Ísafold - 21.06.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.06.1921, Blaðsíða 2
ÍSAFOLD eg vil benda á. Þetta fasteignar- skastsfrumvarp kippir i burtu grund- vellinum undir þeim tekjum, sem sýslusjóðirnir hafa. Eg sé ekki annað en að sýslu- nefndirnar á næstu aðalfundum sín- um standi alveg ráðjrrota með áætl- anir sinar því það verða engin lög til þess að byggja á nema stjó’nin gefi út bráðabirgðalög. Þar sem á að jafna niður a/3 hlutum sýslu- gjaldanna milli hreppa eftir tölu ábúðar og lausafjárhundraða þá reyn- ist það ómögulegt þegar þau eru alls ekki til. Hvernig á þá að jafna þeim niðurf Um það vantar sér- stakt lagaákvæði. Þó nú að sýsiusjóðunum verði ætlaðar einhverjar lítilfjörlegar fasta- tekjur eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu eins og nú er orðið, þá hrökkva þær aldrei til fulls og verður þvi ávalt að jafna einhverju niður á hreppa ía á einhverjum sann- gjörnum grundvelli. Frekara þarf eg þá ekki að segja fyr en málið verður athugað í nefnd, sem eg sting upp á að verði fjár- hagsnefnd að Iokinni þessari um- ræðu. Bið svo afsökunar á mælginni. -------0------- líiðtal við fjármann Grænlandsstjórnar, hr. L. Hvalsöe. Það á ad opna Grœnland eftir 10 -15 ár. í tilefni af þvl, að fjírmaður Græn- landsstjórnar dvelur í Khöfn nú í vor hefir fréttaritari vor í Khöfn gripið tækifærið til þess að spyrja hann um fjirræktina á Grænlandi, sem rekin er með íslensku sauðfé. * * * Hvernig gengur sauðfjárræktinf Spyrjum vér. Hún hefir gengið vel að þessu vanhöldin verið sáralítil. Eg hef raun ar ekki verið. á Grænlandi í vetur, Vetcrinn hefir verið þar harður, en nú hef eg fengið biéf um að alt hafi gengið vel. Hafið þér Skrælingja til að gæta fjárins meðan þér eruð hérf Já, þeir eru ágætir fjárgeymslu- menn, fóthvatir, sjónglöggir ogyfir- leitt fljótir til að skynja. Eg hefi altaf nokkra Skrælingja mér tii að- stoðar við að gæta fjárins. Gengur féð sjálfalaf Já, það er að segja, að við höfum hús handa því og við gefum þv: stundum þurkaða loðnu og þara, en eg get ekki sagt að við höfum neitt hey. Það er erfitt að fá nokkurt hev, þar sem eg er. Við gefum ekki fénu af þvi það þurfi fóður — við höf- um líka látið fé ganga alveg sjálfala og það hefir gefist alveg eins vel - en fjárræktarstöðinni er ætlað að vera skóli, er kenni Skræiingjum sanð- fjárrækt, og þá er aðalatriðið að kenna þeim að fóðra fé, svo þeir þurfi ekki að missa það, ef eitthvað ber út af. Tilgangurinn er að gera sauðfjárrækt að auka-atvinnu fyrir Skærlingja þann- ig, að hver veiðimaður geti haft 20—30 ær jafnframt því sem hann stundar fiskveiði og selveiði; en það er ekki stefnt að því að gera þá að fjárræktarmönnum i eiginlegum skiln- ingi, hvort sem nú synir þeirra, sem nú fá féð, verða fjárræktarmenn. Hvað er margt fé á Grænlandi nú? spyrjum vér. Um þúsund, og svo koma lömb- in 1 vor. Alt i sauðf árræktarstöðinni ? Nei, 2—300 eru í stöðinni. Hinu hefir verið útbýtt til Skræliugja. Stöku Skrælingjar hafa nú um 100 ær. Eru ekki landbúnaðarskilyrðin betri inni i fjörðunum? Nei, það er misskilningur. Besta og safamesta grasið er út á eyjum og annesjum. Inst inni i fjörðunum er jurtagróðurinn hálf sviðinn af þurk. Ef gras er slegið þar þarf ekki að þurka það, því það er þurkað áður en það er slegið. En hvernig er það miðfirðis? Eg vel segja að best sé undir bú um miðia firðina — þar er óendan- lega frjósamt og þar nam Eiríkur rauði land. Nú hugsum við að fara að byggja gömlu íslendingabygðirn- ar með skrælingjum. — En hví er- uð þið íslendingar að hugsa um Grænland? Það er svo miklu betra á íilandil Ált það land sem hægt er að breyta í akur á Grænlandi er ekki nema litið brot af því sem hægt er að plægja á Íslandí. Jú, en á Grænlandi eru útigangs- hagar fyrir milljónir af sauðfé og öðrum búpeningi? I norðlægu sum- köldu landi eins og íslandi — að þvi ólöstuðu — borgar jörðin illa eða alis ekki vinslu og rækt. Vér höfnm aldrei heldur hugsað oss mikla akurrækt á Grænlandi, en gömlu túnin, sem eru rudd og girt, ætti að mega rækta? Já, þau ætti að mega rækta, en þau eru ekki ætíd sérlega stór. Þér sögðust nota loðnu til fóðurs? Já, við ausum henni upp með háf- um að vorinu, en við höfum einnig til fyrlidráttarnet. Loðnan liggur i þéttii kös uppi við fjörur. Hún er fyrirtaks kraftfóður og stendur ekki að baki kraftfóðri, sem menn kaupa hér á 42 kr. pokann, og að sama skapi er hún hundódýrt fóður. — Við hellum úr háfunum á klappirn- ar, látum hana ligeja í 2 daga, snú- um henni, látum hana liggja i aðra 2 daga, og þá er hún þur. Við lái- um hana svo í poka og flytjum hana heim. Hún er sáraódýrl Er þang við Grænland? Er sjór- inn ekki of kaldur til þess? Nei, nei, fjörurnar eru fdlar af þangi. Það er ekki þang, sem rekur, heldur .grær á steinunum og lifir i besta gengi. Einnig inni í fjörðunum? Já, já, þar eru allar fjörur fullar af þangi, en féð þarf þe:rra ekki, því heiðabeitin er nóg. Hvernig er veðráttan, miklar þokur? Nei, engar þokur. Rigningar? Já, veðráttan er mild og hlý — likust því sem er á Suður-Islandi. — En hví eruð þið Islendingar að hugsa um Grænland? það er svo miklu betra á íslandi. Haldið þér að það geti verið satt, sem ívar Bárðarson segir frá, að löngu eftir að Vestribygð, sem er á líku breiddarstigi og ísland, var eydd af skrælingjum, hafi sauðfé, kýr og hestar, gengið þar vilt? Hví ekki það. Eg er sannfærður um að það er dagsatt. Það gengur vilt sauðfé á Grænlandi nú í dag. Nýlendustjórinn 1 Ivigtut slepti tveim kindum þar fyrir eitthvað 10 árum siðan og ætlaði að skjóta þær seinna. Nú eru þær orðnar að dálitlum fjár- stofni, sem gengnr viltur þar í fjöll- unum. í fjárræktarstöðinni töpum við oft kindum að haustinu — að sumr- inu höfum við fé út í eyjum — en fáum þær alfaf aftur einhverntíma að vetrinum en stundum ekki fyr en næsta sumar. I Igaligo (Görðum i iinarsfirði) ganga kýr úti allan vet- urinn enn í dsg. Og einn maður þar hefir fengið xoo kindur frárrér. Eg er ekki í nokkrum vafa um að skepnur geta gengið úti á Grænlandi. En fá kýrnar á Görðum ekki of- urlltið fóður? Jú, en eg er sannfærður um, að þær hefðu miklu betra af því að ganga alveg úti. Fóðrið, sem þær fá, er ekki teljandi, en þær hafa ilt af að vera byreðar inni í þröngum og lágum og heitum hreysum og vera svo hleypt út. Það er safet, að Skræl- ingjarnir á Göiðum búi til smjör og osta, jú, það er satt, en það ekki teijandi — þeir fá ekki fulla nyt úr kúnum fyr en komið er fram á sumar. Nautgriparæktin á Görðum er kjötframleiðsla, það er tekjulindin. Fyrir sláturtarf getur Skrælingi feng- ið 150 kr. í Júlíönuvon — það er stórfé fyrir Skrælingja. Eg er alger- lega á móti þvi, að neitt sé átt við nautgriparækt á Grænlandi fyrst um sinn, ekki fyr en sauðfjárræktin er búin að ryðja henni veginn. Hvernig eru hæfileikar Skrælingja? Það skiftir í tvö horn. Þeir, sem eru mest blandaðir, hafa fengið ment- un og verið erlendis eru góðum gáf- um gæddir, og eiga Hf fyrir hönd- um. Hinir og þeir eru flestir ótta- lega sljóvir o langt á eftir tímanum og þegar landið verður opnað er bætt við að þeir drepist út. Stendur það til að Grænland verð opnað? Já, það er nú afgert, það er að segja eftir 10—15 ár. Nefnd sú, sem setið hefir i Kaupmannaböfn í vetur til að enuurskoða stjórnarlög Græn- lands er öll sammála um það, að landið verði opnað að 10—15 árum liðnum. Skrælingjar í nefndinni hafa farið fram á það, að landið yrði opn- að, þegar það væri orðið þroskað til þess, að þessum tíma liðnum. Einnig vilja þeir, að Danir taki þátt í sveita stjórnum þeirra, og þeir heimta nú að fá að læra dönsku og vilja taka hana upp sem mál; svo nú á að fara að kenna dönsku í barnaskól- unum á Grænlandi. Þegar nú Græn lendingar fara fram á það, að landið verði opnað, er ekkl lengur neitt til fyrirstöðu fyrir því, að það verði gert. Þá geta íslendingar flutt inn. En haldíð þér að grænland verði þroskað til að opnast eftir 10 ár? Annað hvort eftir 10 ár eða aldrei, Grænlendingar hafa nú staðið í 200 ár undir Dönum, og hafi þeir ekki þroskast á þeim tima, þá þroskast þeir aldrei. Kvenfólkið þar er sériega langt á eftir. Við höfum beðið Sig. Sigurðsson forseta Búnaðarfélagsins um að útvega okkur tvær íslenskar stúlkur til að standa fyrir tóvinnu- stofu þar sem skrælingjakonur geti lært að vinna úr ullinni. Við höfum einnig beðið hann um að kaupa handa okkur góða kynbótahrúta. Eg hef einnig farið fram á það við Sig- urð, að fá að koma Skrælingjum að sem ncmendum við islenska búnað- arskóla, eftir að þeir hafa verið hjá mér í sauðfjárræktarstöðinni, en úr þessu getur ekki orðið nú þegar. Vill Sigurður ekki taka þá? Það er eiginlega ekki það, sem er í vegi, heldur að Grænlandsstjórnin er á móti þessu — fyrst um sinn. En það verður úr þessu, því eg vinn að því. Við kveðjum hr. Hvalsðe með virt- um. Oss virðjst hann gervilegur og giftusamlegur. Hugboð það, er vér fengum af viðtalinu var, að ef Græn- land stæði opið, mundi fjöldi fólks af íslandi fara þangað til að reka verslun, fiskveiðar, námugröft og landbúnað. En nú verður Grænland Det kgl. octr. Söassurance-Compagni tekur að sér allskonar sjóvátryggingap. Umboðmenn úti um land: á ísafirði: Olafur Davíðsson kaupmaður á Sauðárkróki: Kristján Gislason kaupmaður á Akureyri: Pétur Pétursson kaupmaður á Seyðisfirði: Jón bókhaldari Jónsson í Firði. Aðalumboðsmaður fyrir ísland Eggert Ciaessen, hsÐStarj.málaflinigsmaðui*. bráðlega opnað. Vér höfum sterkan grun um það, að þessi skyndilega ráðstöfun um opnun Grænlands standi í sambandi við loforð það, sem ‘ Danir hafa fengið hjá Banda- rlkjunum og fleiri iíkjum um, að þau skuli ekki setja sig á móti því að Danir kasti eign sinni á alt Græn- land. Fréttip. Skotfélag var stofnað hér í bæn um nýlega og er markmið þess að efla áhuga fyrir og iðka skot- lþrótr. Eru stofnendur félagsins um 80. í stjórn félagsins voru kosnir Þorsteinn Seh. Thorsteinsson, Jón Halldórsson ríkisféhirðir, Fenger stór- kanpmaður, H. E. Schmidt banka- korrespondent, Skúli Skúlason blaða- maður. Þorsteini Þorsteinssyni sem gengt hefir sýslumannsembætti i Dalasýslu undanfarið, hefir nú ver;ð veitt sýslan. Bori>arJjarðarhérað hefir verið veitt Jóni Bjarnasyni lækni frá Steinsnesi. Hann hefir áður verið aðstoðarlækn- ir i Keflavik. Síra Friðrik Friðriksson er nýlega farinn til Danmerkur, sendur til að mæta í stað biskupsins á 100 ára afmæli danska trúboðsfélagsins, sem haldið er hátiðlegt 17. þ. m. Þór. B. Þorláksson málari og frú hans eru nú erlendis, voru nýlega i Berlin, en koma heim með Gull- fossi næst. Halldóra Bjarnadóttir framkvæmd- arstjóri heimilisiðnaðarfélaganna, kom til bæjarins nýlega. Dvelur hún hér um tíma vegna heimilisiðnaðar- sýningarinnar. *Að norðan. Frá Siglufirði var símað nýlega, að ágætur afli væri nú nyrðra. Um hafís var það sagt, að töluverður hroði væri inni á Húnaflóa, en hvergi væri ís orðinn landfastnr enn. Kuldatið og heldur ilt útlit. Prój í forspjallsvísindum vorið 1921, hjá próf. dr. Ág. H. Bjarna son. — I. ágætiseinkunn fengu: 1. Gunnl. Indriðason, 2. Sigurður Þórðarson, 3. Stefán Pétursson, 4. Sveinbj. Sigurjónsson. — I. ein- kunn fengu: 1. Arni Ó. Arnason, 2. Björn Gunnlaugsson, 3. Garðar ÞorsteinssoD, 4. Hermann Jónasson, 5. Jóhannes Jónsson, 6. Jón Hall- varðsson, 7. Jón J. Skagan, 8. Krist- inn Guðmundsson, 9. Kristján Jakobsson, 10. Pétur St. Jónsson, 11. Þóiður Eyjólfsson. — II. betri einkunn fengu: 1. Eiríkur Björns- son, 2. Ólafur Ólafsson stúd, med., 3. Thyra Lange, 4. Þorsteinn Jó- hannesson. — II. lakari einkunn fengn: 1. Ólafur Ólafsson, 2. Sveitln Gunnarsson. Efnafraðispróji hafa lokið við læknadeild háskóians þeir Björn Gunnlaugsson, Eirikur Björnsson, Jóhannes Jónsson, Ólafur Ólafsson, Pétur Jónsson, Sveinn Gunnars- son. Heimilisiðnaðarsýningin, Þeir sem ætla sér að senda muni á sýningu þessa ættu að gera það sem fyrst, þvi nú er að verða hver síðastur. Sýninga'-munum er veitt móttaka í Iðnskólanum á hverjum degi fram eftir vikunni. Sýmngu á Alafoss fataetnum hefir Sigurjón Pétursson þessa dagana i Skemmuglugga Haraldar. Eru tauin mjög smekkleg útlits og niðsterk og mest er þó um vert að þau kosta ekki nema smáræði hjá út- lendum fataefnum. Enda hafa þau verið mikið keypt í vor. Age Meyer Benedictsen dvelur hér í bænum um tíma ásamt frú smni, en i næsta mánuði ætla t>au að ferðast til Vestarlandsins og ef til vill viðar um land. Hann er einn af stjórnendum og duglegustu starfsmönnum Dansk-íslenska félags- ins, svo sem kunnugt er, og hefir skiifað inngangsorðin að riti þvi sem félagið er nú að gefa út á is- lensku, »Danmörk eftir 1864«, og er 1. hefti þess af 4 væntanlegum komið hér út ekki alls fyrir löngu, eins og menn kannast við af blöð- unum, en það er gott rit, sem gefur glögt yfirlit yfir einn þitt þjóðlífs og sögu Dana á síðastliðinni hálfri öld eða rúmlega það. Ættu menn al- ment að kaupa það og lesa. Hr. Áge M. Benedictsen er hér áður kunnugur, hefir rerðast hér viða um land og haldið fyrirlestra hér i bæn- um um ferðir sínar i Austurlöndum. Eggert Claessen bankastjóri hefir sagt sig úr stjórn Hins íslenska steinoliuhlutafélags sakir þessaðvegna hinna stórfeldu viðskifta félagsins við íslaudsbanka telur hann stjórnanda- stöðu i félaginu ósamrýmanlega bankastjórastöðinni. Onnur sex sönglög eru nýútkomm eftir Loft Guðmundsson, prentuð hji Vilhelm Hansen í Khöfn. Lögin eru við þessi kvæði: Hvað dreymir þig? eftir Jakob Jóh. Smára; Nú lokar munni rósin rjóð, eftir Gnðm. Guðmundsson; Þið sjáist ald- rei framar, eftir Stgr. Thorsteinsson; Ósk og ætlun, eftir St. G. Stephans- son; Til stjörnunnar, eftir Þorstein Erlingsson, og Íslandsvísur, eftir Bjarna frá Vogi. Tekstarnir eru bæði á islensku og þýsku, og eru þýsku þýðingarnar eftir Bjarni frá Vogi. Heftir er vel gefið út, og framan á kápunni er syngjandi dreng- ur bjá fjárkópi, en í fjarsýn íslensk- ur sveitabær. Stjórnarskifti í narEgi. Kristjaníu 19. júní. Norska stjórnin beiðist lausnar. Stjómin hefir í dag beiðst lausn- ar. Hefir verið beðin að gegna stjórnarstörfum fyrst um sinn. (Ofanritað skeyti dagsett 19. júní, hefir utanríkisráðmieytið norska sent ræðismanni sínnm á ís- landi). _

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.