Ísafold - 28.09.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.09.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð -. 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og ÞoYsteinn Œslason.. Afgreiðsla og inn- Iheimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðia h.f. XLVIII. árg. Reykjavík, Miðvikudaginn 28 september 1921. 39 tölublað. Enska lánið. Þess var getið fyrir nokkru í Mbl. að sagt væri, að ntstjóri Titnans hefði tilbiinar 3 skammagreinar lit af lántöku rikisins erlendis, eina til að nota, ef ekkert lin yrði tekið, aðra til að nota, ef lánið yrði tekið i Danmörkn og hina þriðiu til að birta, ef lánið yrði tekið í Englandi. Og þennan orðróm verður ekki annað séð en að Tíminn staðfesti i næsta blaði sinu þó nndarlegt megi virðast. Nii er séð hverja af grein- um þessum hann þurfti að nota, það er hin siðastnefnda og er hún birt i siðasta tölublaðinu 17. þ. m. og tekur yfir helming blaðsins. Grein þessi er þannig dr garði gerð, svo villandi, ýkt, röog og ofstækis- full, að það sýnist fuli þörf á að leiðrétta hana, þvl að almenningur stendur heldur illa að vígi til að dæma um þetta mál og engin von um, að réttlitur dómur verði um það feldur, ef blöðin breiða út rang- ar fregnir um það. Og sýnilega er það tilgangur Tímans með grein sinni, að reyna að sji um, að al- menningur myndi sér skoðun um málið i röngum grundvelli, þótt hann ætti að vera búið að læra það, að sannleikurinn lastur sig ekki kúga og að frekjupólitík Tímans leiðir ekki til þess, sem hann ætlast til, heldur beinlinis hins gagnstæða. Blaðið byrjar greinina með þvi að lýsa þvi yfir, að orðrómurinn, sem það flutti nm lánskjörin fyrir n< kkru sé alveg sannur, að þvi undanteknu, að ekki þurfi að greiða 103% fyrir hver ioo°/0 nema lánið sé borgað á skemri tima en 30 ár- um. Þessi orðrómur sagði, eftir því sem blaðinu sagðist frá, að tekjur rikissjóðs væru veðsettar fyrir )án- inu. í greininni er þvi slegið föstu, að veðsetning sé engin. En samt er orðrómurinn um veðsetning sann- ur. Hvernig má þetta vera? O'i Timinn segit meira að segja, að ekki sé unt að veðsetja tekjurnar. Það var leiðinlegt, að hann skyldi ekki hafa uppgötvað þetta þegar hann var að birta þennan orðróm um daginn, til þess að hann gæti strax gefið honuffi rothögg. ,En ut i það er óþarft að fara, það er nægi- legt að slá því föstn, að Timinn viðurkennir, að hér sé nm enga veðsetningu að ræða. Timanum þykir línið of hátt, en þó er vitanlégt, að altaf hefir verið talað um 10 milj. kr. lán og það óspart látið i ljós á siðasta þingi, að roinna mætti lánið ekki vera. Og þó mun Timinn aldrei hafa haft á móti upphæðinni fyr en nii. En hví kemur hann með þetta eftir á? Hví segir hann þetta ekki fyr? Hvi aðvarar hann ekki i titna um þessa hættu, sem honum hlaut að vera kunnugt um, að væri yfirvof- andi? Sannleikurinn er, að margir munu telja lánið of lágt, en ekki of hátt. Það verður að athuga það, að þingið skipaði svo fyrir að taka lán til hlutakaupa í Islandsbanka, og ef af þeim verður, er sennilegt, að til þess þurfi um helming lánsins, eða að minsta kosti ekki varlegt að gera ráð fyrir verulega lægri upp- hæð. Eftir þvf, sem sagt er, mun ríkissjóður sjálfur ekki taka nema litinn bluta af láninu, heldur verður það að mestu fengið bönkunum til meðferðar. í þessu sambandi má leiða athygli að þvi, að Timinn segir, að »umsetningin« á fjírlögum Dana muni vera 100 sinnum meiri en í fjárlögum okkar og að þetta nýja lán svari þvi til r miljarðs kr. láns hjá Dönum. Hér er það ótvi- rætt gefið í skyn, að rikissjóður ætli að nota alt lánið, því að ann- ars kemur það ekki í heild sinni fjárlögunum við, þar sem gera verður rið fyrir sem alveg gefnu, að bankarnir geti staðið alveg stranm af sínum parti og rikissjóður er því i rauninni aðeins í ábyrgð fyrir þeim hlutanum, þótt hann sé að forminu til lántakandi. Og verði hlutir keyptir í íslandsbanka á ágóðinn af þeim hlutum að geta greitt vexti og afborgun af andvirði hlatanna. Annars er það stórum ýkt hjá Tím- anum að umsetning dönsku fjárlag- anna sé 100 sinnum hærri en okk- ar. Það verður að ganga út frá, að blaðið meini með »umsetning« hlut- fallið milli tekna og gjalda rikissjóðs beggja rikjanna og er þvi rétt að upplýsa, að samkvæmt fjarlögum vorum fyrir irið 1922 eru tekjur íætlaðar um 7,3 milj. kr. os; gjöld nm 9,3 milj. kr., en samkvæmt fjár- lagafrumvarpi .dönsku stjórnarinnar fyrir arið 1. april 1921 til ^i.mars 1922 eru tekjur danska rikisins áætl- aðar tæpar 320 miij, kr. og gjöld um 374 milj. kr. Hér skakkar þvi meira en helminsi hjá blaðinu.' Að sönnu skiftir þetta ekki mikln mili, en fyrst frá þessu er sagt i annað bo'ð, sýnist viðkunnanlegra, að það sé nærri sanni. Þá taiar blaðið um borgunina til milliliðanna pg álitur slikt eins dæmi. En svo er ekki. Þetta er mjög al- gengt. Sem dæmi má nefna, að Norðmenn tóku i fyrra mjög stórt lin bjá Englendingum með 12% af- föllum en auk þess fóru 6% * kostn- að og til milliliða svo að lántakend- ur fengu ekki litborgað nema 82% en vér höfnm fengið 84°/0. Þetta er orðinn svo rótgróinn siður í fjir- málaheiminum, að hjá þvi er naum- ast hægt að komast. Er óþarfi af Titnanum að likja þessu við hiisa- brask, því að vel hefði hann mátt muna, að Samband samvinnufélag- anna mun fara svipað að þegar það er milliliður milli kaupfélaga og er- lendra heildsala, en þann millilið tel- ur Tíminn kannske Hka óþarfan? Næst tatar Timinn um það, að tolltekjurnar eru sérstaklega settar sem trygging fyrir láninu og segir með þessu gengið inn á nýja braut, vér séum settir á bekk með Tyrkj- um og lánveitendur geti bannað oss að lækka tollana. Þetta er þvi rétt að athuga dálitið nánar. Eins og knnnugt er, hefir það aður komið fyrir, að rikissjóður hefir sett veð eða sérstaka tryggingn fyrir lánum, og má i þvi efni nefna þan dæmi, sem hér segir: 1. Árið 1912 var tekið Vé mili- kr. lán hji Statsanstalten for Livs- forsikring gegn handveði í banka- vixtabiéfum. 2. Arið 1913 var tekið Va m^\- kr. lán hjá Stóra norræna ritsíma- félaginu gegn tryggingu i simatekj- unum. Arið 1917 var tekið 2 milj. kr. lin í Handelsbanken í Kaupmanna- höfn gegn veði i skipum rikissjóðs. 4. í fjiraukalögum fyiir arin 1920—1921 er heimilað að taka alt að 70000 kr. lán til rekstrar Helgu- staðanámunni gegn veði í henni. Það er því nokkuð fjarri sanni, að með þessu hafi verið farið inn á nýja braut, og ef vér erum á bekk með Tyrkjum fyrir þessa sök, þi höfum vér fyrir löngu verið komnir á þann bekk. Það er beinlinis rangt, að lánveit- endur hafi nokknrn ihlutunarrétt um toll-löggjöf vova, og er það næsta ófyrirleitið af blaðinn, að leyfa sér að skrökva þannig að öllum lesend- um sinum. Vér höfnm að sjálfsögða óskertan rétt til að brsyta tollalög- gjöf vorri eins og vér viljum, og lánveitendum eru óheimil öll afskifti bæði af löggjöf vorri í tollamálum og i öðrum milum. Hið sama er um innheimtu tollanna. Ekki er óHklegt, að einhver brosi að þeirri kenningu Tímans, að ekki sé hægt að veðsetja peninga, sem ekki »eru tilc Út í það skal ekki farið, en ekki sýnist ritstjórinn vera fróður um viðskiftiHfið. Blaðið segir, að lánið sé 10 milj. kr., en eins og kunnugt er, er það 500000 sterliogspand og mnn bnið verða tæp'ega 9 milj. kr. að frá- dregnum affallum og kostnaði, eftir þvi ritliti, sem nú er um gengi á sterlingspundam og eftir því, sem þegar er breytt i krónur. Það sem vér finm fyrir þessi 500000 ster- lingspund verður þvi sem næst 9 milj. kr., og ef nú sterlingspundið lækkar niður i hið venjulega og eðlilega gengi sitt, ca. kr. 18,20, áður en vér borgum höfuðstólinn, þurfum vér að borga aftur um 9100000 kr. Ná veit að sönnu eng- inn um gengisbrejtinguna með vissu, en benda má á það, að til þess að sterlingspundið komi niður 1 hið venjulega verð sitt, þarf gengi þess ekki að lækka meira á næstu 2 ár- um en það hefir nú lækkað á fium minuðum. Likurnar til þess, að vér þurfum ekki að borga meira, en að framan er greint, eru því miklar. Og það er áreiðanlegt, að þessi af- föll eru mjög litil,*eftir þvi sem nú tlðkast og hefir tíðkast. Til saman- burðar má geta þess, að ríkissjóður vor varð árið 1919 að greiða 4050Ó0 kr. i afiðll af 4V1 rnil. kr. láni, er tekið var hjá dönskum bðnkum, ekki nema til 20 ára. Með sams- konar afföllum á þessu nýja láni hefðu þau orðið yfir 800000 kr. Það verður þvi ekki annað sagt, en að afföllin á þessu enska láni séu eins Htil og frekast er hægt að bd- ast við. Vér fáum undir 9 milj. kr. og þurfum sennilegast ekki að borga nema rúmar 9 milj. kr. Ummæli Tímans, nm að fridrag- ist fyista árið 2500000 kr. eru þvi alveg út í loftið, og að draga vexti fyrsta árið fri sem tap er auðvitað hin einstakasta fjarstæða, fyrst og fremst af þvl, að þeir era ekki greidd- ir fyrir fram og þvi næst af því, að vitaskuld hlutu vextir að greiðast frá lintökndegi, hvar sem og hve nær sem linið var tekið. Og hvi vill Tlminn þi ekki draga frá nema 1" árs vexti ? Hvi dregur hann ekki 30 ira vexti frí? Með því móti gat hann sýnt fram i, að vér fengj- um ekkert af líninu. Hví vill hann fylgja sérstakri reglu um vexti fyrsta ársins ? Ef vér kjósum að borga linið alt eftir 10 ár, þurfum vér aftur á móti að borga afföll, sem nema hér um bil sömu upphæð fyrir þessar 9 milj. kr. og vér greiddum I9i9fyr- ir 4% milj. kr., svo framarlega sem gengi sterlingspunda er' þi orðið hið venjulega. Tíminu mun ekki hafa reist sig eins hátt yfir afföllunum 1919 og hann gerir nii, þótt þau væru margfalt meiri þi, en þi var hann lika stjórnarblað að */s hlutum. Það veldur kannske nokkru. Þí eru vextirnir. Þeir eru að sönnu háir, en þó ekki hærri en svo, að ýms riki hafa orðið að sæta hærri vöxtum. Og alþekt, öflag og auðug ensk fjélög hafa orðið að sæta sömu og jafnvel harðari kjörum hji bönkum sins eigin lands. Það má sanna hve nær sem er. Eins er það vitanlegt, að ýmsir fjirmálamenn, enskir og danskir, hafa litið það alit i ljó'ii, að kjörin væru eins góð yfirleitt og frekist væri hægt að væata, sérstaklpga þar sem vér er- um alveg nýir gestir á enska lina markaðinum og því alveg Oþektir. Það er satt, að vaxtsfúlgan er hi, en þess verður að gæta, að linið á ekki að nota sem eyðslufé, heldur sum- part til að borga áfallnar skuldir, sem nú munu bera';ekki lægri vexti, og sumpwt til að styðji og hjílpa atvinnuvegum vorum, og sýnist ekki ástæða til að örvænta um, að þeir geti, með'því að fara hyggilega að ráði sinu, borgað bæði vexti og af- borganir af llninu. Það er ekki dýrara en bankalín eru nú yfirleitt. Það er næsta undarlegt, að Tim- inn skuli ekki hafa athugað það fyr en nú, að vexti þarf að borga af láninu. Hann vildi umfram alt taka lán i fyrra og þi vora vextir yfir- leitt hærri en nú. Það er því ekki vel skiljanleg sii skelfing sem gríp- ur hann alt í einu nú, er hann reiknar vextina. Annað er og næsta undarlegt og það er, að hann virð- ist mest kenna Danmerkurför for- sætisriðherrans um úrslitin. Flestir mundu þó telja, að fjírmálaríðherra verði að bera mesta ábyrgð á lin- töknnni. En forsætisriðherrann er nú sirasti þyrnirinn í augaTlmans, og svo mjög siirnar honum í aug- um, að hann sér hreinustu ofsjónir og alstaðar er forsætisráðherrann i þessum ofsjónum. Og það er vist, að þessar ofsjónamyndir hans eru mjög fjarri veruleikanum. Það vita allir nema hann. Dafra-brautin Nýjasta jirnbrautin í Noregi er á allra vörum vegna slysfarar þeirrar, er gerðist í sambandi við vigsluhi- tiðina. Þetta er að sumu leyti merk- asta brautin í Noegi, þegar fri er skilin Bergen-brautin, og hiin hefir orðið dýrasta brautin, sem Norf- menn hafa nokkurn tima lagt. Með lögum fri 1908 gerði stór- þingið norska iætlun um jirnbraut- arbyggingar á næstu 20 árum. Land- ið er hilent og strjilbygt, og fram að þeim tima höfðu flestar jirnbraut- ir legið með ströndum fram og flatningarnir gengu i miklum króks- leiðum. Það vantaði aðalæð i jirn- brautarkerfið, einkum í norðanverðu landinu. Til þess að bæta úr þessu var ákveðið að leggja jírnbraut úr Guðbrandsdölum norður yfir Dofra- fjöll og til Þíindheims og aðra vest- ur Raumudal. Hin fyrnefnda jírn- braut er nú fullgerð. Liggur hiin frá Dombaas í Gaðbrandsdölum þvert norður yfir fjöll og firnindi til Stör- en, en þangað var iður braut frá Þrindheimi, sem þó varð að endur- byggja. Ef nýja brautin milli Dom- baas og Stören 157,9 km. en vega- lengdin frí Stören til Þríndheims 51 km. Hæst er brautin milli stöð- vanna Hjerkinn og Kongsvold; er hún þar i 1022 metra hæð. Fjórtin nýjar stöðvar eru i þessau leið. Er útsýoi mjög fagurt viði i leiðinni og mun brautin eflaust veta notuð mjög mikið af erlendum ferðamönn- um. En auk þess tengir hún héruð- in i Þríndheimi við saðardalina og verða allar samgöngur að norðan við Kristjaníu framvegis nm þessa braut. Byrjað var i lagningu brautarinn- ar árið 1910 og 17. þ. m. var hun vígð. Þegar lagt var i þetta 'tórvirki var kostnaðurinn áætlaður 17 milj. en hann varð 61 miljón króna, þar af nýja brautin milli Dombaas og Stören 46 milj. og endurbygging brautarinnar milli Stören og Þránd- heims 15 miljónir. Til samanburð- ar mi nefna, að Bergen-brauttn (Berg- en-Hönefos) kostaði 62 milj. en hún er 402.7 km. i lengd. Hefir þessi nýja braut þvi orðið miklu dýrari hlutfallslega. í nóvemberminuði er gert rið fyrir, að annar helmingnr hinnar brautarinnar, sem nefnd var, Raumu- dalsbrautin milli Dobaas og Aan- dalsnes, verði fullgerður. Var byrjað á honum 1912 og si hlutinn, sem nú er að verða fullgerður, Dombaas- Bjorli, er 57 km. á lengd. Var þessi spotti áætlaður að kosta 15 milj. kr. en kostnaður hefir orðið 49 milj. Kaflinn frá Bjorli og niður að Aan- dalsnes i Raumudalsfirði er miklu erfiðari viðureignar og verður hann ekki fullgerSur fyr en eftir 2—3 ár. Báðar þessar járnbrautir eru sér- lega vandaðar og þó þær iiggi { fjalllendier hallinn ótrúlega litill. A

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.