Ísafold - 03.08.1921, Síða 2

Ísafold - 03.08.1921, Síða 2
ÍSAFOLD v lofti. Þá skrælnaði landið, kornið á ökrunum stórskemdist og heil flæmi af uppskerulandi eru gereyðilögð. Þ. nnig hefir farið í Rússlandi, og hin yfirvofandi hungursr.eyð, sem sagt er frá i skeytunum þaðan er óefað mest þurkunum að kenna, A Norðurlöndum hefir sama plág- an gengið yfir. Þar eyðast akrarnir af þurki, bæði i Noregi og Svíþjóð og i Danmörku hafa Jótar orðið mjöy il!a úti. Og samfara þurkunum hefir komið annar vágestur og orðið tll mikils skaða. Þegar jörðin er orðin mjög þur, verður jurtagróður- inn svo eldfimur, að ekki þarf nema einn neista til að koma á stað óstöðv- andi eldi. Á norðanverðu Jótlandi hefir mjög víða kviknað i ökrum og heiðum, einkum frá neistum úr eim- reiðum járnbrautanna. Hafa mörg hundruð tunnur lands af akurlendi brunnið og stór flæmi i jósku heið- unum staðið í björtu báli. Ennfrem- ur hefir víða kviknað í skógum. I Svíþjóð hafa orðið stórkostlegir skógarbrunar og sömuleiðis i Nor- egi og Finnlandi. Skiftir tjónið af b unum þessotn tngum miljóna króna. Fyrri hluti júlfmánaðar heitari i Englandi en verið hefur í manna minnum og hafa hitarnir bakað mik- ið tjón. 1 Frakklandi hafa einnig gengið ofsalegir hitar, og hafa fieir meðal annars leitt af sér, að afar- mikið af fiski hefir drepist í ánni Seine. Rekur haon i hrönnum upp i fjöruborð árinnar. Yfirlit það, sem siðustu Hagtiðindi birta yfir verslun landsins á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, ber sýnilegt vitni viðskiftakreppunnar. Yfirlitið er gert eftir tollreikningun- um og þvi er niðurskipunin eftir þvi, hvaða vörur er tollaðar i sama flokki. Má sjá af yfirlitinu að gjaldeyris- kreppan hefir orðið að nokkru leyti til gagns, því miklu minna hefir ▼erið flutt inn af vörum en var á sama tima i fyrra, en hinsvegar er útflutningur meiri. Tölurnar i svigum táknainnflutn ing sömu vöru á fyrsta ársfjórðungi i fyrra. Af tóbaki voru flutt inn 1.172 kg. (32 712 kg.) af vindlum 606 kg. (9.238 kg) af koniaki og víb- anda 16.545 Htrar (21.266 1.), af kaffibæti 17.300 (20.793 kg-), af súkkulaði 220 kg. (11.825 kg.) af brjóstsykri og konfekt 260 kg. (4.781) Af kornvöru og jarðeplum 391 ton (2132), af steinoliu, sementi, kalki og tjöru 1505 ton (1969', af járn- vörum og veiðarfærum 262 ton (689), af vefnaðarvöru 32 ton (196), af trjáviði 5925 teningsfet (13.501) og af öðrum tollskyldum vörum 379 ton (964). Af eftirtöldum vöru- tegundum hefir verið flutt inn meira en i fyrra: Kaffi 19.692 kg. (10. 024), sykur 222242 kg. (198702), salt 6506 ton (5622) og kol 5353 ton (3938). Þá kemur útflutningurinn. Hann hefir verið sem hér segir, fyrstu þrjá mánuði ársins. Tölurnar i svigum tákna útflutninginn á sama tima í fyrra: Saltfiskur 1491 ton (1023), hálf- verkaður og nýr fiskur 2797 ton (1530), kjöt 265 tunnur (28), hvit vorull 149 ton (20), önnur ull 27 ton (17), saltaðar gæður 233 ton (184). Af lýsi var flutt litið út móti því sem var á sama tíma i fyrra og minna af selskinnum. Tolltekjurnar urðu miklu minni á fyrsta ársfjórðungi i ár en var i fyrra. Námu þær alls 288.407 kr. en voru í fyrra 458.784 kr. Þetta yfirlit er að vísu ófullkomið þvi eigi er hægt að draga fullnaðar- ályktanir sf öðru en skýrslu fyrir alt árið, vegna þess að það er undir hælinn lagr, hvort inn- eða útflutn- ingur vörutegunda lendir í sama ársfjórungi. En þó virðist mega draga þá ályktun af yfirlitinu að innflutn- ingur sé takmarkaður að miklum mun en kapp lagt á að koma inc- lendum vörnm á markaðinn erlendis. -0- D. I. F. 22. f. m. lögðu. þeir pró- fessor V. Andersen, Aage M. Bene- dictsen og frú hans a stað landveg til Akureyrar. Ætlaði próf. V. A. að halda þar fyrirlestur, en fara svo þaðan heimleiðis með Lagarfossi næst. Þan Áage M. Benedictsen og frú hans fara frá Akureyri til Mý- vatns og koma svo hingað aftur. Þá ætlar hann að flytja hér fyrir- lestur um útlit Evrópu nú eftir stríð- ið, þær breytingar, sem á þvi hafa orðið, og afstöðu Nofðnrlanda út á við nú. Prófessor Vilhelm Andersen var hér, eins og kunnugt er, á vegnm Dansk íslenska-félagsins, og hélt fyr- irlestra sina hér að tilhlutun þess. Þótti mikið til þeirra koma og sást það best á því, að öll kvöldin var húsfyllir hjá honum. Hann flutti fyrst innan félagsins fyrirlestur um danskar bókmentir, en siðan 5 fyrir- lestra um sérstök dönsk skáld: Hol- berg, P. Mðller, H. C. Andersen, I. P. Jacobsen og Holger Drach- mann. Að loknum fyrirlestri um hinn siðastnefnda var þeim prófesson V. Andersen, hr. Aage Meyer Benediktsen og frú hans boðið af stjórn D. í. F. i samsæti hjá Rósenberg, og kom þar margt af félagsmönnum D. í. F. með gesti, svo að salurinn var fullur. Var veitt kaffi og is á eftir. Sátu menn þar fram til kl. 12 um kvöldið og skemtu sér vel. Dr. Jón Helgason biskup þakkaði heiðursgestunum fyrir komu þeirra hingað, V. A. prófes- sor fyrir ræðuhöldin og Aage M. Ben. og frú hans fyrir störf þeirra i þarfir D. í. F. og áhuga þeirra á málefnum félagsins. Prófessor V. A. lýsti áhrifum þeim, sem hann hefði orðið fyrir við komu sina hingað og lét vel yfir. Hann hafði meðan hann dvaldi hér, farið á bil, ásamt biskupi, Jóni Ófeigssyni ad- júnkt og Albrechtsen kennara frí. Vébjörgum austur í Fljótshlíð og skoðað stöðvar þær, sem Njála gerð- ist á, og síðan hafði hann farið einn sins liðs á hjóli til Þingvalla. Sagð- ist hann hafa skemt sér vel á þessu ferðalagi og kvaðst ekki mundu gleyma þvi, en gerði ráð fyrir, að koma hingað til lands aftur áður langt um liði. Hann lýsti og gleði sinni yfir því, hve vel fyrirlestrar sinir hefðu verið sóttir hér og ósk- aði, að andlegt samband mætti hald- ast milli Dana og Islendinga engu siður fyrir það, þótt stjórnmálasam- bandinu væri sliíið, en kröfur ís- endinga til sjálfstæðis taldi hann eðhlegar og réttmætar og kvað veru sína hér hafa glætt skilning sinn á þvi. Hr. Aagc M. Benedictsen, sem :í móðurætt er af islensku bergi brotino, eins og kunnugt er, (Staðar- fellsættinni) og ber ættarnafa móður sinnar, skýiði frá, hvernig áhugi hefði fyrst vaknað hjá sér á íslenskom málum og islensku ástandi. Það hefði verið á ferðum hans í Persíu fyrir mörgum árum. Hugur sinn hefði fyrst hneig-t suður á við og austur á bóginn og ferðaðút hann þá í mörg ár um suðurlðnd og austurlönd. Til Islands kvaðst hann litið hafa hugsað á þeim áruui, enda þótt sér hefði verið það vel kunn- ugt, að þangað ætti hann ætt að rekja og móðir sin hefði verið þar fædd. Hann hefði og á bernskuár- um sinum komið hingað til lands og þá verið hér um tíma. En hugs- unin um ísland hefði fyrst fengið tök á sér, eins og iður segir, er hann var á ferð í fjalllendi Persíu. Eitthvað þar hefði orðið til þess að vekja hana, og eftir að hann kom heim úr hinu langa ferðalagi sínu, fór hann hingað, fyrir allmörgum árum, flutti þá fyrirlestra hér og ferðaðist um landið. Nú á síðari árum hefir allur áhugi hans snúist að því, að kynna ís- land í Danmörku, starfa fyrir D. 1. F. Hefir hann haldið fjölda fyrirlestra um ísland, og prófessor V. Acdersen hafði þau orð um hann í ræðu, að hann væri snjallasti fyiir- lestramaður í Danmörku. — Frú Benedictsen talaði einnig og lýsti því, hvernig sér kæmi ísland fyrir sjónir, en hún kom nú hingað i fyrsta sinn. Þá talaði prófessor Guðm. Finnbogason, m. a. um islenska mentamenn og veru þeirra í Dan- mörku á námsárunum. Professor Ag. H. Bjarnason talaði um afstöðu íslendinga til Danmerkur fyrir og eftir stjórnmálaskilnaðinn og sagði, að andlegu sambandi við Danmörk vildu íslendingar ekki slita, en ein- mitt það væri mest um vert, og með stjórnmálaskilnaðinum væri all- ur kali, sem verið hefði milli þjóð- anna horfinn og að engu orðinn. Síðan talaði hann um endursamein- ing Suður-Jótlands og Danmerkur. Albrechtsen kennari frá Vébjörgum talaði einnig og mælti á islensku. Hann hefir lært málið tilsagnar- laust að mestu af bókum, en talar það óvenjulega skýrt og rétt af út- lendingi að vera. Hefir hann ekki komið hingað til lands fyr en nú, og lét vel yfir. Dr. J. H. biskup talaði aftur, sérstaklega um menta- sambönd íslendinga við danska há- skólann, og að loknm talaði V. A. prófessor um sama efni og óskaði íslenska háskólanum allra heilla, Milli ræðanna voru snngnir ætt- jarðarsöngvar og var Sigfús Einars- son forsöngvari. Hér hefir hr. Aage M. Ben. gefið út, fyrir D. í. F. dálftið blað, sem heitir »Boðberi«, i liku sniði og félagsblaðið í Danmörku, »Bud- biinger*, og eru í þvi greinar eftir ýmsa með upplýsingum um félags- skapinn: Dr. J. H. biskup, Guðm. Hannesson prófessor, Jón Ófeigs- son adjunkt, Magnús Jochumsson póstmann, Kr. Ármannsson stúdent, Sig. Sigurðsson ráðunaut og frk. Ingu L. Lárusdóttur. Verður blaði þessu útbýtt gefins og ættu menn að kynna sér það og gæti það orðið mörgum hvatning til þess að ganga i félagið. —Hh— Ritfregn. Stefán Pétursson: Bylt- ingin á Rússlandi. Rvik 1921, 152 bls. 8vo. Bolsjevisminn (þ. e. sósínlisminn á Rússlacdi) hefir nú í meira en þ:jú ár um allan heim verið notað- ur sem giýla til þess að hræða með istöðulitlar sálir. Fjöldi veiklyndra og grunnfærinDa manna trúði þvi í einlægni að hér væ i um alheims- hættu að ræða — þetta væri eins- konar iogandi hraunflóð, sem ylti yfir löndin og legði þau í eyði.’ Nú er þessi grýla hætt að hafa áhrif. Við erum hætt að trúa á hana, alveg eins og Grýiu og Ljóta káll- inn sem við vorum hrædd með þeg- ar við vorum krakkar. Afskifti íslensku blaðanna flestra af þessu máli hafa lengst af verið þeim til litillar frægðar. Mér er nær að halda, að öll þau blöð i Reykja- vík, sem eitthvað hafa skift sér af þvi, hafi þar orðið sér til minkunar — nema Lögrétta. En gegnum þennan hála þeim fer lika enginn svo, að hann verði sér aldrei til minknnar, svo með þessum orðum er ekki kveðinn upp harður áfellis- dómur yfir neinu blaði. Enginn taki orð mín svo sem telji eg blöðum það til hnjóðs að þau séa andvig kenningum bolsjevika (sósíalista) eða víti framferði þeirra. Það er i mín- utn augum jafn vitalaust og að að- byllast þessar sömu kenningar. En hitt, að niða menn og ófrægja og nota til þess kviksðgur, sem sum- part eru óstaðfestar eða þannig lag- aðar að þær i rauninni eru þeim atriðum óviðkomandi, sem alt veltur á, suropart þannig úr garði gerðar að hver hngsandi maður getur séð að þær eru uppspunnar eða falsað- ar, — pað er minkun hverjam heið- virðnm manni og hverju heiðvirðu blaði. Nú er þó hamingjunni svo fyrir þakkandi, að í umræðum um bolsjevismann mun þetta tæplega oftar koma fyrir i islenskum blöð- um — s. m. k. varla í blöðunum hérna i Reykjavík, þvi jafnvel þau af þeim, er lengst geugu, hafa nú vitkast svo, að þau hafa í seinni tíð hvað eftir annað flutt fróðlegar og skynsamlegar greinar um bolsjevis- mann og ástandið á Rússlandi undir stjóin bolsjevika. Með öðrum orð- um virðist nú svo vera komifj að öll blöðin vilji gjarnau finna sann- leikann í þessu máli og birta hann fyrir islenskum lesendum. Er þá hverjum frjálst og sjálfgefið að mynda sér sína eigin skoðun. Það tel eg lika heppilegra og heilbrigð- ara en að gina yfir óhróðurssögum eða þá hlaupa eftir barnalegu glamri unglinga, sem hrifnir hafa orðið af hugsjónum og aðgerðum sósíalista á Rússlandi og æpa svo (sjálfsagt í bestu meiningu) á okkur íslendinga að fylgja dæmi þeirra, og þá liklega byrja á því að gera blóðuga bilt- ingu(?). Sem betur fer láta flestir þess konar ungæðisvaðal inn um annað eyrað og út um hitt. Breyt- ingar á þjóðfélagsskipulaginu, eins og öðru í heiminum, verða óhjá- kvæmilega að gerast og eru sí og æ að gerast, en yfirleitt mun skyn- sömum Islendingum skiljast það, að heilbrigðast og affarasælast er að þessar breytingar komi stig fyrir stig og smámsaman eftir því sem þörfin krefur og þroskinn leyfir. Hinsveg- ar er það sjálfsagt okkur fyrir bestu að veita annara þjóða reynslu eftir- tekt til þess að læra af henni, og sennilega má þá margt af Rússum ---aM1..1 ■ , i::.:". i , \m læra bæði um það hvað gera megi og forðast skuli, ea þá er það eft- irlíking og eigi lærdómur ef athafn- ir annara þjóða eru apaðar án þess að taka til greina ástæður og stað- hætti. Bók sú, er að ofan getur, er ætl- nð til þess að fræða íslendinga um viðburði siðsri tima á Rússlandi, 02 með því að augljóst er að Rússland muni setji geysidjúpt mark á sögu þess tlmabils, sem nú er að hefjast, þótt um hitt megi deila, hvórt áhrif- in muni verða mannkyninu til hags eða tjóns, þá er ekki litið undir því komið, að fræðsla í þessu efni sé sönn og áreiðanleg. Eftir þeirri litlu þekkingu, sem eg hefi hér til brunns að bera, get eg ekki betur séð en að höfundinum hafi yfir höfnð tek- ist vel, eg eg hika ekki við að telja bókiaa merkilegt alþýðurit. Hann tilgreinir heimildarrit þau er hann hefir stuðst við og geta því allir séð, hvaðan hann tekur fróðleik sinn, en þó að þau séu, að svo miklu leyti sem eg þekki til þeirra, mjög góð, þykir mér varla afsakanlegt að með- al þeirra er ekki talið rit það er þjóðasambandið hefir gefið út um þetta efni (Labour conditions in Soviet Russia) og hefir sú bók harla merkilegar heimildir að geyma, og fáir mundu efast um óhlutdrægni hennar. En í svona litla bók verður vitaskuld minst af þvi tekið, sem segja má um jafn mikilfenglegt efni og hér er um að ræða. Höfundur bókarinnar er sagður mjög ungur maður og er að sögn lögfræðisnemi á háskólanum. Ekki virðist þó neinn unglingsbragur á ritsmíð hans. Frásögnin er mjög skipuleg og tilfinningarnar fara hvergi með hann í gönur. Stillinn er fjör- ugur, tilgerðalaus að mestu og þýð- ur, en hvergi nein stórkostleg til- þrif í honnm. Sumstaðar er þó nokknð barnalega að orði komist, eins og málskrafskonur segi frá yfir kaffidrykkju, t. d. logar Zinovjeff blitt áfram af ofurkappi og áhuga á heimsbyltingunni (bls. 117) og efnuðustu bændurnir eru utan við sig af gremju (bls. 135). (Þetta síð- ara er lika málvilla, þvi að vera ut- an við sig þýðir að réttu lagi að vera sinnulaus, fara hji sér, en á hér auðsjáanlega að tikna að ráða sér ekki eða vera viti sinu fjær). Og ekki get eg að þvi gert að alt af finst mér kjaftakerlingabragur að upphrópunar jái. (Já, rússnesku bolsje- vikarnir), en þar mun höf. vera á annari skoðun. Milið á bókinni er yfirleitt dágott — a. m. k. betra en nú gerist aiment á bókum — en því hvimleiðara er það að finna á víð og dreif um bókina bögumæli, orð- skripi og önnur lýti. Sumt af ó- freskjum þessum gengur aftur eg held á tíundu hverri síðn í bókinni, t. d. að gera enda á eitthvað. Er þar sennilega blandað saman tveim orðtækjum, að geri endi á e—u og binda enda á e—ð. Varhugverðar eru þýðingarnar á nokkrum erlend- um sérfræðisorðum, t. d. er það óheppilegt og villandi að þýða »bourgeoisie« borgarar eða borgara- stétt, þótt það hafi löngum verið gert og sé þannig þýtt í orðabók Jónasar. Einnig er það ótækt að þýða »proletar« öreigi. í pólitískri hagfræði nefir það orð frá upphafi vega sinna aldrei haft sömu merk- ingu og öreigi á íslensku. »Prole- tarius* þýddi hjá Rómverjum bjarg- álnamaður og var haft um næstu stétt fyrir ofan öreigana, sem stóðu skör lægra og höfðu annað heiti. Nú á timum er það haft um þá

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.