Ísafold - 25.04.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.04.1921, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD verslunina sem nokkurs konar nýtísku vél, er geti unnið með eftirliti fárra manna. En þess er þá ekki jafnframt gætt, að sú vél mundi hvorki ganga fyrir gufu né raforku, heldur mundi hún útheimta gull til gangs og smurn- ing af sveita þjóðarinnar. Hvort heldur sem ræða er um alls- herjar kaupfélagsverslun eða lands- verslun, sem er í höndum eins manns eða örfárra launaðra manna, er aðal- drifkrafturinn, sem þarf að vera í versluninni, útilokaður, en hann er framsókn þeirra manna, er gera versl- unina að lífsstarfi, leitin út um lönd eftir því sem nýtt er og betra, bapp- hlaup á eigin kostnað og ábyrgð að því marki, að versla sem hagkvæmast, vinna sem hæst verðlaun og sem flesta viðskiftavini. — Aftur á móti hefir þvinguð eða lögvernduð verslun ekki sömu hvöt til þess að leggja sig í framkróka og taka tillit tíl viðskifta- mannanna. Hennar stefna yrði fremur að halda öllu í föstum skorðum eftir ákveðnum reglugerðum og baka sér sem minsta ábyrgð. Prjáls verslun hefir á boðstólum fjölbreyttar vörur, er hinir mörgu kaupmenn safna sam- an úr ýmsum löndum, með tilliti til óska viðskiftamannanna, en í þving- aðri verslun verður frjálsræði og smekkur kaupendanna að lúta fyrir því, sem fram er rétt. f frjálsri verslun vakir og vex á- hugi fyrir fjölbreyttari framleiðslu og notkun gagns og gæða til lands og sjávar, er eykur atvinnu og út- flutningsmagn landsins. í þvingaðri verslun er kyrstaða á þessum sviðum. í gegnum frjálsa verslun kynnast ná- grannaþjóðirnar landinu og landsmönn um og menningarstraumar leggjast að landi.. í þvingaðri verslun er þjóðin einangruð og innilokuð. Með frjálsri verslun eignast þjóðin efnaða verslunarstétt, sem tekur skell og skaða, er óumflýjanlega fylgja slæmum árum og snöggum verðbreyt- stétt eigi tilverurétt og starfssvið -meðal íslenzkrar þjóðar, liggur í aug- um uppi, að það er eigi rétta stefnan í verslunarmálunum, að skerða verk- sviðið og setja þær hindranir í veg- inn, sem tálma eðlilegum vexti og við- gangi hennar. Landsverslunin á því sem allra fyrst að leggjast niður. Samtímis hafa kaupfélög bænda náð mikilli útbreiðslu og verslun, sem mun meira vera að þakka kappsainlegu fylgi við hugsjónir einstakra manna, heldur en því að hugir bænda hneigist svo mjög til verslunar, því bændur hafa að ýmsu leyti slæm skilyrði til þess að reka verslun í stórum stíl. Vegna ólíkrar atvinnu geta þeir ekki sint þeim starfa sjálfir og verða því að sjá alt með annara augum. Auk þess útheimtir verslun ætíð mikið fé, en það hafa þeir eigi aflögu frá bú- unum. peir freistast því til að ganga í ábyrgðir, sem þeir vita eigi hvað miklar eða víðtækar eru, og stofna með því gjaldtrausti sínu og sjálf- stæði í hættu. — Það virðist því liggja beinna við fyrir bændur, ef þeir vilja taka þátt í verslun, að kaupa hluta- bréf með takmarkaðri ábyrgð í góð- um verslunar- eða iðnaðarfyrirtækj- um, en hafa aftur á móti meiri sam- tök og samvinnu innan sveita um jarð- rækt og framleiðslu. — En geti kaup- félaga-verslun bænda þrifist á ís- landi í 'frjálsri samkepni við kaup- menn, án pólitiskrar sérstöðu og íviln- unar í sköttum, álít eg að verslunar- stéttin þurfi ekki að amast við henni, enda mun þá sú verslun verða að haga sér eftir eðlilegum og algengum versl- unarvenjum, og vinna ásamt öðrum innlendum verslunum að sama marki Einkasölustefnan er andstæðust frjálsri verslun og vafalaust óheilla- vænlegust fyrir þjóðina. Hún lamar verslunarstéttina og leiðir til einokun- ar, sem þjóðin hefir haft sorglega reynslu af fyr á tímum. Stefnan í verslunarmálunum á að ingum. Með landsverslunar eða einka- vera sú, að styðja og efla frjálsa sölu fyrirkomulaginu lendir það tap! verslun. Annast sérmentun verslunar- á ríkissjóðnum, en við það verða tekj- urnar af versluninni óvissar. Líka væri hægt að leggja slíkan skaða, á- samt öðrum misfellum, á þjóðina sjálfa, með þvinguðu verði, næstum án þess að hún yrði þess vör, vegna útilokunar á frjálsri samkepni. Verslunarstéttin hefir komist á legg af því að hún fekk tækifæri í frjálsri verslun að reyna sig á líkan hátt eins og sjómannastéttin heíir cgnast marga góða skipstjóra og sjómenn með stærri og betri skipum. En sökkvi þjóðin til dæmis Gullfossi og byði skipstjóranum formensku á opnum inn fjarðabát, myndu góðir kraftar að minsta kosti koma að litlum notum. pað er ógæfa að verslunarstéttin íslenzka er ekbi þegar orðin efnaðri og með meiri mótstöðukrafti gegn yfirstandandi erfiðleikum. En þegar þess er gætt hve ung og óþroskuð hún er, og hve miklar hindranir hafa verið settar í veg fyrir hana í seinni tíð, er eigi að vænta þess að hún standi traustari fótum. Vegna þess hve landsmenn eru fáir og strjálir, verður verslunarmagn stétt arinnar ætíð lítið og takmarkað í sam- anburði við starfsvið erlendra stétt- arbræðra. Þrátt fyrir þetta hefir þjóð- in sjálf rekið verslun (landsverslun- ina) undanfarin ár með margar helstu verslunarvörur á kostnað og ábyrgð líkissjóðs. Um þessa verslun má með sanngimi vægast segja, að fáir hafi á henni grætt, en fleiri tapað og að verslunarstéttinni hafi hún orðið til tnikils tjóns, vegna þess hve hún hefir gTÍpið inn í starfssvið hennar. Ef það er viðurkent að verslunar- stéttarinnar, til þess að hún verði hæf- ari til að vinna hlutverk sitt og standa að því leyti erlendum stéttarbræðrum sínum á sporði. Að bæta samgöngur innanlands og styðja reglubundnar siglingar til helstu verslunarstöðva ná- grannalandanna og Ameríku. Að kosta verslunarerindreka utanlands, er út- breiði þekkingu á íslenzkum afurðum, færi út rnarkað fyrir þær og gefi upplýsingar og fréttir er varða ís- lenzka verslun. Að stjórn ríkisins sé í samráðum og samvinnu við versl- unarstéttina um þau mál, er hana verða og til þjóðþrifa miða. pjóðin verður að fylgja frjálsri verslun, því það þarf enga glöggskygni til þess að sjá það, að þegar íslenzk verslunarstétt líður undir lok, muni sjálfstæði ríkisins falla í sömu gröf- ina. Farmaður. jafnaðarmennina til þess að ná sætt- um þeirra eftir óvild þá, sem hann varð fyrir frá þeirra hálfu í skaða- bótamáli pjóðverja. En þó þessar séu ástæður til samningsins, þá mun hann hafa áhrif á stjórnmál gervallrar Ev- rópu. Þegar ísinn er brotinn af einu mesta stórveldinu, munu fleiri þjóðir koma á eftir. Og sá tími er senni- lega ekki fjarri, að fjöldi ríkja geri svipaða samninga við rússnesku stjórn ina. En í þessum samningum liggur óbein viðurkenning á Sovjetstjórn- inni, sem fyr eða síðar hefir það í för með sér, að stjómmálasamningar koma á eftir. Pað er því ekki að undra, þótt gleði sé meðal Bolsvisk- lundaðra manna, svo maður ekki nefni þá sjálfa. En þó sjálf stjórnin rússneska vinni við þetta, þá er það mikið vafamál, hvort það er Bolshevismanum að gagni Það er mikil ástæða til að ætla, að það verði eitt með öðra til að flýta fyrir hruni hans. I raun og veru hefir verslunarsamn- ingur við Rússland nú litla þýðingu. Rússland hefir lltið fé að borga með og ekkert að selja. Og fyr en það kemur fótunum undir framleiðslu sína, eru allir verslunarsamningar tilgangs- litlir. En þeir hafa aðra og víðtækari þýðingu. peir o p n a Rússland fyrir erlendu auðmagni og framleiðslu. Þess vegna hefir iíka farið fram í Rúss- landi í sama mund ný löggjöf, sem í sjálfu sér er hin fyrsta augljósa uppgjöf Bolsivismans. pað er um þau atriði, sem gefur erlendum auðmönn- um sérleyfi ýmiskonar, ekki að eins til afnota á landsvæðum, heldur og í iðnaði og verslun. Og jafnframt hafa bændur fengið leyfi til að selja á opnum markaði það sem þeir ekki þurfa sjálfir að nota af framleiðslu sinni. Með öðrum orðum: Rússland leyfir aftur einstaklings-atvinnurekst- ur — ef hann er erlendur. Þegar nú þess er gætt, hve dauð- vona atvinnulíf landsins sjálfs er, þá er hægur vandi að geta sér til, hve þessi erlendi atvinnurekstur verður yfirgnæfandi. Rísi Rússland ekki aft- ur úr rústum von bráðar, þá getur það farið svo, að það verði eins kon- ar nýlenda undir stjórn erlends auð- ^alds. pað er því fyrirsjáanlegt, að Bolshe- visminn vinnur ekki við þessa versl- unarsamninga. Með þeim hefir Lenin svo að segja afneitað stefnu sinni. H. J. Bartels fyrv. kaupmaður Tvíeggjað sverð Það væri heimskulegt að neita því, að það hlýtur að festa Sovjetstjóm- ína í sessi að henni hefir nú tekist eftir langa þraut að koma á verslunar- samningum milli Englands og Rúss- lands. En hitt er líka öllum ljóst, sem til þekkja, að það eru innan- iand8stjórnmál,sem komið hafa breskm stjórninni til þessarar samningsgerðar, og það einmitt nú. Lloyd George, sem er manna slyng- astur í því að semja og hafa marga vaði úti í einu, hefir með þessum samningum varpað út agni fyrir ensku Fyrra sunnudagskvöld lést að heimili sínu hér í bæ fyrverandi kaupmaður H. J. Bartels, tæpra 75 ára að aldri. Hann var fæddur 1. júlí 1846 í bænum Hilleröd í Dan- mörku. — Hingað til lands kom hann 4 júní 1861, tæpra 15 ára, og var við verslun P. Duus í Keflavík frá þeim tíma er hann kom og þangað til 1869 er hann hvarf aftur til Danmerkur til dvalar þar í eitt ár. — Sumarið 1870 kom hann hingað aftur til fs- lands og gerðist þá starfsmaður Sass- verslunar á ísafirði og við þá verslun var hann þangað til 1882, en það ár fluttist hann til Keflavíkur og gerðist verslunarstjóri fyrir "W. Fischer kaup- mann. Hjá Fischer var hann verslunar stjóri þangað til árið 1894 er hann flutti sig til Reybjavíkur og hér hefir hann dvalið síðan. Árin 1894—99 rak hann verslun hér í bænum fyrir eigin reikning, en seldi svo verslun sína. Síðan var hann við Edinborgarverslun hér í bæ og hafði á hendi forstjórn útgerðarstöðvar verslunarinnar inni í i Sjávarborg þangað til 1908, er hann varð starfsmaður á skrifstofu Slátur- félags Suðurlands, þar vann hann þangað til 1915, en það ár bilaði hann svo að heilsu að hann varð að hætta öllum störfum og hefir ekki getað unnið neitt síðan, og síðustu 2—3 árin hefir hann að kalla má legið rúm fastur. Árið 1874, 5. júlí, gekk Bartels að eiga Yilhelmínu Clausen frá Kefla- vík og lést hún árið 1913; þeim hjón- um varð 9 barna auðið og eru 7 þeirra á lífi, en 2 dóu á unga aldri. Þau sem eru lifandi eru: porgerður, ógift og er hún í heimahúsum, Louise, gift Hannesi Thorarensen forstjóra Sláturfélags Suðurlands, Ingileif, gift Ágústi Sigurðssyni prentara, Carl, úrsmiður, Hedvig, gift Ole Blöndal póstritara, Arndís gift Haraldi Árna- syni kaupmanni og Martin bankaað- stoðarmaður. Bartels heitinn var ágætlega vel gefinn maður og einn af mentuðustu kaupmönnum þessa lands enda notaði hann vel allar frístundir sínar og margar andvökunætur til * lesturs góðra útlendra og innlendra fræði- rita; íslensku talaði hann ágætlega og heyrt hefi eg einn besta íslenskumann þessa lands segja að engan útlending hafi hann heyrt tala jafn vel ís- lensku sem Bartels og íslensku reit hann svo vel að unun var að lesa. — Bartels heitinn var framúrskarandi starfsmaður alla tíð og afkastamaður mikill, en þó um leið mjög vandvirkur; má vel vera að sumum hafi þótt hann nokkuð vinnuharður, en þó varla um of, þegar tekið er tillit til þess, hve miklu hann sjálfur afkastaði. — Hann þótti mjög SKemtilegur í vínáhóþ og oft hafði hann spaug- og fyndinyrði á vörum. Að eðlisfari var hann nokk- uð skapstór, en ákaflega hreinlyndur maður og réttsýnn mjög, enda var hann mjög afhaldinn, bæði af þeim er yfir honum stóðu og eigi síður af þeiin sem nndir hann voru gefnir. — Hann var ágætur heimilisfaðir og var heimili þeirra hjóna fyrirmynd, enda lét hin ágæta kona hans eigi sitt eftir liggja til þess að gera heim- ilið sem prýðilegast. — Munu allir, þeir, sem kynst hafa Bartels, minnast hans með hlýjum hug. A. -0- Að norðan. Akureyri 22. apríl. j Maður druknar. Síðasta vetrardag druknaði hór ung- ur maður, Jón að nafni, sonur Guðm. Seyðfjörð. Bar það við með þeim hætti, að hann og bróðir hans, Ing- ólfur, voru að fara í fiskiróður tveir á bát, og sigldu út með vesturland- inu. Voru þeir komnir út á móts við Bjarg þegar vindinum sló í baksegl og hvolfdi bátnum. Losnaði Ingólfur j við hann og svamlaði til lands á að giska 20 faðma. En Jón hélt sér í bát- inn. Ingólfur skundaði eftir mann- hjálp. En er hún kom var báturinn sokkinn og maðurinn með. — Fanst bæði bátur og maður daginn eftir á sama stað og þeir höfðu sokkið. Er víst að maðurinn hefði ekki druknað þarna ef hann hefði getað fleytt sér. Blíðuveður er hér enn dag hvern. Má svo heita að allur snjór sé horfinn. Kom ísland hér í gær og vora farþegar undrandi á umskiftun^ þeim að koma að sunn- ai og norður. Stúdentaskifti. Ein merkasta nýbreytni, sem orðið- hefir á háskólalífi síðustu ára, er við- leitni sú, sem komið hefir fram í því að auka samvinnu og viðkynningu milli háskóla sem flestra þjóða, og þá um leið innbyrðis viðkynning menta- manna af óiíku þjóðerni. Og beinasti vegurinn til þess að auka þessa við- kynningu hefir þótt sá, að háskólarn- ir skiftusf á stúdentum og kennurum. Ávpxturinu er ekki ennþá orðinn eins greinilegur eins og síðar mun verða. En reynsla sú, sem þegar er fengin, bendir ótvírætt í þá átt, að þessi nýja stefna muni verða hapa- sæl. íslendingar eru einangruð þjóð og fjarri lífæð menningarstraumanna úti í heiminum. Hefir því þessi stefna ekki komið ár sinni fyrir borð hér ennþá, svo að marki sé. En áhugi mentamanna fyrir þessu er þegar vaknaður og framkvæmdir byrjaðar. Er saga málsins sú, að á síðastliðna sumri ferðaðist Lúðvík Guðmundsson stud. med. um pýzkaland og vakti máls á stúdentaskiftum milli Þjóð- verja og Islendinga, við ýmsa menta- menn þar syðra. Voru þeir flestir mjög hvetjandi tíl þessa. í haust var svo stofnuð nef'nd til þess að hufa forgöngu í málinu og kosnir í hana Guðmundur prófessor Hannesson fyrir hönd Háskólaráðsins, Lúðvík Guð- mundsson fyrir Stúdentafélag Há- skólans og dr. Alexander Jóhannes- son fyrir félagið „Germania“. Um- íioðsmáðúr néfníármnar er dr. Remm® í Berlín. par eð ekki er handbært fó til þess að veita stúdentunum dvalarstyrk til náms við erlenda háskóla, vierða stúdentaskiftin að byggjast á hjálp- fýsi einstakra manna. Að fólk, sem þess er um komið taki stúdenta á heimili sín og veiti'þeim ókeypis fæði og húsnæði og að jafn margir stú- dentar séu þá teknir í staðinn til Þýzíkalands. Frá pýzkalandi hafa kom ið umsóknir um að komast hingað frá þremur stúdentum og einum doktor, leggja þeir allir stund a norrænu. En nefndin hefir ekki seð sér fært að útvega svo mörgum dvalarstað hér. jjygst hún að byrja með að taka hin»að á uawta hausti tvo þýak* stúdenta, sem báðir leggja stund á norrænu, og er þegar fenginn dvalar- staður handa öðrum þeirra. Nú er þeirri málaleitun beint til borgara hér, að þeir bjóði fram ókeypis fæði og húsnæði handa hinum stúdentinum. Verutími hans hér mundi verða 1 eða 2 misseri. Engan veginn þarf það að vera að sama fjölskyldan taki alger- lega við gestinum; væri þakksamlega meðtekið að ein fjölskyldan vildi leggja honum til húsnæði og önnur fæða hann, og jafnvel gæti komið til mála, að fleiri en ein fjölskylda skift- ust á um að gefa honum fæði og húsnæði. Með sömu kjörum verða jafnmargir íslenskir stúdentar teknir til Pýzkalands, og er þegar fengin trygging fyrir því, að vistir fáist handa íslenskum stúdentum þar, ef sama kemur á móti hér. Eigi ber svo að skilja, að synir þeirra fjölskyldna, er veita mundu þýzkum stúdentum dvalarstað hér, hafi forgangsrétt til dvalarstðar í Þýzkalandi. Kom sú skoðun fram bér í blaðinu, er þessa máls var getið hér í haust, en er misskilningur. Stúdentaskiftin eru ekki gagnkvæm

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.