Ísafold - 25.04.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 25.04.1921, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Kolaverkfallið breska. Khöfn 16. apríl. Frá London er símað: í gærkyeldi slitnaði upp úr bandalagi Kola- námuverkmanna við járnbrauta- og flutningaverkamenn. Hinir síðarnefndu kölluðu aftur samúðarverkfall sitt, sem áður hafði verið frestað til föstu- dagskvelds, og enn fremur hafa sjómennirnir kallað aftur verkfallshótun sína. Hodges foringi námaverkamanna hefir sagt af sér starfi sínu. Stefnuskrá Hardings. Harding forseti hefir nú gert kunna stefnuskrá sína, að því er sím- að er frá Washington.. Eru það sjö atriði, er hann hefir látið uppi stefnu sína um. Hið fyrsta er Versaillesfriðarsamningarnir, sem hann vill láta nema úr gildi, og með þeim ákvæðin um Alþjóðabandalagið. Sjöundi liður stefnuskrárinnar er um það, að nýir samningar séu hafnir með það fyrir augum að stofna nýtt alþjóðabandalag, sem Bandaríkin verði þátttakandi í, en geti þó jafnframt haldið fast við stefnu sína, hvað snertir algert athafnafrelsi og afskiftaleysi af deilumálum í Evrópu. „IXIOV Cabin Biscuits (-kipsbrauð) er búið til af tnörg- um mismunandi te^undutn sérstaklega hentugt fyrir ídendinga. í Englandi er „IXION'* brauð aðalfæðan nm borð i fiski- skipum. Fæst í öllum he'ztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörnmerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXIOST“ Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits sætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. KaupmaDMFáð Islands í Danmörku hefir skrifstofu i Cort Adelersgade 9 í Kaupmannahöfn. Skrifstofan gefur félagsmönnum og öðrum islenzkum kaupmönnum fúslega ókeypis upplýsingar nm almenn verzlunar- iðnaðar- og samgöngumál og annað er að verzlun lýtur. H. C. Ficher Roaagade 86 Köbenhavn Danske og Fremede Tresorter í Planker, Tykkelaer í Tiner, Skipatre, saavel krumt som ret. máli, en í sambandi við það verðum við alt af að hafa það hugfast, að til þess að það gangi greiðlega og reyn- ist vel, er það óumflýjanleg nauðsyn, að fullkomin og góð afgreiðslutæki séu til staðar. Vegna okkar sjálfra, vegna niðja okkar, megum við aldrei sleppa hug- sjóninni: Hafskipabryggja á Hvamms- tanga, fullkomin og góð bátabryggja á Blönduós innan árinnar og hafskipa- höfn á Skagaströnd. Við verðum að krefjast fyrst nauð- synlegra rannsókna og síðan að klifa hamarinn, hvað hár eem hann er. Og ef við hvikum ekki, mun þetta hafa framgang um eíðir, til blessunar fyrir alda og óborna. Ósum 24. mars 1921. Eggert Levy. --------0-------- Erl. Jsimfregnir frá fréttaritara l.afoldar^ l$i Khöfn 16. apríl. Frakkar og Austurríkismenn. Frá Vín er símað, að Frakkar hafi krafist þess af Austurríkismönnum, að öjlum undirróðri fyrir því, að Aust urrikismenn gengju í samband við pýzkaland, verði hætt þegar í stað, ella fái Austurríkismenn framvegis engan styrk frá Þýzkalandi. (Hinn núverandi forseti Austurríkis hefir látið þá skoðun ótvírætt í ljósi, að eini viðreisnarvegur Austurríkis væri sá, að sameinast pýzkalandi, og er þegar hafin sterk hreyfing í þessa átt í landinu. Það mun vera þessi „alþýzka" hreyfing, sem gefið hefir Frökkum tilefni til kröfunnar, *r skeytið segir frá). Olympíuleikamir. Næstu Olympíuleikar verða haldnir í París árið 1924. (í skeytinu stend- ur 1925, en hlýtur að vera rangt). Khöfn 18. apríl. Bandamenn og Þjóðverjar. Frá París er símað, að ef pjóðverj- ar fullnægi ekki samningunum innan 1. maí, þá muni bandamenn fyrir fult og alt leggja hald á Ruhr-fylkið. í þessu skyni hafa verið kvaddir til herþjónustu 200 iþúsundir manna af árgöngunum 1918—21. Áætlað er að kolin ein gefi af sér 250 miljðnir franka á mánuði. Belgiskir sérfræð- ingar hafa samið áætlanir um hag- nýtingu námanna og verksmiðjanna. Khöfn 20. apríl. Bretar og írar. Frá London er símað, að Lloyd George hafi lýst því yfir, að hann vilji ekki verða við sjálfstæðiskröfum íra, ekki kalla heim hersveitir Breta frá írlandi, né í neinu öðru hverfa frá þeirri stefnu, sem upp hafi verið tekin í írlandsmálum af bresku stjórninni gagnvart Sinn-Fein-flokknum. ! Útför keisaradrotningarinnar þýzku. Frá Berlín er símað, að við útför keisaradrotningarinnar, sem fram fór í gær, hafi alt farið friðsamlega fram og með „fornkeisaralegri1 ‘ viðhöfn og auðsýndri mikilli hluttekningu manna hvaðan æfa úr ríkinu. FmsOourur I hdM Wlngu. Frá því segja norsk blöð, er síðast komu hingað, að „Riksmaalsværnst" hafi um nokkurt skeið haft í hyggju að gefa út í norskri þýðingu ýrnsar af fornsögunum íslensku, sem enn -éu ekki til í fullnægjandi þýðingu á rcrsku máli. Er tilætlunin að sög- urnar komi út smátt og smátt, eftir því sem þýðingunum verður aflokið. Segja blöðin, að eftir samningum þeim, sem gerðir hafa verið við Asche- hougsforlagið í Noregi, sé nokkum- veginn víst, að alt sem lúti að útgáf- unni sé komið í kring. Enn fremur segja blöðin, að full trygging sé fyrir því, að til þýðing- arinnar verði vandað hið besta, bæði hvað list og vísindagildi snerti. Eru tvö nöfn nefnd ' því sambandi, þau Sigrid Undset skáldsagnahöfundur og próf. Frederik Paasche. Ekki kvað vera ráðið enn á hvaða sögum verði byrjað, né hvernig og hversu mikið þær verði myndprýddar. En alt slíkt á að verða ráðið á fundi í nánustu framtíð. Er gefið í skyn, að búast megi við, að fyrsta bókin geti komið út nú þegar á þessu ári. -------0------- Reykjavíkur annáll. Hjónaband. Fyrir skömmu voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ragnhildur Hjaltadóttir (skipstjóra) og Kristján Siggeirsson kaupm. Trúlofun. Ungfrú Guðríður Yii- hjálmsdóttir, Traðarkotssundi 3 og Pálmi A. Loftsson 1. stýrimaður á Lagarfossi hafa opinberað trúlofun sína. Farþegar voru 50—60 á íslandi síðast og meðal þeirra Sighvatur Bjarnason bankastjóri og frú hans,' Eskildsen forstjóri, Ingvar Ólafsson stórkaupmaður og frú hans, A. Obenhaupt heildsali, Rothe kapteinn, G. Eiríkss heildsali, Egill Jacobsen kaupmaður, Stefán Gunnarsson kaupm Raguar Ásgeirsson garðyrkjumaður, frú E. Bartels, Gottschalck forstjóri og frú, Laurits Gunnlögsson stór- kaupm., B. H. Líndal, Halldór Gunn- arsson, E. Hermaunsson, Jón Björns- son, Stefán porláksson, Guðmundur Guðrnundsson, von Kaufmann og Kapt. Storm útlendir vátryggingar- umboðsmenn, Niels Monber verkfræð- ingur og frú. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína hr. Axel Magnússon kennari og ung- frú Matthildur Sæmundsdóttir frá Gufuskálum á Snæfellsnesi. Erindi Guðm. Friðjónssonar fyrra sunnud. um hvort Bolsivisminn ætti er indi hingað til lands, var hið fjölsótt- asta — meira en fult hús og varð fjöldi frá að hverfa. Erindið var snjalt að mörgu leyti. Hefir helst verið að því fundið að það hafi ekki verið nógu skorinort í garð þessarar ofbeldisstefnu og þeirra sem eru að ryðja henni braut. En ræðumaður mun hafa litið svo á, að ekki sæmdi þeim stóryrði er bera vildu friðarorð milli manna hér. — pó varð ekki tíðindalaust með öllu í Nýja Bíó. Ólaf- ur Friðriksson ruddist upp á ræðu- pallinn og hóf mál sitt til andmæla. Gerðist þá ófriðvænlegt í húsinu og var æpt að þessum óboðna og óleyfi- lega gesti. Hafði hann ekki leyfi til að tala þarna þar sem tími sá var útrunninn er fyrirlesara var úthlut- aður. Tilkynti forstjóri kvikmyndahúss ins honum það. Og lét hann þá skip- ast. Fiskafli er nú sagður heldur treg- ur í Sandgerði. Yeldur þar eflaust nokkru um gæftaleysið. Rauðmaginn hefir nú lækkað hér niður í 50 aura úr 60 aurum. Sumargleði stúdenta var haldin síð- asta vetrardag í Iðnó. — Var þar leikið atriði úr Faustþýðingu Bjarna Jónssonar frá Yogi og ljóleikur Guðm. Guðmundssonar sýndur o. m. fl. til skemtunar. íslendingar í Ítalíu. Með íslandi komu fregnir af þeim Davíð Stefáns- syni og Ríkarði Jónssyni, sem dvalið hafa á Ítalíu síðan um jól í vetur. Hafa þeir nú verið í Róm en eru nú sennilega farnir þaðan. Ætluðu þeir til Neapel og Feneyja þaðan — en liafa þó ekki f hyggja að „deyja síð- an‘ ‘. Láta þeir hið besta yfir sér. Upphaflega var Ingólfur Gíslason læknir í förinni með þeim, en hans er ekki getið nú. Er hann kominn til Kaupmannahafnar. Hillingar heitir ný bók, esm nýkorn- in er á markaðinn. Er höfundurinn •ngur maður, Andrés G. Pormar að nafni. Bókin inni heldur bæði smá- sögur og æfintýri. Nafnið er sama og á ljóðakveri, sem út kom fyrir nokkr- um árum eftir Sveinbjörn Bjömsson. Er leiðinlegt, að tvær bækur í svo bókafáu landi og ísland er, sknli bera sama nafn, og óvíst hvort heim- ilt er. Hæstiréttur. Mánudaginn 25. þ. m. verður tekið fyrir málið: Hreppsnefnd Kjósarhrepps (Guðm. Ólafsson) gegn Jes -Zrmsen (Lárus Fjeldsfced), um aukaútsvarsskyldu. Fé til byggingar berklahælis á Norð urlandi er veitt móttaka í Yallar- stræti 4 (brauðbúðinni). Víðavangshlaup fór fram fyrsta sumardag. Höfðu 35 þátttak. gefið sig fram, en nokkrir gengu úr skaftinu á síðustu stundu, þar á meðal sigur- vegarinn frá í fyrra, porgils frá Valdastöðum, svo eigi hlupu nema 29. Fyrstur varð að markinu Guðjón Júlí- usson frá Reynisvatni; hljóp hann vegalengdina (ca. 4 km.) á 14 mín j 5,2 sek. og er það nýtt met, en vega- lengdin var heldur styttri en í fyrra. Flokkur ungmennafélaganna „Aftur- elding“ og „Drengur“ vann því nú eins og í fyrra og hafa því Reykvík- ingar borið skarðan hlut frá borði fyrir Kjósarmönnum og Mosfellssveit- ar. Verður bikarinn eign félaganna ef þau vinna næsta ár, og mega Reyk- víkingar því vera varir um sig. Fjalla-Cyvinöur var nýlega leikinn í New York og þótti leikdómurum mikið til hans koma, sérstaklega seinni hlutans. A ensku ber leikurinn nafnið „Eyvind of the Hills“ og er þýðingin eftir H. K. Schanche. Leikhúsið sem sýndi leik- inn heitir The Greenwich Village Theatre og sýnir aðallega útlend lista- verk. Höllu lék ein af helstu leik- konum Bandaríkjanna, Margaret Wy- cherley, kona leikritaskáldsins Bayard Veyler, höf. leiksins Within the Law. Ekki segja blöðin að Fjalla-Eyvindur muni falla alþýðu manna í geð. Arth- ur Hohl, sem eitt sinn var við Vinni- peg leikhúsið lék Eyvind. Hitt og þetta. Sögur Kplings kvikmyndaðar. Kipling hefir alt fram að þessum líma ekki verið fáanlegur til þess að Iáta kvikmynda sögur sínar. Nú fyrir stuttu hefir þó amerísku kvikmynda- félagi tekist að fá leyfi hans til að kvikmynda 3 frægustu sögur hans. Og mun hann ekki gera það fyrix ekki neitt. 1 Heilbrigðismálaráðuneyti. í ritinu „Ugeskrift for Læger‘ ‘ kemur próf. Viggo Christiansen fram með þá uppástungu, að stofnað sé heilbrigðismálaráðuneyti. Pess konar ráðuneyti eru nú til í ýmsum löndum prófessorinn bendir á, að heilbrigðis- málin séu nú orðin svo umfangsmikil að heppilegt mundi að setja á stofn sérstakt ráðuneyti, er hefði þau með höndum. Bent hefir verið á prófessor Rovs- ing líklegastan til þess að hafa stjórn þessa ráðuneytis. Þegar Croupier fórst. Blað eitt í Hull getur þess um leið og það segir frá Croupier-slysinu hér fyrir Vesturlandi, að einn skipverja, sem átti að vera með, hafi orðið eftir þareð hann hafi verið drukkinn og verið settur í „steininn” kvöldið sem skipið fór. Whiskyið frelsaði mann- inn, segir blaðið. ------ —0------—

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.