Ísafold - 09.11.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.11.1921, Blaðsíða 2
t ÍSAFOLD • f wr;-55« Ilinu legatinu skal varið til; styrktar ekkjum fastra kennara við Mentaskólann í Reykjavík og guðfræðisdeild háskóla Islands, eða þá, ef ástæða þykir til, handa öðrum ekkjnm eða dætrum em- bættismanna í Reykjavík. Fyrst um sinn er þó þessum styrk ráð- stafað til þriggja nafngreindra kvenna. Legatinu skal stjómað undir yfirumsjón landsstjórnar- innar, af þremur mönnum: bisk- upi Islands, rektor Mentaskólans og rektor Háskólans. Skai fjórði hiuti ársvaxta jafnan leggjast við höfuðstól, en hinu útbýtt árlega tíl styrkþega. Að öðru jöfnu skulu ættingjar eða ættingja-ekkjur le- gatstofnenda sitja fyrir, en þó ná jþau forrréttindi ekki lengra en 100 ár aftur í tíman frá dauða þess stofnandans, sem lengur lifir. Þegar tímar líða og legatið hefir vaxið, má styrkur af vöxtunum einnig’ ná til ógiftra dætra em- bættismanna við Mentaskólann eða hina æðri skóla í Reykja- vík, eftir að þær hafa náð 45 ára aldri, og einnig til ekkna annara embættismanna þar, en þó svo að hinar fymefndu hafi að öðru jöfnu forgangsrétt. Þrjú þúsund krónur skulu leggj- ast við legatið, sem ber nafn dótt- ur þeirra hjónanna, Sigríðar Thoroddsen, og stofnað var eftir dauða hennar. Þetta eru þau ákvæði þessarar merkilegu erfðaskrár, sem snúa að almenningi. En hin, sem að ein- staklingunum snúa, sýna ef til vill enn betur umhyggjusemi og göfugan hugsunarhátt þeirra hjóna. Markiö fellur Fyrir nokkru var hér í blaðinu ikýrt frá meginástæfSunum fyrir gengishruni þýska marksins og að aokkru getið spádóma ýmsra er- Lendra manna um ríkisgjaldþrot L Þýskalandi á komandi ári. Síðan Liefir markið fallið enn gífurlegar ag var skráð á 2% eyris í kaup- tiöllinni í LKaupmannahöfn í fyrra- iag. Stefnir því óðum í það horf, jem spáð var. Það er ekki ein heldur margar iamsteðjandi ástæður, sem liggja til gengishrunsins.En í stystu máli má þó segja, að meginástæðan sé ein, nefnilega sú, að heimurinn sé bættur að hafa trú a að Þjoðverj- ar geti risið undir skuldaokinu, sem á þá hefir verið lagt. Aðstað- an hefir í engu breyst til hins verra í Þýskalandi síðan í vor, að undanteknu því, að þeir fengu minna af iðnhéruðum Efri-Sehles- íu en þeir máske hafa gert sér vonir um. Að öðru leyti hefir alt gengið betur en búast mátti við, t. d. hefir ekki brytt svo neinn aemi á verkamannaóeirðum í s' n- jr og framleiðslan hefir orðið neiri en hægt var að gera sér ronir um. Að markið hefir fatlið sinmitt á þessum tíma, er máske ið nokkru leyti að kenna meiri íráefnakaupum til Þýskalands en rerið hefir mánuðina á undan, en ?að er engin meginástæða. Undanfarin ár hafa Þjoðverjar ifað á því að auka seðlamergðina ,g jafnframt ofurselt markið jegndarlausri „spekulation* ‘ út- endra manna og innlendra. Út- endingar hafa keypt mörk í þeirri. von að þau hækkuðu og innlendir selt í vissu um að þau lækkuðu. Viljinn var jafn á báðar hliðar, svo engan þarf að undra þótt verslunin gengi greitt og yrði mikil. Engiu viðleitni var á því frá stjómarinnar hálfu að gera gengið stöðugt, og fyrirbyggja luarkabraskið, en seðlaprentsmiðj- urnar gengu dag og nótt og fyltu allra vasa af pappírssneplum, sem urðu þeim mun verðminni .sem þeir urðu fleiri. Engan fjármála- mann þarf til þess að sjá, að þessi stefna hlýtur að leiða til þess, að markið verður verðlaust að lok- um. Leiðin er hæg meðan hún end- ist og Þjóðverjar hafa liaft það gagn af henni, að atvinnuvegirnir hafa gengið tregðuminna þar tvö siðustu árin en hjá flestum öðrum þjóðum í heimi. Aðrar þjóðir þekkja peningarýrnunarástandið frá ófriðarárunum og brautina sem þær sneru við á fyrir rúmu ári. Hjá Norðurlandaþjóðunum varð peningarýmunin eða dýrtíðin ekkert á móti því sem er hjá Þjóð- verjum. Samt hefir leiðin til heil- brigðs f jármálaástands og atvinnu lífs orðið býsna mikið á fótinn og mæðandi það sem af er, og hún er ekki hálfnuð eim. Hvað mun þá um Þjóðverja, sem hafa látið berast fjórum sinnum lengra með dýrtíðarstraumnum, standa uppi með verðlausan gjaldeyri og eiga nú að snúa við og ganga upp brekkuna með skuldir sem nema hundruðum miljarða á bakinu? Er nokkur von um að þeir geti snúið við? Og er nokkur von um að þeir komist á upphafsstað afvega sinna ? Þessari spurningu er heimurinn að velta fyrir sér. Fjármálamenn- irnir hlutlausu svara henni neit- andi.Óvilhallur almenningur sömu leiðis. Englendingar hafa sýnt sína skoðun á málinu með því að halda aftur af og draga úr kröf- um Frakka. Og nú loksins hafa Frakkar sjálfir orðið að viður- kenna, að þeim hafi skjátlast, er þeir álitu það sjálfsagt að hlaða skulda- og kvaðabyrðinni á herðar Þjóðverja. Svarið er að verða það saina, hvaðan sem það kemur: Þjóðverjar geta ekki snúið við. Það er þetta sem veldur hruni marksins nú. Trúin á hækkun er íarin út í veður og vind, marka- brallaramir sitja með krosslagð- ar hendurnar og eru orðnir að sneyptum öreigum. Og heima fyr- ;r drepur dýrtíðin alt og nú <*" ekki hægt að halda uppteknum hætti og auka seðlana, því ekki er nema steinsnar að endastöðinni, sem heitir: Núll. Að nokkru leyti mega Þjóð- verjar sjálfum sér um kenna í hvert óefni er komið. Því það eru ekki álögur sigurvegaranna einar, sem eru orsök öngþveitisins, held- ur jafnframt fjármálastefna Þjóð- verja. Þeir hafa leyft fjárhættu- spil um gjaldeyri sinn og það hef- ir orðið skammgóður vermir og flýtt fyrir hruninu, auk þess sem það hefir aukið óstöðugleik geng- isins og gert ókleift að kalla að sjá hið raunverulega fjárhags- ástand ríkisins. Sumar þjóðir, eins og t. d. Spánverjar, hafa fyrir löngu lagt bann við öllu útlendu bralli með gjaldeyri sinn, og að- eins leyft sölu á gjaldeyri til verslunarþarfa. Ef Þjóðverjar hefðu gert hið sama mundi fjár- hagsásandið eflaust ekki hafa kom inst eins fljótt í óefni og raun er á orðin og Bandamenn átt hægra j með að sjá hvað þeir máttu bjóða j Þjóðverjum. En hvort það hefði orðið einhlýtt skal ósagt. Flestum ber saman um að eigi sé áhorfsmál að gefa Þjóðverjum upp hernaðarskaðabæturnar, eða að minsta lcosti að veita margra ára frest á þeim og gefa Þjóðverj- nm næði til að koma fótum undir fjárhag sinn. Frakkar er'u líka að komast á þessa skoðun, enda virð- ist málið ekki vandasamt, fyrst niðurstaðan er orðin sú, að Þjóð- verjar geta alls ekki borgað. En spurningin er aðeins sú, hvort uppgjöf skaðabótanna geti bjarg- að Þjóðverjum, eins og komið er. Mikilsmetnir bankastjórar, enskir, staðhæfa að það eina, sem geti Ljargað Þjóðverjum sé það, að Bandamenn striki eigi aðeins yfir allar skuldakröfur til Þjóðverja lieldur veiti þeim stórkostlega fiárhagslega hjálp. Ef þetta verði ekki, muni Þjóðverjar verða gjald- þrota innan hálfs árs. Ahrifin sem gengishrun þýzka marksins hefir haft í Þýzklandi, eru stórkostleg. Allar fjárhagsá- ætlanir ríkisins og einstakra manna verða einskis virði, öll klutföll gerbreytast. í stað tekju- afgangsins, sem áætlaður var á fjárlögum síðasta árs, kemur margra miljarða halli. Taki maður járnbrautirnar til dæmis, var á- ætlaður tekjuafgangur af reketri þeirra í vor, eftir að fargjöld og flutningsgjöld höfðu verið hækk- uð en í stað þess -varð miljóna- tap. Versnaði gengið þó ekki eins hraðfara eins og það gerir nú. Eftir lauslegri áætlun má gera ráð fyrir 150 miljard (pappírs-) marka tekjuhalla á fjárhagsreikn- ingum ríkisins á þessu ári. Iðnaðartæki starfa enn óhindrað | en vitanlega vex dýrtíðin geig-j ( vænlega við síðasta markhrunið. j , Og má mikið vera ef ekki liljót.ast I af því kaupgjaldsdeilur og verk-; föll, því nú eru Þjóðverjar sjálfir búir að missa trúna á markið. Það sést best á atburðum þeim, j sem daglega gerast í kauphöllinni í Berlín. Enginn vill eiga mörk og allir keppast við að koma þeim í verðbréf, hlutabréf eða fasteignir. Allir reyna að bjarga því sem bjargað verður, losna við mörkin áður en þau eru orðin alveg verð- láus. Og verðbréfin margfaldast í verði. Leiðin er á enda og eðlilegt að riðlun verði á, þegar gjaldþrotið blasir við framundan. Þjóðin hef- ir þrælkað undanfarin ár, lagt á sig meira erfiði en dæmi eru til í veröldinni. Og afurðirnar hafa sigrað á heimsmarkaðinum. En alt hefir reynst árangurslaust og þol- raunin hefir ekki getað afstýrt því, að þjóðin færðist sí og æ nær gjaldþrotinu.Flestar þjóðir mundu leggja árar í bát undir líkum kringumstæðum. Engin hætta er á. að Þjóðverjar geri það. Þeir reyna að snúa við. En — geta þeir það? Bandamenn ráða hvernig svarið verður. ------0------ alt annað. Og það sem ítölum þykir verst, stríðið hefir spilt æskulýðnum, gert hann rudda- legri og ómannúðlegri. Eg lét einu sinni í ljós við gáf- aðan ítalskan lækni aðdáun mína á því, hvað Italir færu vel með vínnautn. í þessu mikla vínlandi, þar sem allir drekka vín tvisvar eða þrisvar á dag er blátt áfram sjaldgæft að sjá drukkinn mann. — „Já, það er satt“, sagði lækn- irinn, „það hefir verið, og er enn, þjóðarkostur hjá okkur, að við yfirleitt kunnum okkur hóf við vín. Jeg man eftir í mínu ung- dæmi, þegar jeg dvaldist í Austur- ríki og Þýzkalandi, að jeg sá em- bættismenn og herforingja, ment- aða og gáfaða menn, drekka svo að það sá á þeim, og jeg þóttist þá af því að slíkt gæti ekki komið íyrir iijá okkur Itölum — því þá var þesskouar maður undir eins hjá okkur settur út í einhvern af- kima uppi í Abrúzzafjöllum eða suður á Sikiley, þar sem hann ekki gat orðið sjer til verulegra stórskamma, — en nú eftir stríðið er þetta því miður ekki eins og það var áður. Nú getur það komið fyrir að jafnvel mentaður maður eða embættismaður sjáist drukk- inn. En til allrar hamingju er al- menningsálitið altaf á móti slíku, og mentað kvenfólk hjá okkur leyfir ekki slíkt.‘ ‘ Mjer detta í hug orð annars merks ítala, einu sinni þegar við ræddum um það, livað erfitt það væri fyrir útlendinga að kynnast heimilislífi Itala. Því ítalir bjóða útlendingum mjög sjaldan heim til sín, og eru í því líkir Frökkum. Hann sagði: „Ef útlendingurinn kemur með kynnisbréf, þá er hon- um auðvitað tekið eins vel hjá okkur eins og annarstaðar. En að drekka sig fulla. Viðbjóðurínn og andstygðin á ofdrykkjunni eru hjá mentuðum ítölum mjög sterk- ar tilfinningar. En vín drekka þeir í hófi og þykir vænt um það. Þeim finst það miklar öfg- ar að þurfa að lögleiða vínbann og það bera vott um ástand, sem þeir telja skrælingjabrag. En annað er þar í landi allsterk hreyfing að breyta til um vínyrkju, og rækta meira vínber sem rúsínur í stað víns og að framleiða lítt áfeng eða alveg óáfeng vín. Þessi hreyfing er áreiðanlega vaxandi. Sterku vínin eiga þar sem annar- staðar svarna óvini, og einkum meðal lækna. Eg hefi lesið í ítölsk- um tímaritum greinar um þessi mál og af tali við mentaða Itali sannfærst um það, að líka í þess- ari hófsömustu þjóð Norðurálf- unnar eru margir, sem te'lja það þjóðarnauðsyn að útrýma sterku vínunum. En það mun margt breytast í heiminum áður en léttu vínunum verður hrundið úr því heiðurssæti sem þau nú eru í og hafa satið í þúsundum áfa saman. XIII. ítalir tala yfirleitt vel um mót- stöðumenn sína, Austurríkismenn, og vilja láta þá njóta sannmælis. Þeir segja að upprunalega hafi ítalir viljað. sitja hjá, en það var þegar til lengdar lét alveg ómögu- legt,- það hefði engin stjórn getað reist rönd við þjóðarviljanum, sem heimtaði að Ítalía skakkaði leikinn, því annars hefði sigur mið- ríkjanna verið alveg viss, og ítalía, þar með orðið haladingull þeirra um aldur og æfi. En nú er mögu- leiki fyrir ítalíu að vera alveg sjálfstæð í utanríkismálum sínum. Nýja serbneska stórveldið eru þeir ekki hræddir við — þeir segja að annars getið þér sjálfir séð, að! innanlands'kritur þar milli Króata það eru ekki allir útlendingar sem ! og- Serba muni vera afarmikill, hingað koma, sem við kaerum okk-; °g óvíst hvað lengi það ríki geti ur um að fá inn á heimilin. Frá haldist óskift. Mörgum ítölum Norðurlöndum, Englandi, Þýzka-' þykir Frakkar draga um of taum c Bréf frá Italiu. Eftir Sigfús Blöndal. XII. Það er ekki lítið tjón sem Italir hafa beðið við stríðið. Yfir hálf miljón manna fallnir, fyrir utan Serba og Grikkja. Jeg heyrði seinna skrítna sögu um Rapallo-samninginn, sem jeg kki vil ábyrgjast að sé sönn. Þeg- ar sendisveitin serbneska dvaldi þar í vetur höfðu sumir í henni ttkið konur sínar með sjer. Hvar sem Serbar komu í búðir og ekki sís.t frúrnar, var alt selt þeim með talsvert ódýrara verði en annars var gert. Þetta var að sögn gert að skipun stjórnarinnar, til að láta Serba fá það álit, að alt væri svo landi, Austurríki og Sviss — að jeg nú ekki nefni Ameríku — kemur fjöldi af listamönnum og rithöfundum. Fólkið í öllum þess- nm löndum lítur stundum niður á okkur ítali fyrir hitt og þetta og telur okkur aftur úr með sumt, og kann vel að vera að svo sé í ýmsu. En í einu stöndum við þeim áreiðanlega framar. Við kunnum að fara með vín. Þessir germönsku listamenn og rithöf- undar sem hér eru, eru sjálfsagt margir hverjir ágætir meun — en! óhaggað í ítalíu og að ósköp margir eru slíkir drabbar- stríðið ekki hefði valdið eins mik- ar að þessar stéttir útiendinga iiafa fengið talsvert óorð á sig \)éi í ítalíu. Og þetta 'er má«ke ein af aðalástæðunum til þess að margir mentaðir menn hér eru talsvert hikandi gagnvart þess- konar fólki. Þér sjáið það sjálfur. — Hvernig í ósköpunum ætti jeg að koma inn á heimili mitt með mann sem þykir gaman að drekka sig fullan? Hvemig á ég að geta kynt þesskonar mann móður minni ? eða systur minni eða dóttur minni? Þér sjáið það sjálfir — það er alveg ómögulegt. Af þessháttar manneskjum er hægt að búast við öllu; það get- ur enginn reiknað það- út hvar prúðmeunið endar og dóninn byrjar.“ Mér datt í hug bannlandið Is- land, þar sem það mun ekki óal- gengt að gáfaðir, ungir menn, af góðu fólki komnir þykjast af því illi dýrtíð þar eins og annarstaðar. Serbar, og einkum kvenfólkið keyptu ósköpin öll og skrifuðu heim lofgerðarpistla um vellíðan ítala. Einu sinni datt serbnesku frúnum í hug að fara inn til Genúa og kaupa þar gimsteina og gullstáss. Strax fara ítalskir leyni- sendlar á stað til helstu búðanna, og það var séð um að frúnum væri fylgt í þær réttu búðir. Þar keyptu þær svo fjölda dýrgripa fyrir mjög vægt verð, en ítalski ríkissjóðurinn borgaði svo kaup- mönnunum mismuninn í kyrþei. — Þessi saga gekk í Rapallo, og þó hún sjálfsagt sé ýkt getur verið að, einhver fótur sé fyrir henni; minsta kosti er það víst, að Serb- ar róma ítali mjög fyrir kurteisi og riddaraskap og mikla ljúf- mensku þeim sýnda, meðan þeir dvöldu í Rapallo við samningana.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.