Ísafold - 26.07.1921, Síða 3

Ísafold - 26.07.1921, Síða 3
|SAFOLD lieilsabilaður; hafði verið á Somme- vigstöðvanum og fengið gaseitron, þoldi illa inniverur og varð öðru hvoru að fara uudir bert loft vegna andþrengsla. Seigur er John Bull! — Þar var og annar steina- leitarmaður, sem var uppi um öll fjöll, þótt roskinn væri, þáð var Björn Kristjánsson, varð eg feginn að hitta hann eins og siðar mun sagt verða. Um miðnætti !ét Þórhallur kaup maður smala okkur farþegum og skipsmönnum, sem verið höfðu í landi og flytja um borð á mótorbát og uppskipunarskipi, annars er lík- legt, að einhver hefði orðið eftir, þvi að dimt var orðið og kl. 5 að morgni átti skipið að fara út. Eg svaf lítið og vaknaði þegar skipið létti. Klæddi eg mig i snatri, því eg vildi gjarnan sjá þegar við færum út ósinn. Enginn farþegi var uppi nema eg. Morgurinn var dýrlegur, en nokkuð svalur. Eg naut nú i annað sinn Öræfajökuls i alheiðri morgun- dýrð, um kveldið hafði verið áhon- nm þoka, Við vorum brátt úti við ósitm, brimið gaus upp við Hvann- ey, eins og um kvöldið; skipið stans- aði stuttlega, þvi »Ióðsin« fór ekki lengra; svo af stað aftur í snarsnún- ing til bakborðs fyrir eyraroddann og sv0 annan til stjórnborðs yfir blá- faryggjandi boða fyrir Hvanney, og vorum svo lausir og settum stefnu fyrir Ingólfshöfða. *Farþegar sváfu vist allir. Eg fór að hugsa um á þessari þröngu leið milli skers og báru svo að segja, hve lítið mætti út af bera til þess að slys yrði. Misskilin skipan eða of seint fram- kvæmd, lítil vangá af hálfu yfirmanns og »alt í grænum sjó«. En hér gekk alt eins og f sögu, og þannig geng- ur það tíðast á hinum vandrötuðu leiðum með ströndum lands vors, og þess vegna sofa farþegarnir líka ró- legir, i fullu trausti til árverkni ís- lenskra farmanna, og hún hefir hing- að til, þvi betur, sjaldan brugðist, enda væri stundum mikið i húfi, ef út af bæri, t. d. í haustferðum á yfirfylt- um farþegaskipum, og má sist lasta þá skipstjóra, sem fara þá gætilega, það er sjálfsögð afleiðing af fullkom- inni ábyrgðartilfinningu. Jæfá, enn vorum við úti á rúm- sjó, og nú gat maður verið rólegur fyrir því að vera að flækjast inni i fjörðum, Vestmannaeyjar voru eini viðkomustaðurinn sem eftir var. Veðrið var inndælt mestahluta dags og eg gat skoðað og skemt mér við Öræfajökul alheiðan frá báðum hlið- um, Hann er áreiðanlega langtil- komumestur af öllum islenskum fjöll- um, þó að Eyjafjallajökull sé feg- urri að dráttum. Undiralda var þó nokkur á móti og sjóveiki töluverð, svo að fátt var farþega uppi. Með- al þeirra var Björn Kristjánsson. Við vorum nú saman í klefa og var það i þriðja skiftið, sem hann var settur yfir mig, fyrst sem söngkennari þeg- ar eg var busi i skóla, svo sem fjár- málaráðherra og nú í efra rúminu, og þar var mér minst um hann, — rúmbotninn hefði getað bilað. Einu sinni hafði eg katólskan klerk, sem vóg c. 1 skpd., bókstaflega hengdan upp yfir mig á »Hólum«, milli Fá- skrúðsfjarðar og Seyðisfjarðar; þá nótt svaf eg litið, en böndin, sem héldu rúminu uppi, voru seigari en eg héít. Hér varð heldur ekkertslys og betri félaga gat eg ekki kosið mér. Hann sagði mér ýmislegt nýtt úr steinaríki Hornafjarðar. Annars var saga að segja frá þvi hvernig mér gekk að fá klefapláss á þessari ferð. Eg hafði pantað það fyrirfram, gegnum afgreiðsluna á Seyðisfirði. Þegar eg kom um borð, sagði ráðskonan okkar á fyrsta plássi mér, að eg mætti fyrst um sinn sofa i klefa, sem hún til tók, en að eins til bráðabirgða, því að hann væri ætlaður einhveijum Jóni Ólafs- syni, sem hún nefndi með sýnilegri lotningu, og að eg ætti að fá »end- anlegt* pláss þegar við færum frá Hornafirði (nokkuð seint annars, því að það var að tjalda til einnar næt- ur), Nú, það leið ein nótt og það leið önnur, en enginn Jón Ólafsson kom. Fór eg nú að halda að hér væri ek.ki alt með feldu og sagði þá ráðskonan mér, að hann væri víst ekki væntanlegur fyrri en suður á Fáskrúðsfirði. Varla er þó Jón frá Kolfreyjustað farinn að materialiser- ast, hugsaði eg. Eg naut klefans með- an eg mátti og loks, þegar við fór- um frá Búðum, sá eg farþega, sem eg þekti, koma um borð, það var ungur stúdent, sem hét þessu nafni og var heitinn eftir Jóni sál. ritstj. Svo að það munaði minstu, að það væri hann sjálfur. Næstu tvær næt- ur svaf eg uppi á hillu í afturenda salsins, rétt uppi yfir skrúfunni og fór þar ekki meira en í meðallagi um mig, því þegar skipið valt, vildi eg renna á víxl út til hliðanna rétt eins og loftbóla í hallamæli. Má því nærri geta, að mér þótti gott að fá »blívanlegan samastað* hjá Birni það sem eftir var ferðarinnar. Það voru ýmsir góðir félagar fleiri meðal farþega t. d. sjóhetjurnar Kjart- an Ólafsson og Ólafur Sveinsson, sem báðir koma síðar við sðguna, Óli í Hólakoti, eins og nýsleginn túskildingur — templari, hafði eg nærri sagt, og »svo megum við ekki gleyma ein, hann sem frá kúnst- inni var slitinn og það er hann Eyjólfur listamálarinn og þess vegna er hann skrítinn ásvipinn**). Hann var með mér í klefa á Sterling til Seyðisfjarðar, fór þaðan upp á Hér- að og Möðrudal til þess að mála og var nú á heimleið. Hann var skritnastur á svipinn af því að hann var altaf sjóveikur. Nokkrum sinnum kom hanc þó upp og gerði uppköst, en þau fóru öll i grænan sjó. Undir kveldið nálguðumst við Mýrdalinn og áttum að koma við i Vík, en þá var góðviðrið búið (Sig- urður réð nú ekki lengur við neitt). í lofti sáust einkennileg ský, uppi yfir Mýrdalssandi, óllk því sem eg hefi séð áður, hvitgrá á lit og alsett neðan drönglum eða spenum, likust- um því, sem oft sést á kalsedón- skorpum. Boðuðu þau illviðri, enda var hann von bráðar rokinn á austan, svo að ekkert varð úr viðkomu i Vík. Lensuðum við vestur með um nóttina, þangað til við nálguðumst Vestmannaeyjar um óttu leytið, og vaknaði eg við að skipið valt í meira lagi, því að það hafði hægt á sér og lagt til djúps, til þess að biða eftir Vestmannaeyjum. Var lagst undir Eiðið um morgunin f austan roki, sem þó stóð svo stutt, að við flutt- um okkur suður á vikina, og að vörmn spori var hann genginn i vestur með stórviðri. Við höfum lít- ið að gera í Eyjunum og lögðum af stað um dagmál, í síðasta áfangann. Við höfðum storm og stórsjó svo að segja beint á móti og varð dag- urinn, sem var sunuudagur fremur órólegur, og leiðin til Reykjaness löng, en tók þó ekki nema 9 tíma, þvi að Suðurland hefir góðan gang. *) Hnuplað og vikið við úr óprent- uðu kvæði eftir Nathan, um annan Eyjólf. Náttúrlega hjó það mikið, rétt eins og tóbaksjárn, skrolltómt eins og það var, og allan tímann frá 12 til 4 var skrúfan altaf að sleppa sjó og jók það hvorki gang né þægindi. Sjósóttin var voða mikil; flestir lágu, jafnvel brytinn og ráðskonan; sumt af kvenfólkinu var sárþjáð og hafði enga aðhlynningu; tóku þeir sig þá til sjógarparnir Kjartan og Ólafur (við Ól. höfðum eitt sinn verið sam- an vikutíma á Coot) og gerðust miskunnsamir Samverjar. Eg var ekki dugs fyrst i stað, en hrestist brátt og tók mér hina til fyrirmyndar. Matur var sóttur og borinn þeim, sem eitthvað gátu i sig látið, en það er ekki greiður gangur að ná í mat á Suðurlandi, þegar vont er sjóveð- ur, því að borðstofan er frammi i, óraveg frá hibýlum farþega og verð- ur maður af fara nærri endilangt skipið ofandekks til þess að komast þangað, (þetta þyrfti að laga ef unt væii, þvi að skipið hefir annars þann mikla kost að vera alt yfirbygt). Þegar nálgaðist Reykjanes, fór smám- saman að lygna og lægja sjó og þegar við beygðum fyrir það, var öll þraut úti, því að þá fengum við sjóinn á afturkinnung. Eg sofnaði nálægt Garðskaga og vaknaði ekki fyrri en akkerið féll inni á Reykja- víkurhöfn, kl. 3 um morguninn. Eg aneri mér á hina hliðina og svaf til kl. 7, en i land komst eg ekki fyrri eö kl. 10V21 því að þá fyrst feng- um við að leggjast upp að bolvirk- inu. Var þá þessari viðburðaríku sjó- ferð lokið. Hélt eg svo heim til min og hugði, að Hallgrimur mundi vera búinn að efna til dýrlegrar móttöku, með hornamúsik og hver veit hverju, en viti menn, eg finn húsið harð- læst og enga lifandi sál við það eða í þvi. Hallgrímur var allur bak og burt og eg húsviltur. Rann mér þá svo í skap, að eg setti hann um- svifalaust af og hét hönum því að mæla aldrei með honum sem hallar- verði. Jæja, ritstjóri góður, það mun nú vera komið nóg af svo góðu og mál til að hætta; lesendurnir orðnir fyr- ir löngu leiðir og liklega farnir að »segja upp« i hópum, og ekki vil eg vera valdur að því að hjónaleys- in fari á kúpuna, svona á fyrsta bú- skaparárinu. Lesendurna bið eg að fyrirgefa allar prentvillurnar, sem ekki verða leiðréttar i blaðinu, fyrir hinar vænti eg engrar fyrirgefningar. Geri svo niðurlagsorðin i hinni for- kostulegu Skipafregn Arna Böðvars- ar að mínum og segi: Valete, virðið til góða: ekkert spé ætlum að bjóða, heldur gaman græskulaust. Prentvillur nokkrar hafa verið í greininni og eru þessar helstar: Framtiðarból f. framtiðar bol, birki f. lerki (d: lörk eða lerkitré, barrfellir). Þistilfjarðartindurinn f. tindarnir Hágöngur f. Hágangar. Hólmana f. hólmana. -------0------- Sœlir eru einfaldir, saga Gunnars Gunnarssonar, sem Lögr. hefur flutt, er nú komin út i bók, og kostar í laglegu, gyltu bandi kr. 13,50. ,Morgunn' Síðara hefti þ. á. er komið út og verður sent áskrifendum undir eins og þeir borga árg. • » Eftipmæfli. Jóhann Björnsson hreppstjóri á Akranesi. Oáinn 2. jan. 1921. Eg hef verið að vona og leita blöðunum eftir að sjá eitthvað um jennan mann, en sú von og leit íefir orðið árangurslaus til þessa. Gegnir það furðu, að svo hljótt skuli vera um hann, sem stóð svo framarlega í röð sr.mtiðarmanna sinna og bar jafnvel höfuð og herð- ar hátt yfir marga þeirra. Víst er um það, að héraðsbúar trega höfð- ingjann spaka og glaða, prúðmennið og góðmennið, sem átti svo mikl- um vinsæídum að fagna; hann, sem var svo drenglyndur, ráðhollur og hjálpsamur og framúrskarandi gest- risinn; hann sem lengi var talinn bestur formaður og mestur sjó- garpur á Suðurlandi. Mun nafn hans lengi verða uppi á Suðurnesj- um, þar sem hann slundaði sjó á vetrum frá unglingsárum sínum alt að siðasta aldursári, fyrst á opnum fleytum en síðustu árin á vélbátum. Hlektist honum aldrei á þótt oft ætti hann ^ið úfinn sjá, enda hafði hann Guð í hjarta, Guð i stafni. Jóhann sál. var fæddur að Svarf- hóli i Stafholtstungum 3. apri 1866. Foreldrar hans voru lreiðurs- hjónin Björn hreppstjóri að Svarf- hóli Asmundsson, Þórðarsonar prests að Hvammi i Norðurárdal, og Þaríð- ar Jónsdóttir, Halldórssonar Páls- sonar, skálds að Asbjarnarstöðum Stafholtstungum. Lifir móðir Jó- hanns í hárri elli og tregar soninn góða. Systkini Jóhanns sál. á lifi eru: Gnðmuudur sýslumaður Borg- firðinga og Mýramanna, Jón póst- meistari i Borgarnesi, Jósef bóndi að Svarfhóli, Kristján bóndi að Steinum og Helga frú Jóns Björns- sonar kaupmanns í Borgarnesi. Jó- hann sál. ólst upp með foreldrum sínum að Svarfhóli. Byrjaði búskap og bjó nokkur ár að Hvítárbakka, þar sem lýðskólinn er nú. Vorið 1904 fluttist hann til Akraness og kvæntist þá um haustið frændkonu sinni Halldóra Sigurðardóttur ljós- móður frá Neðranesi í Stafhoíts- tungum. Eignuðust þau 2 sonu, Björn og Sigurð, og 1 dóttur, Sig- ríði; eru 2 innan við fermingar- aldur. í 17 ár var Jóhann sál. hrepp- stjóri á Akranesi, og fleiri trúnaðar- störf hafði hann á hendi, sem hann rækti með alúð og samviskusemi. Allar deilur manna á milli gerði hann sér far um að jafna með friði og spekt og honum tókst það oft- ast, því hann var elskaður og virt- ur af flestum. Jóhann sál. var mikl- um hæfileikum og góðum gáfum gæddur, prýðisvel að sér og Ijóð- elskur; unni hann öllum framförum, andlegum og verklegum. Mun minn- ing hans lifa lengi um Borgarfjörð, en þó einkum á Akranesi. S. H. --------0_—------ Dagana 23.—25. júní var hin ár- lega prestastefna halcjin hér I bæn- um að viðstöddum fleiri audlegrar stéttar mönnum en nokkuru sinni áður. Alls urðu þeir 52 að með- töldum guðfræðikennurum háskólans og nokkrum uppgjafaprestum. Vegna conungskomunnar hafði fundartím- inn verið færður lítið eitt aftur, til æss að fundarhöldam gæti verið okið áður en alt kæmist á tjá og tundur i borginni. Prestastefnan hófst að vanda með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Séra Þorst. Briem á Mosfelli hélt fagra ræðu út af orðum postulans í Fil- ippibréfinu 2. kap. 12. og næstu versum. En sú ræða var jafnframt vígslulýsingarræða, þvi að í guðs- þjónustu þessari vígði biskup tvö prestsefni, þá Halldór Kr. Kolbeins til Flateyjar og Magnús Guðmunds- son aðstoðarprest til Ólafsvíknr; hafði biskup að ræðutexta orðin i Matt. 11, 28. En á eftir vigslunni prédikaði séra Halldór út af orðun- um Fil. 4. 8—9. Kl. 4 siðdegis var fundur settur í samkomusal K. F. U. M. Bauð biskup fundarmenn velkomna og vék sérstaklega nokkurum orðum að hinum nývígðu prestum og að séra Friðriki Hallgrímssyni frá Argyle í Kanada, sem eftir 18 ára dvöl vestra hefði nú aftnr vitjað ættjarðar sinn- ar sem sumargestur. Kvaddi biskup til fundarskrifara þá séra Friðrik Rafnar og Magnús dócent Jónsson. Siðan gaf biskup stutt yfirlit yfir helstu kirkjulega viðburði ársins síð- an síðasta prestastefnan hafði verið haldin. Mintist hann þar fjögra presta i embættum, er látist höfðu á áiinu, þeirra prófastanna: séra Jóns Jónssonar á Stafafelíi, séra Eiriks Gíslason á Stað i Hrútafirði og séra Jóns A. Sveinssonar á Akranesi, og prestsins séra Ólafs Finnssonar í Kálfhoiti, og loks uppgjafaprestsins séra Matthiasar Jochumssonar. Enn- fremur mintist hann fjögra prests- ekkna, sem litist höfðu á írinu: Guðlaugar Jónsdóttur frá Hjarðar- holti, Guðríður Pálsdóttur frá Asum, Rannveigar Gísladóttur frá Sauðlauks- dal og Sigriðar Ölafsdóttur frá Hofi i Hörgárdal, mætra kvenna og piýði stéttar sinnar. Fjórir prestar höfðu á irinu látið af prestskap, þeir séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu 69 ára (45 ára prestur), séra Sig. próf. Jensson i Flatey 68 ára (41 árs prestur), séra Björn próf. Jónsson í Miklabæ 6 3 ára (38 ára prestur) og séra Guð- laugur Guðmundsson á Stað í Stein- grimsfirði, 68 ára (33 ára prestur), þeir tveir *Síðasttöldu vegna sjón- leysis. Tveir nýjir prestar og tveir settir prestar höfðu verið skipaðir á árinu og fjórir eldri prestar flutst í ný prestaköll. Óveitt væru nú 9 prestaköll. Enginn prófastur hefði verið skipaður, en þrír settir í bili (séra Ólafur M. Stephensen, séra Jón Brandsson og séra Einar Thorla- cíus) Loks skýrði biskup frá lög- um snertandi kirkjuna, sem alþingi hafði afgreitt eða á bug vísað, frá visitaziu sÍDni í Snæfelsnesprófasts- dæmi á næstliðnu sumri og nokkur- um bókum, sem út hefðu komið. Þá lagði biskup fram tillögur sín- ar um styrkveitingu til uppgjafar- presta og prestaekkna og voru þær samþyktar eftir litlar umræður. Gerði hann síðan grein fyrir hag prest- ekknasjóðsins, sem á þessu ári hefðu borist riflegri gjafir og tillög en nokkru sinni áður, alt að því 900 kr. Væri sjóðurinn nú orðinn kr. 38201,13, enda úthlutað af vöxtum sjóðsins nú kr. 1500.00. Kl. 8*/a am kvöldið flutti sira Friðrik Hallgrímsson fyrir troðfullu húsi einkar fróðlegt og skemtilegt erindi »um kirkjulíf í Vesturheimi.« En að þvi loknu söfnuðust allir fundarmenn saman á heimili bisk-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.