Ísafold - 06.06.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.06.1921, Blaðsíða 4
ISAFOLD hafa fyrsta skaðabótagjaldið á reiðum höndum, og gáfu enga von um ívilnanir eða eftirgjöf. Eftir því sem leið á aprílmánuð fóru vonirnar að minka hjá Þjóðverj- um, og stjórnin þóttist sjá, að fokið væri í flest skjól og stefna Simons vœri ekki til frambúðar. í lok mánaðarins voru enn eigi fengin úrslit í málinu. Vildu Frakkar þá þegar taka Ruhr- héraðið, en Bretar öftruðu þvi. Fimta mai settu bandamenn Þjóð- verjum þá úrslitakosti, að þeir yrðu að hafa tekið skilmálum Bandaraanna innan 12. mai, en að öðrum kosti yrði Ruhr-héraðið tekið og sett undir hervald Banda- manna. Og fleiri hegningarákvæði voru nefnd. Þótti nú sýnt, að allar tilraunir Simons og Fehrenbach-stjórnar- innar hefði verið tll ónýtis, og beiddiat stjornin lausnar, en gegndi atörfum þangað til ný stjórn varð mynduð. Bjuggust flestir við, að ihaldsmenn mundu mynda hina nýju stjórn, og- var foringi þeirra Stresemann nefndur sem væntan- legur kanzlari, og siðar jafnaðar- maðurinn Löbe. Þetta varð þó eigi. Sá sem varð til að mynda hina nýju stjórn er miðflokks- maðurinn dr. Wirth, og er ráðu- neyti hans skipað bæði miðflokks- mönnum, meirihluta-jafnaðarm. og »demokrötum«. Era þessir meðlimir í ráðuneytinu Gustav Bauer varakanzlari og fjármála- ráðherra, Braun verkamálaráð- herra, Giesbertspóstmálaráðherra, Gröner járnbrautaráðherra, Ro- bert Schmidt viðskiftamálaráð- herra, Gessler varnaráðherra og Hermes matvælaráðherra. Wirth kom í fyrsta sinni á þingfund með 'ráðuneyti sitt 10. maí, og heflr sjaldan meiri mann- fjöldi verið saman kominn í þing- sölunum. Lá þá fyrir að taka ákvörðun um skaðabótamálið. Hélt kanzlurinn þar ræðu, og mælti m. a. svo: »Nu verður eigi hjá því kom- ist að taka ákvörðun. Ef vér höfnum skilmálunum verðum vér þrælar undir byssustingjum óvin- anna. Pólitísk tilvera Þýznalands og fjárhagsleg afkoma þess fram- tiðinni er i veði, og mun þá skamt að biða þess, að frelsi og eining rikisins sé úr sögunni. Þess vegna verða Þjóðverjar að taka skil- málunum. Það er eini vegurinn til þess að bjarga Ruhrhéraðinu*. Var hljótt mjög meðan kanzlarinn flutti ræðu sína, nema hvað kom- munistar tóku nokkrum sinnum fram í með ópum. Síðan hófust umræður, og töluðu margir með því að Þjóðverjar neituðu að skrifa undir, þar á meðal Stresemann. Að lokumfór fram atkvæðagreiðsla og greiddu 221 atkvæði með þvi, að skilmálunum yrði tekið, en 175 á móti. Úrslitakostir bandamanna, þeir er greitt var atkvæði um, höfðu verið samdir 5. maí og afhentir sendiherra Þjóðverja í London, dr. Sthamer. Aðal innihald þeirra var sem hér segir: 1) Að afvopnun hersins skyldi fara fram þegar í stað. 2) að af- borgun sú, sem samkvæmt áliti Bkaðabótanefndarinnar átti að greiðaet 1. maf, verði greidd þeg- ar í stað. 3) að rannsókn su gegn hernaðarafbrotamönnum, sem á- kveðin var í Versailles-samning- unum skuli hafin þegar í stað, og 4) ýmsar aðrar kröfur. Skaðabæturnar, eins og nefnd- in hefir ákveðið þær nú, og eins og Þjóðverjar hafa gengist undir þær, eru: Arleg greiðsla 2 milj- arðar gullmarka; ennfremur upp- hæð, er nemi 25°/0 af verði allr- ar vöfu, sem Þjóðverjar flytja úr landinu, og á að ná þessari upp- hæð inn með tolli, og þar að auki 1% verðskattur af öllum út- flutningi. Bandamenn hafa gert áætlun um, á hvern hátt Þjóðverjar geti risið undir þeim gifurlegu álögum, sem þeir hafa nú gengist undir, og hefir Lloyd George skýrt frá tilhöguninni í ræðu er hann hélt í þinginu. Gerir hann ráð fyrir að Þjóðverjar gefi út þrjá flokka af af rikisskuldabrjefum. Fyrsti flokkurinn hljóðar upp á 600 milj. sterl. pd. og verður með 5% vöxt- um. A hann að vera gefinn út fyrir 1. júli. Annar fiokkurinn hljóðar upp á 38 miljard gull- marka eða 1900 miljónir sterlinga punda og er með sömu rentum og hinn, og á að vera gefinn út fyrir 1. nóvember næstk. Þriðji flokkurinn hljóðar upp á 82 milj- ard gullmörk eða 4100 miljón sterl. pd., og á líka að gefa hann út 1. nóvember, en frestur veitt- ur á að greiða rentur af honum og draga út bréf. Nýi kanzlarinn, dr. Karl Joseph Wirth, er fæddur í Freiburg í Baden, og var faðir hans vél- fræðingur. Stundaði hann nám í Freiburg og varð prófessor í hag- fræði við háskólann þar í bæn- um 1908. Efri-Schlesia. Frá Paris er simað að sendiherra- ráðið hafi nú koœið bráðabirgða- skipnlagi a i Efri-Schlesíu. Eiga P61- verjar samkvæmt þvi að hafa setu- lið i austlægustu héruðunum. Banda- menn eiga að halda uppi Iðgum og reglu um miðbik landsins, en Þjóð- verjar að hafa yfirráð yfir vestustu héruðunum. Hefir nefndin kveðið nánar á um fyrirkomaiag á stjórn landsins. Frakkar hafa óskað þess, að má'. þetta verði tekið fyrir og rannsakað af nýrri nefnd, áður en því verður ráðið endanlega til lykta. Simað er frá Berlin, að Pólverjar óttist sókn Englendinga I Efri-Slésíu og hafi viðbúnað til að flýja, og valdi miklum skemdum, til þess að tefja fyrir eftirför Englendinga. Frá Berlln er simað, að í bardög- unum i Efri-SIesíu hafi fallið 1700 Pólverjar en 2500 særst, og ætli Bretar nú að scnda þangað eina her- deild enn, með öllum herbúnaði stórskotaliði og brynvögnum. Kolaverkfailið að hætta? Khöfn, 30. maí. Frá London er simað á þessa leið: Lloyd George tilkynti í gær, að skipaður mundi verða nauðungar- gerðardómur í deilumáli námueig- enda og kolaverkfallsmanna, ef þeir kæmu sér ekki saman um sættir eða tækju miðlunartillögum þeim, sem stjórnin hefir komið fram með. Miðl- nnartillðgur þessar hafa verið sendar hverjum einstökum námueiganda og til allra námubéraða og beiðst at- kvæðis um þær. Er búist við að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði heyrum knnn á föstudaginn kemur, og að vinna verði þá tekin upp aftur. Allsherjar werkfall. Frá Kristjaniu er sítnað, að alls- Demants-bnýnin « bestu Ijábrýnin — eru komin aflur í Þingholtsstr. 16 herjarverkfallið sé nú byrjað, og að borgin sé eins og dauðra manna bústaður. Teht mönnum svo til, að verkfallið kosti þjóðfélagið miljón- ir króna á dag. Walther Rathenau ráðherra. Frá Berlín er símað að Walther Rathanan hafi verið gerður að ráð- herra, og eigi hann að standa fyrir endurbótum eyðilegeinga þeirrra, sem orðið hafa á ófriðarárunum. Blöð bandamanna hafa mótmælt þessu mjðg eindregið, því Rathenau er einn hinna mestu atvinnurekenda i Þýzkalandi og lagði á ráðin um að eyðileggja Belglu og Norður-Frakk- land. Morgunblaðið. Ritstj. Lög réttu hefir frá byrjun þessa mán- aðar tekið að sér, ásamt hr. Vilhj Finsen, ritstjórn Morgunblaðsins og ísafoldar. Lögréttu gefur hann út á sinn kostnað eftir sem áður. Geta má þess, að margt af þvi, sem Timinn segir um þetta siðastl. laugardag, er rugl eitt 03 vitleysa, svo sem um framtiðaifyrirkomulag a útgáfu Isafoldar og Lögréttu, til- efni til breytingarinnar og tilgang hennar, afskifti Jóns alþm. Þorláks- sonar af málinu, og um afstöðuna til landsstjórnarinnar i sambandi við þetta mál. Eins og nærri má geta, var Tíminn ekki kvaddur þar til ráða, og hefir ekki annað á að byggja en flugufregnir og' svd heilaspuna rit- stjórans, sem auðsjáanlega hugsar sér að nota þetta tækifæri til þess að ná í aukinn styrk til útgáfu Tímans. Ingólfur Gíslason læknir á Vbpna- firði er hér sfcaddur, nýkominn úr ferðalagi suíSur um lönd. Fór hann að heiman í september síðastliðnum,dvaldi fyrst um hríð í Kaupmannahöfn, en fór svo suður um Þýzkaland til ítalíuJ og var í Florenz um jólin. Þar var hann mánaðartíma og annan mánuð í Róma- borg. Fór þaðan til Neapel, og gekk upp á Vesuvíus og fór suður á eyna Capri. Margt hefir hann skemtilegt að segja af ferð sinni og tók hann því líklega, að hann mundi skrifa um hana í Lögrjettu þegar > hann feæmi heim og fengi næði. Með honum voru suður til Rómaborgar Ríkarður Jónsson myndhöggvari og Davíð Stefánsson skáld, en urðu þar eftir. Sem stendur er ódýrt að halda sér uppi í ítalíu, vegna þess að gengi ítalskra peninga er lágt á móti dönskum peningum. Á norðurleið kom hann til Feneyja, fór þaðan norður yfir Alpafjöllin og um Berlín til Kaupmannahafnar. Hér í bænum dvelur hann fram í júlí og hafa bekkjarbræður hans úr Latínuskólanum mælt sér hér mót í byrjun júlímánaðar, því þá eiga þeir 25 ára stúdentsafmæli. Eru þeir 16 á lífi af 17, sem útskrifuð- ust fyrir 25 árum. Sveinn Björnsson sendiherra mun vera væntanlegur hingað með Gmllfossi næst. Hann dvelur hér fram eftir sumri og ætlar m. a. að dvelja við lax- veiðar í Grímsá í Borgarfirði um hríð Eafmagnsstjóri var Steingrímur Jóns son verkfræðingur skipaður á bæjar- stjórnarfundi Til húsasmiöa og þeirra, sem ætla að byggja. Eg undirritaður hefi nú komið upp lítilli trésmíðaverkBmiðju með vatnsafli og ætla eg mér sérstaklega að vinna að smíði á gluggum, hurðum, körmum og allskonar listum, strykuðum og óstrykuðum til húsabygginga. Glugga og hurðar-karma af allskonar stærð og Glugga- ramma — alt ósamsett mun eg geta selt 20—35% ódýrara en nú þekkist. Nú hefi eg fyrirliggjandi hurðir, karma, lista og girð- ingarrimla og margskonar trjávið með niðursettu verði. Eg vona að gamlir viðskiftavinir mínir víðsvegar um landið muni eftir mér og láti mig njóta viðskifta sinna eins bg áður. Jóh. J. Reykðal Hafnarfirði. „IXION" Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mðrg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION" brauð aðalfæðan nm borð í fiski- skipum. Fæst. I öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION" sé á hverri kðku. Vörumerkið „IXION" á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION" Lunch og „IXION" Snowflake Biscuits sætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. ROYAL Gerdaft Hið nafnfræga ameríska Royal Baking Powder. Þekt um allan heim sem hið nllra bezta hökunarduft — framar öllum öðrum tegundum í hreinleik, lyfti- krafti og hvað það geymist vel. Búið til úr hreinu ikremortartar, sem framíeitt er úr vínherjum, langheilnæmast og notadrýgst. Seinustu kornin í hverri dós.eru jafn góð þeim fyrstu. Selt í heildverzlun Garðars Gísla- sonar og flestum matvöruverzlun- um.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.