Ísafold - 06.06.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.06.1921, Blaðsíða 2
t ÍSAFOLD og má eigi hærri vera en 6 af þúsundi, neroa saroþykki ráðherra komi til 1 hvert sinn. . . . Undanskildar vega- skatti eru allar kirkjur, skólahús, sjúkrahús og þinghús. Sðmuleiðis má undanþiggja eyjajarðir ásamt hús- um og lóðum á þeim. Samgöngumálanefnd Ed. vísaði málinu til stjórnannnar með rök- studdri dagskrá og þeim ummælum, að enda þótt hún viðurkendi, að frv. heiði góða kosti og væri að vissu leyti vel undiibúið, þá þætti henni þó ýmsir þeir gallar á því, að ekki væri ráðlegt, að gera það að lögum á þessu þmgi og teldi hún því nauð- syn að visa því til stjórnarinnar til frekari undirbúmngs undir næsta þing. Með þvi að ætla má að margn menu útt um land vilji kynna séi þetta mál, fer hér á eftk ræða Guð- jóns Guðlaugssonar, sem hafði fram- sögu málsins i Ed. og mælti fram með dagskrártilögunni, sem frá er sagt hér á undan. Eins og þeir munu sjá er lesa þetta nefndarálit á þingskjali 640 um frumvarp það sem hér liggur fyrir, hefir samgöngumálanefndin ekkert horn i síðu þessa frv. þó hún hafi ekki séð sér fært að samþykkja það, bæði vegna tímaleysis og þess sem i rauninni þýðir nú þa) sama, að hún gat ómögulega gengið inn á að samþykkja það óbreytt. Hér er um frv. að ræða, sem hefir talsvert þuog útgjöld i för með sér og það út- gjöld lögð á þann tekjustofn, sem engin slik útgjöld hefir borið fyr, — fasteignir og þar á meðal hús léigu- iiða og húsmanna í sveitum og sji varþorpum sem aldrei hefir verið skattlagt. Nú er lagður skattur á þessar eignir i fasteignaskattslögun- um og ennfremur sem eignaskattur í lögunum um tekju- og eignaskatt. Og svo ofan á þetta er ætlast til. að lagður sé skattur á þessar sömu eignir til sýsluvega frá alt að fjór- íalt hærri að þvi er húseignir snert- ir, en gert er i lögunum um fast- eignaskatt og alt að' helmingi hærri en lagt er i þeim lögum á land og lóðir. Getur nú þingið virkilega búist vtð, að fasteignaeigendur eða notendur taki þessum áiögum með ró og jafnaðargeði eða má ekki bú- ast við, að sumutn þessara gjaldenda verði talsvert erfitt um að inna þessi gjöld öll af hendi og það á einum og sama gjalddaga, manntalsþingun- um, og til viðbótar við aðra skatta, bæði þegar álagða og svo liklega nýja, til sýslusjóða. Það má nú reyndar segja, að hér sé ekki um nýtt gjald að ræða, þar sem þessu gjaldi hefir verið jafnað niður á gjaid- endur eftir efnum og ástæðum, En það er sá bestf grundvöllur f flestu tilliti. Hitt er annað mál, að sú niðurjöfnun getur místekist og að sá grundvöllur, sem undir er lagður niðurjöfnunina, er Hka alt of ein- skorðaður — tala verkfærra manna — En mér virðist að breytingin sé alt of mikil, þar sem öllum öðrum er slept við þetta gjald, en þeim sem hafa fasteignir til eignar eða aðeins til afnota. ly- nú nokkur sá hér í háttv. deild, sem ekki sér, að þetta er varhugaverð breyting og als ekki heppileg í öllum greinum? Er nokk- ur, sem getur litið öðruvisi á, þegar um það er að ræða, að leggja á skatt til sérstakrar stofnunar eða fyrirtækis, að þá sé hann einkum og sér í lagi lagður á þá sem stofnnn- ina eða fyrirtækið nota, en hér í þessu frv er nauðaiítið tillit tekið tii þess. Aðeins við eyjajarðir. Eg ætla þi fyrst að snúa mér til þeirra sem sleppt er við álagningu þessa skatts og þar næst athuga þá sem mér virðist ofþyngt með þessu frv., en skeð getur, að það verði eitthvað litað af minni eigin skoðun og mega því háttv. þingmenn ekki tileinka nefndinni það alt. Sam- kvæmt frumvarpinu þurfa engis^að borga til vegalagninga þeirra er héi um ræðir, sem ekki hafa fasteisnir ti! eignar eða afnota, ekkihúsmenn, ekki lausaroenn, ekki vinnumenn, ekki útgerðarmenn, ekki handverks tnenn; encir, þó stórefnaðir séu eða hafi miklar atvinnutekjur, bara að þeir verðt ekki taldir eigendur húsa eður lóða í kanptúnum né notendur jarða I sveitum. Stórefnaður maður, sem byggir öðrnm eignarjörð sina, hefir skepnur á heyjum og húsnæði fyrir sig, reiknað cpp í eftirgjald jarðarinnar, þarf ekkert að borga, af þvi hann er ekki talinn notandi jarð- arinnaf. Hann getur þó átt eins margar eða fleiri skepnur en sjálfar ábúandinn; þurft þar af leiðandi meira á vegi að halda þar á meðal til kaupstaðarins, sem hann flytur til afnrðir skepna sinna, sem þangað fara nær því óskiftar, en leigulíðinn þarf ekki að flytja nema litinn hluta af sinum afurðum, bæði vegna efna- skorts og þess, að hann eyðir þeiro að mestu á heimilinu. Lausamaður- inn, sem þarf að fetðast til þess að reka atvinnu sína cg einnig ferðast sér til skemtunar dögum oftar sama tima ársins og eyðir þannig tíma ov, fé og stundum liggur upp á öðrum, hann þarf ekkert til sýsluvega að greiða. Sjá nú ekki ailir að þetta er nokkuð athugavert? Þá sný eg mér að hinu atriðinu, því, hvað ein- stöku frsíeignacotendum er ósann- gjarnlega íþyngt með svona ein- skorðuðum lögum. Vil eg þá fyrst minnast á húsin til sveita og í sjl- varþorpum. Mér virðist það ærið athugavert að leggia þennan skatt á þan, og það svona háann. Mér get- ur ekki verið grunlaust um það, að það verði til þess, að draga úr meiri- háttar húsabótum og tel eg það illa farið, þvi hú abætur verða að teljast eagu síður til framfara en vegabæt- ur yfirleitr. Hús-bieturnar eru eitt helsta menningarsporið, er lands- menn hafa stigíð, og eru mjög mik- ið til hagsældar fyrir þjóðina auk þess sem þær gera líf og heilsu manna og dýra svo “miklu örugg- ari en léieg húsakynni. Þá vil eg benda á það, að sama nauðsynin er ekki aistaðar fyrir vega- bætur og heldur ekki sömu skilyrð- in til þess að geta lagt vegi svo að nokkru haldi komi i hlutfalli við kostnaðinn. Eg vil til dæmis benda á Strandasýslu, Norðurísafjarðar- sýslu, Barðastrandaeýslu og að- miklu leyti Snæfellsaessýslu. í þessum sýslum má heita að vegalagningar séu ókleifar nema á nokkrum köfl- um án óútreiknanlegs kostnaðar. Sumir kaflar eru svo ómögulegir til vegalagninga, að akvegir þar mundu kosta miljónir króna. Þessir kaflar verða ekki bættir með hóflegum kostnaði á annan hátt en með gamla ruðningnum. Aftur má nefna aðrar sýslur eins og Arnessýslu, Rangár- vallasýslu, Mýrasýslu o. fl. þar sem vegirnir eru Hfæðar héraðanna og það fé sem til þeirra er varið er lifsnauðsyn. Það mun því mörgum þykja líklegt, að samþyktar lög ættu betur við þar sem staðhættirnir eru svo ólíkir. Ekki er hægt að segja að gjöldin til sýsluvega séu svo mjög skorin við neglur eftir frumvarpi þessu, þar sem þau hafa allra hæst verið 55 þúsund krónur en verða eftir frumvarpinu 188 þús. krónur og þó eru margar sýslur áætlaðar með 2 °/0 en það n á þó gera ráð fyrir þvi, að þær muni stöku sincum svo sem einu sinni eða tvisvar á ára- tug, vilja ná sér í styik úr tikis- sjóði og leggi því hærra gjald á síg, svo það má óóætt gera ráð fyrir fullum 200 þúsundunum árlega til ‘ýsluvega. Ea svo má rú lita á það hversu þungt þetta kemur nið ur á einstakar jarðir sem ern i háu mati vegna sjávarhlunnioda. Það er gert ráð fyiir því í frum- varpinu, að eyjajarðir geti orðið skattfríar og er það ekkert ósenni- legt, en þá væri það heldur ekki ósennilegt, að jarðir sem eru metnar hátt etnungis vegna eyja eða hólma sem undlr þær liggja fengju líka ein- hveija ivilnun þótt bæjar húsin standi uppi á fasta landi. Eg ætla nú að leyfa mér að bendi á nokkurdæmi: Broddanes i Strandasýslu á að borga með 2% tæpar 70 kr., en ef gjald- ið væri nú tvöfaldað eða þrefaldað þá alt að 200 kr. á ári, og hefir þó sama sem alls engin not af sýslu- vegi. Sema gjald á að hvíla á Ófeigs fi'ð , sem er bær norðast í Stranda- íýslu, innikreptur af vegaleysum, sem ómögulegt er að bæta oí aít mur.u teljast hreppsvegir, ef vegir skyldi kallast. Sama er með Eyjar í Strandasýslu, 5 hnndraða kot. Hey- kapurinn á landi eitt kýrgras; engtr vegir en alt farið á sjó. Vegagjaid þar um 50—150 krónur. Bær i Hrútafirði með sama gjald, en enga sýsluvegi fyr en langt no-ður í sýslu, en vitanlega liggur þar um þjóð- vegur, svo að segja má, að sú jðrð standi best að vigi til þess að leggja öðrum tyrk. í No ður-ísafjarðarsýslu er alt farið og flutt á sjó, enda flest- ir vegir lítt færir og óbætanlegir. Þar i Ögurábúandinn að greiða um 50—150 kr. á ári en Vatns- fjarðar um 80—240 kr. Reykhólar og Skarð á Skarðsströnd um 65— 200 kr. hvor. Hólmar i Reyðarfirði sama. Þá kem eg að lokum að einni jörð i Árnessýslu, Þorlákshöfn. Að ðllum líkindum verður bóndinn þar að borga um 1000 kr. á ári til sýs’u- vega. Hvað þó fremur lítils góðs njóta af sýsiuvegunum, en Arnes- sýsla þurftarfrek i þeim efnum. Þá ætla eg að taka tvö dæmi af húsum. Við Reykjaríjörð i Stranda- sýslu var bygt hús í malarvík einkis nýtri eftir almennum mælikvarða. Húsið og lóðin er virt á 80 þús. kr., þó tapast helmingur þess sem það ko tar nú i reyndinni, því það var lítið meira en hálfgert þegar það var virt. Af þessarr eign ætti að borga eftir frumvarpinu 160—480 kr. í sýsluvegagjald og eins fyrir það, þó hún verði alls ekkert notuð eins og nú munu mestar likur fyrir. Að Iok- um flyt eg mig á uýbýlið Jaðar, þar hefir presturinn i Vallanesi bygt hús sem eru virt á 34 þús. krónur; eftir mínum grun mikið vanvirt, en ekki óvirt. Býlið sjálft er metið á 2600 kr. Nú er viðbúið að þessi maður verði að borga kringum 200 kr. sýsluvegagjald ofan á 5 9 króna fast- eignaskatt. Þegar þessi hús voru bygð og eins enn, áttu þau að vera nálega að öllu leyti skattfrjáls, en nú á hann að fá á þau um 240 kr. árlegann skatt. Er nú þetta ekki nokkuð athugavert? Verður þetta ekki skoðað sem hegning á þá, sem ráð- sst i meiriháttar húsabætur? Verði þannig litið á af mönnunum sjálfum, þá er hætt við að það; hafi ekki heillarík áhrif. Þá verð eg að minna á það, að nálega allar jarðir á landinu hafa not hreppsvegar og sumstaðar er það mjög mikils virði, að fá hann endurbættann og þar hafa menn annan útgjaldapóstinn all tilfinnan- legann. Annars dettur mér í hug, að réttast væri að Ieggja verulegan skatt á til þeirra vega, en að þar sem þeir væru litlir vegna þjóðvega eða sýslú- vega, þá væri nokkuð af þvl fé eða ef til vill mest alt lagt I sýsluveginD, en lltið eða ekkert þar sem hrepps- vegirnir eru, þeir einu vegirnir er koma að daglegum notum. Þettr hefir líka verið gert og er samkvæmt gildandi vegalögum. Annara finst mér að þetta skattamál til vega hefði átt að takast til athugunar í föstu sam- bandi við gjaldstofnana til sýslusjóða og bæjarsjóða. Það mun reynast illa, að tika þessi mál i mörgum pörtum. og sitt á hvorum tíma. Að endingu ætla eg að lýsa þeirri skoðun minni, að eg álít mjög var hugavert, að leggja mjög þunga skatta á þessar svokölluðu fasteignir landsmanna, því þær eru yfirieitt ekkert betri eignir en aðrir fjár- munir. Eftir Bjarna Sæmundsson. Kæri ritstjóril Það mun nú vera mál til komið að fara að efna lof- orð mín með þessa pistla, því að nú fer að hlýna í veðri og því bætt við að það fari að slá í þá, þvi að þeir hafa legið ósalt ðir hjá mér síðsn í haust, þegar þeir að réttu lagi hefðu átt að sjá dagsins ljós, og svo gæti farið eins fyrir mér og bérna um, árið, þegar eg varð ári of seinn með ferðasöguna, og menn fóm að b|óða mig velkominn heim úr ferð, sem eg hafði þá farið fyrir heilu ári. Eg er víst i þessu efni farinn að »smit- ast« af þeim setn ei »a sð heimta inn opirber gjöld í höfuðstaðaum; þeir senda sem sé ekki reikningana út fyrri en þeir eru löngu fallnir i gjalddaga, eða maður orðihn full- þroskaður til lögtaks. Annars er eg að upplagi heldur stundvis maður og tel mér það til heiðurs, enda þótt það sé ekki talin nein stórdygð hér á landi. Hinsvegar tii eg það enga dygð, að vera að skrifa ferðapistla í Lögréttu; það ætci eg helst að láta vera, en get ekki við þvi gert; það er vist atavismus, því að mér er sagt að langafi minn i Kaldaðarnesi hafi verið Lögréttumaður, og hver veit nema hann sé með i rpilinu og þetta sé mér ekki sjálfrátt, og þá hvílir ábyrgðin á honum, en ekki mér. Þetta læt eg vera nógan for- mála og sný mér svo að efninu; en það var að segja frá ferð minni til Eyjafjarðar og Austfjarða siðastliðið sumar. I. Það stóð til að eg færi með Ster- ling 4. júli og nú ætlaði eg að »taka upp heimilið*. En þá sá eg, að ekki var ráðlegt að skilja húsið mannlaust eftir, enda þótt það standi í miðjum hðfuðstaðnum, svo að segja i brenhi- punkti islenskrar nútíma siðmenniog- ar; eg er hræddur um að rúðurnar og garðurinn hefðu ekki haft gott af þvi, ef reykvískur æskulýður hefði verið sjalfum sér likur. Var eg þarna eins og milli steins og sleggju, og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka, en þá kom Hallgrímur eins og send- ur, mér til hjálpar. En hvaða Hall- grímur ? mun lesarinn spyrja, náttúr- lega dyravörður mentaskólans, (nem- endur kalla hann »púnnir«). Hann er altaf til taks, þeg'ar oss kennur- um þessar stofnunar liggur á, glímir við strákana og gantast við stelp- urnar, dirigerar hálfum öðrum tug dntlungarfullra ofna með skörungum og Iíklega jafnmörgum músikfélög- um með taktstokknum; hann sefur sennilega aldrei og honum kemur ekkert á óvart; til þess að vera full- öruggur hefir hann tík, sem heitir L?dy; hún er skygn á öðru auganu og veit mannsviti; hún þekkir barna- •kólakrakkana frá þeim sem hafa tekið iuntökupróf í hinn almenna, eða ein- hveija hærri gráðu, og geltir að þeim og öðrum óviðkomand’, sem um garðinn fara, hún leikur sér við gagn- fræðingana, eins og jafningja, sýnir þeim í lærdómsdeildinni gagnkvæma kurteisi og réttir kennurunum lopp- una. Svo á hann dufur, sem svifa yfir ölla, eins og hverjar aðrar flug- vélar á njósnum. Sjálfsagt mundi hann breyta skólagarðinum I dýra- garð, ef hann mætti, þvi að hann er dýravinur með afbrigðum, og væru það mikil þægindi fyrir dýrafræðis- kennaranD, og ekki væri neitt að því, að fáeia tigrisdýr væru þar á sveimi á nóttunni; þá yrði kannske »setið« þar minna i skotunum, en gert er; þar sem alt er opið. Nú skyldu menn æíla að maður með framantöldum eiginleikum hefði verið sjálfkjörinn til að vera kgl. birðdyravörður meðan konungur byggi í skólanum (menn muna vist, að hann ætlaði að koma i fyrra), en móttökunefndin var nú ekki alveg á því. Þegar Hallgrimur var búinn að bera alt draslið út úr skólanum, bað hún hann að bera sig og sina út á eftir, út á götuna. Þarna sló eg tvær flugur í einu Göggi, bjargaði sóma ríkisins, að láta opinberan starfsmann ekki rigna niður á götunni og fékk það sem eg þurfti: eg kunni að meta Hallgrítn og gerði hann að hallar- verði hji mér, meðan eg var í burtu og iðraðist ekki eftir, því að ekki kom köttur inn á lóðina allan þann tima og það var meira en eg hefði getað gert. Er Hallgrímur nú úr sögunni — fyrst um sinn. II. Á tilsettum tíma kl. j e. m. sunnu- daginn 4. júlí byrjaðr Sterling að blása, svo að bærinn nötraði — mætti annars ekki nægja, að farþegaskip sem liggja við bólvirkið, hringdu aðeins til brottfarar, eins og siður er í öðrum löndum, en væru ekki að þessu gauli, sem engin þörf er á nema þar sem skip liggja langt frá iandi? — Við förum því að halda niður til skips i gráum suðvestan- hráslaga-þokurudda, sem hefir verið daglegt brauð vor Sunnlendinga slð- ustu sumur. Þegar niður á bólvirkið kom var Sterling horfinn. Loks sá eg eitthvað af honum hinu megin við ísland og yfir Landið þvert urð- um við að fara, i gegnum mannþröng, þéttari en við bíó-götin á undan stóri glæpasýniugu. Landstjórinn, gaml- Aasberg, stóð snöggklæddur og ber- höfðaður í öllu súldinu, að reyna að koma einhverjum »skikk« á fólkið og varð litið ágengt. Það varð hálf- tima ferð að komast heilu og höldnu með f jölskyldu og farangur yfir allar ógöngur landsins (gott að eg var vanur Grindavikurhraununum) yfir í Sterling og mátti ekki tæpara standa, þvi rétt á eftir var landfestum kast- að og Iagt af stað. Eg vildi ekki horfa á útsigling- una í svona veðri, en fór niður til þess að koma okkur fyrir. Mæðg- urnar voru settar i klefa með öðru kvenfólki, en eg í þann næsta, á samt nokkrum ungum og efni- legum mönnum, nýbökuðum stúdent- um, og öðrum gömlum lærisveinum, og meðal þeirra má eg uefna mann, sem Eimskipafélagáskrifstofan hafðí

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.