Ísafold - 21.06.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 21.06.1921, Blaðsíða 4
i ÍSAFOLD lausar (»fljótandi«), d: sfldin verkuð um borð á sjálfum veiðiskipunum, svo að hún geti altaf komist glæný í salt og skipin fylgt síldinni — því aldrei er á visan að róa með hvar hún er þetta og þetta árið. — Þetta var og reynt þetta sama sumar (P. J. Thorsteinsson). — En um það mál ætla eg ekki að fjölyrða hér. Dagarnir á Svalbarðseyri liðu fljótt í góðu yfirlæti hjá mágkonu minni — húsbóndinn var kallaður til Rvlkur út af síldinni og fekk ekki að verða san ferða okkur norður — en góð- viðrið stóð ekki lengi, gekk á þriðja degi í norðan storm með stórrign- ingu og daginn eftir var fjörðnrinn orðinn mórauður af leirnum úr Eyja- fjarðará langt út fyrir Svalbarðseyri. Eg ætlaði til Hriseyjar og dvelja þar aðallega. Fékk eg af hendingu far með mönnum sem höfðu verið að reisa vita á Eyrinni, og áttu að koma öðrum upp í Hrisey. Fórum við á stað um hidegi (mæðgurnar urðu eftir á Eyrinni) á mótorbát, í hæg- um mötvindi og þokusudda, en ekk- ert gerðist markvert á leiðinni, feng- um hvorki hafvillur né hrakninga, og griitum í Hrí.eyjarbryggjuna efti' fjöguria stunda ferð. Eg komst með herkjum yfir mótorbát og upp á eina bryggjuna með dót mitt og hélt einn mins liðs »innreið« i borgina, eftir svo hárri bryggju, að mig sundlaði. Loks fann eg fast land undir fótum og varð glaður. Eg hafði ekki komið i Hrísey sið- an sumarið 1900 og var því msrgt breytt. Fyrst rak eg augun í kú- skeljahrúgur í fjörunni þvi að né beita Eyfirðingar kúfiski og hafa gert það um mörg ár og gefist vel. Svo voru sildveiðahús Svía, en þau stóðu nú tóm, og margt fleira svo sem mótorbátaflotinn, íbúðarhúsin öll nýju o. fl. En sleppum því. Nú kona gamall kunningi minn, Jóhannes Daviðsson, til að taka á móti mér. Kom hann dóti mínu fyrir í Höpfn- ersbúð, og fór með mig út og upp að Syðstabæ, þar sem hann bjó sjálf- ur. Nú hefir Páll Bergsson, sem áður var í Ólafsfirði, keypt jörðina Og setst þar að, en Jóhannes er i húsmensku hjá honum. Hjá Páli kaupmanni átti eg að gista, og var þar 'gott að vera. Páll er fjðlkunn- ugur. Hann flutti gamla Syðstabæj- arhúsið i heilu líki niður alt tún, niður undir sjó og fékk til þess tvær tröllkonur úr Ólafsfjarðarmúla og og Hvanndalabjargi; báru þær húsið músarburði á milli sín og settu það á nýja grunninn. Svo lét hann þær bera möl og sand í svuntunum og cement í pokum neðan frá sjó og steypa stóra og mikla hðll, þar sem gamla húsið stóð, en því miður (fyr- ir þær) Ijómaði dagur áður en þær fengju fullgert húsið (það var ekki alveg »pússað« að utan); veslings tröllkonurnar urðu af kaupinu, því kontraktinn var upp á það, að þær skiiuðu húsinu kláru áðnr en dagur ljómaði; annars fengju þær ekki grænan túskilding. Náttúrlega stór- græddi Páll á þessu. Nú er gamla húsið sölubúð og marga verður Páll að fara ferðina upp og niður túnið daglega, og þætti víst sumum Reykja- vikur kaupmönnunum það argsamt; þó mátti fá hjá honum ýmsar vörur æði mikið ódýrari en i höfuðstaðnum. Eg fékk nóg að gera við fiski- rannsóknir á eynni. Þeir rjeru þar daglega á smábátum út áheimamið- in og öfluðu vel smáfisk og svo fóru þeir á mótorbátunum út á haf og fengu þar þorsk og margskonar djúpfisk annan. Fór eg daglega inn og ofan að bryggjum og athugaði É3 1 asaam’ifl* fiskinn og aðstoðaði Jóhannes mig stundum. Hann réri sjálfur á heima- mið og þurfti um margt að spjalla við mig, þegar hann kom því við. Hann er fiskimaður með lífi og sál, þótt roskinn sje, og flestum íslensk- um fiskimönnum fróðari um alt sem að fiskifræði lýtur. Eitt kveld fórum við Páli að skoða eyjuna. Hún er löng og mjó blá- grýtiseyja; framhald af Árskógaströnd- inni, eins og skip með stafninn út og slagsíðu á móti Dalvík. Hún er mólend að mestu — hrís er þar ekkert — og allmikið fuglalif er þar á sumrin. Eg sá spóa og heiða- lóur, sendlingsmóðir átti þar hreið- ur; — snjótitlings unga og, að eg held, sanderlu unga; sanderla fanst þar dauð einn daginn. Margt af máriátlum, einstaka þúfutitling og mergð af kriu, sem verpir þar i móunum. Þar verpa og nokkrar æð- arkollur og rjúpur. Kjóa og svartbak sá eg margt af, en ekkert af svart- fuglaættinni. Óðinshæns verpa við tjörn niðri við sjóinn. Mest bar á fuglinum við sjóinn, einkum þegar verið var að slægja. Næigöngulastur var æðarfuglinn (margt af honnm líklega frá Laufási og Nesi) og kri- urnar. Tvisvar tók eg eftir þvi, að æðarkollur náðu í kriur, sem ætluðu að hrifsa frá þeim bita og kaffærðu þær og munaði minstu að þær drektu þeim, og þóttust kríurnar góðar þeg- ar þær siuppu. Dagana sem eg var í eyjunni (13.—22. júlí) breyttu flestir æðarblikar lit sínum úr varp- búningnum í hinn tildurlausa sum- arbúning. Norðlendingar segja, að altaf sé inndælt veður hjá þeim, bæði vetur og sumar, og þá er það ekki lakast í Eyjafirði; frost og hreinviðri á vetr- um, sólskin, biti og logn á sutnrin. Samkvæmt þessari kenningu hefði þessa dagana átt að vera sólskin, hiti o. s. frv. En mér virtist það öðru visi, en það hefir liklega verið sunn- lensk glámskygni. Það var ekki altaf gott meðan eg var á Svalbarðseyri, og meðan eg var í Hrisey var það þannig, að fyrstu dagana var gott á nóttunn1, en með dagmálum kom þokan grá og köld siglandi utan af hafi, gleypti sólarylinn og sveipaði alt í sinn hráslaga hjúp og létti ekki fyrri en um miðaftan eða seinna. Svo gekk hann i »norðan garð«, með stormi og snjókomu og svo lágum hita, að hann komst niður i 6—70 um meðdegið og 3—40 að nóttunni og það snjóaði svo myndarlega, að fjöllin urðu alhvít niður undir miðju, grá þar fyrir neðan og alveg niður í bygðir. Páll reyndi (i sima) að fá tröllkonurnar til þess að hreinsa loft- ið, en þær svöruðu eitthvað á þá leið, að það mundi verða arðvæn- legra fyrir þær að fara i sild út á Siglufjörð og að þeim væri svona hér um bil ,sama um, hvernig Hris- eyingum liði (annars var sambandið slæmt og ilt að heyra til þeirr«). Norðangarðinum linti ekki til fulls fyrri en eg var kominn aftur inn á Svalbarðseyri og daginn eftir að eg kom þangað varð hann allra verst- ur, stórviðri, stórrigning og hitinn 5—6°. Þá datt mér það snjallræði i hug, að heita á Sigurð. Hann birt- ist mér um nóttina i draumi, spá- mannlegur og ijúfur og sagði: það var all right af yður, að heita á mig en ekki á Þorkel, það er ekkert að marka þá lærðu. Um morguninn var komið besta veður og héltst það oftast nær meðan eg var i norður- og austuramtinu; við suðuramts veðr- ið réð hann ekki. Útsýnið úr Hrisey er tilkomumik- Demants-brýnin — bestu Ijábrýnin — eru komin aftur í Þingholtsstr. 16 og mjög faliegt á sumarkvöldum nn eftir firðinum, þar sem Höfða- hverfið og Svalbarðsströndin biasa við með allskonar litbrigðura í kvöld- skininu. Til suðvesturs sér inn i Svarfaðardalinn milli Kinna og Ufsa- strandar fjallanna, en á hina hliðina Látraströndin með Kaldbak og öðr- um fjallakollum lengra úti. 21. júlí hafði eg lokið erindi mínu i Hrísey og þurfti að vera aftur á Svalbarðseyri áður en eg færi úr Eyjafirði. En þar sem engin ferð féli, gerði Páll Bergsson mér þann mikla greiða, að senda mótorbát með mig inneftir. Við lensuðum inneftir i norðan stormi síðari hluta dags og gekk greiðlega. Mikið líf var nú komið í fjörðinn af sili og fugli, gerin tii og frá. Undan Hjalteyri voru ein eða tvær hrefnur (hníflar) að leika 'ér að þvi að taka sig beint upp úr sjónum, alt aftur að sporði, og láta sig svo detta niður á hliðina eða upp i loft (sbr. léttir, sem er sami hvalurinn, eða einn af þeim hvölum, sem bera það nafn);endur- tóku þær þetta tíu sinnum, en.helst til of langt frá okkur til þess að það sæist nákvæmlega. En ekki hefði verið gott fyrir bátinn að verða und- ir hvalnum. Þannig hefir hann stund- um orðið smábátum að grandi. — Mér var hleypt upp á Svalbarðseyri kl. 9 um kvöldið, en báturinn fór inn á Akureyri. ------0------ Danskur idnaður. Landbúnaðarráðunautur Madsen- Mygdal lýsti því yfir á stjórnmála- fundi einum 6. þ. m., að vinstri- mannastjórnin í Danmörku væri ekki i neinni andstöðu við danska iðnaðinn, en að þar væri nú margt óheilbrigt, vegna þess, að aðeins 4o °/0 af vinnukrafti landsins starfaði að landbúnaði, hinum eina iðnaði, er nú flytti peninga inn í lanúið. Enginn mundi óska innilegar en vinstrimannastjórnin, að danski iðn- aðurinn geti kept við iðnað annara landa á heimsmarkaðinum, og að hún óskaði einskis annars en að sjá ný fyrirtæki rísa upp, sem fram- leiddi þá vöru, er gæti kept á heims- markaði. En slik fyrirtæki yrðu að standa á eigin fótum án óeðlilegrar verndar. Þjóðverjap og Frakkar. Wolffs-fréttastofa segir að Rat henau, ráðgjafi endurreisnarmáianna, hafi setið á fundi í Wiesbaden 2 daga með franska endurreisnarráð- herranum Lonmann. Parísarblöðin telja þetta fyrirboða þess, að nánari samvinna verði hér eftir en hingað til milli stór-iðju-rekenda. Þetta er fyrsti ráðherrafundur, sem Frakkar og Þjóðverjar hafa átt með sér síð- an 1871. Breskur alrikisfundur. Símað er frá London, að þar heij- ist alríkisfundur með fulltrú- um allra nýlendnanna og eigi Eng- land að ákveða framtíðarsamband þeirra og móðurlandsins. Breska verkfallið. Námumenn greiða enn atkvæði um nýja tillögu fri stjórninni, en samkvæmt henni eiga daglaunin hvergi að lækka fram úr 2 shillings, fram til 1. ágúst. Hið nainfræga ameriska ROYAL Gerduft Það er fræg-t ^ r um allan heim fyrir hreinleik og* ágæti - Hver húsmóðir getur reitt sig á að úr því verða kökur, kex o. lf|f§l| s. írv. bragðgott og hollt, það WÍjMí bezta sem unt að baka. — Byðilegst aldreiþví ^ þaðerí selt í dós- um. Selt í heildverzlun Garðars Gíslasonar Til húsasmiða og þeirra, sem ætla að byggja. Eg undirritaður hefi nú komið upp lítilli trésmíðaverksmiðju með vatnsafli og ætla eg mér sérstaklega að vinna að smíði & gluggum, hurðum, körmum og allskonar listum, strykuðum og óstrykuðum til húsabygginga. Glugga 0g huröar-karma af allskonar stærð og Glugga- ramma — alt ósamsett mun eg geta selt 20—35% ódýrara en nú þekkist. Nú hefi eg fyrirliggjandi hurðir, karma, lista og girð- ingarrimla 0g margskonar trjávið með niðursettu verði. Eg vona að gamlir viðskiftavinir mínir víðsvegar um landið muni eftir mér og láti mig njóta viðskifta sinna eins og áður. ]óh. ]. Reykðal Hafnarfirði. „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan wm borð í fiski- skipum. Fæst í öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXI0N“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.