Ísafold - 21.06.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.06.1921, Blaðsíða 3
IflAPOLD 9 Eftir þingið. Sœápistlar eftir Jón Þorldksson. IV. Fjárlög og fjáraukalög. Stjórnin lagði fyrir þingið frv. til fiárankalaga fyrir árin 1920—21, og svo frv. til fjárlaga fyrir 1922. Hið fyrnefnda fór fratn á útgjöld að upphæð alis 835 þús. kr., en gjalda upphæð fjirlagafrv. var 8 milj. 786 þús. krónur. Flestar upphæðirnar á fjáraukalaga- frv. stjórrarinnar voru til ráðstaf ana, sem áður höfðu verið ákveðn- ar og að nokkru eða öilu komnar i framkvæmd áður en þing kom sam- an, og voru þetta þvl öldungis ó- hjákvæmileg útgjöld eftir því sem komið var, þótt eigi væru allar þess- ar ráðstafanir nauðsynlegar, eða ó- hjákvæmilegar í upphafi. í meðferð þingsins hækkaði útgja'daopphæðin um 403 þús, kr., sumt nauðsynlegt og sumt óþarft. Atti fjárveitinga- nefnd n. d. mikinn þátt i hækkun- inni, en kom þó ekki fram öllum þeim aukafjárveitingum, sem hún stakk upp á. Fjárlagafrv. tók þeim breytingum á þinginu, að útgjöldin hækkuðu um 584 þús. kr. Þessi hækkun skiptist þannið: Hækkun 12. gr. Heilbrigðismál . roi þús. kr. 13. gr. Samgöngumál . 197 — — 14. gr. Kirkju-ogkenslu- mál............... S6 — — iS.gr. Vísindi, bókm., listir............ 38 — — 16.gr. Verkl. fyrirtæki 183 — — 18. gr. Eftirlaun .... 9 — — Hér skulu taldar nokkrar stærstu Eækkanirnar: Hækkun aa. gr. Ttl byggingar sjúkra- Geislalækningar. 6.000 — Styrkur til sjúkra- húsa 7.000 kr. 23.gr. Vegabætur . . . 37.000 — Strandferðir . . . 23.000 — Endurveiting til símalagninga . . 135.000 — 14. gr. Til húsabóta á prestssetrum . . 7.500 — Til kvennaskóla 8.500 kr. Til alþýðusskóla 19.400 — 13. gr. Styrkur til skálda og listamanna. . 7.000 — 26.gr. Til búnaðarfélaga 30.000 — Tii skóggræðslu 12.000 — Fiskifélagið . . . 10.000 — Aðstoðarmaður húsgerðarmeistara 7.700 —- Leiðbeining um húsagerð .... 9 300 kr. Bryggjur og lend- ingabætur.... 45.000 — Útgerð »Þórs« í Vestmannaeyjum 40.000 — Auk þessa er mikill fjöldi af smá- Upphæðum, einkum í 13. og 16. grein. Lækkanir á fjárveitingum, sem stjórnin hafði stungið upp á, eru sama sem engar. Mörgnm þingmönnum var ljóst að full þörf mundi að reyna að halda útgjöldunnm i hófi. í neðri deild komu flestar útgjaldatillögur frá fjárveitinganefnd, og virtust nefndarmenn hafa komið sér saman um að fylgjast allir að við atkvæða- greiðslur um þær, en framsögu höfðu þeir Bjarni frá Vogi og Magnús Pétursson, og mæltu fast fram með öllum tillögum nefndarinnar. Lengsta ræðan, sem haldin var á þinginu, mun hafa verið framsöguræða Bjarna við aðra umræðu fjárlaganna; hann h?.fði framsögu fyrir seinni hluta gjsldabálksins, og mælti af mestu alúð með öllum tillögum, styrkjum og bitlingum, sem nefndin vildi veita. Allmikil mótspyrna var í deildinni móti mörgum af þeim til- lögum, og muuaði oft ekki nema 1 atkvæði á annanhvorn veginn. Undantekningarlitið voru það sömu mennirnir, sem fylgdust að í at- kvæðagreiðslum með og móti fjár- veitingum þeim, sem ágreiningur varð um, án þess þó að nein sam- tök ættu sér stað um slikt svo eg vissi. Fjárveitinganefnd n. d. var um tima legið á hálsi fyrir það að hún skilaði seint frá sér nefndaráliti um fjárlðgin, og tefði þar með störf þingsins. Orsökin var sú, að nefnd- in lagði óvenjulega mikla vinnu i fjáraukalögin, og bar sú vinna þann árangur, að gjaldahlið þeirra hækk- aði um 403 þús. kr., eða litlu minna en hækkun sjálfra fjárlaganna. Þetta stafar auðsjáanlega af þvi að þingið er haldið i byrjun fjárhagsárs. Allir þeir, sem sækja um fé tii þingsins i febrúar 1921 vilja heldur fá það á fjáraukalög þess árs en á fjárlög næsta árs. Hinsvegar var mjög erfitt svona löngu fyrirfram að sjá allar þarfir ársins 1922, gera ábyggi- legar áætlanir um kostnað verka sem eiga að framkvæmast það ár. Þess vegna er mjög hætt við að aftur sæki í sama horfið á næsta þingi, þá snúist fjárveitingastarfið fyrst og fremst að þvi, að búa til fjáraukalög fyrir árið 1922, með mikilli útgjaldaaukningu ofan á fjár- lög þess árs, og svo koll af kolli framvegis. Landshættir eru nú einu sinni svo, að sumarið er fram- kvæmdatíminn, og það getur aldrei farið vel á þvi, að láta svo að segja heilt fjárhagsár vera milli þingtim- ans og þess timabils, sem fjárlög þess þings eiga að gilda fyrir. Það leiðir óhjákvæmilega út i miklar aukafjirveitingar, og þvi verður ekki kipt i lag með öðru en því, að láta hvert vetrarþing semja fjárlög fyrir næstkomandi sumar. Til þess þyrfti þing að koma saman 15. nóv. eða 1. des. ár hvert, og fjárhagsárið að byrja 1. apríl. Samskonar tilhögun hefir um Iangt skeið verið I Dan- mörku, þingið komið saman 1. okt., og fjárhags árið byrjað 1. april. Tekjuhalli er áætlaður á fjárlög- unum rjett við 2 milj. kr. Tekjurn- ar eru áætlaðar eftir skattalögunum sem samþykt voru á þinginu, og er sú áætlun mjög óviss, bæði af því að sumir skattarnir eru nýir og því óreyndir, og af þvi að ekki verður séð svo Inngu fyrirfram hvað þeir skattar og tollar muni gefa i aðra hönd, sem byggjast á afkomu at- vinnurekstrar og verslunarveltu lands- manna árið 1922. V. Skattarnir. Það er ómögulegt að gefa í stuttri blaðagrein læsilegt yfirlit yfir allar breytingarnar á skattalöggjöfinni, sem þingið afgreiddi, og verð eg því að láta nægja að drepa á nokkur helstu atriðin. Tollarnir tóku tiltölulega minstum breytingum. Afengistollur hækkaður um 1 kr. á lítrann, kaffitollur tvö- faidaður úr 30 upp i 60 au. á kg., tollur á tegrasi, súkkulaði og kókó- dufti hækkaður upp og ofan um 5°°/o- Vörutollslögin voru endur- skoðuð, en tóku ekki stórvægileg- um breytingum, þó var tollur á 2. flokki hækkaður úr 75 au. upp i 1 kr. á 50 kg., og nýr flokkur búinn til fyrir leikfðng og skrautmuni, sem ber miklu hærri toll en aðrir flokk- ar, sem sé 1 kr. á hvert kg. Ný- mæli er það til bóta, að stjórnar- ráðið fær vald til að færa tollinn niður i einstökum tilfellum, ef hann er samkvæmt lögunnm hærri en svo að sanngjarnt hlutfall sé milli hans og útsöluverðs vörunnar. Verðtollurinn (i°/0 stimpilgjald), sem verið hefir á aðfluttum vörum, á að falla burtu, innheimtan hefir þótt of umsvifamikil. UtjUitningsqj'óld. eiga að haldast svipuð og þau er sett höfðu verið til bráðabirgða áður, 3 kr. af hverri sildartunnu og i°/0 af öðrum út- fluttum vörum. Heimilt er að endur- greiða hérlendum mönnum 2/g síld- artollsins, ef sild þeirra selst svo lágu verði að ekki svarar kostnaði. Póstqjöldin voru hækkuð, og er sú hækkunn kominn í framkvæmd nú þegar, lægsta burðargjald fyrir almenn bréf orðið 20 au. og annað eftir því. Aukatekjur ríkissjóðs svonefndar hafa verið yfirleitt tvöfaldaðar. Þetta eru dómsmálagjöld, gjöld fyrir fó- getagerðir, þioglýsingar og nppboðs- gerðir, skiftagjöld, nótarialgjöld o. fl. Stimpilqjöld hafa verið aukin mjög frá þvi sem nú er. Nú verða svo að segja allir bréflegir gerningar stimpilskyldir, hvort sem þeim á að þinglýsa eða ekki, hvort sem þeir eiga að ganga i gegnum hendur nokkurs valdsmanns eða ekki. Þessi eru hin helstu stimpilskylda skjöl: Afsalsbréf fyrir fasteignum og skip- um, kaupsamningar, gjafabréf og önnur heimildarbréf fyrir slikum eign um, sömuleiðis fyrir itökum og öðrum fasteignaréttindum, hlutabréf öll í félögum með takmarkáðri á- byrgð og framsöl slíkra bréfa, ef þau hljóða á nafn, félagssamningar, skuldabréf, tryggingarbréf, víxlar, sam- þyktar ávísanir aðrar en tékkar, lífs- ábyrgðarskirteini, brunaábyrgðar og sjóvátryggingarskirteini, leigusamn- ingar um skip, hús, jarðir og lóðir, erfðafestubréf, kaupmálar, þinglesnar eða skrásettar yfirlýsingar, útskriftir úr embættisbókum og af skjalasöfn- um, borgarabréf, leyfisbréf, skipstjóra- stýrimanns- og vélstjóraskirteini, sveinsbréf, leyfisbréf, veitingarbréf fyrir embættum og sýslunum í þarfir rikisins, embættisprófskírteini, erfa- skrár og ýms fleiri hér ótalin. Sér- staklega há stimilgjöld eru lögð á borgarabréf til heildverzlunar (500 kr.), til' smásöluverslunar (100 kr.) og leyfisbréf farandsala (300 kr.). Annars miðast stimpilgjaldið oftast við fjárhæð þá, er skjalið fjallar um, ef hún er tilgreind eða skjalið þess eðlis. Lögreglustjórar og hrepp- stjórar eru skyldir að stimpla skjöl fyrir almenning gegn 23 au. þókn- um fyrir hvert skjal. Skattalöe; voru sett mjög víðtæk. A skip, sem eru 5 smálestir eða meira, eru lagðar 1.30 árlega á brúttósmálest. A bifreiðar eru lagðar 8 kr. á hverja hestorku vélarinnar, en flutningabifreiðar greiða þó ein- ungis 2 kr. Þessum skatti á að verja til að gera bifreiðarhæft slitlag á þá vegi utan kaupstaða sem mest er bifreiðaumferð nm. Urðu miklar deilur um skattinn og hafði stjórn- in stungið upp á honum miklu hærri og viljað láta hann ganga til almennra þarfa ríkissjóðs. A fast- eignir allar (hús, jarðir og lóðir) var lagður nýr fasteignaskaitur, en ábúð- arrétturinn og húsaskatturinn gamli falla i þess stað burtu. Og loks voru sett lög um tekjuskatt og eign- askatt og með þeim lögð mjög mikil ný gjöld á flesta menn. Eftir þeim lögum eru allir, sem hafa skattskyldar tekjur, skyldir að gefa skriflega skýrslu á hverju ári til skattanefndar um tekjur sínar og eignir. Skattskyldar eru tekjurnar, þótt ekki nemi þær meiru en 600 kr., ef maður er einhleypur. Af tekjum hvers manns eru skatt- frjálsar 500 kr. fyrir hann sjálfan, 300 kr. fyrir konn hans, ef hjón eru samvistum, og 300 kr. fyrir hvert barn innan 14 ára. Af þvi, sem tekj- urnar nema fram yfir þetta, greiðist tekjuskattur ef það nemur 100 kr., 1% af tekjum sem nema alt að 1000 kr. og svo hækkandi eftir þrepstiga, þannig að t. d. greiðast 130 kr. eða 3°/0 af 5000 kr. tekjum, 310 kr. eða 5.1 % af 10000 kr., 12310 kr. eða 12.30/0 af 100000 kr. o. s. trv. Hluta- félög greiða tekjuskatt, hækkandi eft- tr því hve mikinn arð af hlutafénu starfrækslau hefir gefið, og getur skatturinn nálgast 30% af tekjunum, ef arðurinn er mikill móts við hlut.»- fjárhæðina. Samvinnufélög eru og skattskyld að nafninu til, en ákvæði sett i lögin sem gera það sennilegt að þau muni í reyndinni greiða llt- inn eða engan tekjuskatt. Eiqnarskatt eiga menn að greiða af öllu sem þeir eiga skuldlaust umfram 5000 ki., og eru allar eignir skattskyldar, jafnt þær, sem aðrir sérstakir skattar hvlla á, svo sem fasteignir, skip og bilar, sem aðrar. Eignarskatturinn er 1 kr. af hverjum þúsund fyrst, upp að 10 þús. kr. skattskyldri eign, en hækk ar siðan; t. d. á að greiða 221 kr. af 100 þús. kr. og 2121 kr. af 500 þús. kr.eign. Lausafjárskatturinn gamli er niður feldur. Liklegt er að tekjuskatturinn lendi aðallega á kaupstaða- og sjóþorpa- búum, vegna erfiðleikanna á þvi að meta tekjur búenda i sveitum. Yfir höfuð er héi farið miklu lengra i þvi að leggja beina skatta á landsmenn, en áður hefir verið. Sá maður, sem á t. d. fasteign, verður að greiða 3 skatta í rfkissjóð hennar vegna: Fast- eignaskatt af öllu virðingarverði eign- arinnar, eignarskatt af skuldlausri eign sinni í fasteigninni, og tekjuskatt af leigu- eða afnotatekjum þeim, er fast- eignin gefur honum. Því hefir verið haldið talsvert á lofti í blöðum og ritum undanfarin ár, að beinir skatt- ar væru betri og réttlátari en óbeinir skattar (svo sem tollar), og ekki ver- ið hirt um að mótmæla þessu, þó allir viti að langtilfinnanlegast er að þurfa að greiða háa upphæð í einu, og það á þeim tíma árs, sem ein- tóm útgjöld bera að höndum, en engar tekjur koma inn, svo sem er um þinggjöld sveitamanna og flestra sjávarútvegsmanna. Þessara kenninga gætir talsvert í skattalagakerfinu, eins og það nú er orðið, og fá menn þá að reyna sætleik þeirra. Einkasölulögin er síðasti flokkur tekjuaukalaganna. Einkasala á tóbaki var lögleidd, en mætti megnri mót- spyrnu, slysaðist gegn um neðri deild elnungis vegna sjúkdómsfotfalla eins þingmanns. Einkasala á áfengi var og lögleidd, en svo frá því máli gengið, að mjög lítil tekjuvon er fyrir rikissjóð þaðan, og hæpið hvort rétt er að telja þau lög meðal tekjuauka- laganna, þótt eg hafi gert það. Geta má þess, að til orða kom á þinginu, að þörf væri á að setja á- kvæði um tekjustofna handa sýslu- félögum og kaup^öðum i sambandi við skattalagakerfið, en sú hlið máls- ins hafði ekki verið undiibúin af stjórninni — fjármálaráðherra taldi það ekki sitt verk, heldur atvinnu- málaráðherrans — og fékst engin niðurstaða um það á þessu þingi önnur en sú, að undanskilja sam- vinnufélög frá sveitarútsvöruœ, sem síðar mun að vikið. Ferðapistiai*. Eftir Bjarna Sæmundsson. F?h! íshafið var slétt, líflaust og leiðin- legt, með kalda loftþoku giúfandi yfir sér. Farþegunum var hálfkalt, þeim sem ekki kúrðu í »kojunum«, og deyfð yfir öllu. Við fórum aftur yfir heimsskautsbauginn og tókum svo stefnu á Tjörnestá, því við átt- um að koma á Húsavlk, en þangað náðum við um miðaftan. Það er togandi að fara tangahlaup fýrir þingeysku flóana. Inni á Húsavik var besta veður, en ekki fór eg þar í land, það þori eg aldrei þar srm skipið legst ekki að bryggju af ótta fyrir því að verða strandaglópur. 1 þetta skifti hefði það verið óhætt, því að skipið fór þaðan ekki fyrri en kl. 2ljt um nóttina. Eg naut 1 þess stað útsýnisins inn yfir Skjálf- anda; það var unaðslegt i kvöldskin- inu, þegar þokunni fór að létta. Viknafjöilin fóru að sýna sig og landið þar inn af, og Ystafell, Hrifla, Sandur, Fjall og önnur þessi stóru þingeysku nöfn flugu mér i hug, en Laxamýri leyndist undir næsta leiti. Þangað hefði eg viljað bregða mér, ef þess hefði verið kostur. Annars litur Húsavíkur kauptúnið laglega út af legunni séð og sérstaklega i þetta skifti, baðað i kveldskininu með fjall- ið að baki. En erfitt er að athafna sig þar við sjóinn og skipalagið vont. Loksins komumst við af stað und- ir óttuna og seint var svefnró á Sterling. Þegar eg vaknaði vorum við komdir inn undir Hrísey og um dagmálaleiti á móts við Svalbarðs- eyri. Veðrið var skinandi fagurt og beið eg ekki boðanna, en stökkfyr- ir borð með alt mitt dót og vildi það okkur til bjargar, að sunnlensk- ur skipstjóri, sem var staddur á eyr- inni, sótti okkur i hasti; því að eng- inn kom hvalurinn, enda var eg ekki sendur til að segja Eyfirðingum til syndanna. Sterling sýndi okkur und- ir stélið og hélt sína leið inn á Akureyri, en við lentum von bráð- ara á Svalbarðseyri og þar með var ferðinni norður lokið. m. Á Svalbarðseyri dvaldi eg fimm daga til þess að rannsaka ýmsan smáfisk, sem fæst þar í fyrirdrátt við eyrina. Veðrið var inndælt tvo fyrstu dagana, sólskin og hafgola og logn á nóttunni; 9. júlí komst hit- inn upp í 2o° c. og voru það þægi- leg viðbrigði eftir sjókuldann. Út- sýnið frá eyrinni er mjög fagurt inn yfir Hörgárdalinn og fjörðinn, i svona veðri, og ekki síður í hina áttina, þar sem fjörðurinn sést op- inn alla leið til hafs, miili Ólafs- fjarðarmúla og Kaldbaks og miðsum- arssólsetrin geta verið unaðsleg — litbrigðin óviðjafnanleg — þó að þan jafnist ekki á við reykviksku só setr- in, þegar þau eru fegurst. Eitt af þvi sem eg rak fyrst aug- un í þegar eg kom á eyrina var niðurrif og burtflutningur Alliance- sildarstöðvarinnar, og varð mér illa við. Það færði mér heim sanninn um það, að stöðvarnar verða að vera sem allra næst opnu hafi og helst

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.