Ísafold - 23.08.1921, Page 2
í mollulegum bókmentum og fá-
breyttu fjelagslífi. Hann getur
rýmkað um, þar sem of mikill er
smáborgarskapurinn, kjaftháttur-
inn, eða menn eru of hársárir. Slík
gamansemi er hvorki klúr nje sær-
andi, því list er aldrei klúr.
Og ef 'þessi nýja útgáfa af gam-
ansögum Gröndals gæti að ein-
hverju lðyti orðið til þess að efla
skilning manna á þessu efni, þá hef-
ir hún ekki farið erindisleysu, hvað
sem menn annars kunna að halda
um hana. Ýmsar tegundir slíks
skáldskapar eru til frá fomu fari
og vísindin hafa langa lengi brotið
heilann um eðli og tilgang hans og
háðsins yfirleitt — þann feril má
rekja óslitið allar götur frá Aristó-
teles. Einhver hefir skýrgreint
mennina þannig, að þeir væru dýr,
sem gætu hlegið. Og í sambandi við
það hefir franski heimspekingur-
inn Bergson gert þá athugasemd,
að maðurinn væri skepna, sem hleg-
ið væri að. Og það á að minsta
kosti alt eins vel við um mennina í
Hel j arslóð ar orustu.
Um útbreiðslu þessarar bókar,
eins og annara þeirra, sem út eru
gefnar á þessum síðustu og verstu
tímum, fer annars eftir því ,jhvað
buddan segir“ hjá bóndanum. —
Margir kvarta nú um það, að þeir
verði að draga að sjer hendina,
meira en þeir vildu um bókakaup,
vegna þess hvað þær sjeu dýrar.
Nokkuð er þó bókaverð misjafnt
hjer, miðað við stærð og gæði, en
þó mun sannleikurinn sá, að bæk-
ur eru nú ekki hlutfallslega dýrari
heldur en fyrii* stríðið. Og ýmsu
eyða menn sjálfsagt nú, þrátt fyrir
alt dýrtíðarhjal, sem ekki er þarf-
ara en það, þó menn keyptu sjer
góða bók. En ef til vill á það ekki
við síður nú en áður, sem Gröndal
skrifaði einu sinni í brjefi (í Óðni) :
þegar fólkið hefir ekki að jeta, þá
er alt svo dauft og drungalegt, en
þó sá það ekki á, að ráð hafði það
til að eyða 9000 kr. í kómedíur,
tombólur og basar — svona eru fs-
lendingar. Með öllu þeiria fram
farakjaftæði og búskapartali hafa
þeir ekki vit á lífinu heldur en
tundar.
Vþg.
-------0-------
Uti um heim.
Endurreisn Þýskalands.
Ófriðuriun og ekki síður »friður-
inn* hefir gert Þjóðverjum þnngar
búsyfjar. Atvinnulíf þeirra og fjár-
hagur er stórlamað og mörg sam-
bönd þeirra út á við slitin. Þeir
vinna þó mjög ósleitiiega að endur-
reisn þjóðféiagsins á öllum sviðum,
þó hart sé aðgöngu og erfitt um
framkvæmdir. Þeir láta sér ekki sist
umhugað um það, að koma á aftnr
góðum samböndum og samvinnu
við aðrar þjóðir, ekki aðeins í versl
unar- og viðskiftamáluro, heldur
einrig, og ekki sfður, í andlegum
máiutn.
Fara Þjóðvetjar ýmsar leiðir til
þessa og hefir yfirleitt orðið vel á-
gengt og hafa nú aftar náð mörgnm
sambðndum og samstarfi við út-
lendar þjóðir og stofnanir. Til þess
að gefa möimum nokkra hugmynd
um starf þeirra á þessi sviði, að því
er til andlegra starfa kemnr, verður
sagt hér nokkuð frá svonefndri há-
skóla viku, sem ekki alls fyrir löugu
var haldin i Leipzig. Þangað var
stefnt mentamönnum bæði þýskum
og erlendutn — uæ i^oomanns—
og voru svo haldnir vísindalegir fyiir-
lestrar, söngskemtanir, ýmsar sýning-
ar opDar og gestunum kynt það sem
markveiðast þótti i borginni og
helst auðkendi þýskt þjóðlíf. A’lar
eða flertar menningarþjóðir (þó ekki
Íslendingaí?) áttu þarna fulltrúa,
nema Frakkland og England, jafn-
vel fyrirverand; óvinaþjððir eins og
Bandaiíkin, Japm, Ítalía og Belgía.
Af Norðurlandaþjóðunnm voru Sví-
ar fjölmennastir og var með þeitn
stúdentakór frá Lundi og söng við
góðan orðstýr, Frá Norðmönnum
voru m. a. próíessorarrir Wenger
og Bjerknes og er sá siðari frægur
veðurfræðingur. Frá danska háskól-
anum kom enginn fulltiúi, en 25
danskir ritböfundar og listamenn
voiu þar, þar á meðal dr. Emil
Rasmussen og er hér farið eftir frá-
sögn hans.
Aður en hin eiginlega háskóla-
vika hófst, var nokkrum dögum
eytt til þess að ferðast um umhverf-
ið og skoða ýmislegt, sem ferða-
menn fá annars venjulega ekki að
sjá, r. d. ank opinberra bygginga,
allskonar verksmiðjar og hin risa-
vöxnu bókaforlög Reclam, Teubner,
Peters o. fl. Einknm er stórhýsi
Reclam tilkommmikið. Þar eru hin-
ar alkunnn smáútgáfur prentaðar,
heftar, bundaar og algerlega frá
þeim gengið. Þar er bókaforði sem
í eru 25 rrstlj. bindi. Einstakt í sinni
röð er einnig hið svonefnda Deutche
Bucherei, stórfelt nýtísku bókasafn
þar sem safna á saœan bókstaflega
öllu því sem nokkurntíma hefir ver-
ið prents.ð í Þýskalandi, á þýsku
eða öðrum málum. Þar fer einnig
gifurlega stór og þægilegnr lestrsr-
saltir og liggja þar m. a. stöðogt
frammi um 3 þúsnnd rit. En i Þýska-
iaodi eru alls gefin út um 27 þús,
tímarit.
Síðan hófust fynlestrarnir í há-
skólanum rúmlega 30. T. d. var
talað um gildi háskólanna i andlegu
Hfi Þýikalands (próf. Litt), um and-
legt samband Skandinaviu og Þýska-
landa (próf. Mogk), um andann í
hinnm þýska idealisma (L;psius), um
uppruna og heimkynni Eddukvæð-
anna (Sieve s), um rclativitetskenn-
ingn Einsteios (Jaffé), um gildi lút-
erstiúirinnar fyrir evrópurnenning-
una (Boebemer), um frumkristni og
jafnaðarmensku (Leipoldt) og sagði
það tvent væri hvort öðru andstætt.
Auk þess voru sýnd söfn og til-
raunastöðvar háskólans, t. d. hin sál-
fræðilega tilraunastofa Wundts, sem
verið hefir fyrirmynd slikra stofnana
erlendis og talaði eftirmaður hans
(Krueger) um Wundt og starfseæi
hans.
Auk þessa var svo hljómlist mik-
ið stunduð. Sýndar voru ýmsar
opernr (Fideiio — Oberon — Síð-
asta æfintýri Dod Juans) og einnig
die Meistersinger Wagners og söng
þar »hinn guðdómlegi* Wolf frá
Múnchm eitt aðalhlutverkið. Sömu-
leiðis mátti heyra þar Tannhauser,
Trstan und Isolde o. fl. Þá var
haldin Handel-konsert í Thomas-
kirkjnnni, en þ,ir er heimsfrægt kór.
Einnig var haldinn samsöngnr til
að kynna mönnum nýja þýska
kirkjumúsik og söng þar og lék
kór og orkester háskólans sjálfs.
Snmir frægnstu stjórnarar Þýska-
Iands stjórnnðu þessum hljómleik-
um.
Yfirleitt var reynt að draga fram
sem raest og best og sem fjölbreytt-
ast sýcishorn af þýsku andlegu lífi
og talað hreinskilnislega og hispurs-
laust um ástandið og framtiðarhorf-
urnar. Megináhrifin, sem gestirnir
sögðust hafa orðið fyrir, voru þessi:
Við Þjóðverjar erum sigraðir, við
erum illa staddir, en við tökum aft-
ur til starfa, við endurskoðum og
eadu'nýjum sjálfa okkur og skoðan-
ír okkar, en örvæntum ekki fyrir
nokkurn mun. Yfirleitt þóttust flest-
ir gestirnir hsfa fengið aðra hug-
mund um þýskt andlegt líf nútim-
ans, sérstaklega við háskólana, en
þeir höfðu áður, þar sem t. d. Frakk-
ar hafa á siðka tið að ýmsu leyti
niðrað þeim.
Þýskir háskólar hafa þó síður en
svo við glæsileg kjör að búa sem
stendur. í Leipzig einni ern yfir
6 þús. stúdentar. Mjög margir þeirra
verða að vinna fyrir sér jafnóðum.
I Berlln vinna margir þeirra I skrif-
stöfum eða bönkum, eða þeir spila
við dans og skemtanir á nóttunni,
til þess að fá peninga til að stunda
nám á daginn, og þeir eru þjónar
i veitingahúsum.
Allmikil trúaralda kvað einnig
ganga yfir æskulýðinn þýska,
einkum tilhneiging til hinnar gömlu
þýsku dulspeki. Félög hafa einnig
verið stofnuð til útbreiðslu á keno-
ingum heimspekingsins F.chte og
eru í því um 100 þús. manns. Æti-
unin mun að halda þessum »vik-
um< áfram og spá margir þvi að
þarna verði með tímanum merkileg
menningarmiðstöð, að sínu leyti eins
og Leipziger Messe er á sínu sviði.
Því Þjóðverjar eru einráðnir í því
að »reyna að vinna og örvænta ekki».
SJálfstœdiskröfup Svert-
íngja.
Nýlega var getið hér i blaðinu
hinnar miklu hreyfingar, sem inynd-
ast hefir meðal Svert’ingja viðsvegar
um heim, i þá átt að sameina kyn-
stofn sinn og stofna allsherjar Svert-
ingjarfki. Gera þeir tilkall til Afriku
og vilja ná þar fullum réttindum og
slíta algerlega af sér ok hvitra manna.
I nýkomnum skeytum segir, að þeir
séu nú sestir á rökstóla i Ncw York
til þess að ræða mál sín og leggja
ráðin á, og að_ þeir hafi í hótunnm.
Svertingjar em voldugur kynstofn
að tölnnni til, alís um 400 miljón-
ir manna. Frumheimkynni þebra er
Afríka eða tniðbik hennar alt milli
Indlandshafs og Atianzhafs, frá suð-
urmörkum eyðimerkurinnar Sahara
og suður fyrir miðjarðarbaug að
heimkynnum Hottentotta og Búsk-
manna. Þessi landsvæði byggja þeir
enn að mestu leyti, en sá hluti
þeirra sem þar býr er á mjög lágu
menningarstigi og þessum »heima-
öldu« svertingjum mundi ekki til
hugar koma að hefja sjálfstJeðisbar-
áttu. Hreifingin kemur úr annari átt:
frá Svertingjum þeim, sem fluttir
voru vestur til Ameríku í þrældóm
og eru nú fjölmennir orðnir i þeirr:
álfcr. Hafa þeir mannast vel á sið-
ustu áratugum og lært siði og ósiði
menningarþjóðanna.
Sjálfstæðishreifing Svertingjanna í
Ameriku er ekki ný. í allmör. ár
befir verið unnið kappsamlega að
því, að vekja þá til meðvitundar um
mannréttindi þeirra og þjóðarrétt-
indi, og tú er hreifingin orðin al-
roenn i Norður-Amerikn. Foringi
þessarar hreifin^ar nú heitir Marcns
Garvey og er fæddur á Jamaica.
Hann ef aðeins þritugnr að aldri,
vel mentaður maður í listam og
vísindum, hefir farið viða um lönd
og mörgu kynst; hanu er rithöf-
undur og ræðuskörungur og gagn-
kunnagur sÖgu kynbálks slns. Hug-
sjón hans er sú, að stofna riki allra
Svertingja í Mið-Afriku — Ethiopiu —
sem standi fyllilega jafnfætis stór-
veldunum og safna þangað Svert-
ingjum öllum víðsvegar úr heimi,
meðal annars þeim, sem stolið var
til Ameriku.
í orði kveðnu hafa Svertinjgar
þegar stofnað þetta riki sitt, bráða-
birgðalýðveldi, líkt og lýðveldi Sinn-
Fesna i írlandi, og er Marcus Garv-
ey forseti þess. Hann er ennfrem-
ur forseti »Hins almenna framfara-
félags Svertingja< og »Heimsbanda-
lags AIfríkuþjóðarinnar<, forsíjóri
eimskipafélagsins »Svarta stjarnan<
og »Verslunarfélags Svertingja«, rit-
stjóri og útgefandi blaðsins »Negvo
World« sem er áhrifamesta Svert-
ingjablaðið i heimi, og miljónir
svartra manna tigna hann sem end-
urlausnara sinn. Framfarafélag Svert-
ingja telur nú 4 miljón félagsmenn
og á fundi sem haldinn var í félag-
inu siðastliðið sumar var samþykt
yfirlýsing um réttindi Svertingja og
grundvallarskjal um frelsi þeirra. Var
skjal þetta í 66 liðum og lýst þar
yfir fullu jafnrétti Svertingja við
aðrar þjóðir og tilkall gert til hölds-
réttar þeirra i Afriku, »ættaróðali
allra Svertingja. Evrópa fyrir Ev-
rópumenn, Asía fyrir Asinmenn og
Afríka fyrir Afrikumenn bæði þá sem
heima ern og fjarstaddir*. Þar er
ennfremur krafist, að Svertingjar fái
rétt til að hafa atkvæðisbæra full-
irúa á öllum alþjóðaráðstefnum og
því lýst yfir, að Svertingjar virð
alþjóðasambandið að vettugi svo
framarlega sem það reyni til að
halda fyrir þeim skýlausum rétti
þeirra.
Eimskipafélagið »Svarta stjarnan<
á að hafa 2*/a miljón sterlingspunda
höfuðstól og er hver hlutur 24
shillings, og mega eigi aðrir en
Svertingjar vera hluthafar.
Þá hafa SvertÍQgjar kosið sér
»hæstráðands« og verða allir að
hlýða boði hans og banni. Heitir
sá Gabriel Johnson er hlotið hefir
þetta veglega embætti, en varamað-
ur hans heitir Marke. Má sjá á
þessu, að Svertingjar hafa rniklar
ráðagerðir frammi og eru stórhcga.
En hætta stafar engin af þessu í
bráð. Til þess er hiuu mentaði
hluti þeirra of fámennur ennþá. En
þeir koma áreiðanlega síðir.
---------0--------
Það mundi ekki vera úr vegi að
athuga lítið eitt greinarstúf i Tim-
anum, sem kom út 20. þ. m. um
búskapinn á Vifilsstöðurn, þvi að i
henni er ýmislegt sem einkeonir
blaöið.
Blaðið byrjar með tilvitnun í bibl-
iuna og verður eigi annað sagt en
að það eigi vel við hjá einum upp-
gjafa-drottinsþjóni og er vel að hann
sýnir, að haun hefir haldið eitthvað
við hinum heilögu fræðum, enda
var ekki vanþðrf á að sýna það al-
meaningi svart á hvitn, því að ella
mundi því tranðla trúað, þar sem
allir mnnn hafa álitið, að hann hafi,
síðan hann flosnaði upp frá Hest-
þingunnm, eingöngu gefið sig við
því að rita nið nm einstaka roenn,
sem hafa verið svo lánsamir að vera
honnm i vegi á braut blaðamensku-
spillingarinnar. Það er ekki að
undra þótt slikur húðarjálkur kristn-
inúar Hki sér við spámeDn Gamla
testamentisins, en sennilegt er að
hann geri sér sjálfum fullhátt undir
höfði, í.r hann álítnr að landsstjórn-
in telji hann * jafnsnjallan og Akab
taldi spámanninn Mika. Að minsta
kosti er ekki vitað, að landsstjórnin
hafi nokkru sinni virt hann svars.
En þetta er nú aðeins formáli.
Eitt af aðalatrituðunum í »Tíma<-
eintaki þessu er það, að sjálfur rit-
stjórinn gerði sér »beinlínis ferð«
suðnr að Vífilsstöðum, til að Hta
þar á búskapinn. Þetta verður að
athugast vel Og alþjóð verður að
taka vel eftir.því hvað ritstjórinn
sjálfur leggur i sölurnar til þes;; að
fræða. Hugsum oss það. Hann tek-
ur sér fyrir hendur að fara alla leið
frá Laufási við Reykjavik til Vífils-
staða, gerir sér, eins og hann kemst
að orði, »beinlínis ferð< í þessum
tilgangi, líklega þó ekki fyr en hann
var búinn að hirða Liufástúnið, og
að eigin sögn þá fyrst, er hann var
orðinn þreyttur á »illum spádómum<
i garð stjórnarinnar. Og hvað sér
hann svo á þessum stað? Hann sér
alt í besta gengi. Betur rekinn bú-
skap en nokkurs staðar annars staðar
á landinu. Auðvitað dettur engum
i hug að efast um þetta, og ef ein-
hverjum skyldi deíta i hug að bera
brigður á að ritstjórinn þekki bú-
skap allsstaðar á landinu, er ráðleg-
ast fyrir þann hinn sama að láta
slikt ekki í Ijósi, þvi að annars á
hann vissa von á margdálkaðri
skammagrein i »Tímanum«, sem er
sendur ókeypis inn á flest heimili
landsins.
En eg kemst út frá efninu, eg
ætlaði að tala meira um »beinlinis
ferðin<, til Vífilsstaða og dýrðina,
sem herra ritstjórinn sá þar. Þar
er eins og tekið er fram, búskapur-
inn afbragð og alt búið að borgi
sig. En athugar ritstjórinn, þessi
nýi Mika spámaður íslensku þjóðar-
innar þá ekki, að þsssi búskapur er
rekinú undir yfirumsjónjóns Magnús-
sonar forsætisráðherra og að hann
hlýtur að eiga bróðurpartinn af lof-
inu? Hefir hann athugað hvað hann
er að gera? Tæplega. Hann man
liklega ekki að læknirinn á Vífils-
stöðum er bróðir forsætisráðherra
og að hann hiýtur lika að eiga eitt-
hvað af þessu iofi, þvi að líklega
ræður ráðsmaðurinn ekki meira en
húsbændurnir. Þar mun ekki gilda
sama reglan og um Tryggva og
Jónas.
Já, og alt er búið að borga sig
strax. Auðvitað dettur engum i hug
að rengja þetta. Mjólkin úr kún-
um hefir borgað það alt, þ/í að
hún er reiknuð með Reykjavikur-
verði. Sýnilega má það mikið hafa
upp úr mjólkinni og er freistandi
að reikna út hvað þeir muni á henni
græða, sem engu þurfa tii jarðabóta
að kosta heldur fá alt frá feðrum
sínum, eins og mjólknrgrósserinn í
Laufási. En það er best að reyna
að reikna það út seinna.
Anmingja nýi spámaðnrinn frá
Lsnfási, sem altaf skammar stjórn-
ina fyrir alt, þntfti þá ekki lengra
en hálftima ferð úr föðnrhúsum til
þess að sjá lofsamleg verk þessarar
sömn stjórnar. Hún borgaði sig
ferðin sú. En ætli spámaðurinn vildi
ekki, þegar ekki er mjög annrfkt i
Laufási, gera svo vel og taka sér
ferð á hendur t. d. ?.ð Lauganesi og
Kleppi og sjá hvernig þar er um-
horh. Sú ferð þarf eiginlega ekki að
kosta hann neitt, ef hann fer á
vagnhestinnm og í ðllu falli verðnr
kostnaðurinn ekki meiri en andvirð-
ið fyrir 2—3 lítra af mjólk. Þar sér
hann kannske eitthvað ennþá betra
en á Vífisstööum og gæti það orð-