Ísafold - 23.08.1921, Page 4
i
ISAFOLD
St jörnu liff'f ræði.
XII.
Hversu alt þetta mál er þess vert,
að menn reyni af fullri alvöru til að
fá skilning á því. Og hversu ljóst
er yfir að Hta, eða fagurt yfirlit feng-
iö, þegar fundið er eðli drauma, og
skyldleiki miðilsvefnsins og vanalegs
svefns. Sofandi miðill talar. Og sjál
bann talar af meðvitund annars
manns. Annars meðvitund er komin
fram i honum. Og þessi annar seg-
ist eiga heima á annari stjörnu. En
rannsóknin hafði sýnt, að í vana-
legum svefni kemur altaf fram í oss
meðvitund annars. Og nákvæm at-
hugun svefnvitundarinnar, sýnir al-
veg ótvíræðlega að þessi annar
draumgjafinn, (oneiropoios), er eg
nefni svo, á heima á annari stjörnu.
Hér styður hvað annað mjög fagur-
lega. Hér koma vissulega í ljós á
fegursta hátt, einkenni heilags sann-
leikans.
Tilraunir Turveys sýna að »and-
rnn* sem fer i miðilinn og talar
hans tungu, getur verið sál manns
á sömu jörð. Og eins getur verið
um drauma vanalegs svefns, þó að
oftast nxr sé það sambandið við
ibúa annara stjarna, seoa mesturæð-
ur i draumvitundinni. Draumgjaf-
inn getur verið samstirnis, og ná-
lega, svo að kalla megi, samtýnis
draumþega. Þetta sýnir vel draum-
saga sem stendur í Tidskrift for
psykisk Forskning 1906, s. 14—15.
Einn morgun snemma er forstjóri
dýragarðsins i Kaupmannahöfn, Juli-
us Schiött, nafnkunnur maður, stadd-
ur hjá búri hvítabjarnarins og atvik-
ist þá svo til að björninn bitur
hann i fingurinn. En á sömu stundu
dreymir einn af besta vinum Schiötts,
G. Pauli, að hvitabjörn i dýragarð-
inum biti hann. Pauli lifði í draumi
það sem Schiött lifði i vöku. Schiött
var þarna dramgjafinn, og mun það
stafað hafa nokkuð af því, að Pauli
hafi verið mjög undir áhrifum þessa
fjörmikla vinar síns.
Menn undrast mjög dranmsögur
slikar, og þá grunar ekki, að inn-
geislun frá öðrum likama, er einmitt
eðli draumsins. Það er ekki draum-
ur fyr en samband er við annars
meðvitund. Ef menn æfa sig nógn
vel, þá má læra að athuga glögg-
lega, hvernig annarleg meðvitund
fer að gera vart við sig þegar mann-
inn syfjar. Fyrst koma myndir, líkt
og skuggamyndir, — þvi að litirnir
koma ekki fyr en seinna — en sá
sem er að sofna, veit ekki hvað
þessar myndir þýða þær eru aðeins
efni draums. Siðan, þegar maðurinn
er sofnaður, þýðir hann þessar mynd-
ir eftir sinu heilafari, gerir úr þeim
tómar missýningar, og heldur að
hann sé að dreyma það sem honum
er kunnugt úr vöku. En verði sam-
bandið við draumgjafann fullkomn-
ara, þá sést að mann dreymir vana-
legast það sem honum er alókunn-
ugt úr vöku og hann hefir aldrei
um hugsað. En frá þessu mun eg
segja nánar i annari ritgerð.
Siðari tímum til fróðleiks má geta
þess, að eg hefi eigi alisjaldan rekið
mig á þann skilning, að draumar
eða draumórar, og rannsókn á eðli
drauma, sé eitt og hið sama. En
það tvent er ólikast. Og er ekki við
öðru að búast, en erfitt sé að koma
fram nýjum hugsunum, og þá helst
ef í stórkostlegasta lagi eru, þar
sem svo geigvænlegur greiningar-
skortur getur gert vart við sig, og
það jafnvel þó að menn séu hvorki
ógreindir né ómentaðir.
Gerduft
HiB nafafrsga amerfaka.
. Langbesta efni sem
nútíminn þekkir til þess
að geta búið til góðar kökur
og kex. Með því að nota það verðnr-
heinmbökun hæg og ódýr. AS-
eins selt í dósum, er œtíð
ferskt og heldur full
um krafti.
Selt í heildverzlun
Garðars Gíslasonar
1
og í flestum matvönrverahmum.
XÍII.
íbúi annarar stjörnu er það sem
vanalegast talar fyrir muun hius sof-
rndi miðils. Á því er ekki nokkur
vafi. Eg hefi, fyrir tilstuðlan miðils,
talað við þá sem heima eiga á öðr-
um stjörnum, í biljóna milna fjar-
lægð. Það er eins víst og að eg er
til.
Nú má að vlsu heyra það sagt,
að jafnvel hin ríkasta sannfæring
manns, þurfi ekki að vera neitt sann-
færandi fyrir aðra. Jafnvel gáfaðir
og mentaðir menn láta sér slikt nm
munn fara. En þó er það ekki rétt.
Gildi sannfæringar er mjög mis-
jafnt, eftir því hvers sannfæring það
er, og hvernig tilkomin. Eitt er
sannfæring þess manns um visinda-
leg efni sem ekki, eða lítið hefir
við vísindi fengist. Annað, sannfær-
ing þess sem hefir sýnt sig í fremstu
röð sem námsmann og rannsóknara.
Eitt er sannfæring, fljótfengin og
bygð á skjótri skoðun og skammri
íhugun. Annað sannfæring, sem feng-
in er með 20, 30 eða 40 ára námi
og rannsókn.
Mestum hluta ævi minnar hefi
eg varið til að reyna að afla mér
þekkingar. Náttúrufræði hefi eg
stundað, og einnig læknisfræði litið
eitt, með tilsögn framúrskarandi
kennara. Þó nokkuð hefi eg lesið af
því sem best hefir verið ritað f
heimspeki og mannkynssögu að
fornn og nýju. Áhugi minn á
að læra var þegar í barnæsku
mikill og hefir vaxið með aldrinum.
Betur og betur hefi eg verið að læra
hma réttu vlsindalegu varkárni.
Hina réttu varkárni segi eg, aí þvi
að það er til svikin vara sem menn
nefna svo, en að réttu lagi heitir
nautska gagnvart nýjum sannindum
og illvild gagnvart þeim sem koma
fram með þau. Um mörg ár hefi
eg stöðugt æft mig á ýmsum at-
hugunum ekki auðgerðum. Þetta er
hér sagt til þess að menn geti séð,
að eg ætti að hafa í besta lagi skil-
yrði til þess að hrapa ekki að höfuð-
sannfæringum. En þar liggur mikið
við, að menn treysti mér ekki ver
en vert er. Og i huga mínum er
ekki nokkur minsti skuggi af efa
um að hin mikla gáta er ráðin.
Ráðin eins og gátur eru ráðnar þeg-
ar um visindi er að ræða. Það er að
segja þannig, að nú er gatan greið
til ávalt vaxandi þekkingar.
Fagurlega Ijóst er nú yfir aðal-
KASTOFLEK.
Danske Kartofler leveres frit i
Skib, Köbenhavns Havn, á 16 kr.
pr. 100 Kg. med Sække, mod Bank-
remburs. ftrosserer Glintholm, Pile-
alle 55, Köbenhavn F.
atriðum þessa máls, Frá manninum
geislar magn sem kalla má lífmagn
og vitmagn. Og það hagar sér likt
og rafmagn. Og líf- og vitgeislan
eins likama, getur framleitt sig aftur,
inducerast, í öðrum likömum.
Það þóttu undur mikil, þegar
Marconi og Oliver Lodge tókst fyr-
ir ekki mörgnm árum að koma á
•þráðlausu sambandi* þó að ensk
mila væri á milli eða tvær. Nú
skiftast menn rafgeislaskeytum á þó
að þúsundir milna séu á milli.
Lífgeislan frá Turvey framleiddi
hans heila — og annað likams-
ástand í manni sem var í nokkurra
milna fjarlægð. Athuganir sem eg
hefi getið um i ritgerðinni »Lif-
geislan og magnan*, sýna að jafn-
vel stærstu vegalengdir sem orðið
geta á jörðu hér, koma ekki i veg
fyrir þetta »þráðlausa sambandt
taugakerfanna. Athuganir á vanaleg-
um svefni og miðilsvefni sýna, þann-
ig að enpinn vafi getar á leikið, að
þetta »þráðlausa sambandt tauga-
kerfanna getur orðið, þrátt fyrir fjar-
lægðir slíkar sem i stjörnugeimnum
gerast, sólbverfanna og jafnvel vetrar-
brautanna á milli.
Alt þetta er ekki vitund »mys-
tiskt< eða dularfult. En hversu firna-
merkilegt það er. Og að halda
áfram á þeirri þekkingarbraut sem
þetta er byrjunin á, mun á skömmum
tíma gjörbreyta högum og horfum
á jörðu hér.
I næsta kafla verður svo sagt frá
því hvernig það getur orðið, að sá
sem deyr,skemur fram aftur á ann-
an stjörnu,' og að vísu sem likam-
íeg vera. Meira.
Hety Pjeturss
Bókin utn veifinn eftir kinverska
fornspekinginn Lao-Tse er nýkomin
út hjá G. Gamalíelssyni i ísl. þýð-
ingujeftir mag.*)Jakob Jóh. Smára
og Inga'Jóhannesson, bróður hans
og.hefir sá siðari einnig ritað eftir
mála'til skýringar.á!Öiaiji HfciL
iw?r- -
starfar eins og að undanförnu. Kensla byrjar 15. október og stend-
ur til 14. maí.
Inntökuskilyrði á skólann eru þessi:
a. Að umsækjandi sé ekki yngri en 14 ára, undanþágu má þó
^Hveita, ef sérstök atvik mæla með.|
OBKWMiiy-
b. ;f Að hann hafi engan næman sjúkdóm.
c. Að hann hafi vottorð um góða hegðun.
d. Að helmingur af skólagjaldi og fæðisgjaldi sé greitt við inn-
töku, og ábyrgð sett fyrir eftirstöðvum.
e. Að umsækjandi sanni með vottorði, að hann hafi tekið fulln-
2S aðarpróf, samkv. fræðslulögunum, ella gangi undir inntöku-
H próf þegar hann kemur í skólann.
11 Skólagjald er 75 krónur yfir námstímann.
y^Fæðisgjald var síðastl. ár um 70 kr. á mánuði fyrir hvern
nemanda, en fyrir næsta skólaár er enn þá óákveðið um fæðis-
gjaklið, en jafnan hefirj það verið sett svo lágt sem unt er. Ef
nemendur vilja,"geta þeir haft matarfélag og verður alt undirbúið
til þees.
Skólinn leggur námsmeyjum til rúmstæði með dýnum og púð-
um.ggAnnan sængurfatnað verða þær£að leggja sér til.
Umsóknir um inntöku á skólann sendist formanni skólastjórn-
arinnar, alþm. Þórarni Jónssyni á Hjaitabakka, fyrir miðjan sept.
n. k.
„IXION'* Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg-
um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga.
í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan «m borð í fiski-
skipum.
Fæst i öllum helztu verzlunum.
Aðgætið að nafnið „EXION“ sé á hverri köku.
Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og
góðri fæðu.
„IXION* Lnnch og „IXION“ Snowflake Biscuits
ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te.
á Knislðiga
byrjar 1. nóvember og starfar 6 mánuði. Aðgang fá bæðí piltar
og stúlkur, alls staðar að meðan rúm leyfir.
Inntökuskilyrði 1
Að vera vel læs og skrifandi, þekkja 4 höfuðgreinar reikninga
í heilum tölum og metrakerfi.
Hafa óflekkað mannorð og engan næman sjúkdóm.
Nemendur hafa heimavist ef þeir vilja og matarfélag. Alt,.
sem þar að lýtur, verður undirbúið fyrir þá.
Helmingur áætlaðs kostnaðs greiðist í byrjun skólaársins, en
ábyrgð gefin fyrir greiðslu hins.
Skólinn veitir kenslu í öllum almennum námsgreinum, sem
kendar eru í alþýðuskólum,. og lætur sér ant um framfarir nem-
anda. — Umsóknir sendist fyrir 5. október.
Undirritaður gefur nánari upplýsingar.
Hvammstanga 18. ágúst 1921.
Asgeir Magnússon skólastjðri.