturinn var á leið heim undan Sandi, fékk stórsjó og veiðar- færin lentu í skrúfunni. Austan stór- viðri var á og blindhríð. — Senrii- lega hefði hér orðið bátstapi og maun tjón, ef björgunarskipsins hefði ekki notið við. Skipið hefir að vísu hjálpað mörgum bátum áður, en varla neinum eins illa stöddum og Óskar var í þetta sinn. Alþingismaðurinn biður þess og getið, að fullkomin samvinna sé hafin milli varðskipsins Fylla og Þórs, og hafi foringinn á Fylla farið lofsam- legpm orðum um pór, og alt það fyrirtæki Vestmanneyinga. Kaupfélagsfundur stendur nú yfir á Akureyri. Og var sagt þaðan í sim- tali nýlega að mikil rimma stæði yfir á Akureyri út af Sambandinu. Rauðmagi er nú seldur á 35 aura á Akureyri. En hér á 60 aura. pó þarf að fara með hann langar leiðir til þess að koma honum á markaðinn á Akureyri, og legst við það mikill kostnaður á hann. Þó selja Eyfirð- ingar hann ekki meira en þetta. Og þykir dýrt. Hvað mundu þeir segja yfir verðinu hér? Blíðvirði er daglega á Norðurlandi, frostlaust og þó hreinviðri. Skipströnd. Hinn 6. þ. m. strandaði botnvörpungurinn „Carsten' ‘ frá Gestemiinde á Skálafjöru á Meðallandi „IXIOV“ Cabin Bi cu;ts ( kipsbrauð) er búið til af mörg- um rt srnunandi teyu' d io’ sérstak'ega hei tagt fyrir l lendinga. í Enghndi er „IXION“ brauð aðalfæðan um borð í fiski- skipum. Fæst i öllum he ztu verzlunum. Aðgætið að n^fnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXIO.\“ á kex er tTygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXIOv* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er Oviðtafnanlegt með kafti o^ te. Skipverjar voru 13 talsins og björg- uðust þeir allir og eru nú komnir hing- að með mótorbátnum Skaftfellingi. Botnvörpungurinn var fullur af fiski og hefir hann verið seldur þar eystra, ei eigi er enn ákveðið hvort skipið verður selt eða reynt verðnr að ná því á flot. Um Hkt leyti strandaði á Tvískerjafjöru í Öræfum frönsk skon- orta, La Franee, sem var á leið hingað nteð salt handa frönskum skipum, sem hér era við veiðar. Skipsmenn vorn 7 og komust þeir allir af. Gísli Sveinsson alþingismaður mun tæplega koma t.il þings að þessu sinni. Verða því Vestur-Skaftfellingar full- j trúalausir í þetta sinn. Er langt liðið síðan þingmannssæti hefir staðið antt allan þingtímann. Snjóþyngsli mikil eru á Holtavörðu- heiði, sagði maður nýkominn að norð- an. — í Húnavatnssýslu og Skaga- fjarðarsýslu eru bestu horfur á góð- um fénaðarhöldum, og hafði þó verið sett mjög djarft á í haust sem leið. Avant Garde franski botnvörpungur irin sem lá hér inni á dögunum, kom liingað inn fyrir stuttu í mjög leiðin- legum erindum. Varðskipið Pylla hitti hann í landhelgi austur við Hjörleifs- höfða og dró hann hingað fyrir lög og dóm. — Var hann sektaður um 10 þúsund krónur og upptækur ger afli og veiðarfæri. Avant Gárde er einna myndarlegasti botnvörpungur- inn, sem sést hefir hér við land, 790 smálestir að stærð brúttó, og alveg nýr. Er þetta fyrsta fiskiförin hans og má segja, að hún hafi hrapallega tekist. Guðmundur Hávarðsson fyrrum kon ungsekill hefir sótt um 5 þúsund kr. styrk til útgáfu rits um íslenzka liesta og til fyrirlestrahalds í Dan- mörku. Hann er nú að leggja upp í fyrirlestrarferð austur í sveitir og ætlar að byrja á Eyrarbakka. Látinn er á Landakotsspítala Ólaf- ur Ottesen verzlunarmaður. Hafði hann verið mjög heilsuveill siðustu mánuðina og var í ráði að hann yrði fluttur á Vífilsstaðahæli. En áður en það yrði fekk hann lungnabólgu og varð hún banamein hans. Andlátsfregn. — Fyrra sunnudag andaðist að heimili sínu hér í bæn- um, Bergstaðastræti 3, Guðrún Svan- borg Jóhannesdóttir, kona Karls Bjarnarsonar prentara, eftir langa van heilsu. Próf standa nú yfir í Verslunar- skólanum. tlndir burtfararpróf ganga nálægt 30 nemendur. Björgvin, þilskip. Duusverslunar, scni steytti á skeri fyrir sunnan land f.vrir nokkru er allmikið skemt, kjöl- urinn brotinn og gat á súðinni. Er tal- ið víst, að viðgerð á því verði eigi Iokið svo snemma, að það geti stund- að veiðar á þessari vertíð. 0- Siðustu skeyti. Khöfu 14. ápríl. Karl konungur og Ungverjar. Frá Bern er símað, að ráðuneyti Ungverjalands hafi opinberlega til- kynt Alþjóðasambandsráðinu, að það álíti Karl konung löglegan ríkisstjóra Ungverjaiands. (Fregn þessi kemur nokkuð í bága við fregnir þær, er áður hafa borist hingað um afstöðu stjórn- arinnar í Ungverjalandi til tilkalls Karls til ríkistöku í Ungverjalandi). Verkfallið í Englandl.. Frá London er símað: Samninga- tilraunir milli stjórnarinnar og kola- námuverkamanna hafa strandað í bili. Járnbrautarmannaverkfallið hefst á föstudagskveld. íslandsferð konungsins. Kristján konungur leggur á stað frá Danmörku um miðjan júnímánuð og fer fyrst til Færeyja og síðan til íslands. Þaðan fer konungurinn til Grænlands. Við það tækifæri veríur hátíðlega lýst yfir yfirráðarótti Dana á Grænlandi, D

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.